Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.

WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Auglýsing

Tólf mán­aða verð­bólga hækk­aði á milli mán­aða og mælist nú 3,3 pró­sent. Hún mæld­ist 2,9 pró­sent við síð­ustu mæl­ingu fyrir mán­uði síð­an. Þetta kemur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Á meðal þess sem gerst hefur frá því að síð­asta mæl­ing á tólf mán­aða verð­bólgu var birt er gjald­þrot WOW air í lok mars mán­að­ar. Í frétt Hag­stof­unnar segir að verð frá flug­far­gjöldum til útlanda hafi hækkað um 20,6 pró­sent milli mán­aða. „Gjald­þrot fyr­ir­tækis í far­þega­flugi til og frá Íslandi um síð­ustu mán­aða­mót hafði áhrif á nið­ur­stöðu mæl­ingar á vísi­tölu neyslu­verðs nú. Auk þess er algengt að sjá hærri flug­far­gjöld í kringum páska. Mæl­ingin tekur til­lit verðs á helstu flug­leiðum milli Íslands og Evr­ópu ann­ars vegar og Íslands og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Mælt er verð hjá helstu þjón­ustu­veit­endum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferð­ast sé frá Íslandi og aftur til bak­a.“

Hafði lækkað síð­ustu mán­uði

Verð­­bólgan hækk­­aði skarpt á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og mæld­ist 3,7 pró­­sent í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Hún hjaðn­aði síðan hratt í byrjun árs og fór aftur undir þrjú pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði.  

Auglýsing

Verð­­bólg­u­­mark­mið Seðla­­banka Íslands er 2,5 pró­­sent. Vel hefur gengið á und­an­­förnum árum að halda verð­­bólg­unni undir því mark­miði. Verð­­bólgan fór undir 2,5 pró­­sent mark­miðið í febr­­úar 2014 og hélst þar þangað til í mars í fyrra.

Frá febr­­úar 2014 hefur verð­­bólga mælst þrjú pró­­sent eða hér­­­lendis í fimm mán­uði, þ.e. frá nóv­­em­ber 2018 og fram í febr­­úar síð­­ast­lið­inn og svo nú, þegar hún mælist 3,3 pró­sent.

Verð­­bólga hefur áhrif á lán heim­ila

Þróun verð­­bólgu skiptir íslensk heim­ili miklu máli þar sem þorri lána þeirra eru verð­­tryggð. Það þýðir að þróun verð­­bólgu hefur áhrif á þróun lána þeirra. Því meiri verð­­bólga því hærri verð­bætur leggj­­ast á lán­in, og því meira þarf að greiða til baka af höf­uð­stól þess.

Í skýrslu sem Íslands­­­banki vann og birti í októ­ber í fyrra kom fram að 77 pró­­sent heild­­ar­skulda íslenskra heim­ila væru verð­­tryggð­­ar.

Slík lán hafa verið hag­­kvæm­­asti kost­­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­­förnum árum þar sem verð­­bólga hef­­ur, líkt og áður sagði, að mestu verið við eða undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miðum Seðla­­banka Íslands síð­­ast­lið­inn fimm ár.

Sam­hliða hafa láns­­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­­ustu verð­­tryggðu lán­unum sem bera breyt­i­­lega vexti nú 2,15 pró­­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­­sent­­um. Hægt er að skoða sam­an­burð á hús­næð­is­lánum sem eru í boði á síð­unni Her­borg.is

Verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hjá bönk­­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,55 til 3,89 pró­­sent. Ódýr­­astir hjá rík­­is­­bank­­anum Lands­­banka og dýr­­astir hjá Arion banka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar