Stjórnmálamenn telja RÚV hlutlausast en Morgunblaðið sýna mesta hlutdrægni

Frambjóðendur til Alþingis telja að fagmennska og óhæði fjölmiðla á Íslandi sé að aukast en frambjóðendur til sveitarstjórna telja að bæði sé að dragast saman. Afgerandi munur er á skoðun stjórnmálamanna á hlutleysi fjölmiðla.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Stjórnmálamenn telja að RÚV sé sá fréttafjölmiðill sem sýni mest hlutleysi í umfjöllun sinni um kosningar. Þeir fjölmiðlar sem stjórnmálamenn telja hlutdrægasta í umfjöllun sinni eru Morgunblaðið og Viðskiptablaðið. Kjarninn er sá einkarekni fjölmiðill sem flestir stjórnmálamenn telja að sýni mest hlutleysi í umfjöllun sinni um kosningar.

Þetta er á meðal niðurstaðna í könnun sem Birgir Guðmundsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framkvæmdi í kringum síðustu nokkrar kosningar sem haldnar hafa verið hérlendis. 

Auglýsing
Í könnun Birgis voru 4-6 efstu á listum allra flokka sem buðu fram í síðustu þingkosningum spurðir um hlutleysi einstakra fjölmiðla og í sveitarstjórnarkosningum voru 3-6 efstu í tíu stórum og meðalstórum sveitarfélögum spurðir. Könnunin náði yfir síðust fimm kosningar til þings og sveitarstjórna sem fram hafa farið hérlendis, eða á árunum 2013, 2014, 2016, 2017 og 2018.

Birgir ræddi þessar niðurstöður á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands sem fram fór síðastliðinn föstudag.

RÚV og Kjarninn sögð sýna mest hlutleysi

Í könnun Birgis voru stjórnmálamenn beðnir um að gefa fjölmiðlum einkunn á skalanum 1-5 þar sem einkunnin 1 þýddi að viðkomandi taldi þann fjölmiðil vera alveg hlutlausan og 5 að fjölmiðillinn væri alveg hlutdrægur. Því lægri sem einkunn fjölmiðils var, því hlutlausri töldu stjórnmálamenn þá vera í umfjöllun sinni.Úr niðurstöðum könnunar Birgis Guðmundssonar.

Í síðustu kosningum, sem voru annars vegar sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og hins vegar Alþingiskosningunum 2016/2017, þá töldu stjórnmálamenn fréttastofu RÚV vera þá sem sýndi af sér mest hlutleysi í umfjöllun. Í þingkosningunum fékk hún einkunnina 2,7 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor fékk hún einkunnina 2,6.

Þar á eftir kom Kjarninn, sem er þar af leiðandi sá einkafjölmiðill sem stjórnmálamenn telja að gæti mest hlutleysis í umfjöllun sinni um kosningar. Hann fékk einkunnina 2,8 í síðustu tveimur þingkosningum og 3,0 í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru fyrr á þessu ári.  

Auglýsing
Þeir miðlar sem þykja sýna mesta hlutdrægni eru Morgunblaðið og Viðskiptablaðið, en þessir tveir miðlar skera sig með afgerandi hætti úr. Morgunblaðið fékk einkunnina 4,4 af 5 í þingkosningunum 2016 og 2017 og 4,3 í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Viðskiptablaðið fékk 4,2 í einkunn fyrir hlutleysi/hlutdrægni fyrir umfjöllun sína í síðust tveimur þingkosningum en 3,8 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Frambjóðendur til þings telja fagleg vinnubrögð vera að aukast

Þegar stjórnmálamenn voru spurðir um fagmennsku blaðamanna, þ.e. hvort umfjöllun landsdekkandi fjölmiðla um stjórnmál (önnur en leiðaraskrif) ráðist af almennum faglegum sjónarmiðum blaðamennsku er niðurstaðan sú að í síðustu tveimur þingkosningum sögðu 27 prósent þeirra sem voru þar í efstu sætum framboðslista að þeir teldu vinnubrögð vera fagleg. Það er þrefalt fleiri en í þingkosningunum 2013 þegar einungis níu prósent stjórnmálamanna töldu að umfjöllun fjölmiðla hefði ráðist af almennum faglegum sjónarmiðum.Úr niðurstöðum könnunar Birgis Guðmundssonar.

Þegar kemur að sveitarstjórnarstjórnmálamönnum snýst þessi þróun hins vegar við. Árið 2014 sögðust 23 prósent þeirra telja að blaðamenn sýndu fagmennsku í umfjöllun sinni en einungis 17 prósent þeirra sem voru í framboði í kosningunum sem fóru fram í vor voru þeirrar skoðunar.

Þessi þróun sést einnig þegar stjórnmálamenn voru spurðir um hæði eða óhæði fjölmiðla gagnvart stjórnmálaflokkum. Í þingkosningunum 2013 töldu 80 prósent aðspurðra að fjölmiðlar væru háðir stjórnmálaflokkum en í síðustu tveimur þingkosningum var það hlutfall komið í 70 prósent.Úr niðurstöðum könnunar Birgis Guðmundssonar. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 sögðust 62 prósent frambjóðenda telja að fjölmiðlar væru háðir flokkum en í síðustu sveitarstjórnarkosningum var það hlutfall komið upp í 67 prósent.

Kjósendur spurðir um valda prent- og ljósvakamiðla

Í umfjöllun Birgis á föstudag fjallaði hann einnig um aðrar kannanir sem gerðar hafa verið á fjölmiðlum, þar á meðal könnun sem Félagsvísindastofnun gerði á meðal kjósenda í desember 2015. Þar var einungis spurt um stærstu prent- og ljósvakafjölmiðla. Niðurstöður þeirrar könnunar voru þær að 68 prósent aðspurðra kjósenda töldu Morgunblaðið vera hlutdrægt og 65 prósent töldu DV vera slíkt. Vert er að taka fram að DV var á þessum tíma í annars konar eignarhaldi en blaðið er í dag.Úr könnun Félagsvísindastofnunar á meðal kjósenda sem framkvæmd var í lok árs 2015.

Fæstir töldu RÚV vera hlutdrægt í umfjöllun, eða 24 prósent aðspurðra og RÚV var einnig sá fjölmiðill sem spurt var um í könnuninni sem var talin óhlutdrægastur. Aðrir miðlar sem spurt var um voru Fréttablaðið, Viðskiptablaðið og Stöð 2.

Þegar kjósendur voru spurðir um fagmennsku blaðamanna sögðust 41 prósent vera því ósammála að umfjöllun ofangreindra miðla um stjórnmál réðist af almennum faglegum sjónarmiðum blaðamennsku en einungis 24 prósent sögðust vera því sammála.

Þriggja ára gömul könnun

Mikill munur var á milli afstöðu kjósenda til þessa eftir því hvaða flokk þeir kusu. Könnunin var gerð í desember 2015, fyrir tæpum þremur árum síðan, þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, saman sett af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, sat enn við völd og Sigmundur Davíð var enn formaður Framsóknarflokksins.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks voru ólíklegastir til að telja umfjöllun fjölmiðla faglega, en einungis 16 prósent þeirra voru á slíkri skoðun. Þar á eftir komu kjósendur Vinstri grænna en 18 prósent þeirra töldu umfjöllun ofangreindra prent- og ljósvakamiðla vera að starfa faglega. Kjósendur Bjartrar framtíðar (58 prósent), sem þá var á þingi, og Samfylkingar (50 prósent) voru hins vegar þeir sem töldu umfjöllun fjölmiðla vera faglegasta. Það er athyglisvert í ljósi þess að fylgi hvorugs þessara flokka mældist mikið á þessu tíma. Í könnun sem MMR gerði í desember 2015 var fylgi Samfylkingar undir tíu prósent og fylgi Bjartrar framtíðar mældist undir fimm prósent.

Í þeirri könnun fóru Píratar með himinskautunum og mældust með um 35 prósent fylgi. Á sama tíma sögðust 26 prósent kjósenda þeirra telja að umfjöllun ofangreindra fjölmiðla væri fagleg og 23 prósent kjósenda Framsóknarflokksins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar