Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.

WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Auglýsing

Tólf mán­aða verð­bólga hækk­aði á milli mán­aða og mælist nú 3,3 pró­sent. Hún mæld­ist 2,9 pró­sent við síð­ustu mæl­ingu fyrir mán­uði síð­an. Þetta kemur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Á meðal þess sem gerst hefur frá því að síð­asta mæl­ing á tólf mán­aða verð­bólgu var birt er gjald­þrot WOW air í lok mars mán­að­ar. Í frétt Hag­stof­unnar segir að verð frá flug­far­gjöldum til útlanda hafi hækkað um 20,6 pró­sent milli mán­aða. „Gjald­þrot fyr­ir­tækis í far­þega­flugi til og frá Íslandi um síð­ustu mán­aða­mót hafði áhrif á nið­ur­stöðu mæl­ingar á vísi­tölu neyslu­verðs nú. Auk þess er algengt að sjá hærri flug­far­gjöld í kringum páska. Mæl­ingin tekur til­lit verðs á helstu flug­leiðum milli Íslands og Evr­ópu ann­ars vegar og Íslands og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Mælt er verð hjá helstu þjón­ustu­veit­endum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferð­ast sé frá Íslandi og aftur til bak­a.“

Hafði lækkað síð­ustu mán­uði

Verð­­bólgan hækk­­aði skarpt á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og mæld­ist 3,7 pró­­sent í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Hún hjaðn­aði síðan hratt í byrjun árs og fór aftur undir þrjú pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði.  

Auglýsing

Verð­­bólg­u­­mark­mið Seðla­­banka Íslands er 2,5 pró­­sent. Vel hefur gengið á und­an­­förnum árum að halda verð­­bólg­unni undir því mark­miði. Verð­­bólgan fór undir 2,5 pró­­sent mark­miðið í febr­­úar 2014 og hélst þar þangað til í mars í fyrra.

Frá febr­­úar 2014 hefur verð­­bólga mælst þrjú pró­­sent eða hér­­­lendis í fimm mán­uði, þ.e. frá nóv­­em­ber 2018 og fram í febr­­úar síð­­ast­lið­inn og svo nú, þegar hún mælist 3,3 pró­sent.

Verð­­bólga hefur áhrif á lán heim­ila

Þróun verð­­bólgu skiptir íslensk heim­ili miklu máli þar sem þorri lána þeirra eru verð­­tryggð. Það þýðir að þróun verð­­bólgu hefur áhrif á þróun lána þeirra. Því meiri verð­­bólga því hærri verð­bætur leggj­­ast á lán­in, og því meira þarf að greiða til baka af höf­uð­stól þess.

Í skýrslu sem Íslands­­­banki vann og birti í októ­ber í fyrra kom fram að 77 pró­­sent heild­­ar­skulda íslenskra heim­ila væru verð­­tryggð­­ar.

Slík lán hafa verið hag­­kvæm­­asti kost­­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­­förnum árum þar sem verð­­bólga hef­­ur, líkt og áður sagði, að mestu verið við eða undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miðum Seðla­­banka Íslands síð­­ast­lið­inn fimm ár.

Sam­hliða hafa láns­­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­­ustu verð­­tryggðu lán­unum sem bera breyt­i­­lega vexti nú 2,15 pró­­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­­sent­­um. Hægt er að skoða sam­an­burð á hús­næð­is­lánum sem eru í boði á síð­unni Her­borg.is

Verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hjá bönk­­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,55 til 3,89 pró­­sent. Ódýr­­astir hjá rík­­is­­bank­­anum Lands­­banka og dýr­­astir hjá Arion banka.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar