Búið að birta útdrátt úr ársreikningum sjö af átta stjórnmálaflokkum á þingi

Fjárhagsstaða íslenskra stjórnmálaflokka er mismunandi. Allir flokkar skiluðu ársreikningi fyrir 1. október líkt og lög gera ráð fyrir, en ekki er búið að birta útdrátt úr reikningi Sjálfstæðisflokks. Ríkisframlög til þeirra aukast um 127 prósent í ár.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Allir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi skiluðu ársreikningum sínum til ríkisendurskoðunar fyrir 1. október síðastliðinn, en lögbundinn frestur þeirra til að gera slíkt rann út þá.

Ríkisendurskoðun er þegar búin að birta útdrátt úr reikningumsjö flokka. En á eftir að birta útdrátt úr ársreikningi eins flokks sem á kjörna þingmenn, Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu var ársreikningi flokksins þó skilað á réttum tíma og ástæða þess að ekki hefur verið birtur útdráttur sé sá að það vantaði svör við viðbótarspurningu sem hafa ekki borist. Búast má við því að útdrátturinn verði birtur strax og þau svör berast, sem ætti að verða í nánustu framtíð samkvæmt upplýsingum frá ríkisendurskoðun.

Miðflokkurinn og Vinstri græn

Árið 2017 var kosningaár og en rekstrarkostnaður flokkanna er þá vanalega mun hærri en á árum þar sem ekki er kosið. Árið 2016 var reyndar líka kosningaár. Tekjur flokkanna samanstanda að mestu af framlögum úr ríkissjóði, framlögum lögaðila (sem hver má gefa upp að 400 þúsund krónum) og framlögum einstaklinga (sem hver má gefa upp að 400 þúsund krónum).

Auglýsing
Miðflokkurinn, sem stofnaður var skömmu fyrir síðustu kosningar, tapaði 15,9 milljónum króna á árinu 2017. Hann fékk þrjár milljónir króna í framlög frá ríkinu sem allir flokkar fengu sem viðbótarframlag úr ríkissjóði í fyrra til að mæta útlögðum kostnaði vegna kosningabaráttu , 6,9 milljónir króna frá lögaðilum og 1,9 milljón króna frá einstaklingum. Skuldir flokksins í árslok námu 17,2 milljónum króna.

Vinstri græn fengu alls framlög upp á 79,9 milljónir króna. Þar af komu 55,9 úr ríkissjóði, 3,6 milljónir frá sveitarfélögum og 5,4 milljónir króna voru framlög lögaðila. Einstaklingar lögðu flokknum til 14,8 milljónir króna og aðildarfélög 420 þúsund krónur. Þetta dugði þó ekki til að skila flokknum á sléttu því rekstrargjöld námu 94,6 milljónum króna. Tap flokksins, að meðtöldum fjármagnsgjöldum, var 13,8 milljónir króna. Eigið fé Vinstri grænna var neikvætt um 18 milljónir króna í árslok 2017 og flokkurinn skuldaði 37,5 milljónir króna.

Flokkur fólksins, Viðreisn og Samfylking

Flokkur fólksins fékk 13,3 milljónir króna í ríkisframlög, 100 þúsund krónur frá lögaðila, og tæplega 1,1 milljón króna frá einstaklingum. Samtals námu því tekjur flokksins 14,5 milljónum króna en rekstur hans kostaði 18,5 milljónir króna. Því var um fjögurra milljón króna tap á rekstrinum á árinu 2017 og eigið fé flokksins var neikvætt um 5,8 milljónir króna um síðustu áramót.

Viðreisn fékk 38,7 milljónir króna í ríkisframlög og 11,8 milljónir króna frá lögaðilum. Einstaklingar gáfu flokknum 9,7 imlljónir króna og tekjur hans voru því samtals 60,2 milljónir króna. Rekstrarkostnaður var 58,6 milljónir króna og því var hagnaður á rekstri Viðreisnar upp á 1,5 milljón króna. Alls skuldar flokkurinn samt sem áður 10,2 milljónir króna sem er tilkomið vegna kostnaðar við rekstur hans árið áður, þegar hann var formlega stofnaður og bauð fram í fyrsta sinn.

Samfylkingin fékk um 23 milljónir króna í ríkisframlög á árinu 2017, sem var rúmlega helmingur þess sem flokkurinn fékk í slík árið áður. Ástæðan er afhroð flokksins í þingkosningunum 2016. Framlög sveitarfélaga í fyrra námu 11,5 milljónum króna og flokkurinn fékk 6,7 milljónir króna frá lögaðilum. Framlög einstaklinga margfölduðust hins vegar á milli ára. Nánar tiltekið nánast þrefölduðust þau, fóru úr tæplega 13 milljónum króna í 37 milljónir króna. Rekstrargjöldin námu 55 milljónum króna og því var 26,7 milljón króna hagnaður af rekstrinum í fyrra þegar búið var að taka tillit til fjármagnsgjalda. Samfylkingin er þó töluvert skuldsett, en skuldir hennar nema alls 114,4 milljónum króna. Á móti á flokkurinn eignir upp á 191 milljón króna.

Framsókn og Píratar

Framsóknarflokkurinn fékk 44,3 milljónir króna í ríkisframlag á árinu 2017, sem var rúmlega helmingi minna en hann fékk 2016. Ástæðan er, líkt og hjá Samfylkingunni, afleit útkoma í kosningunum 2016. Sveitarfélög létu Framsókn fá 5,7 milljónir króna og lögaðilar 8,4 milljónir króna. Framlög einstaklinga námu 6,4 milljónum króna. Þá var flokkurinn með „aðrar rekstrartekjur“ upp á 12,2 milljónir króna. Rekstur Framsóknar kostaði hins vegar 107,5 milljónir króna á árinu 2017 og að meðtöldum fjármagnskostnaði var tap flokksins 39,1 milljón króna. Framsókn á, líkt og flestir eldri flokkar landsins, töluverðar eignir. Þær eru samtals metnar á 183,8 milljónir króna. Skuldir flokksins eru þó langt umfram það, eða 242,3 milljónir króna og eigið fé hans var því neikvætt um 58,5 milljónir króna um síðustu áramót. Eiginfjárstaðan versnaði um tæpar 40 milljónir króna í fyrra.

Auglýsing
Píratar fengu 66,8 milljónir króna frá ríkissjóði á árinu 2017, 1,4 milljón króna frá sveitarfélögum og 560 þúsund krónur frá lögaðilum. Einstaklingar gáfu flokknum 8,4 milljónir króna og því námu tekjur hans samtals um 77,3 milljónum króna. Rekstrarkostnaður var 61 milljón króna og því skiluðu Píratar um 16 milljón króna hagnaði á árinu 2017 þegar búið var að taka tillit til fjármagnsgjalda. Flokkurinn skuldar einungis um eina milljón króna og því var eigið fé hans jákvætt um 47 milljónir króna um síðustu áramót.

Stóraukin ríkisframlög

Allir flokkarnir átta sem eiga fulltrúa á þingi geta þó horft björtum fjárhagslegum augum til framtíðar. Á milli jóla og nýárs 2017 var samþykkt að hækka framlög rík­is­sjóðs til stjórn­mála­flokka um 127 pró­sent, í 648 millj­ónir króna árlega. Þetta var gert með vegna sameiginlegs erindi sex stjórnmálaflokka. Fulltrúar Pírata og Flokks fólksins skrifuðu sig ekki á erindið.

Erindið bar yfir­­­­­­­skrift­ina „Nauð­­­­syn­­­­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­­­­­­­mála­­­­sam­taka“. Í því er farið fram á að fram­lög til stjórn­­­­­­­mála­­­­flokka verði „leið­rétt“.

Í grein­­­­ar­­­­gerð sem fylgdi erind­inu segir að sú upp­­­­hæð sem stjórn­­­­­­­mála­­­­flokkum sé ætluð á fjár­­­­lögum hafi lækkað um helm­ing á raun­virði frá árinu 2008. Nú eigi átta flokkar full­­­­trúa á Alþingi. „Hver þeirra stendur fyrir eigin rekstri og á að reka virkt og ábyrgt stjórn­­­­­­­mála­­­­starf um allt land, jafnt á sviði lands­­­­mála og sveit­­­­ar­­­­stjórna, árið um kring.

Til sam­an­­­­burðar má nefna að dóms­­­­mála­ráðu­­­­neytið hefur sagt að kostn­aður vegna alþing­is­­­­kosn­­­­ing­anna á síð­­­­asta ári hafi verið rétt tæpar 350 millj­­­­ón­ir, og að gera mætti ráð fyrir að hann yrði svip­aður í ár. Stjórn­­­­­­­mála­­­­sam­tök starfa í þágu almanna­hags­muna en hafa hvergi nærri bol­­­­magn á við helstu hags­muna­­­­sam­tök. Flestir flokkar eru reknir með 0-5 starfs­­­­mönnum í dag og sam­tals eru 13 fast­ráðnir starfs­­­­menn hjá þeim átta flokkum sem eiga full­­­­trúa á Alþingi.

Til sam­an­­­­burðar má geta að Sam­tök atvinn­u­lífs­ins eru með 30 starfs­­­­menn, Sam­tök iðn­­­­að­­­­ar­ins 16, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi 15, ASÍ með 22 og VR 62 starfs­­­­menn. Í þessu umhverfi er stuðn­­­­ingur við nýsköp­un, þró­un, sér­­­­fræð­i­þekk­ingu og alþjóða­­­­tengsl eng­inn inni í stjórn­­­­­­­mála­­­­sam­tök­un­um; endar ná ekki saman til að sinna grunn­þörfum í rekstri stjórn­­­­­­­mála­­­­flokka og að upp­­­­­­­fylla mark­mið lag­anna. Lýð­ræðið á Íslandi á betra skil­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar