Mynd: Hringbraut

Nefnd um dómarastörf hefur rætt ráðgjöf Davíðs Þórs Í Landsréttarmálinu

Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari hefur upplýst nefnd um dómaramál um ráðgjafastörf sín í Landsréttarmálinu. Það gerði hann sama dag og bréf var sent til ríkislögmanns þar sem spurst var fyrir um aukastörf hans. Forsætisráðuneytið segir að hann hafi ekki enn fengið greitt fyrir ráðgjöfina þar sem reikningur hafi ekki borist.

Davíð Þór Björg­vins­son, dóm­ari í Lands­rétti, upp­lýsti nefnd um dóm­ara­störf um ráð­gjaf­ar­störf sín fyrir íslenska ríkið í tengslum við Lands­rétt­ar­málið svo­kall­aða með bréfi 9. októ­ber síð­ast­lið­inn. Málið var enn fremur rætt á fundi nefnd­ar­innar sem fór fram 23. októ­ber síð­ast­lið­inn en vinnslu þess er ekki lok­ið. Þegar henni verður lokið munu upp­lýs­ingar um auka­störf Dav­íðs Þórs verða færðar í opin­bera skrá á vef nefnd­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í svari Hjör­dísar Bjarkar Hákon­ar­dótt­ur, for­manns nefndar um dóm­ara­störf, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Davíð Þór var dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í níu ár. Hann var á meðal þeirra 15 sem skip­aðir voru í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt í júní 2017. Þegar Lands­réttur tók til starfa í byrjun árs 2018 var Davíð Þór veitt leyfi frá dóm­ara­störfum þar sem hann gegndi emb­ætti setts sak­sókn­ara í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu. Davíð Þór tók síðan til starfa við rétt­inn 1. októ­ber 2018.

Veitti ráð­gjöf við ritun grein­ar­gerðar

Áður en að hann tók til starfa hafði Davíð Þór sinnt ráð­gjöf vegna rit­unar grein­ar­gerðar af hálfu rík­is­lög­manns til Mann­réttind­ar­dóm­stóls Evr­ópu í svoköll­uðu Lands­rétt­ar­máli. Í því máli vill íslenskur maður meina að Arn­fríður Ein­ars­dóttir sé van­hæf til að dæma í Lands­rétti. Það mál er nú í flýti­með­ferð fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stólnum og íslenska ríkið skil­aði nýverið grein­ar­gerð sinni í mál­inu. Kjarn­inn greindi frá inni­haldi hennar á mánu­dag en grein­ar­gerð­inni var skilað 27. sept­em­ber 2018, nokkrum dögum áður en að Davíð Þór hóf störf í Lands­rétti.

Arn­­­fríður var einn fjög­­­urra umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara vil Lands­rétt sem Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­­mála­ráð­herra lagði til að yrði skipuð í stað þeirra fjög­­­urra sem sér­­­­­stök dóm­nefnd mat hæf­asta. Hæsti­réttur Íslands komst svo að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber 2017 að dóms­mála­ráð­herra hefði brotið stjórn­sýslu­lög með því að sinna ekki rann­sókn­ar­skyldu sinni með nægj­an­legum hætti þegar hún ákvað að skipta út þeim umsækj­endum sem metnir höfðu verið hæf­astir af dóm­nefnd­inni.

Telur Davíð Þór van­hæfan

Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, lög­maður manns­ins í mál­inu sem er fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um, hefur farið fram á að Davíð Þór taki ekki sæti í málum sem Vil­hjálmur ræki fyrir Lands­rétti í ljósi þess að hann hefði gert sig van­hæfan með því að veita rík­is­lög­manni ráð­gjöf.

Þann 9. októ­ber sendi Vil­hjálmur bréf til Ein­ars Karls Hall­varðs­sonar rík­is­lög­manns. Þar sagði meðal ann­ars að Vil­hjálmur fengi ekki betur séð en að „í þessum auka­störfum Dav­íðs Þórs fyrir rík­is­lög­mann felist hags­muna­gæsla fyrir Arn­fríði Ein­ars­dóttur lands­rétt­ar­dóm­ara og þá um leið hina þrjá lands­rétt­ar­dóm­ar­ana sem dóms­mála­ráð­herra tók fram fyrir röð við stofnun Lands­rétt­ar. Að mínu mati er ljóst að Davíð Þór hefur gert sig van­hæfan til þess að taka sæti í dómi í Lands­rétti með ein­hverjum af þessum fjórum „um­bjóð­end­um“ sín­um“.

Í bréf­inu segir Vil­hjálmur einnig að Davíð Þór hafi „látið hjá líða að upp­lýsa nefnd um dóm­ara­störf[...]um auka­störf sín og eftir atvikum van­rækt að fá leyfi nefnd­ar­innar til þess að sinna þessum auka­störf­um.“ Þá fór hann fram á að vita hvort Davíð Þór hefði fengið greitt fyrir ráð­gjafa­störf sín.

Sama dag og Vil­hjálmur sendi bréfið á rík­is­lög­mann greindi Davíð Þór nefnd um dóm­ara­störf frá þeim störfum sem hann hafði unnið fyrir rík­is­lög­mann vegna grein­ar­gerðar sem skilað hafði verið inn til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins tólf dögum fyrr.

Sagði engar greiðslur hafa verið inntar af hendi

Þann 16. októ­ber birti RÚV frétt um það að Vil­hjálmur hefði kraf­ist þess að Davíð Þór viki sæti í Lands­rétti. Þar var rætt við Davíð Þór þar sem hann stað­festi að hafa veitt ráð­gjöf í mál­inu en að grein­ar­gerð rík­is­ins væri ekki und­ir­rituð af honum né bæri hann ábyrgð á henni á nokkurn hátt. Þá sagði hann að engar greiðslur hefðu verið inntar af hendi fyrir ráð­gjöf­ina.

Rík­is­lög­maður svar­aði bréfi Vil­hjálms 19. októ­ber og stað­festi þar að Davíð Þór hefði veitt ráð­gjöf „í tengslum við það mál sem um ræð­ir“. Þar sagði enn fremur að Davíð Þór hefði verið í leyfi frá störfum sem dóm­ari við Lands­rétt þegar ráð­gjöfin var veitt. Spurn­ingu Vil­hjálms um hvort Davíð Þór hefði fengið greitt var ekki svar­að.

Áður en Davíð Þór veitti rík­inu ráð­gjöf í mál­inu hafði hann tjáð sig opin­ber­lega um hvað nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í því myndi þýða. Það gerði hann í pistli sem hann birti á vef­síðu sinni 1. júlí 2018. Í sam­tali við Morg­un­út­varp Rásar 2 dag­inn eftir sagði hann enn fremur að ef dóm­stól­inn myndi dæma íslenska rík­inu í óhag myndi það ekki þýða að dóm­arar við rétt­inn missi stöðu sína eða að dómar þeirra verði ógild­ir. „Þetta er ekki jafn­dramat­ískt og hefur verið teiknað upp,“ sagði Dav­íð.

Almennt greitt fyrir ráð­gjöf en engin reikn­ingur hefur borist

Dóm­urum er almennt óheim­ilt að veita lög­fræði­lega ráð­gjöf gegn end­ur­gjaldi. Í svari Katrínar Jak­obs­dóttur við við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, um veitta ráð­gjöf störf við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni, sem birt var á vef Alþingis 16. októ­ber, kemur fram að Davíð Þór hafi sinnt ráð­gjöf vegna rit­unar grein­ar­gerðar af hálfu rík­is­lög­manns til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Síðan sagði: „Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verk­tak­ans.“

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á for­sæt­is­ráðu­neytið og bað um að þetta yrði skýrt frek­ar. Í svari þess sagði að ritun grein­ar­gerð­ar­innar af hálfu rík­is­lög­manns var unnin í sam­ráði við for­sæt­is­ráðu­neytið og dóms­mála­ráðu­neyt­ið. „Óskaði for­sæt­is­ráðu­neytið eftir því að leitað yrði ráð­gjafar fær­ustu sér­fræð­inga á þessu sviði og var í sam­ráði við rík­is­lög­mann m.a. leitað til Dav­íðs Þórs Björg­vins­son­ar, sem er fyrr­ver­andi dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn, og reynd­ist hann reiðu­bú­inn til að veita ráð­gjöf. Ráðu­neytið tekur fram að á þeim tíma sem ráð­gjöfin var veitt var Davíð Þór í leyfi frá störfum sem dóm­ari við Lands­rétt og tók ekki til starfa við rétt­inn fyrr en í byrjun þessa mán­að­ar.“

For­sæt­is­ráðu­neytið sagði að greiðslur fyrir ráð­gjöf­ina hafi enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til Dav­íðs Þórs. „Ráðu­neytið greiðir almennt fyrir utan­að­kom­andi ráð­gjöf en reikn­ingur vegna þeirrar ráð­gjafar sem að ofan greinir hefur ekki borist ráðu­neyt­in­u.“

Rætt á fundi nefnd­ar­innar

Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­spurn á nefnd um dóm­ara­störf og spurði hvort að nefndin hafi tekið ráð­gjafa­störf Dav­íðs Þórs til skoð­un­ar. Í svari Hjör­dísar Bjarkar Hákon­ar­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, sagði að Davíð Þór hefði upp­lýst nefnd­ina um auka­störf sín þegar hann var settur hæsta­rétt­ar­dóm­ari í tvo mán­uði árið 2017, í byrjun árs 2018 og með bréfi 9. októ­ber síð­ast­lið­inn. „Þar sem hann var í leyfi frá upp­hafi skip­unar sinnar í Lands­rétt voru upp­lýs­ingar um auka­störf hans ekki settar í þá skrá yfir auka­störf dóm­ara sem birt er opin­ber­lega. Hann er nú tek­inn til starfa og eru auka­störf hans í vinnslu hjá nefnd­inni sam­kvæmt erindi hans frá 9. þessa mán­að­ar. Málið var rætt á fundi nefnd­ar­innar 23. októ­ber, en for­maður nefnd­ar­innar og annar nefnd­ar­maður voru erlendis frá 8. októ­ber til 18. októ­ber. Þegar vinnslu er lokið verða upp­lýs­ingar færðar í hina opin­beru skrá á vef nefnd­ar­inn­ar.“

Þar sagði enn fremur að rétt væri að taka fram að „upp­lýs­ingar um auka­störf sem er lokið eru ekki geymdar í hinni opin­berru skrá. Sam­kvæmt 9. gr. reglna nr. 1165/2017 er að finna sér­staka heim­ild til handa aðila dóms­máls sem get­ur, vegna mál­sókn­ar, átt hags­muna að gæta að því er varðar upp­lýs­ingar um þann dóm­ara sem fer með mál­ið. Mark­miðið er að aðil­inn geti full­vissað sig um óhlut­drægni dóm­ar­ans. Öðrum eru ekki veittar upp­lýs­ingar umfram það sem kemur fram í hinni opin­beru skrá.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar