Hvítbók um fjármálakerfið kynnt í vikunni

Ákvarðanir um hvort og hvernig hlutir ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka verði seldir munu verða teknar eftir umfjöllun Alþingis um hvítbók um fjármálakerfið. Sú hvítbók verður kynnt í þessari viku.

Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði starfshópinn sem vann hvítbók um fjármálakerfið í febrúar.
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði starfshópinn sem vann hvítbók um fjármálakerfið í febrúar.
Auglýsing

Skýrsla starfs­hóps sem vinnur að gerð hvít­bókar um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi er í loka­vinnslu. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið von­ast til þess að hægt verði að kynna efni hennar í þess­ari viku. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Í skip­un­ar­bréfi hóps­ins kom fram að hann ætti að skila skýrslu fyrir 15. maí síð­ast­lið­inn en þau skil töfð­ust umtals­vert. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun sept­em­ber að starfs­hóp­ur­inn hefði ekki hafið störf fyrr en í febr­úar og því hafi ekki verið raun­hæft að skila skýrsl­unni um miðjan maí. Hóp­ur­inn óskaði eftir umsögnum margra aðila og hafi þær síð­­­ustu borist í júlí. Síðan hefur verið unnið úr þeim. Í sept­em­ber stóð til að skýrslan myndi verða opin­berum í nóv­em­ber en nú liggur fyrir að það verð­ur, að öllum lík­ind­um, í fyrstu viku des­em­ber­mán­að­ar.

Auglýsing
Lárus L. Blön­dal hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Banka­­­sýslu rík­­­is­ins er for­­­maður starfs­hóps­ins. Með honum í hópnum hafa verið Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­­­stöð­u­­­maður lausa­­­fjár­­­á­hættu og fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja hjá Seðla­­­banka Íslands, Guð­jón Rún­­­­­ar­s­­­son, lög­­­­­maður og fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­­­taka fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja, Kristrún Tinna Gunn­­­ar­s­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­­­þjóð og Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, deild­­­ar­­­stjóri jarð­varma­­­deildar á orku­sviði Lands­­­virkj­un­­­ar. Sylvía hætti þátt­töku í hópnum en við sæti hennar tók Arnór Sig­hvats­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri.

Verður stefnu­mót­andi fyrir fram­tíð rík­is­bank­anna

Í yfir­­­lýs­ingu frá fjár­­­­­mála­- og efna­hags­ráðu­­­neyt­inu sem send var út í febr­­úar síð­­ast­liðnum kom fram að mark­miðið með vinnu hóps­ins sé að skapa traustan grund­­­völl fyrir umræðu, stefn­u­­­mörkun og ákvarð­ana­­­töku um mál­efni er varða fjár­­­­­mála­­­kerf­ið, fram­­­tíð­­­ar­­­gerð þess og þró­un.

Kveðið var á um stofnun hóps­ins í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar þar sem lögð var áhersla á að stefn­u­­­mark­andi ákvarð­­­anir um fjár­­­­­mála­­­kerfið verði teknar eftir umfjöllun Alþingis um fram­­­tíð­­­ar­­­sýn fjár­­­­­mála­­­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á þess­­­ari hvít­­­bók um efn­ið. Hvít­­­bókin hafi að leið­­­ar­­­ljósi aukið traust á íslenskum fjár­­­­­mála­­­mark­aði, aukið gagn­­­sæi og fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika. 

Auglýsing
Í sátt­­­mál­­­anum segir einnig að rík­­­is­­­stjórnin vilji vinna að frek­­­ari skil­­­virkni í fjár­­­­­mála­­­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­­­semi fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja og að sér­­­stak­­­lega verði litið til ann­­­arra lít­illa opinna hag­­­kerfa og reynslu ann­­­ars staðar á Norð­­­ur­lönd­unum við mótun fram­­­tíð­­­ar­­­sýn­­­ar­inn­­ar

Nið­ur­staða starfs­hóps­ins getur haft veru­leg áhrif á næstu skref í þróun íslensks fjár­mála­kerf­is, enda á íslenska ríkið tvo af þremur stærstu bönkum lands­ins, Lands­bank­ann og Íslands­banka. Heim­ild hefur verið í fjár­lögum til að selja allt að 30 pró­sent í Lands­bank­anum og allt hlutafé í Íslands­banka. Ákvörðun um hvort og hvernig bank­arnir verða seldir verður tekin á grund­velli hvít­bók­ar­inn­ar.

Ýmsir bíða því birt­ingu hennar með óþreyju, enda mik­ill áhugi víða að losa um eign­ar­hald rík­is­ins á bönk­un­um. Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, sagði til að mynda í þætt­inum 21 á Hring­braut í síð­ustu viku að hún líti mjög til skrán­ingu Íslands­banka og Lands­bank­ans á markað sem lyk­il­þátta í því að tvö­falda mark­aðsvirði félaga sem skráð eru hér­lend­is.

Mis­mun­andi greiðslur

Í svari Bjarna Bene­dikts­­sonar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­­spurn frá Sig­­mundi Davíð Gunn­laugs­­syni, for­manni Mið­flokks­ins, um ráð­­gjöf og störf við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni, sem birt var í byrjun mán­að­ar, kom fram að sund­­ur­liðun varð­andi greiðslur til með­­lima í starfs­hópnum sem vinna að hvít­­bók­inni séu mjög mis­­­jafn­­­ar.

Sam­­kvæmt svar­inu hafði Kristrún hefur fengið tæpar 9,2 millj­­ónir og Lárus tæp­­lega 7,5 millj­­ón­­ir. Guð­jón hafði fengið greiddar 2,8 millj­­ónir og þær Guð­rún og Sylvía 1,3 millj­­ónir hvor. Þá hafði fyr­ir­tækið STC fengið þrjár millj­­ónir fyrir efn­is­vinnu við gerð hvít­­bók­­ar­innar og Arn­aldur Hjart­­ar­­son, sem skip­aður var hér­­aðs­­dóm­­ari í febr­­ú­­ar, fengið greidda eina milljón króna.

Ó­líkar greiðslur milli þeirra sem vinna að hvít­­bók­inni skýr­­ast af mis­­mun­andi vinn­u­fram­lagi, sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

Fjölmennustu hópuppsagnir síðan árið 2009
111 fast­ráðnum starfs­mönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í vikunni og náðu upp­sagnirnar þvert á fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar við verk­taka og tíma­bundna starfs­menn verða jafnframt ekki end­ur­nýj­aðir. Þetta eru fjölmennustu hópuppsagnir síðan 2009.
Kjarninn 15. desember 2018
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Er allt að fara til fjandans?
Kjarninn 15. desember 2018
Ríkisstjórnarflokkarnir græða mikið fylgi á Klaustursmálinu
Samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn jókst um 8,6 prósentustig eftir Klaustursmálið. Mesta fylgisaukningin er hjá Framsókn. Frjálslynda stjórnarandstöðublokkin bætir líka við sig.
Kjarninn 15. desember 2018
Yfirskot eða aðlögun?
Fjallað er um gengissveiflur í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
Kjarninn 15. desember 2018
Cohen: Trump vissi vel að þetta var rangt
Lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annar fyrir að beita sér fyrir ólöglegum greiðslum til að þagga niður umræðu um framhjáhald Trumps.
Kjarninn 14. desember 2018
Forsætisráðherra: Klaustursmálið hefur haft verulega mikil áhrif innan þingsins
Það skiptir máli að þingmenn geti tekist á pólitísk mál en samt borið virðingu fyrir fólki, segir forsætisráðherra.
Kjarninn 14. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar