Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.

WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Auglýsing

Tólf mán­aða verð­bólga hækk­aði á milli mán­aða og mælist nú 3,3 pró­sent. Hún mæld­ist 2,9 pró­sent við síð­ustu mæl­ingu fyrir mán­uði síð­an. Þetta kemur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Á meðal þess sem gerst hefur frá því að síð­asta mæl­ing á tólf mán­aða verð­bólgu var birt er gjald­þrot WOW air í lok mars mán­að­ar. Í frétt Hag­stof­unnar segir að verð frá flug­far­gjöldum til útlanda hafi hækkað um 20,6 pró­sent milli mán­aða. „Gjald­þrot fyr­ir­tækis í far­þega­flugi til og frá Íslandi um síð­ustu mán­aða­mót hafði áhrif á nið­ur­stöðu mæl­ingar á vísi­tölu neyslu­verðs nú. Auk þess er algengt að sjá hærri flug­far­gjöld í kringum páska. Mæl­ingin tekur til­lit verðs á helstu flug­leiðum milli Íslands og Evr­ópu ann­ars vegar og Íslands og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Mælt er verð hjá helstu þjón­ustu­veit­endum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferð­ast sé frá Íslandi og aftur til bak­a.“

Hafði lækkað síð­ustu mán­uði

Verð­­bólgan hækk­­aði skarpt á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og mæld­ist 3,7 pró­­sent í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Hún hjaðn­aði síðan hratt í byrjun árs og fór aftur undir þrjú pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði.  

Auglýsing

Verð­­bólg­u­­mark­mið Seðla­­banka Íslands er 2,5 pró­­sent. Vel hefur gengið á und­an­­förnum árum að halda verð­­bólg­unni undir því mark­miði. Verð­­bólgan fór undir 2,5 pró­­sent mark­miðið í febr­­úar 2014 og hélst þar þangað til í mars í fyrra.

Frá febr­­úar 2014 hefur verð­­bólga mælst þrjú pró­­sent eða hér­­­lendis í fimm mán­uði, þ.e. frá nóv­­em­ber 2018 og fram í febr­­úar síð­­ast­lið­inn og svo nú, þegar hún mælist 3,3 pró­sent.

Verð­­bólga hefur áhrif á lán heim­ila

Þróun verð­­bólgu skiptir íslensk heim­ili miklu máli þar sem þorri lána þeirra eru verð­­tryggð. Það þýðir að þróun verð­­bólgu hefur áhrif á þróun lána þeirra. Því meiri verð­­bólga því hærri verð­bætur leggj­­ast á lán­in, og því meira þarf að greiða til baka af höf­uð­stól þess.

Í skýrslu sem Íslands­­­banki vann og birti í októ­ber í fyrra kom fram að 77 pró­­sent heild­­ar­skulda íslenskra heim­ila væru verð­­tryggð­­ar.

Slík lán hafa verið hag­­kvæm­­asti kost­­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­­förnum árum þar sem verð­­bólga hef­­ur, líkt og áður sagði, að mestu verið við eða undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miðum Seðla­­banka Íslands síð­­ast­lið­inn fimm ár.

Sam­hliða hafa láns­­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­­ustu verð­­tryggðu lán­unum sem bera breyt­i­­lega vexti nú 2,15 pró­­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­­sent­­um. Hægt er að skoða sam­an­burð á hús­næð­is­lánum sem eru í boði á síð­unni Her­borg.is

Verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hjá bönk­­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,55 til 3,89 pró­­sent. Ódýr­­astir hjá rík­­is­­bank­­anum Lands­­banka og dýr­­astir hjá Arion banka.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar