Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þrír flokkar myndu tapa fylgi í öllum kjördæmum ef kosið yrði í dag

Tveir stjórnarflokkar og Miðflokkurinn mælast nú með minna fylgi í öllum kjördæmum landsins en í kosningunum í október 2017. Tveir stjórnarandstöðuflokkar bæta hins vegar við sig fylgi í öllum kjördæmum. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Lilja Alfreðsdóttir yrðu kjördæmakjörnir þingmenn ef kosið yrði í dag.

Mið­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur myndu tapa fylgi frá síð­ustu kosn­ingum í öllum kjör­dæmum ef kosið yrði í dag. Mestur yrði skell­ur­inn fyrir Mið­flokk­inn í kjör­dæmi for­manns flokks­ins, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þar sem nán­ast tveir af hverjum þremur kjós­endum hafa yfir­gefið flokk­inn.

Sam­fylk­ingin og Píratar bæta hins vegar við sig fylgi í öllum kjör­dæm­unum sex og Við­reisn eykur fylgi sitt í fimm þeirra. Þótt Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist nú með meira fylgi í fjórum kjör­dæmum en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum fyrir 14 mán­uðum þá myndi hann samt sem áður fá einum færri þing­menn kjörna. Sá þing­maður yrði Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins, en Fram­sókn hefur misst 40 pró­sent kjós­enda í kjör­dæmi henn­ar, Reykja­vík suð­ur. Það er eina kjör­dæmið þar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur mark­tækt tapað fylgi.

Þetta er meðal þess sem mál lesa út úr nið­ur­broti á fylgi íslensku stjórn­mála­flokk­anna eftir kjör­dæmum sam­kvæmt nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup sem birt var á vef RÚV í lok síð­ustu viku.

Mið­flokk­ur­inn helm­ing­ast og rík­is­stjórnin héldi ekki velli

Nið­ur­staða hans var meðal ann­ars sú að fylgi Mið­flokks­ins nán­ast helm­ing­ast frá kosn­ingum og mælist nú 5,7 pró­sent. Áhrif Klaust­urs­máls­ins á Flokk fólks­ins voru ekki jafn alvar­leg en fylgi hans fer úr 6,9 pró­sent í 5,3 pró­sent.

Vinstri græn hafa tapað umtals­verðu fylgi frá kosn­ing­un­um, en alls kusu 16,9 pró­sent lands­manna flokk­inn þá. Nú mælist fylgið 11,6 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fá 22,7 pró­sent fylgi í dag sem er 2,5 pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi hans og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi bæta lít­il­lega við sig frá síð­ustu kosn­ingum og fá 11,4 pró­sent atkvæða. Sam­an­lagt hefur staða stjórn­ar­flokk­anna því versnað umtals­vert á fyrstu 14 mán­uðum kjör­tíma­bils­ins og rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur héldi ekki velli ef kosið yrði nú.

Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem áttu ekki full­trúa á Klaust­ur­bar þann 20. nóv­em­ber í fyrra bæta við sig umtals­verðu fylgi frá kosn­ing­um. Sam­fylk­ingin mest, en fylgi hennar hefur vaxið úr 12,1 pró­sent í 18,4 pró­sent á 14 mán­uð­um. Við­reisn hefur einnig bætt vel við sig og myndi nú fá 10,5 pró­sent atkvæða, en fékk 6,7 pró­sent í októ­ber 2017. Við­bót Pírata er hóf­legri. Þeir fengu 9,2 pró­sent þegar talið var upp úr kjör­köss­unum haustið 2017 en mæl­ast nú með 10,5 pró­sent fylgi.

Þetta allt þýðir að ef kosið yrði nú myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapa einum þing­manni og fá 15, Vinstri græn myndi tapa þremur og fá átta og Fram­sókn myndi tapa einum og fá sjö. Sam­an­lagt væri stjórn­ar­flokk­arnir þrír því með 30 þing­menn, eða fimm færri en nú. 

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa fjórum þing­mönnum og fengi þrjá líkt og Flokkur fólks­ins sem myndi þá tapa ein­um. 

Sam­fylk­ingin myndi bæta flestum þing­mönnum við sig, færi úr sjö í 13, og þing­flokkur Við­reisnar mydni vaxa úr fjórum í sjö. Píratar myndu bæta einum þing­manni við sína þing­sveit og fá sjö slíka. Sam­an­lagt myndi þessir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar því bæta við sig tíu þing­mönnum ef kosið yði í dag.

Norð­aust­ur­kjör­dæmi

Mið­flokk­ur­inn fékk 18,6 pró­sent atkvæða í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í síð­ustu kosn­ing­um. Nú mælist fylgi hans þar 7,2 pró­sent.  Sam­fylk­ingin og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru þeir flokkar sem bæta mestu við sig í því kjör­dæmi. Sam­fylk­ingin fékk 13,9 pró­sent atkvæða í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, sem er kjör­dæmi for­manns­ins Loga Ein­ars­son­ar,  2017 en mælist nú með með 24,2 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur vaxið úr 14,3 pró­sentum í 21 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem var stærsti flokk­ur­inn í kjör­dæm­inu 2017, mælist nú sá þriðji stærsti með 17 pró­sent fylgi. Vinstri græn hrynja einnig niður í fylgi í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, sem hefur sögu­lega verið eitt sterkasta vígi flokks­ins, enda kjör­dæmi fyrr­ver­andi for­manns­ins Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar. Nú mælist fylgi flokks­ins þar 13,9 pró­sent en hann fékk 19,9 pró­sent í kosn­ing­unum fyrir rúmu ári.

Ef kosið yrði í dag myndi sam­setn­ing þeirra níu kjör­dæma­kjörnu þing­manna sem koma úr Norð­austri breyt­ast umtals­vert. Þannig myndi Mið­flokk­ur­inn, sem fékk tvo kjör­dæma­kjörna þing­menn í kosn­ing­unum 2017, ekki fá neinn þing­mann nú, sem þýðir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins, myndi að öllum lík­indum falla af þingi. Sam­fylk­ingin myndi hins vegar fá þrjá kjör­dæma­kjörna þing­menn eftir að hafa ein­ungis haft einn slíkan eftir síð­ustu kosn­ing­ar, en Vinstri græn ein­ungis einn. Þá myndi Píratar einnig ná inn manni.

Norð­vest­ur­kjör­dæmi

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi er uppi sama sagan: Mið­flokk­ur­inn bíður afhroð. Flokk­ur­inn fékk 14,2 pró­sent atkvæða þar í kosn­ing­unum 2017 en fengi nú 4,9 pró­sent. Berg­þór Óla­son, einn þing­manna Mið­flokks­ins sem hafði sig mest frammi á Klaustri, leiddi fyrir flokk­inn í kjör­dæm­inu í síð­ustu kosn­ing­um.

Mest af fylg­inu sem Mið­flokk­ur­inn tapar fer yfir á Sam­fylk­ing­una, sem nær tvö­faldar stuðn­ing sinn í kjör­dæm­inu. Flokk­ur­inn fékk 9,7 pró­sent atkvæða í októ­ber 2017 en fengi nú 17 pró­sent.

Vinstri græn myndu vinna varn­ar­sigur í kjör­dæm­inu þar sem Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir leiðir lista flokks­ins. Hún þykir vera sá þing­maður flokks­ins sem sé næstur Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki í póli­tískum áhersl­um. Vinstri græn fengu 17,8 pró­sent í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir rúmum 14 mán­uðum síðan en myndu nú fá 16,3 pró­sent. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem sögu­lega hefur alltaf verið sterkur í kjör­dæm­inu, myndi bæta við sig fylgi og fá 20,3 pró­sent atkvæða. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi hins vegar tapa 2,8 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum og fá 21,7 pró­sent atkvæða, sem dygði þó til þess að flokk­ur­inn yrði áfram stærstur í kjör­dæm­inu. Þá myndu Píratar bæta lít­il­lega við sig fylgi en bæði Við­reisn og og Flokkur fólks­ins yrðu á svip­uðum slóðum og í kosn­ing­unum 2017.

Reykja­vík norður og suður

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur eru það Vinstri græn sem eru að upp­lifa mesta fylgis­tap­ið. Í kosn­ing­unum fyrir rúmu ári síðan voru þetta sterk­ustu vígi flokks­ins. Í Reykja­vík norð­ur, þar sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra, leiddi lista Vinstri grænna fengu þau 21,5 pró­sent fylgi. Í Reykja­vík suður var það fylgi 18,9 pró­sent.

Í könnun Gallup blasir önnur mynd við. Í norðri mælist fylgið 12,6 pró­sent, sem þýðir að 41 pró­sent þeirra kjós­enda kjör­dæm­is­ins sem kusu Vinstri græn síð­ast myndu ekki gera það í dag. Í suðr­inu er staðan sam­bæri­leg, fylgið mælist 10,6 pró­sent og fylgis­tapið því um 44 pró­sent.

Allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír tapa umtals­verðu í höf­uð­borg­inni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndir fá 18,9 pró­sent(­suð­ur) og 17,3 pró­sent (norð­ur) ef kosið yrði í dag sem myndi þýða að flokk­ur­inn yrði ekki lengur stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í Reykja­vík. Í kosn­ing­unum í októ­ber fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 22,8 og 22,6 pró­sent atkvæða í kjör­dæm­unum tveim­ur.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi líka tapa umtals­verðu fylgi og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins og ein helsta von­ar­stjarna, næði ekki inn sem kjör­dæma­kjör­inn þing­maður ef kosið yrði nú. Í októ­ber 2017 fékk Fram­sókn 8,1 pró­sent atkvæða í kjör­dæmi henn­ar, Reykja­vík suð­ur. Nú fengi flokk­ur­inn hins vegar 4,9 pró­sent. Í hinu höf­uð­borg­ar­kjör­dæm­inu fer fylgið úr 5,8 í 5,3 pró­sent.

Sósíalistar stærri í Reykjavík norður en þrír flokkar

Sósíalistaflokkur Íslands hefur aldrei boðið fram í Alþingiskosningum. Flokkurinn bauð í fyrsta sinn fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrravor og vann mikinn kosningasigur, fékk 6,4 prósent atkvæða og náði Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, 26 ára oddvita, sínum inn í borgarstjórn.

Flokkurinn bætir töluvert við sig milli kannana hjá Gallup, eða rúmlega tveimur prósentustigum. Alls segjast nú um þrjú prósent kjósenda ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn ef kosið yrði í dag. Flokkurinn mælist með stuðning í öllum kjördæmunum sex.

Mestur mælist hann í Reykjavík norður þar sem 5,9 prósent kjósenda segja að þeir myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. Það gerir flokkinn stærri í kjördæminu en þrjá flokka sem eiga nú fulltrúa á Alþingi: Framsókn, Flokk fólksins og Miðflokkinn.

Þeir flokkar sem sækja mest á í Reykja­vík eru Sam­fylk­ingin og Við­reisn. Sam­fylk­ingin yrði stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum ef kosið yrði í dag. Alls segj­ast 21,2 pró­sent kjós­enda í suð­ur­hluta borg­ar­innar að þeir myndu kjósa flokk­inn og 20,6 pró­sent í norð­ur­hlut­an­um. Það er rúm­lega 60 pró­sent fleiri en gerðu slíkt fyrir rúmu ári síð­an.

Við­reisn rúm­lega tvö­faldar fylgi sitt í Reykja­vík suð­ur. Í síð­ustu kosn­ingum fékk flokk­ur­inn 8,5 pró­sent atkvæða þar en myndi nú fá 18,2 pró­sent, sem myndi gera hann að þriðja stærsta flokki kjör­dæm­is­ins. Við­reisn bætir líka við sig í hinu höf­uð­borg­ar­kjör­dæm­inu og fengi nú 10,5 pró­sent atkvæða í stað 8,4 pró­sent. Pírat­ar, sem eiga sam­leið með Sam­fylk­ingu og Við­reisn í mörgum mál­um, bæta einnig við sig umtals­verðu fylgi í Reykja­vík, sér­stak­lega í norð­ur­hlut­anum þar sem flokk­ur­inn myndi fá 17 pró­sent greiddra atkvæða ef kosið yrði í dag.

Bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins  tapa fylgi í höf­uð­borg­inni frá kosn­ingum og hvor­ugur næði inn kjör­dæma­kjörnum þing­manni.

Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi virð­ast litlar breyt­ingar á yfir­burðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem mælist með 28,8 pró­sent fylgi í kjör­dæmi for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar. Sterk staða flokks­ins í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur end­ur­spegl­ast einnig í því að hann heldur um stjórn­ar­taumana í öllum sveit­ar­fé­lög­unum sem mynda Krag­ann. Fylgið hefur þó dalað smá­vægi­lega frá síð­ustu kosn­ingum og er nú komið undir 30 pró­sent.

Sam­fylk­ingin yrði næst stærsti flokk­ur­inn í Krag­anum með 16,1 pró­sent atkvæða sem yrði bæt­ing um fjögur pró­sentu­stig frá því síð­ast. Við­reisn bætir sömu­leiðis við sig, fengi 14 pró­sent í stað 9,5 pró­senta og yrði þriðji stærsti flokkur kjör­dæm­is­ins, þar sem flokks­for­mað­ur­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir leiðir list­ann. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir einnig lít­il­lega við sig og fengi 9,6 pró­sent fylgi. Píratar eru á mjög svip­uðum slóðum og þegar talið var upp úr kjör­köss­unum í októ­ber 2017.

Vinstri græn tapa í Krag­anum eins og ann­ars staðar og myndu fá 11,4 pró­sent atkvæða eftir að hafa fengið 13,6 pró­sent haustið 217.  Klaust­ur­flokk­arnir tveir, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, tapa einnig miklu. Mið­flokk­ur­inn fer úr 9,5 pró­sent fylgi í 4,9 pró­sent og Flokkur fólks­ins úr 6,5 í 3,8 pró­sent.

Suð­ur­kjör­dæmi

Suð­ur­kjör­dæmi sker sig út úr örðum hvað varðar þróun á fylgi frá kosn­ing­um. Það er eina kjör­dæmið þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist nú með meira fylgi en hann fékk þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um, í októ­ber 2017. Fylgi flokks­ins mælist nú 27,6 pró­sent en var 25,2 pró­sent fyrir 14 mán­uðum síð­an. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er langstærsti flokkur kjör­dæm­is­ins.

Þótt Mið­flokk­ur­inn tapi fylgi í Suð­ur­kjör­dæmi – hann fékk 14,3 pró­sent þar í síð­ustu kosn­ingum – þá er kjör­dæmið þó það sem fylgi hans mælist lang­mest í, eða 9,2 pró­sent.

Annað er nokkurn veg­inn eftir bók­inni. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn heldur sínum styrk í kjör­dæmi for­manns­ins Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar og fengi 18 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, sem er innan skekkju­marka minna en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Sam­fylk­ingin bætir við sig fylgi og Vinstri græn tapa umtals­verðu. Við­reisn myndi tvö­falda fylgi sitt frá síð­ustu kosn­ingum og fá 6,2 pró­sent á meðan að Flokkur fólks­ins myndi tapa og ekki ná inn kjör­dæma­kjörnum þing­manni.

Þjóð­ar­púls Gallup var gerður dag­ana 3. des­em­ber 2018 til 1. jan­úar 2019, eða eftir að hið svo­­kall­aða Klaust­­ur­­mál kom upp. Heild­­ar­úr­taks­­stærð var 4.899 og þátt­­töku­hlut­­fall var 58,0 pró­­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar