Bára Huld Beck

Fólkið í landinu kýs sér nýja verkalýðsforystu

Miklar sviptingar hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar á síðustu misserum og búast má við miklum átökum í komandi kjaraviðræðum vetrarins.

Ný for­ysta haslar sér völl í verka­lýðs­fé­lögum lands­ins en spáð er fyrir um mikil átök í kjara­samn­ings­við­ræðum sem framundan eru. VR og Starfs­greina­sam­bandið kefj­ast þess að í árs­byrjun 2021 verði lægstu laun 425 þús­und krónur á mán­uði. Þá gera félögin einnig kröfur á stjórn­völd, meðal ann­ars um mikla íbúða­upp­bygg­ingu, afnám verð­trygg­ingar á neyt­enda­lán­um, að fæð­ing­ar­or­lof verði lengt og að lægstu laun verði skatt­frjáls. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess­ara krafa og hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins, sem og fjár­mála­ráð­herr­ann sagt þær óraun­hæf­ar. 

Ekki verður þó um villst að aðilda­menn verka­lýðs­fé­lag­ana kalli eftir breyt­ing­um, þar sem mikil nýliðun hefur orðið á síð­asta einu og hálfa ári. Rödd bar­átt­unnar hefur skipt um tón og það lýsir sér í breyttum áherslum þessa nýja for­yrstu­fólks.

For­seti ASÍ í fyrsta skiptið kona

Drífa Snædal, sem starfað hefur sem fram­­kvæmda­­stjóri Starfs­­greina­­sam­­bands Íslands (SGS), var kjörin nýr for­seti ASÍ á 43. þingi sam­bands­ins í gær – fyrst kvenna – en ásamt henni bauð sig fram til emb­ætt­is­ins Sverrir Mar Alberts­son fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður Afls. Hún hlaut 192 atkvæði eða 65,8 pró­sent en Sverrir Mar fékk 100 atkvæði eða 34,2 pró­sent. Sömu­leiðis var Vil­hjálmur Birg­is­­son kjör­inn 1. vara­­for­­seti ASÍ á þing­inu. Í kringum 300 full­trúar frá 48 stétt­ar­fé­lögum kusu nýja for­ystu­menn Alþýðu­sam­band Íslands í gær.

Gylfi Arn­­björns­­son, frá­far­andi for­­seti Alþýð­u­­sam­­bands Íslands, til­­kynnti í júní síð­ast­liðnum á mið­­stjórn­­­ar­fundi sam­­bands­ins að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram til end­­ur­­kjörs. Stjórn VR lýsti yfir van­trausti á Gylfa í maí síð­ast­liðn­um. Aðal­­fundur stétt­­ar­­fé­lags­ins Fram­­sýnar sam­­þykkti jafn­framt van­­traust á hann, sem og Verka­lýðs­­fé­lag Akra­­nes sem gerði slíkt hið sama.

Gylfi svar­aði Ragn­aði í sam­tali við Morg­un­blaðið á sínum tíma og sagði að þeir hefðu verið ósam­­­mála um leiðir í kjara­bar­áttu en að honum þótti nokkuð merki­­­legt að Ragnar vildi fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu. „Ég er tals­­maður þess að eiga sam­tal, bæði við sam­herja mína og and­­­stæð­inga og ég lít nú á Ragn­ar sem sam­herja minn. Við erum að sinna bar­áttu sömu hóp­anna,“ sagði hann.

Fundur ASÍ 28. febrúar 2018.
Bára Huld Beck

Sam­ingar héldu

Verka­lýðs­­for­ystan kaus að segja ekki upp kjara­­samn­ingum sínum við Sam­tök atvinn­u­lífs­ins þann 28. febr­­ú­ar síð­ast­lið­inn og munu samn­ing­­arnir því gilda til ára­­móta. Kosn­­ing þessa efnis á for­­manna­fundi ASÍ var tví­­­sýn og greiddu meðal ann­­ars full­­trúar tveggja stærstu aðild­­ar­­fé­lag­anna, VR og Efl­ing­­ar, atkvæði með því að slíta samn­ingum ASÍ við SA. Þar með var ljóst að full­­­trúar meiri­hluta félags­­­­­manna ASÍ væru á þeirri skoð­un. Hins vegar þurfti einnig meiri­hluta atkvæða for­­­manna þeirra aðild­­­ar­­­fé­laga sem atkvæða­rétt áttu á fund­in­­­um. Meiri­hluti þeirra kaus að halda sam­ing­unum til streitu.

Í jan­úar síð­ast­liðnum til­kynnti Sól­­veig Anna Jóns­dóttir um fram­­boð sitt til for­­manns emb­ættis í Efl­ingu stétt­­ar­­fé­lagi, en innan vébanda félags­­ins eru 28 þús­und félags­­­menn. Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, studdi Sól­­veigu Önnu til for­ystu, en hann sigr­aði með yfir­­­­­burð­um í for­­­manns­­­kosn­­­ing­u í mars í fyrra og hlaut tæp­­­lega 63 pró­­­sent atkvæða. Sól­­veig Anna hafði betur í for­yst­u­­kjöri Efl­ingar í byrjun mars með rúm­­lega 80 pró­­sent atkvæða.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Bára Huld Beck

Ástandið orðið algjör­lega óþol­andi

Í ítar­legu við­tali við Mann­líf sem kom út í gær segir Sól­veig Anna að ef fólk sé orðið svo klikkað og svo langt leidd af firr­ingu mann­fjand­sam­legrar hug­mynda­fræði að það sé allt í einu orðið bylt­ing­ar­kennt að fólk geti lifað af dag­vinnu­laun­unum sínum og að skatt­kerfið verði mótað af þörfum þeirra sem raun­veru­lega vinna vinn­una, þá hljóti hún að vera stolt af því að segj­ast vera bylt­ing­ar­mann­eskja.

„Ég hef lifað og starfað sem lág­­launa­­kona á Íslandi frá árinu 2008. Mér líður eins og það ástand sem að við erum látin búa við sé orðið algjör­­lega óþol­andi. Mér finn­st, og því fólki sem mannar list­ann með mér, að sú verka­lýðs­bar­átta sem hefur verið rekin hér, að tími hennar sé ein­fald­­lega lið­in. Hún hefur ekki skilað okkur þeim lífs­­kjörum sem við teljum okkur eiga rétt á og við teljum að það sé ein­fald­­lega tíma­­bært að breyta um taktík og breyta um áhersl­­ur,“ sagði hún jafn­framt í við­tali við Kjarn­ann í febr­úar síð­ast­liðn­um. 

Hún sagði að lág­­launa­­fólki væri gert að búa við mikið órétt­­læti í stétt­­skiptu arð­­ráns­­sam­­fé­lagi þar sem það fengi laun sem það gæti ekki lifað af, þyrfti að vinna í fleiri en einni vinnu, gæti ekki lagt nokkuð fyrir og gæti ekki tryggt efna­hags­­legt öryggi. Eftir hús­næð­is­­mark­að­­ur­inn fór á flug með til­­heyr­andi verð­hækk­­unum á eignum og leigu hefði staðan síðan versnað mjög mik­ið. „Við teljum að það sé þörf á miklum breyt­ingum til þess að við séum ekki ein­fald­­lega bara vinn­u­afl á útsölu. Mann­eskjur sem njóti fullra rétt­inda og eigi rétt á góðu og mann­­sæm­andi líf­i.“

Kall­aði eftir nýrri hugsun

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son var kjör­inn for­­maður VR, stærsta stétta­fé­lags lands­ins, í mars á síð­asta ári og hefur verið áber­andi í opin­berri umræðu síð­an.

Í pistli sem birt­ist á Kjarn­anum í lok síð­asta árs kall­aði hann eftir nýrri hugsun innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og sagði að félags­menn stétt­ar­fé­laga þyrftu að vakna.

„Ég kalla eftir frek­­ari nýliðun og nýrri hugsun innan verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­innar og kalla eftir því að hún vakni af þeim með­­­virkn­is­blundi sem hún hefur sofið árum sam­­an. Félags­­­menn stétt­­ar­­fé­laga þurfa að vakna og sjá til þess að við sem erum í for­svari vinnum vinn­una okkar í stað þess að vakna við það einn dag­inn að vera í frjálsu falli í klóm kerf­is­ins vegna atvinn­u­mis­s­is, erf­iðra veik­inda eða ann­­ara áfalla sem dunið geta á okkur þegar minnst var­­ir.

Megi 2018 verða ár kerf­is­breyt­inga og árið sem við vöknum og nýtum sam­taka­mátt hreyf­­ing­­ar­innar til raun­veru­­legra breyt­inga,“ sagði Ragnar Þór. 

Dró fram­boð sitt til baka

Ragnar Þór bauð sig fram í emb­ætti 1. vara­­for­­seta ASÍ en dró fram­boðið til baka í gær til að skapa sátt inn­­an sam­­bands­ins. Vil­hjálm­ur Birg­is­­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­­ness var kjör­inn 1. vara­for­seti á þing­inu, eins og fram hefur kom­ið.

Í sam­tali við mbl.is sagði Ragnar Þór að hann hefði tekið ákvörðun um að draga fram­­boðið til baka til að skapa sátt inn­­an hreyf­­ing­­ar­inn­­ar. Hann telur hana ennþá vera upp­­­fulla af vondri póli­­tík og taum­­lausu hatri. Hann kvaðst von­­ast til að breið sátt mynd­að­ist eft­ir að hann stigi til hlið­ar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Bára Huld Beck

Ekki allir á eitt sáttir

Ekki eru allir á sömu skoðun og for­ystu­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar en Hörður Ægis­son rit­stjóri Mark­að­ar­ins hefur verið ötull við skrifin en hann sagði í leið­ara í síð­ustu viku stöð­una ekki líta vel út. „Líkur á að svart­sýn­ustu spár um þró­un­ina á vinnu­mark­aði í vetur – verk­föll og skæru­að­gerðir – verði að veru­leika hafa auk­ist til muna nú þegar Starfs­greina­sam­band Íslands og VR, stærstu verka­lýðs­fé­lög lands­ins, hafa sett fram kröfur sínar í kjara­við­ræð­um. Þeim verður ekki lýst öðru­vísi en sem sturluðum og í engum takti við efna­hags­legan veru­leika. Fyrir atvinnu­rek­endur – og íslensk stjórn­völd – er þess vegna aug­ljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli við­semj­enda verður brúað á kom­andi vikum og mán­uð­um. Afleið­ingin er áfram­hald­andi óvissa fyrir íslenskt efna­hags­líf og þrýst­ingur á gengi krón­unn­ar,“ skrif­aði hann. 

Sól­­veig Anna for­maður Efl­ingar gagn­rýndi pistil­inn harð­lega á face­book-­síðu sinni í kjöl­far­ið. „Ég finn mig knúna til að bregð­­ast við leið­­ara Frétta­­blaðs­ins, „Stærsta ógn­in”, sem birt­ist á föst­u­dag­inn var. Þó langar mig það ekk­ert. Mér langar ekki að virða fólk sem beitir hik­­laust hót­­unum við­lits. En því miður er svo komið fyrir tals­­mönnum óbreytts ástands að þeir hika ekki við reyna að kúga vinn­andi fólk til hlýðni með sjúkri og við­­bjóðs­­legri orð­ræðu og þá er auð­vitað ekki um annað að ræða en að sýna að í mér rennur blóð­­.“

Hún sagði að til­­­gang­­ur­inn með skrifum Harðar væri að „skelfa fólk til hlýðni og að búa til tæki­­færi fyrir hóf­stillt­­ari og jarð­bundn­­ari tals­­menn arð­­ráns­ins til að stíga fram sem málsvara skyn­­semi og stöð­ug­­leika.“

Sól­­veig Anna túlk­aði skrif Harðar á þá leið að hann væri að stilla sjálfum sér upp sem rödd skyn­­sem­innar „en það er ekki hægt að segja annað en að móð­­ur­­sýkis­­kenndir heimsenda­­spá­­dómar hans ein­­kenn­ist af alveg hreint ein­stakri van­still­ing­u.“

Kröf­urnar stór­karla­leg­ar, óraun­hæfar og óút­færðar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur sagt kröfur for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um að lægstu laun verði skatt­frjáls stór­karla­leg­ar, óraun­hæfar og óút­færð­ar. Þær hefðu í för með sér stór­aukna skatt­heimtu á milli­tekju­fólk. Þetta kom fram í fréttum RÚV þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Hann sagði stjórn­völd leggja áherslu á góð sam­skipti við vinnu­mark­að­inn en fara þyrfti yfir vænt­ing­arnar af yfir­veg­un. Hann sagði að nú þegar hefði nýtt hús­næð­is­bóta­kefi verið tekið upp og veru­legir fjár­munir settir í stofn­styrki fyrir félög sem reisa leigu­í­búðir fyrir tekju­lága.

„Varð­andi skatt­kerfið þá finn­ast mér það nokkuð stór­karla­legar hug­myndir sem við fyrstu sýn eru algjör­lega óút­færðar nema menn segja bara að það væri gott ef laun upp að 400 þús­und yrðu skatt­laus, þá þarf að botna þá vísu. Ef menn ætla að láta tekju­skatts­kerfið skila sömu tekj­um, þá þarf að stór­hækka skatta á milli­tekju­fólk og öll laun sem eru þar fyrir ofan,“ sagði Bjarni.

Hann sagði enn fremur að ef for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar væri að meina eitt­hvað ann­að, þá þyrfti að gera betur grein fyrir því. „Mín fyrstu við­brögð varð­andi skatta­málin eru að þetta algjör­lega óút­fært og mér sýn­ist að þetta sé algjör­lega óraun­hæft.“

„Ég sakna þess að menn tali meira um þætti sem ég held að skipti miklu fyrir heim­ilin í land­inu og fyr­ir­tæk­in. Stöðugt verð­lag, lægri vext­ir, hvað getum við gert til að halda betur um stöð­ug­leik­ann. hvað getum við gert sam­eig­in­lega til að ná slíkum árangri. Vegna þess að þetta hangir allt sam­an. Mér finnst að menn eigi að leggja mikið virði í að við­halda hér lágum vöxtum og lít­illi verð­bólg­u,“ sagði Bjarni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar