Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.

WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Auglýsing

Tólf mán­aða verð­bólga hækk­aði á milli mán­aða og mælist nú 3,3 pró­sent. Hún mæld­ist 2,9 pró­sent við síð­ustu mæl­ingu fyrir mán­uði síð­an. Þetta kemur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Á meðal þess sem gerst hefur frá því að síð­asta mæl­ing á tólf mán­aða verð­bólgu var birt er gjald­þrot WOW air í lok mars mán­að­ar. Í frétt Hag­stof­unnar segir að verð frá flug­far­gjöldum til útlanda hafi hækkað um 20,6 pró­sent milli mán­aða. „Gjald­þrot fyr­ir­tækis í far­þega­flugi til og frá Íslandi um síð­ustu mán­aða­mót hafði áhrif á nið­ur­stöðu mæl­ingar á vísi­tölu neyslu­verðs nú. Auk þess er algengt að sjá hærri flug­far­gjöld í kringum páska. Mæl­ingin tekur til­lit verðs á helstu flug­leiðum milli Íslands og Evr­ópu ann­ars vegar og Íslands og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar. Mælt er verð hjá helstu þjón­ustu­veit­endum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferð­ast sé frá Íslandi og aftur til bak­a.“

Hafði lækkað síð­ustu mán­uði

Verð­­bólgan hækk­­aði skarpt á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og mæld­ist 3,7 pró­­sent í des­em­ber síð­­ast­liðn­­­um. Hún hjaðn­aði síðan hratt í byrjun árs og fór aftur undir þrjú pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði.  

Auglýsing

Verð­­bólg­u­­mark­mið Seðla­­banka Íslands er 2,5 pró­­sent. Vel hefur gengið á und­an­­förnum árum að halda verð­­bólg­unni undir því mark­miði. Verð­­bólgan fór undir 2,5 pró­­sent mark­miðið í febr­­úar 2014 og hélst þar þangað til í mars í fyrra.

Frá febr­­úar 2014 hefur verð­­bólga mælst þrjú pró­­sent eða hér­­­lendis í fimm mán­uði, þ.e. frá nóv­­em­ber 2018 og fram í febr­­úar síð­­ast­lið­inn og svo nú, þegar hún mælist 3,3 pró­sent.

Verð­­bólga hefur áhrif á lán heim­ila

Þróun verð­­bólgu skiptir íslensk heim­ili miklu máli þar sem þorri lána þeirra eru verð­­tryggð. Það þýðir að þróun verð­­bólgu hefur áhrif á þróun lána þeirra. Því meiri verð­­bólga því hærri verð­bætur leggj­­ast á lán­in, og því meira þarf að greiða til baka af höf­uð­stól þess.

Í skýrslu sem Íslands­­­banki vann og birti í októ­ber í fyrra kom fram að 77 pró­­sent heild­­ar­skulda íslenskra heim­ila væru verð­­tryggð­­ar.

Slík lán hafa verið hag­­kvæm­­asti kost­­ur­inn sem boð­ist hefur íslenskum neyt­endum á und­an­­förnum árum þar sem verð­­bólga hef­­ur, líkt og áður sagði, að mestu verið við eða undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miðum Seðla­­banka Íslands síð­­ast­lið­inn fimm ár.

Sam­hliða hafa láns­­kjör batnað umtals­vert, þótt þau séu enn langt frá því að vera á pari við það sem er í boði hjá öðrum þjóðum sem Ísland ber sig saman við. Þannig eru vextir á ódýr­­ustu verð­­tryggðu lán­unum sem bera breyt­i­­lega vexti nú 2,15 pró­­sent og alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir sjóðs­fé­lögum sínum slík lán með vöxtum sem eru undir þremur pró­­sent­­um. Hægt er að skoða sam­an­burð á hús­næð­is­lánum sem eru í boði á síð­unni Her­borg.is

Verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir hjá bönk­­unum þremur eru hins vegar á bil­inu 3,55 til 3,89 pró­­sent. Ódýr­­astir hjá rík­­is­­bank­­anum Lands­­banka og dýr­­astir hjá Arion banka.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar