Þegar orðin skortir – bókin um Kim Wall

Fyrir réttri viku kom út, í Svíþjóð, og fleiri löndum, bók sem foreldrar sænsku blaðakonunnar Kim Wall hafa skrifað. „Við óskum þess að heimurinn muni eftir dóttur okkar, en ekki bara manninn sem tók hana frá okkur.“

Hjarta Kim Wall
Auglýsing

Þeir Vest­ur­landa­búar sem á annað borð fylgj­ast með fréttum og kann­ast ekki við nafnið Kim Wall eru vand­fundn­ir. Síðan hún lést 10. eða 11. ágúst í fyrra, um borð í dönskum kaf­bát, hafa birst í fjöl­miðlum um það bil 100 þús­und fréttir um Kim Wall mál­ið, eins og það er iðu­lega kall­að. For­eldrar Kim Wall, þau Ingrid og Joachim Wall hafa fram til þessa nán­ast ekk­ert tjáð sig um dótt­ur­miss­inn. Nú hafa þau sent frá sér bók sem ber heitið „Bókin um Kim Wall - þegar orðin skort­ir“.

Wall hjón­in, þau Ingrid og Joachim búa í útjaðri Trelle­borgar á Skáni, örstutt frá sjónum og þar ólst Kim upp. Hjónin ganga iðu­lega með heim­il­is­hund­inn niður að sjó og um kvöld­mat­ar­leytið 10. ágúst í fyrra var Ingrid á strönd­inni með hund­inn. Veðrið var eins og það ger­ist best og Ingrid tal­aði drjúga stund í síma við dótt­ur­ina Kim. Mæðgurnar höfðu um margt að spjalla en kvöldið áður höfðu þau Ingrid og Joachim í fyrsta sinn hitt kærasta Kim, Ole Stobbe. Hann er danskur, frá Kold­ing. Kærustuparið ætl­aði nokkrum dögum síðar að halda til Kína en Ole Stobbe hafði kom­ist inn í háskóla í Pek­ing. Kim ætl­aði hins­vegar að starfa þar sem blaða­mað­ur. Þótt hún væri ung að árum, nýorðin þrí­tug, hafði hún getið sér gott orð og í Kína biðu hennar fjöl­mörg spenn­andi verk­efni. Þau Kim og Ole, sem bjuggu á Refs­haleøen í Kaup­manna­höfn, höfðu þetta kvöld boðið til sín nokkrum vinum í eins konar kveðjuhóf.

Auglýsing
Örskammt  frá heim­ili þeirra Kim og Ole hafði aðsetur maður sem Kim hafði lengi haft áhuga á að hitta og taka við hann við­tal fyrir tíma­ritið Wired. Þetta var Peter Mad­sen, kall­aður Raket Mad­sen. Við­ur­nefnið fékk hann af því að hann hafði árum saman unnið að til­raunum með eld­flauga­mót­ora og síðar beind­ist áhugi hans að kaf­bátum og hafði þegar smíðað þrjá slíka. Verk­stæði Pet­ers Mad­sen var á Refs­haleøen, og þar var nýjasti kaf­bát­ur­inn UC3 Nautilus geymd­ur. Kaf­bát­ur­inn var stærsti heima­smíð­aði kaf­bátur í heimi, 17.5 metra lang­ur.

Afdrifa­ríkt sím­tal

Skömmu áður en von var á gestum þeirra Kim og Ole hringdi sím­inn. Sá sem hringdi var Peter Mad­sen. Kim hafði þá fyrir nokkru látið hann hafa núm­erið vegna grein­ar­innar og við­tals­ins sem hún var að von­ast eftir að taka við hann. Erindi Peter var að til­kynna að nú væri hann til­bú­inn að hitta hana og bauð henni jafn­framt í sigl­ingu á kaf­bátn­um. Kim var hikandi, þetta var ekki heppi­legur tími því von var á gest­unum á hverri stundu. Hún tímdi þó ekki að sleppa tæki­fær­inu en vildi helst fá kærast­ann til að fara með sér. Endir­inn varð þó að hún færi ein, hann yrði heima svo gest­irnir kæmu ekki að tómu húsi. Kim gerði ráð fyrir að við­talið og sigl­ingin tækju um það bil tvo tíma. Eins og áður sagði var veðrið mjög gott og til er mynd af kaf­bátnum skammt undan landi við Refs­haleøen og þar sjást Kim og Peter standa í turn­in­um.

Kom ekki til baka  

Þegar kærast­ann, Ole Stobbe tók að lengja eftir að Kim Wall sneri heim hafði hann sam­band við lög­regl­una. Var þá árang­urs­laust búinn að reyna að hringja í Kim og fara niður að kaj­anum þar sem Peter var vanur að hafa bát­inn.  

Lög­reglan hóf þegar að svip­ast um eftir kaf­bátnum en form­leg leit hófst að morgni 11. ágúst 2017.

Sím­talið

Klukkan hálf sex að morgni 11. ágúst hringdi Ole til for­eldra Kim. Ingrid svar­aði og þótt hún þekkti Ole ekki vel merkti hún á rödd hans að hann var ekki eins og hann átti að sér. Hann sagði að erindið væri mjög mik­il­vægt og af því að hann tal­aði ekki sænsku  spurði hann hvort þau geti talað saman á ensku, til að koma í veg fyrir allan mis­skiln­ing. Svo sagði hann að Kim væri horf­in, hún hefði farið með kaf­bát í sigl­ingu. Eng­inn vissi hvað orðið hefði af kaf­bátnum en leit væri haf­in. Ingrid trúði vart því sem Ole sagði en taldi sig merkja á rödd hans að alvara væri á ferð­um. Þau hjón­in, Ingrid og Joachim, ætl­uðu reyndar að bregða sér til Berlínar síð­degis þennan sama dag en það fór á annan veg.Kim Wall og Peter Madsen. Hjónin ákváðu strax eftir að sím­tal­inu var lokið að fara til Kaup­manna­hafnar frá Trelle­borg en það eru sex­tíu kíló­metr­ar. Þau fóru beina leið til Ole á Refs­haleøen og skömmu eftir kom­una þangað hringdi sím­inn: Kaf­bát­ur­inn var fund­inn og allt í lagi með alla (eins og það var orð­að). For­eldr­unum og Ole var létt, en brátt hringdi sím­inn aftur og þá til­kynnti lög­reglan að kaf­bát­ur­inn hefði sokkið og einum hefði verið bjarg­að. Maður á skemmti­bát hefði bjargað Peter í þann mund sem kaf­bát­ur­inn sökk og hann yrði settur í land í Dragør. Ekki orð um hvar Kim væri nið­ur­kom­in.

Hjónin ákváðu að aka þegar í stað til Dragør. Þangað komu þau í þann mund sem Peter Mad­sen steig á land og sett­ist inn í lög­reglu­bíl. Fjöldi frétta­manna var þá kom­inn á stað­inn. Ingrid og Joachim spurðu hvort þau mættu tala við Peter Mad­sen og spyrj­ast fyrir um dóttur sína „lög­reglu­þjón­arn­ir, sem voru mjög kurt­eis­ir, sögðu að það mættum við ekki,“ sagði Ingrid. And­ar­taki síðar fór þyrla lög­regl­unnar í loft­ið, „eru þeir að fara að leita,“ spurði Joachim. Lög­reglu­þjón­arnir sögðu að svo væri ekki og sögðust, þegar hjónin spurðu, ekki vita hvar Kim væri. „Við vissum ekki okkar rjúk­andi ráð,“ sagði Joachim.

Sáu í sjón­varp­inu að Peter Mad­sen væri grun­aður um morð

Lög­reglan bað nú hjónin að koma með á lög­reglu­stöð­ina til yfir­heyrslu. Tom Wall, bróðir Kim var í milli­tíð­inni kom­inn til Dragør og fór með for­eldrum sínum á stöð­ina. Þegar þau höfðu verið nokkra stund í setu­stofu lög­regl­unnar birt­ist skyndi­lega neðst á skjánum ný frétt (texta­f­rétt), þar stóð að lög­reglan hefði hand­tekið Peter Mad­sen og hann væri grun­aður um að hafa myrt Kim Wall. „Á þessu augna­bliki stöðv­að­ist heim­ur­inn, við höfðum ímyndað okkur að dóttir okkar hefði farið í land ein­hvers stað­ar. En morð, það hljóm­aði sem fjar­stæða, óhugs­and­i,“ sagði Ingrid.

Auglýsing
Næstu daga sátu hjónin heima og fylgd­ust með frétt­um. Að heiman heyrðu þau í þyrlum sem leit­uðu úr lofti og sáu til báta sem leit­uðu í nágrenni Kaup­manna­hafn­ar.

Tíu dögum eftir hvarf Kim hringdi sím­inn á heim­ili hjón­anna í Trelle­borg. Í sím­anum var yfir­maður rann­sókn­ar­innar Jens Møller Jen­sen. Hann sagði að fund­ist hefði lík í sjónum við Ama­ger og hann vildi að þau fréttu af því frá lög­regl­unni en ekki úr fjöl­miðl­um. Stuttu seinna hringi Jens Møller aftur og sagði að hann væri búinn að sjá lík­ið. „Ég spurði, er það Kim, sérðu lit­inn á hár­in­u,“ sagði Joachim. „Þetta er bara torso (búk­ur),“ var svar­ið. Ég skildi ekki hvað hann meinti með tor­so, það vantar höf­uð­ið, það eru hvorki hand­leggir né fætur sagði Jens Møll­er. Þeim orðum gleymi ég aldrei,“ sagði Joachim. „Við átt­uðum okkur á því að nú væri engin von leng­ur.“  

Fylgd­ust með rétt­ar­höld­unum og ákváðu að skrifa bók

Nokkrum dögum eftir lát Kim ákváðu for­eldrar hennar að skrifa bók um dótt­ur­ina, og atburða­rás­ina í kringum dauða henn­ar. Þau ákváðu líka að vera við­stödd rétt­ar­höld­in. „Við vildum vera full­trúar dóttur okkar í rétt­ar­salnum og við vildum sjá mann­inn sem framdi þennan hræði­lega verkn­að. Við vildum þó fyrst og fremst að hann sæi okk­ur, horfast í augu við Pet­er. Hann forð­að­ist hins vegar að horfast í augu við okk­ur.“ Bæj­ar­réttur í Kaup­manna­höfn dæmdi Peter Mad­sen í lífs­tíð­ar­fang­elsi og Lands­réttur stað­festi síðar þann dóm.  

Af hverju bók?

Á þeim fimmtán mán­uðum sem liðnir eru frá dauða Kim Wall hafa birst í fjöl­miðlum um það bil 100 þús­und fréttir um mál­ið. Að sögn for­eldra Kim hafa þær nær allar snú­ist um málið sjálft og mann­inn sem myrti dóttur þeirra. „Við viljum reyna að segja sögu Kim, bæði um hana sem mann­eskju og dóttur okk­ar. Þótt það sé ekki til nein upp­skrift fyrir for­eldra til að takast á við að barn þeirra hafi fallið fyrir hendi morð­ingja finnst mér að það að skrifa um Kim hafa hjálpað mér,“ segir Ingrid, sem hefur skrifað stærstan hluta bók­ar­inn­ar. Hún segir að næt­urnar séu erf­iðastar, þá sæki hugs­an­irnar á og þá sé gott að skrifa. „Þess vegna er þessi bók orðin til.“ Kim fékk ekki að lifa en með bók­inni von­umst við til að minn­ing hennar lifi.

Minn­ing­ar­hlaup og sjóður

10. ágúst síð­ast­lið­inn, þegar ár var liðið frá dauða Kim Wall fór fram sér­stakt minn­ing­ar­hlaup í Trelle­borg þar sem Kim hljóp gjarna þegar hún dvaldi hjá for­eldrum sín­um. Þar voru um 600 þátt­tak­endur en einnig var hlaupið í 14 öðrum borg­um, þar á meðal Kaup­manna­höfn, Beijing, San Francisco, Ist­an­bul og New York. Þátt­tak­endur í hlaup­unum greiddu lít­ils háttar þátt­töku­gjald sem rann óskipt í sér­stakan minn­ing­ar­sjóð, sem for­eldrar Kim hafa stofn­að. Hlut­verk sjóðs­ins er að styrkja árlega unga blaða­konu og gera við­kom­andi kleift að að ferð­ast á fjar­lægar slóð­ir. Úthlutun fer fram á fæð­ing­ar­degi Kim Wall, 23. mars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar