Aukning á töku óverðtryggðra lána hjá lífeyrissjóðunum

Alls lánuðu lífeyrissjóðir landsins sjóðsfélögum sínum 18,5 prósent meira til íbúðarkaupa á fyrstu þremur mánuðum ársins en þeir gerðu á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Nú taka landsmenn hins vegar í auknu máli óverðtryggð lán.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu 18,5 pró­sent meira til sjóðs­fé­laga sinna til íbúð­ar­kaupa á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 en þeir gerðu á sama tíma­bili í fyrra. Alls námu ný útlán, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna 25,6 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019. Á sama tíma­bili í fyrra námu ný útlán 21,6 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um stöðu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins sem birtar voru fyrir helgi.

Um er að ræða við­snún­ing frá þeirri stöðu sem var uppi í útlánum líf­eyr­is­sjóða á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra, en þá dróg­ust sam­an­lögð ný útlán saman um 1,7 millj­arð króna frá því sem þau höfðu verið á sama tíma árið 2017.

Auglýsing
Fjöldi nýrra útlána hefur líka auk­ist milli ára. Þau voru 1.903 á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019 eða tæp­lega 17 pró­sent fleiri en á sama árs­fjórð­ungi í fyrra. Alls var heild­ar­fjöldi útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga 38.131 í lok mars­mán­að­ar.

Hlut­fall óverð­tryggðra lána eykst

Sögu­lega séð þá hafa Íslend­ingar fyrst og síð­ast tekið verð­tryggð hús­næð­is­lán. Sú þróun hefur haldið áfram á und­an­förnum árum þrátt fyrir að fram­boð af óverð­tryggðum lánum hafi stór­auk­ist. Verð­tryggðu lánin hafa hins veg­ar, mörg hver, bæði verið ódýr­ari og afborg­anir af þeim við­ráð­an­legri á und­an­förnum árum vegna þess að verð­bólga hefur hald­ist mjög lág á íslenskan mæli­kvarða og vextir lána hafa lækkað mjög mikið á fáum árum.

Verð­bólgan var undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014 og fram á síð­asta haust og hefur síðan hald­ist um og yfir þrjú pró­sent. Sem stendur mælist hún 3,3 pró­sent. Lægstu verð­tryggðu hús­næð­is­lána sem bjóð­ast nú eru hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum (2,15 pró­sent) og Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna (2,18 pró­sent). Það eru lægstu vextir sem boðið hefur verið upp á hér­lend­is. Alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir upp á verð­tryggða hús­næð­is­lána­vexti  sem eru undir þremur pró­sent­um.

Í októ­ber 2018 voru til að mynd 77 pró­sent af heild­ar­skuldum heim­ila verð­tryggð­ar. Á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2018 voru verð­tryggð útlán líf­eyr­is­sjóð­anna í full­komnum takti við það hlut­fall. Þ.e. 77 pró­sent nýrra útlána sjóð­anna voru verð­tryggð lán. Í ár hefur hins vegar orðið við­snún­ingur á því og á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins voru 58 pró­sent nýrra útlána verð­tryggð.

Auglýsing
Ástæðuna er lík­ast til að finna í því að verð­bólga hefur auk­ist síð­ustu mán­uði og að vænt­ingar voru uppi um að hún myndi aukast umtals­vert í ár ef gengið yrði að kröfu­gerð  verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í kjara­samn­inga­við­ræðum sem stóðu hátt í byrjun árs. Á end­anum var samið um afar hóf­legar launa­hækk­anir og veru­lega hefur dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi und­an­far­ið. Ný þjóð­hag­spá gerir ráð fyrir að verð­bólga verði 3,4 pró­sent að með­al­tali á þessu ári.

Hafa lækkað veð­hlut­fall sitt

Þrír stærstu líf­eyr­is­­sjóð­irnir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) eru umsvifa­mestir í veit­ingu hús­næð­is­lána. Þeir hafa hins vegar allir lækk­að veð­hlut­fall sitt frá því sem það var hæst eftir að þeir hófu fulla sókn inn á íbúða­lána­­markað að nýju haustið 2015.

Gildi líf­eyr­is­­sjóður lækk­­að­i veð­hlut­fall ­sjóðs­­fé­lags­lána sinna niður í 70 pró­­sent um síð­ustu ára­mót. Líf­eyr­is­­sjóður ver­szl­un­ar­manna lækk­­aði veð­hlut­fall á sjóðs­­fé­lags­lánum sínum úr 75 í 70 pró­­sent sum­­­arið 2017. LSR lækk­­aði sitt láns­hlut­­fall með sama hætti í fyrra.

Þegar Gildi lækk­aði sitt veð­hlut­fall í byrjun árs sagði sjóð­ur­inn að ákvörð­unin byggði meðal ann­­ars á var­úð­ar­sjón­ar­mið­i ­vegna mik­illa verð­hækk­­ana á fast­­eigna­­mark­aði á und­an­­förnum árum, og hins vegar vegna auk­innar ásóknar í lán hjá Gildi. Heim­ildir Kjarn­ans herma að sú ásókn hefði auk­ist umtals­vert eftir að hinir tveir stóru líf­eyr­is­­sjóð­irnir sem lána ­sjóðs­fé­lög­um til íbúð­­ar­­kaupa lækk­­uð­u veð­hlut­fall sitt niður í 70 pró­­sent.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar