Undanþága ESÍ frá upplýsingalögum runnin út - Spurningum enn ósvarað

Ítarlegar upplýsingar um starfsemi ESÍ í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna hafa ekki verið birtar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veitti félaginu undanþágu frá upplýsingalögum, en hún rann út 15. desember síðastliðinn.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Und­an­þága frá upp­lýs­inga­lögum fyrir Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ) og dótt­ur­fé­lög bank­ans, er runnin út.

Það gerð­ist 15. des­em­ber síð­ast­lið­inn, en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, veitti félög­unum und­an­þágu frá upp­lýs­inga­lögum 27. nóv­em­ber 2015. 

Eftir fyr­ir­spurn Kjarn­ans, og beiðni um upp­lýs­ingar um rekstur ESÍ, hefur umsögn um málið á vef stjórna­ráðs­ins nú verið breytt, og stendur að beiðni um áfram­hald und­an­þágu sé „í vinnslu“.

Auglýsing

ESÍ og Hilda hafa ekki svarað fyr­ir­spurnum Kjarn­ans varð­andi félög­in, og aðgengi að upp­lýs­ingum um starf­semi þeirra, mán­uðum sam­an, þrátt fyrir ótví­ræða laga­skyldu sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum um að veita svör við fyr­ir­spurnum sem þess­um. Meg­in­regla stjórn­sýslu­laga er sú, að stjórn­sýslan skuli vera gagnsæ og fyr­ir­spurnum svarað fljótt og vel, er varða almanna­hags­muni.

Efn­is­leg svör hafa ekki borist við fyr­ir­spurn­um, meðal ann­ars um yfir­lit um kaup á lög­fræði­þjón­ustu hjá félög­un­um.

Kjarn­inn sendi for­sæt­is­ráðu­neyt­inu fyr­ir­spurn 11. des­em­ber þar sem óskað var eftir afstöðu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, til þess hvort það stæði til að hafa und­an­þág­una áfram í gildi, þar sem hún væri um það bil að renna út.

Fyr­ir­spurn var einnig send til Seðla­banka Íslands og óskað eftir upp­lýs­ingum um starf­semi ESÍ, þar á meðal yfir­lit yfir aðkeypta þjón­ustu félags­ins, og fleira.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Í árs­reikn­ingum félags­ins hafa ekki komið fram ítar­legar upp­lýs­ingar um starf­semi félag­anna, og var beiðnin meðal ann­ars send af þeim ástæð­um, enda miklir almanna­hags­munir í húfi þar sem félögin hafa stundað eigna­um­sýslu bak við luktar dyr leynd­ar, árum sam­an, með mörg hund­ruð millj­arða króna eignir almenn­ings. 

Hefur starf­semin meðal ann­ars verið að miklu leyti utan sjóna almenn­ings, þar sem starf­semin hefur hangið saman við umfangs­mikla vinnu við upp­gjör á slita­búum föllnu bank­anna, Kaup­þings, Lands­bank­ans og Glitn­is, sem nú er lok­ið.

ESÍ er í slita­með­ferð en Guð­mundur Ingvi Sig­urðs­son hrl. og Haukur Bene­dikts­son eru í skila­nefnd félags­ins en Steinar Þór Guð­geirs­son hrl. og fyrr­nefndur Haukur eru í skila­nefnd Hildu, að því er fram kemur í árs­skýrslu Seðla­banka Íslands fyrir árið 2017, sem kom út í apríl á síð­asta ári.

Spurt og svarað

Páll Þór­halls­son, hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, svar­aði fyr­ir­spurn Kjarn­ans í gær­morgun fyrir hönd ráð­herra, og upp­lýsti þar um að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði það nú til umsagn­ar, hvort rök stæðu til þess að ESÍ og dótt­ur­fé­lög yrðu áfram und­an­skilið upp­lýs­inga­lög­um. „Vísað er til fyr­ir­spurnar þinnar frá 11. des. sl. Hinn 13. des. sl. barst ráðu­neyt­inu beiðni frá Seðla­banka Íslands um áfram­hald­andi und­an­þágu til handa Eigna­safni SÍ ehf. og Hildu ehf. frá gild­is­sviði upp­lýs­inga­laga. Ráðu­neytið hefur sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu þessa und­an­þágu­beiðni til umsagn­ar, sbr. 3. mgr. 2. gr. upp­lýs­inga­laga, og óskaði eftir við­brögðum eigi síðar en 15. febr­úar næst­kom­andi. Þegar umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur borist verður tekin afstaða til þess af hálfu ráðu­neyt­is­ins hvort áfram­hald­andi und­an­þága verði veitt,“ sagði í svari Páls, fyrir hönd ráð­herra.

Hvaða félög eru þetta?

Starf­semi ESÍ og Hildu varðar almenn­ing miklu. Í kjöl­far falls fjár­mála­fyr­ir­tækja á Íslandi haustið 2008 varð Seðla­banki Íslands stór kröfu­hafi í bú inn­lendra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Kröf­urnar voru tryggðar með veðum af ýmsum toga.

Hluti þess­ara krafna var færður til rík­is­sjóðs í árs­lok 2008, en Seðla­bank­inn hafði umsýslu með þeim.

Kröf­urnar voru svo færðar til Seðla­bank­ans á ný á fyrri hluta árs­ins 2010. Í lok árs 2009 voru umræddar eignir fluttar í sér­stakt félag í eigu Seðla­bank­ans, sem er Eigna­safn Seðla­banka Íslands ehf. (ESÍ). 

Í árs­lok 2017 átti ESÍ tvö dótt­ur­fé­lög, Hildu ehf., sem ESÍ tók yfir á miðju ári 2011, og SPB ehf., sem ESÍ tók yfir á miðju ári 2016. Í lok árs 2017 nam efna­hagur ESÍ um 8,2 ma.kr. og hafði dreg­ist saman um ríf­lega 33,6 ma.kr. frá því í lok árs 2016 sem að mestu leyti má rekja til arð­greiðslu til Seðla­bank­ans. Hagn­aður ESÍ á árinu 2017 nam um 1,9 ma.kr. eftir skatta. 

Skipuð var skila­nefnd yfir ESÍ í októ­ber 2017. Inn­köllun félags­ins lauk í des­em­ber 2017, en slitum á félag­inu er ekki lok­ið. Í skila­nefnd SPB ehf., sem er dótt­ur­fé­lag ESÍ líkt og Hilda, eru fyrr­nefndir Guð­mundur Ingvi og Hauk­ur.

Sigurður Ingi Jóhannsson, spurði út í starfsemi ESÍ.

Sig­urður Ingi spyr og Bjarni svarar

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og núver­andi sam­göngu­ráð­herra, spurði Bjarna Bene­dikts­son út í mál­efni ESÍ þegar sá síð­ar­nefndi var for­sæt­is­ráð­herra. Sig­urður Ingi tók við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu af Sig­mundi Davíð í kjöl­far afhjúp­unar Panama­skjal­anna, og var því með mál­efni seðla­bank­ans undir sínu ráðu­neyti.

Fyr­ir­spurn Sig­urðar Inga var ítar­leg, og snéri að starf­semi ESÍ. Hann spurði eft­ir­tal­inna spurn­inga:

1. Hversu margar eign­ir/­kröfur hefur Seðla­banki Íslands selt, beint eða í gegnum dótt­ur­fé­lög, svo sem ESÍ, frá því að honum var falin umsjón þeirra eftir banka­hrunið árið 2008, hvert var sölu­and­virðið í heild og sund­ur­liðað eftir árum, hverjir keyptu og á hvaða kjörum, sund­ur­liðað ár fyrir ár?

2. Í hvaða til­vikum var lánað fyrir kaup­un­um, við hversu hátt láns­hlut­fall var mið­að, hvaða skil­yrði voru sett um trygg­ingar fyrir greiðslu kaup­verðs, hver var stefnan um vaxta­kjör, var í ein­hverjum til­vikum vikið frá henni og ef svo er, hvers vegna?

3. Hefur Seðla­bank­inn, beint eða í gegnum dótt­ur­fé­lög, keypt eign­ir/­kröfur eða fengið fram­seldar með öðrum hætti, svo sem í skiptum fyrir aðrar eign­ir/­kröf­ur, frá banka­hruni, hvaða eign­ir/­kröfur voru það, sund­ur­liðað ár fyrir ár, voru þær skráðar á mark­aði, hvaða ástæður voru fyrir kaup­unum og á hvaða laga­heim­ild byggði Seðla­bank­inn eða dótt­ur­fé­lög kaup­in?

4. Hafa eign­ir/­kröfur verið seldar aftur og ef svo er, hver er mun­ur­inn á kaup- og sölu­verði, hverjir voru kaup­endur og selj­endur í þeim við­skiptum og hefur Seðla­bank­inn eða dótt­ur­fé­lög fengið fram­seldar til sín eignir sem rýrnað hafa í verði eða jafn­vel tap­ast frá því að þeirra var aflað?

5. Fyrir hvaða sér­fræði­þjón­ustu, hverjum og hve mik­ið, hefur Seðla­banki Íslands, beint eða í gegnum dótt­ur­fé­lög, greitt vegna sölu á eign­um/­kröfum frá og með árinu 2013 til dags­ins í dag, var þjón­ustan aug­lýst og/eða boðin út, hvernig var staðið að ráðn­ingu á þjón­ustu­að­il­um, hver voru sjón­ar­mið til grund­vallar ráðn­ingum og hvernig skipt­ust greiðslur milli aðila?

6. Var sala á eign­ar­hlut­u­m/­kröfum Seðla­banka Íslands eða dótt­ur­fé­laga bank­ans ávallt aug­lýst, hvernig var staðið að útboð­i/­sölu í þeim til­vik­um, við hvaða reglur var mið­að, voru við­miðin sam­bæri­leg í öllum til­vikum og ef ekki, hvers vegna?

Bjarni svar­aði fyr­ir­spurn Sig­urðar Inga með ítar­legu svari, en þó var ekki svarað efn­is­lega og sér­tækt, þeim atriðum sem spurt var út í. Í svar­inu var vísað til þagn­ar­skyldu Seðla­bank­ans um verk­efni ESÍ og að bank­inn myndi skila af sér skýrslu um ESÍ og starf­semi þess, þegar vinnu við slit væri lok­ið. Í svar­inu var full­yrt að það yrði gert fyrir lok árs 2018 en það hefur ekki verið gert enn.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Sam­an­tekin svör Bjarna við fyr­ir­spurn­inni, voru meðal ann­ars þessi.

„1. Starf­semi ESÍ og dótt­ur­fé­laga þess, utan Hildu, hefur að litlu leyti snú­ist um eigna­sölu en að mestu leyti um inn­heimtu útistand­andi krafna, aðal­lega á slitabú og end­ur­reistar fjár­mála­stofn­an­ir. Frá stofnun ESÍ hefur félagið þó gert fimm stóra samn­inga um sölur á veru­legum eignum sem greint hefur verið opin­ber­lega frá. Þessir samn­ingar skýra m.a. lækkun eigna á efna­hags­reikn­ingi félags­ins. Í fyrsta lagi sölu á hluta­bréfum í danska bank­anum FIH til hóps fjár­festa sem sam­an­stóð af dönsku líf­eyr­is­sjóð­unum ATP og PFA, sænska trygg­inga­fyr­ir­tæk­inu Folk­sam og fyr­ir­tæk­inu CPDy­vig (sjá með­fylgj­andi til­kynn­ingu, dags. 19. sept­em­ber 2010). Seðla­banki Íslands vinnur nú að skýrslu um veit­ingu neyð­ar­láns til Kaup­þings og end­ur­heimtur þess. Þar verður m.a. fjallað ítar­lega um söl­una á FIH. Ráð­gert er að skýrslan verði kynnt banka­ráði fyrir ára­mót. Í öðru lagi sölu á hluta­bréfum í Sjóvá – Almennum trygg­ingum hf. til fag­fjár­festa­sjóðs­ins SF1 (sjá með­fylgj­andi til­kynn­ing­ar, dags. 28. júlí 2011 og 30. ágúst 2011). Í þriðja lagi sam­komu­lag á milli ESÍ/Hildu, Dróma og Arion banka sem greint var frá hér að fram­an, en í því til­felli voru lána­söfn í eigu Hildu notuð til að gera upp kröfur Arion banka á Dróma (sjá með­fylgj­andi til­kynn­ingu, dags. 30. des­em­ber 2013). Í fjórða lagi sölu (í tvennu lagi) á samn­ings­bundnum sér­tryggðum skulda­bréfum útgefnum af Arion banka hf. til Íbúða­lána­sjóðs (sjá með­fylgj­andi til­kynn­ing­ar, dags. 23. októ­ber 2015 og 4. mars. 2016). Í fimmta lagi sölu á veð­tryggðu skulda­bréfi útgefnu af Íslands­banka hf. til Íbúða­lána­sjóðs (sjá með­fylgj­andi til­kynn­ingu, dags. 19. sept­em­ber 2016).

Til að varpa frekara ljósi á þetta eru í fylgi­skjali I yfir­lit sem sýna þróun efna­hags- og rekstr­ar­reikn­ings ESÍ auk sjóðs­streymis frá stofnun félags­ins og til árs­loka 2016. Þar kemur fram að upp­safn­aður hagn­aður ESÍ á tíma­bil­inu 2010 til árs­loka 2016 nemur 74.453 millj. kr. og án vaxta og geng­is­munar af láni frá Seðla­bank­anum nemur hagn­að­ur­inn 125.192 millj. kr. Í yfir­liti efna­hags­reikn­ings kemur fram að félagið var stofnað í árs­lok 2009 með eignir upp á 490.615 millj. kr. sem eru fjár­magn­aðar með láni frá Seðla­banka Íslands upp á 490.614 millj. kr. auk 1 millj. kr. í hluta­fé. Í árs­lok 2016 var þessi efna­hags­reikn­ingur kom­inn niður í 42.729 millj. kr. og þar af eru 35.965 millj. kr. í hand­bæru fé og lánið frá bank­anum er upp­greitt. Í sjóðs­streym­is­yf­ir­lit­inu sést síðan ár fyrir ár undir liðnum fjár­fest­ing­ar­hreyf­ingar hvernig hinir ýmsu eigna­flokkar eru seldir og inn­heimtir sam­tals að fjár­hæð 547.255 millj. kr. og þeim fjár­munum að mestu leyti varið til að greiða Seðla­banka Íslands upp fjár­mögn­un­ar­lánið og greiða arð að auki.

2. ESÍ hefur ekki lánað fyrir kaupum þegar eignir félags­ins hafa verið seldar að frá­tal­inni sölu á FIH bank­an­um, sbr. nán­ari umfjöllun í með­fylgj­andi frétta­til­kynn­ingu. Í til­viki Hildu eru ein­staka dæmi um að veitt hafi verið lán við sölu þeirra fast­eigna sem félagið eign­að­ist með sam­komu­lagi milli ESÍ/Hildu, Dróma og Arion banka, sbr. fram­an­greint. Með sam­komu­lag­inu yfir­tók Hilda um 550 fasta­númer fast­eigna frá Dróma til að vinna úr, þ.e. að koma í verð. Í slíkum til­vikum hafa lán verið veitt á mark­aðs­kjörum og með veði í við­kom­andi fast­eign, enda má starf­semi félag­anna ekki verða til þess að rýra virði eigna­safns­ins.

3. Seðla­banki Íslands ítrekar að ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess eru félög um fulln­ustu eigna. Í því felst að félögin hafa þurft að ganga að trygg­ing­um, umbreyta þeim og ráð­ast í ýmsar aðgerðir til varnar hags­munum sín­um. Þetta felur óhjá­kvæmi­lega í sér umsýslu og úrvinnslu eigna sem miðar að því að hámarka virði trygg­inga og lág­marka tap Seðla­banka Íslands af hrun­inu. Þá leiðir það bein­línis af heim­ildum Seðla­banka Íslands til við­skipta, gegn fram­lögðum trygg­ing­um, sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 36/2001, að bank­anum er heim­ilt að stýra og að end­ingu koma í verð fulln­ustu­eign­um/­trygg­ingum sem kunna að falla til bank­ans. Seðla­banki Íslands þarf ekki sér­stakar heim­ildir til þess að tak­marka tjón sitt í til­vikum þar sem hann þarf að koma í verð eignum sem lagðar hafa verið fram til trygg­ingar í við­skiptum bank­ans. Skiptir í því sam­bandi ekki máli hvers eðlis eignin er, enda er grund­vall­ar­at­riðið hið sama í öllum til­vik­um: að lög­gjaf­inn hefur gert ráð fyrir slíku fyrst hann veitir bank­anum lög­bundnar heim­ildir til útlána gegn trygg­ing­um.

4. Eignum sem ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess eign­uð­ust í kjöl­far hruns­ins hefur að mestu leyti verið umbreytt í reiðu­fé, enda er meg­in­mark­mið félag­anna að selja þær, sbr. fram­an­greint. Um virði eigna Seðla­bank­ans er almennt upp­lýst í árs­reikn­ingi, sem stað­festur er af banka­ráði, og geta ein­stakir banka­ráðs­menn gert athuga­semdir þar að lút­andi, en árs­reikn­ing­ur­inn er loks stað­festur af ráð­herra, allt skv. 33. gr. laga nr.36/2001. Að lokum má nefna að upp­lýs­ingar um kaup­endur og selj­endur ein­stakra eigna getur Seðla­banki Íslands ekki látið af hendi með vísan til sjón­ar­miða um þagn­ar­skyldu, sbr. fram­an­greint.

5. Vegna úrvinnslu og stýr­ingar þeirra eigna sem stafa frá banka­hrun­inu hafa bæði ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess aflað sér þjón­ustu utan­að­kom­andi sér­fræð­inga. Fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, og eftir atvikum lög­manns­stof­um, hefur verið greidd þóknun vegna sölu á mark­aðs­verð­bréf­um, skulda­bréfum og hluta­bréfum auk þess sem fast­eigna­sölum hefur verið greidd þóknun vegna sölu fast­eigna. Þjón­ustan hefur ekki verið boðin út. Eins og áður kom fram eru ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess félög um fulln­ustu eigna, þar sem meg­in­sjón­ar­miðið er að hámarka virði eigna, hvort sem það er við ákvörðun á úrvinnslu til­tek­inna eigna eða til grund­vallar samn­ingum við utan­að­kom­andi sér­fræð­inga. Upp­lýs­ingar um hvaða sér­fræð­inga hefur verið leitað til, hversu mikið þeir hafa fengið greitt fyrir sér­fræði­þjón­ustu sína og skil­mála ráðn­ing­ar­samn­inga að öðru leyti getur Seðla­banki Íslands ekki veitt með vísan til sjón­ar­miða um þagn­ar­skyldu, sbr. fram­an­greint.

6. Almennt hafa ESÍ og dótt­ur­fé­lög þess aug­lýst þær eignir til sölu sem stafa frá banka­hrun­inu. Hér má þó benda á að sala skulda­bréfa til Íbúða­lána­sjóðs sem fjallað var um í 1. tölul. var nið­ur­staða beinna við­ræðna sjóðs­ins og ESÍ að und­an­gengnu sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og var sá háttur hafður á í ljósi umfangs við­skipt­anna og hags­muna beggja aðila. Þá hefur þess einnig verið gætt að per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar verði ekki opin­ber­ar. Fyr­ir­komu­lag við sölu eigna hefur eðli máls sam­kvæmt verið mis­mun­andi eftir þeim eignum sem til sölu hafa verið hverju sinni. Þótt fyr­ir­komu­lag við sölu á eigna­söfnum sé mis­mun­andi hafa starfs­menn bank­ans, ESÍ og dótt­ur­fé­laga þess leit­ast við að aug­lýsa útfærsl­una hverju sinni og hafa sölu­ferlin opin, m.a. með til­liti til jafn­ræð­i­sjón­ar­miða. Við úrvinnslu eigna hefur meg­in­mark­miðið þó, eftir sem áður, verið að hámarka end­ur­heimtur eigna og þannig tak­marka það tjón sem banka­hrunið mun á end­anum valda Seðla­banka Íslands.“

Umboðs­maður Alþingis gagn­rýndi

Í októ­ber 2015, rúmum mán­uði áður en Sig­mundur Davíð sam­þykkti und­an­þág­una frá upp­lýs­inga­lögum fyrir ESÍ, þá birti Umboðs­maður Alþingis ítar­lega umfjöllun sína um ESÍ. Í bréf hans var meðal ann­ars fjallað um það að ekki hafi verið fyrir hendi laga­heim­ild fyrir stofnun félags­ins í upp­hafi. „Ég fæ ekki séð að ótví­ræður laga­grund­völlur hafi verið til staðar þegar verk­efni Seðla­banka Íslands á sviði umsýslu og fyr­ir­svars til­tek­inna krafna og ann­arra eigna bank­ans voru færð til einka­hluta­fé­lags í eigu bank­ans. (…) Ég tel mik­il­vægt að ef það er á annað borð vilji stjórn­valda að við­halda því fyr­ir­komu­lagi að verk­efni Seðla­banka Íslands séu falin sér­stöku einka­hluta­fé­lagi í eigu bank­ans verði leitað eftir afstöðu Alþingis til þess hvort setja eigi slíka heim­ild í lög,“ segir meðal ann­ars í bréf­in­u. 

Tryggvi Gunnarsson, Umboðsmaður Alþingis.

Seðla­banki Íslands svar­aði þessu bréf Umboðs­manns, og taldi þessa athuga­semd ekki eiga við rök að styðj­ast. Rétti­lega hefði verið staðið að stofnun félags­ins.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar