Aukning á töku óverðtryggðra lána hjá lífeyrissjóðunum

Alls lánuðu lífeyrissjóðir landsins sjóðsfélögum sínum 18,5 prósent meira til íbúðarkaupa á fyrstu þremur mánuðum ársins en þeir gerðu á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Nú taka landsmenn hins vegar í auknu máli óverðtryggð lán.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu 18,5 pró­sent meira til sjóðs­fé­laga sinna til íbúð­ar­kaupa á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 en þeir gerðu á sama tíma­bili í fyrra. Alls námu ný útlán, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna 25,6 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019. Á sama tíma­bili í fyrra námu ný útlán 21,6 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um stöðu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins sem birtar voru fyrir helgi.

Um er að ræða við­snún­ing frá þeirri stöðu sem var uppi í útlánum líf­eyr­is­sjóða á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra, en þá dróg­ust sam­an­lögð ný útlán saman um 1,7 millj­arð króna frá því sem þau höfðu verið á sama tíma árið 2017.

Auglýsing
Fjöldi nýrra útlána hefur líka auk­ist milli ára. Þau voru 1.903 á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019 eða tæp­lega 17 pró­sent fleiri en á sama árs­fjórð­ungi í fyrra. Alls var heild­ar­fjöldi útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga 38.131 í lok mars­mán­að­ar.

Hlut­fall óverð­tryggðra lána eykst

Sögu­lega séð þá hafa Íslend­ingar fyrst og síð­ast tekið verð­tryggð hús­næð­is­lán. Sú þróun hefur haldið áfram á und­an­förnum árum þrátt fyrir að fram­boð af óverð­tryggðum lánum hafi stór­auk­ist. Verð­tryggðu lánin hafa hins veg­ar, mörg hver, bæði verið ódýr­ari og afborg­anir af þeim við­ráð­an­legri á und­an­förnum árum vegna þess að verð­bólga hefur hald­ist mjög lág á íslenskan mæli­kvarða og vextir lána hafa lækkað mjög mikið á fáum árum.

Verð­bólgan var undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá því í febr­úar 2014 og fram á síð­asta haust og hefur síðan hald­ist um og yfir þrjú pró­sent. Sem stendur mælist hún 3,3 pró­sent. Lægstu verð­tryggðu hús­næð­is­lána sem bjóð­ast nú eru hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum (2,15 pró­sent) og Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna (2,18 pró­sent). Það eru lægstu vextir sem boðið hefur verið upp á hér­lend­is. Alls bjóða níu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir upp á verð­tryggða hús­næð­is­lána­vexti  sem eru undir þremur pró­sent­um.

Í októ­ber 2018 voru til að mynd 77 pró­sent af heild­ar­skuldum heim­ila verð­tryggð­ar. Á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2018 voru verð­tryggð útlán líf­eyr­is­sjóð­anna í full­komnum takti við það hlut­fall. Þ.e. 77 pró­sent nýrra útlána sjóð­anna voru verð­tryggð lán. Í ár hefur hins vegar orðið við­snún­ingur á því og á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins voru 58 pró­sent nýrra útlána verð­tryggð.

Auglýsing
Ástæðuna er lík­ast til að finna í því að verð­bólga hefur auk­ist síð­ustu mán­uði og að vænt­ingar voru uppi um að hún myndi aukast umtals­vert í ár ef gengið yrði að kröfu­gerð  verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í kjara­samn­inga­við­ræðum sem stóðu hátt í byrjun árs. Á end­anum var samið um afar hóf­legar launa­hækk­anir og veru­lega hefur dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi und­an­far­ið. Ný þjóð­hag­spá gerir ráð fyrir að verð­bólga verði 3,4 pró­sent að með­al­tali á þessu ári.

Hafa lækkað veð­hlut­fall sitt

Þrír stærstu líf­eyr­is­­sjóð­irnir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) eru umsvifa­mestir í veit­ingu hús­næð­is­lána. Þeir hafa hins vegar allir lækk­að veð­hlut­fall sitt frá því sem það var hæst eftir að þeir hófu fulla sókn inn á íbúða­lána­­markað að nýju haustið 2015.

Gildi líf­eyr­is­­sjóður lækk­­að­i veð­hlut­fall ­sjóðs­­fé­lags­lána sinna niður í 70 pró­­sent um síð­ustu ára­mót. Líf­eyr­is­­sjóður ver­szl­un­ar­manna lækk­­aði veð­hlut­fall á sjóðs­­fé­lags­lánum sínum úr 75 í 70 pró­­sent sum­­­arið 2017. LSR lækk­­aði sitt láns­hlut­­fall með sama hætti í fyrra.

Þegar Gildi lækk­aði sitt veð­hlut­fall í byrjun árs sagði sjóð­ur­inn að ákvörð­unin byggði meðal ann­­ars á var­úð­ar­sjón­ar­mið­i ­vegna mik­illa verð­hækk­­ana á fast­­eigna­­mark­aði á und­an­­förnum árum, og hins vegar vegna auk­innar ásóknar í lán hjá Gildi. Heim­ildir Kjarn­ans herma að sú ásókn hefði auk­ist umtals­vert eftir að hinir tveir stóru líf­eyr­is­­sjóð­irnir sem lána ­sjóðs­fé­lög­um til íbúð­­ar­­kaupa lækk­­uð­u veð­hlut­fall sitt niður í 70 pró­­sent.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar