Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.

WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Auglýsing

Tólf mán­aða verð­bólga hækk­aði á milli mán­aða og mælist nú 3,3 pró­sent. Hún mæld­ist 2,9 pró­sent við síð­ustu mæl­ingu fyrir mán­uði síð­an. Þetta kemur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Á meðal þess sem gerst hefur frá því að síð­asta mæl­ing á tólf mán­aða verð­bólgu var birt er gjald­þrot WOW air í lok mars mán­að­ar. Í frétt Hag­stof­unnar segir að verð frá flug­far­gjöldum til útlanda hafi hækkað um 20,6 pró­sent milli mán­aða. „Gjald­þrot fyr­ir­tækis í far­þega­flugi til og frá Íslandi um síð­ustu mán­aða­mót hafði áhrif á nið­ur­stöðu mæl­ingar á vísi­tölu neyslu­verðs nú. Auk þess er algengt að sjá hærri flug­far­gjöld í kringum páska. Mæl­ingin tekur til­lit verðs á helstu flug­leiðum milli Íslands og Evr­ópu ann­ars vegar og Íslands og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Mælt er verð hjá helstu þjón­ustu­veit­endum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferð­ast sé frá Íslandi og aftur til bak­a.“

Hafði lækkað síð­ustu mán­uði

Verð­­bólgan hækk­­aði skarpt á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og mæld­ist 3,7 pró­­sent í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Hún hjaðn­aði síðan hratt í byrjun árs og fór aftur undir þrjú pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði.  

Auglýsing

Verð­­bólg­u­­mark­mið Seðla­­banka Íslands er 2,5 pró­­sent. Vel hefur gengið á und­an­­förnum árum að halda verð­­bólg­unni undir því mark­miði. Verð­­bólgan fór undir 2,5 pró­­sent mark­miðið í febr­­úar 2014 og hélst þar þangað til í mars í fyrra.

Frá febr­­úar 2014 hefur verð­­bólga mælst þrjú pró­­sent eða hér­­­lendis í fimm mán­uði, þ.e. frá nóv­­em­ber 2018 og fram í febr­­úar síð­­ast­lið­inn og svo nú, þegar hún mælist 3,3 pró­sent.

Verð­­bólga hefur áhrif á lán heim­ila

Þróun verð­­bólgu skiptir íslensk heim­ili miklu máli þar sem þorri lána þeirra eru verð­­tryggð. Það þýðir að þróun verð­­bólgu hefur áhrif á þróun lána þeirra. Því meiri verð­­bólga því hærri verð­bætur leggj­­ast á lán­in, og því meira þarf að greiða til baka af höf­uð­stól þess.

Í skýrslu sem Íslands­­­banki vann og birti í októ­ber í fyrra kom fram að 77 pró­­sent heild­­ar­skulda íslenskra heim­ila væru verð­­tryggð­­ar.

Slík lán hafa verið hag­­kvæm­­asti kost­­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­­förnum árum þar sem verð­­bólga hef­­ur, líkt og áður sagði, að mestu verið við eða undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miðum Seðla­­banka Íslands síð­­ast­lið­inn fimm ár.

Sam­hliða hafa láns­­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­­ustu verð­­tryggðu lán­unum sem bera breyt­i­­lega vexti nú 2,15 pró­­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­­sent­­um. Hægt er að skoða sam­an­burð á hús­næð­is­lánum sem eru í boði á síð­unni Her­borg.is

Verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hjá bönk­­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,55 til 3,89 pró­­sent. Ódýr­­astir hjá rík­­is­­bank­­anum Lands­­banka og dýr­­astir hjá Arion banka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar