Hvað þarf að gerast til að WOW air lifi af?

Mjög misvísandi frásagnir eru af því hvort og þá hvernig WOW air geti lifað af þær hremmingar sem fyrirtækið er í sem stendur. Hér er það sem við vitum í raun um stöðuna.

Wow air
Auglýsing

Vond staða sem þarf að vinda ofan af

WOW air stendur fjár­hags­lega afar illa. Skulda­bréfa­út­boð upp á 50 millj­ónir dala (um sex millj­arða króna á gengi dags­ins í dag) sem fyr­ir­tækið fór í í sept­em­ber 2018 dugði ekki til að laga stöðu WOW air. Síðan þá hefur verið reynt að selja fyr­ir­tækið til Icelandair (tvisvar) og Indigo Partners. Þau áform hafa ekki gengið eft­ir. Síð­asta til­raun með Icelanda­ir, sem stóð yfir um liðna helgi, fór fram á þeim for­sendum að WOW Air væri fyr­ir­tæki á fallandi fæti. Til að slíkar for­sendur haldi, en þær heim­ila til dæmis að sam­keppn­is­legum áhrifum sam­runa er vikið til hlið­ar, þá þarf að liggja fyrir að eng­inn raun­hæfur mögu­leiki sé á því að aðrir kaup­endur séu til stað­ar.

Mikið tap og háar skuldir

Morg­un­blaðið greindi frá því á mánu­dag að WOW air hefði tapað 22 millj­örðum krónum í fyrra, að eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins sé nei­kvætt um 13 millj­arða króna og að lausa­fjár­staðan sé nei­kvæð upp á 1,4 millj­arða króna. Frétta­blaðið greindi frá því sama dag að heild­ar­skuldir WOW air væru um 24 millj­arðar króna.

Auglýsing

Það sem þarf að gera: skref 1

Til þess að lifa af þarf WOW air að skrifa niður allt núver­andi hlutafé (í eigu Skúla Mog­en­sen), að semja um að breyta skuldum í nýtt hlutafé og fá inn nýtt fjár­magn til að vera rekstr­ar­hæft.

  • Kröfu­hafar WOW air eru ýmiss kon­ar. Þeir kröfu­hafar sem eru lík­leg­astir til að breyta kröfum í hlutafé eru ann­ars vegar þeir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air í fyrra­haust. Þar er meðal ann­ars um að ræða banda­ríska fjár­fest­inga­sjóð­inn Eaton Vance, Skúla Mog­en­sen sjálfan (sem keypti fyrir 770 millj­ónir króna og veð­setti meðal ann­ars húsið sitt), Sig­þór Krist­inn Skúla­son, for­stjóra Air­port Associ­ates (stærsta þjón­ustu­að­ila WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli) og fjár­fest­inga­sjóðir í stýr­ingu hjá GAMMA. Alls tóku nokkrir tugir aðila þátt í að lána WOW air pen­inga í útboð­inu.
  • Hins vegar þarf WOW air að semja við Arion banka, helsta við­skipta­banka sinn, sem hefur lánað fyr­ir­tæk­inu umtals­verða fjár­muni í vand­ræðum þess síð­ustu miss­eri. Ef það er rétt sem haft er eftir Sig­þóri Kristni, for­stjóra Air­port Associ­ates, á vef RÚV um að það standi til að breyta um 15 millj­örðum króna af skuldum í hlutafé þá er aug­ljóst að allir ofan­greindir eru með í því.

Það sem þarf að gera: skref 2

Aðrar skuldir WOW air eru rekstr­ar­skuldir við t.d. leigu­sala sem eiga vél­arnar sem fyr­ir­tækið notað og Isa­via sem WOW air skuldar umtals­verðar fjár­hæð­ir, tæpa tvo millj­arða króna, vegna van­gold­inna lend­ing­ar­gjalda. Þá skuldar WOW air einnig líf­eyr­is­sjóðum vegna iðgjalda starfs­manna og ýmsum öðrum þjón­ustu­að­ilum eins og elds­neyt­is­söl­um. Stærsti elds­neyt­is­sali WOW air eru Fest­ar, skráð félag í Kaup­höll Íslands sem áður hét N1. Afar ólík­legt er að ein­hver þess­arra muni breyta kröfum í hlutafé og því þarf að semja við þá um greiðslur eða nið­ur­fell­ing­ar.

Það sem þarf að gera: skref 3

Tak­ist þetta allt saman þá þarf að finna aðila sem er til­bú­inn að koma með að minnsta kosti fimm millj­arða króna í nýtt hlutafé inn í WOW. Sá aðili, sem Arct­ica Fin­ance hefur umsjón með að finna, myndi þá eign­ast meiri­hluta í WOW air fyrir það fé sem hann legði á borð­ið. Minni­hlut­inn, 49 pró­sent, yrði í eigu þeirra kröfu­hafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hluta­fé. Það verður tölu­vert erf­ið­ari brekka að finna þann aðila en að fá kröfu­hafa, sem horfa hvort eða er á að tapa ann­ars öllum sínum kröf­um, til að breyta kröfum í nýtt hluta­fé. 

Það sem þarf að gera: skref 4

Yfir öllu saman vaka síðan Sam­göngu­stofa, sem veitir WOW air flug­rekstr­ar­leyfi og getur þar af leið­andi aft­ur­kallað það, og stjórn­völd.Það þarf líka að sann­færa þá aðila um að áætlun um end­ur­reisn WOW air sé trú­verðug og að fyr­ir­tækið verði ekki bara komið í sömu vand­ræði innan nokk­urra vikna eða mán­aða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar