Stjórnmálamenn telja RÚV hlutlausast en Morgunblaðið sýna mesta hlutdrægni

Frambjóðendur til Alþingis telja að fagmennska og óhæði fjölmiðla á Íslandi sé að aukast en frambjóðendur til sveitarstjórna telja að bæði sé að dragast saman. Afgerandi munur er á skoðun stjórnmálamanna á hlutleysi fjölmiðla.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Stjórn­mála­menn telja að RÚV sé sá frétta­fjöl­mið­ill sem sýni mest hlut­leysi í umfjöllun sinni um kosn­ing­ar. Þeir fjöl­miðlar sem stjórn­mála­menn telja hlut­dræg­asta í umfjöllun sinni eru Morg­un­blaðið og Við­skipta­blað­ið. Kjarn­inn er sá einka­rekni fjöl­mið­ill sem flestir stjórn­mála­menn telja að sýni mest hlut­leysi í umfjöllun sinni um kosn­ing­ar.

Þetta er á meðal nið­ur­staðna í könnun sem Birgir Guð­munds­son, dós­ent við félags­vís­inda­deild Háskól­ans á Akur­eyri, fram­kvæmdi í kringum síð­ustu nokkrar kosn­ingar sem haldnar hafa verið hér­lend­is. 

Auglýsing
Í könnun Birgis voru 4-6 efstu á listum allra flokka sem buðu fram í síð­ustu þing­kosn­ingum spurðir um hlut­leysi ein­stakra fjöl­miðla og í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum voru 3-6 efstu í tíu stórum og með­al­stórum sveit­ar­fé­lögum spurð­ir. Könn­unin náði yfir síð­ust fimm kosn­ingar til þings og sveit­ar­stjórna sem fram hafa farið hér­lend­is, eða á árunum 2013, 2014, 2016, 2017 og 2018.

Birgir ræddi þessar nið­ur­stöður á Þjóð­ar­spegl­inum í Háskóla Íslands sem fram fór síð­ast­lið­inn föstu­dag.

RÚV og Kjarn­inn sögð sýna mest hlut­leysi

Í könnun Birgis voru stjórn­mála­menn beðnir um að gefa fjöl­miðlum ein­kunn á skal­anum 1-5 þar sem ein­kunnin 1 þýddi að við­kom­andi taldi þann fjöl­miðil vera alveg hlut­lausan og 5 að fjöl­mið­ill­inn væri alveg hlut­dræg­ur. Því lægri sem ein­kunn fjöl­mið­ils var, því hlut­lausri töldu stjórn­mála­menn þá vera í umfjöllun sinni.Úr niðurstöðum könnunar Birgis Guðmundssonar.

Í síð­ustu kosn­ing­um, sem voru ann­ars vegar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 og hins vegar Alþing­is­kosn­ing­unum 2016/2017, þá töldu stjórn­mála­menn frétta­stofu RÚV vera þá sem sýndi af sér mest hlut­leysi í umfjöll­un. Í þing­kosn­ing­unum fékk hún ein­kunn­ina 2,7 og í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor fékk hún ein­kunn­ina 2,6.

Þar á eftir kom Kjarn­inn, sem er þar af leið­andi sá einka­fjöl­mið­ill sem stjórn­mála­menn telja að gæti mest hlut­leysis í umfjöllun sinni um kosn­ing­ar. Hann fékk ein­kunn­ina 2,8 í síð­ustu tveimur þing­kosn­ingum og 3,0 í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fóru fyrr á þessu ári.  

Auglýsing
Þeir miðlar sem þykja sýna mesta hlut­drægni eru Morg­un­blaðið og Við­skipta­blað­ið, en þessir tveir miðlar skera sig með afger­andi hætti úr. Morg­un­blaðið fékk ein­kunn­ina 4,4 af 5 í þing­kosn­ing­unum 2016 og 2017 og 4,3 í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor. Við­skipta­blaðið fékk 4,2 í ein­kunn fyrir hlut­leysi/hlut­drægni fyrir umfjöllun sína í síð­ust tveimur þing­kosn­ingum en 3,8 fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor.

Fram­bjóð­endur til þings telja fag­leg vinnu­brögð vera að aukast

Þegar stjórn­mála­menn voru spurðir um fag­mennsku blaða­manna, þ.e. hvort umfjöllun lands­dekk­andi fjöl­miðla um stjórn­mál (önnur en leið­ara­skrif) ráð­ist af almennum fag­legum sjón­ar­miðum blaða­mennsku er nið­ur­staðan sú að í síð­ustu tveimur þing­kosn­ingum sögðu 27 pró­sent þeirra sem voru þar í efstu sætum fram­boðs­lista að þeir teldu vinnu­brögð vera fag­leg. Það er þrefalt fleiri en í þing­kosn­ing­unum 2013 þegar ein­ungis níu pró­sent stjórn­mála­manna töldu að umfjöllun fjöl­miðla hefði ráð­ist af almennum fag­legum sjón­ar­mið­um.Úr niðurstöðum könnunar Birgis Guðmundssonar.

Þegar kemur að sveit­ar­stjórn­ar­stjórn­mála­mönnum snýst þessi þróun hins vegar við. Árið 2014 sögð­ust 23 pró­sent þeirra telja að blaða­menn sýndu fag­mennsku í umfjöllun sinni en ein­ungis 17 pró­sent þeirra sem voru í fram­boði í kosn­ing­unum sem fóru fram í vor voru þeirrar skoð­un­ar.

Þessi þróun sést einnig þegar stjórn­mála­menn voru spurðir um hæði eða óhæði fjöl­miðla gagn­vart stjórn­mála­flokk­um. Í þing­kosn­ing­unum 2013 töldu 80 pró­sent aðspurðra að fjöl­miðlar væru háðir stjórn­mála­flokkum en í síð­ustu tveimur þing­kosn­ingum var það hlut­fall komið í 70 pró­sent.Úr niðurstöðum könnunar Birgis Guðmundssonar. Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014 sögð­ust 62 pró­sent fram­bjóð­enda telja að fjöl­miðlar væru háðir flokkum en í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum var það hlut­fall komið upp í 67 pró­sent.

Kjós­endur spurðir um valda prent- og ljós­vaka­miðla

Í umfjöllun Birgis á föstu­dag fjall­aði hann einnig um aðrar kann­anir sem gerðar hafa verið á fjöl­miðl­um, þar á meðal könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði á meðal kjós­enda í des­em­ber 2015. Þar var ein­ungis spurt um stærstu prent- og ljós­vaka­fjöl­miðla. Nið­ur­stöður þeirrar könn­unar voru þær að 68 pró­sent aðspurðra kjós­enda töldu Morg­un­blaðið vera hlut­drægt og 65 pró­sent töldu DV vera slíkt. Vert er að taka fram að DV var á þessum tíma í ann­ars konar eign­ar­haldi en blaðið er í dag.Úr könnun Félagsvísindastofnunar á meðal kjósenda sem framkvæmd var í lok árs 2015.

Fæstir töldu RÚV vera hlut­drægt í umfjöll­un, eða 24 pró­sent aðspurðra og RÚV var einnig sá fjöl­mið­ill sem spurt var um í könn­un­inni sem var talin óhlut­drægast­ur. Aðrir miðlar sem spurt var um voru Frétta­blað­ið, Við­skipta­blaðið og Stöð 2.

Þegar kjós­endur voru spurðir um fag­mennsku blaða­manna sögð­ust 41 pró­sent vera því ósam­mála að umfjöllun ofan­greindra miðla um stjórn­mál réð­ist af almennum fag­legum sjón­ar­miðum blaða­mennsku en ein­ungis 24 pró­sent sögð­ust vera því sam­mála.

Þriggja ára gömul könnun

Mik­ill munur var á milli afstöðu kjós­enda til þessa eftir því hvaða flokk þeir kusu. Könn­unin var gerð í des­em­ber 2015, fyrir tæpum þremur árum síð­an, þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, saman sett af Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sat enn við völd og Sig­mundur Davíð var enn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks voru ólík­leg­astir til að telja umfjöllun fjöl­miðla fag­lega, en ein­ungis 16 pró­sent þeirra voru á slíkri skoð­un. Þar á eftir komu kjós­endur Vinstri grænna en 18 pró­sent þeirra töldu umfjöllun ofan­greindra prent- og ljós­vaka­miðla vera að starfa fag­lega. Kjós­endur Bjartrar fram­tíðar (58 pró­sent), sem þá var á þingi, og Sam­fylk­ingar (50 pró­sent) voru hins vegar þeir sem töldu umfjöllun fjöl­miðla vera fag­leg­asta. Það er athygl­is­vert í ljósi þess að fylgi hvor­ugs þess­ara flokka mæld­ist mikið á þessu tíma. Í könnun sem MMR gerði í des­em­ber 2015 var fylgi Sam­fylk­ingar undir tíu pró­sent og fylgi Bjartrar fram­tíðar mæld­ist undir fimm pró­sent.

Í þeirri könnun fóru Píratar með him­in­skaut­unum og mæld­ust með um 35 pró­sent fylgi. Á sama tíma sögð­ust 26 pró­sent kjós­enda þeirra telja að umfjöllun ofan­greindra fjöl­miðla væri fag­leg og 23 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar