Sjálfstæðisflokkurinn fékk of háa styrki frá Ísfélagsfjölskyldunni

Þrjú félög í eigu fjölskyldu Guðbjargar Matthíasdóttur, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, styrktu Sjálfstæðisflokkinn um rúmlega tvöfalda þá upphæð sem lög heimila tengdum aðilum að gera. Hluti styrkjanna hafa verið endurgreiddir.

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Sam­kvæmt útdrætti úr árs­reikn­ingi Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir árið 2017 fékk flokk­ur­inn alls 900 þús­und krónur í fram­lög frá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, Ísam ehf. og Odda prentum og umbúðum ehf. 

Öll umrædd fyr­ir­tæki eru í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dóttur og fjöl­skyldu henn­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þurfti að end­ur­greiða 500 þús­und krónur af styrkj­unum frá fyr­ir­tækj­unum þremur þar sem þeir komu á end­anum allir úr sama vasa.

Þetta kemur fram í útdrætti úr árs­reikn­ingi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem birtur var á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar í vik­unni. Flokk­ur­inn hafði skilað árs­reikn­ingi sínum til eft­ir­lits­ins fyrir 1. októ­ber, líkt og lög gera ráð fyr­ir, en útdrátt­ur­inn var hins vegar ekki birtur fyrr en tæpum tveimur mán­uðum síð­ar. Þá höfðu þegar verið birtir útdrættir úr árs­reikn­ingum allra ann­arra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi.

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því fyrir tíu dögum síðan að ástæða þessa væri sú að það vatn­aði svör við við­bót­ar­spurn­ingu sem hefðu ekki borist.

Um sex pró­sent af fram­lögum lög­að­ila

Sam­kvæmt lögum um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka má lög­að­ili ekki gefa ein­stökum stjórn­mála­flokki meira en 400 þús­und krónur árlega. Í lög­unum er tekið fram að tengdir aðilar telj­ist sem einn ef „sami aðili eða sömu aðilar eiga meiri hluta hluta­fjár, stofn­fjár eða atkvæð­is­réttar í báðum eða öllum lög­að­il­un­um, enda nemi eign­ar­hlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hluta­fé, stofnfé eða atkvæða­fjölda í við­kom­andi lög­að­il­um. Sama á við ef ein­stak­lingar eða lög­að­il­ar, sem eiga meiri hluta hluta­fjár, stofn­fjár eða atkvæð­is­réttar í lög­að­ila og hver um sig á a.m.k. 10% hluta­fjár, stofn­fjár eða atkvæð­is­réttar í lög­að­il­an­um, eiga ásamt við­kom­andi lög­að­ila meiri hluta hluta­fjár, stofn­fjár eða atkvæð­is­réttar í öðrum lög­að­ila. Til eign­ar­hluta og atkvæð­is­réttar ein­stak­linga í lög­að­ilum sam­kvæmt þessum tölu­lið telst jafn­framt eign­ar­hlutur og atkvæð­is­réttur maka og skyld­menna í beinan legg.“

Auglýsing
Því á að telja saman fram­lög tengdra aðila. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er í eigu Fram ehf. Það félag er í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dóttur og barna henn­ar. Fram á einnig fjár­fest­inga­fé­lagið Krist­inn ehf., sem á allt hlutafé í Ísam ehf. og 73,5 pró­sent hlut i Odda prentun og umbúðir ehf. Félögin eru því aug­ljós­lega tengd, enda í eigu sömu fjöl­skyldu.

Þrátt fyrir það gaf Ísfé­lagið Sjálf­stæð­is­flokknum 400 þús­und krónur í fyrra, Ísam gaf honum sömu upp­hæð og Oddi gaf flokknum 100 þús­und krón­ur. Sam­an­lagt fram­lag þess­arra þriggja tengdu aðila var því 900 þús­und krón­ur, eða 500 þús­und krónum meira en lög heim­ila.

Við þetta gerði Rík­is­end­ur­skoðun athuga­semd og upp­lýsti Sjálf­stæð­is­flokk­inn um það. ÚR var að flokk­ur­inn end­ur­greiddi styrk­ina frá Ísfé­lag­inu og Odda. Alls tap­aði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 15,1 milljón króna í fyrra. Fram­lög lög­að­ila til hans námu alls 15,3 millj­ónum króna, að með­töldum þeim fram­lögum sem hann fékk frá Ísfé­lag­inu og Odda, og því námu fram­lög Ísfé­lags­fjöl­skyld­unnar til flokks­ins um sex pró­sent af öllum fram­lögum lög­að­ila fyrir end­ur­greiðslu.

Stærstu eig­endur Morg­un­blaðs­ins

Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, og afkom­endur henn­ar, eru á meðal efn­uð­ustu fjöl­skyldna á Íslandi og reka umsvifa­mikla fyr­ir­tækja­starf­semi. Fjöl­skyldan á meðal ann­ars nær allt hlutafé í Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, hluti í skráðum félög­um, allt hlutafé í Ísam, einu stærstu inn­flutn­ings- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækis lands­ins, og stærstan hluta bréfa í Odda. Guð­björg og börn hennar greiddu sér 3,25 millj­arða króna í arð á síð­asta ári í gegnum félagið ÍV fjár­fest­inga­fé­lag ehf., sem heldur meðal ann­ars á hlut hennar í Ísfé­lag­inu.

Fjöl­skyldan eru líka stærstu eig­endur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­­sent hlut og áður­­­nefnt félag, Hlynur A, í eigu Guð­­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­­ur, á 16,45 pró­­­sent hlut.  

Aðkoma fjöl­skyld­unnar að rekstri Morg­un­blaðs­ins hófst árið 2009 þegar hún mynd­aði bak­beinið í hópi aðila, að mestu tengdum sjáv­ar­út­vegi, sem keypti Árvak­ur. Nokkrum mán­uðum síðar réðu nýir eig­endur Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem rit­stjóra. Hann gegnir því starfi enn.

Auglýsing
Árvakur tap­aði 284 millj­ónum króna á árinu 2017. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009, og fram að síð­ustu ára­mót­um, hefur félagið tapað um 1,8 millj­arði króna. Hlut­hafar Árvak­urs, meðal ann­ars Ísfé­lags­fjöl­skyld­an, hafa sett inn rúm­lega 1,4 millj­arða króna inn í Árvakur hið minnsta á því tíma­bili.

Fjár­mál taka stakka­skiptum

Fjár­mál þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi munu taka stakka­skiptum á þessu ári. Sam­þykkt var milli jóla- og nýárs 2017 að auka fram­lög þeirra úr rík­is­sjóði um 127 pró­sent, í 648 millj­­ónir króna árlega. Einu flokk­arn­ir ­sem skrif­uðu sig ekki á til­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins. ­Rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­­arnir þrír fá sam­tals 347,5 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði og fram­lög til þeirra hækka um 195 millj­­ónir króna. Stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­­arnir fá 300,5 millj­­ónir króna, sem er 137 millj­­ónum króna meira en þeir hefðu fengið ef fram­lögin hefðu ekki verið hækk­­uð.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, fær hæstu upp­­hæð­ina, 166 millj­­ónir króna. Ef fram­lögin hefðu ekki verið hækkuð hefði fram­lag til hans verið 93 millj­­ónum krónum lægra. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar