FME gerði fjölmargar athugasemdir við aðgerðir Arion banka gegn peningaþvætti

Athugun FME á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti leiddi í ljós fjölmargar brotalamir að mati eftirlitsins. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í janúar en var ekki birt fyrr en á miðvikudag. Arion banki segist hafa brugðist við öllum úrbótakröfum.

Peningaþvætti
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) gerði í jan­úar 2019 athuga­semd við að Arion banki hefði ekki metið með sjálf­stæðum hætti hvort upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur við­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­lýs­ingar hafi ekki verið upp­færðar með reglu­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni í til­viki erlends við­skipta­vin­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­færslu á upp­lýs­ingum um við­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi FME að skýrslur Arion banka um grun­sam­legar og óvenju­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.

­At­huga­semd­irnar voru gerðar í kjöl­far þess að FME fram­kvæmdi athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Sú athugun hófst með bréfi sem sent var til bank­ans 3. októ­ber 2018. Nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyrir í jan­úar 2019 og var hún byggð á gögnum og upp­lýs­inga miðað við stöð­una eins og hún var á þeim tíma sem athug­unin hófst. Nið­ur­staðan var ekki birt fyrr en 29. maí, að beiðni Arion banka, sem vildi fá að bregð­ast við úrbóta­kröfum áður en að hún yrði gerð opin­ber.

Arion hefur sent áætlun um úrbætur

Í athug­un­inni var tekið úrtak 27 við­skipta­vina Arion banka og fram­kvæmd áreið­an­leika­könn­unnar bank­ans á þeim könn­uð. Í nið­ur­stöðu athug­un­ar­inn­ar, sem birt var á mið­viku­dag á vef FME, segir að eft­ir­litið hafi gert „at­huga­semd við að bank­inn hefði ekki metið með sjálf­stæðum hætti hvort upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur við­skipta­vina væru réttar og full­nægj­and­i[...]Þá var gerð athuga­semd við að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur hefðu ekki verið upp­færðar eða upp­lýs­ingar ekki verið upp­færðar með reglu­legum hætt­i.“

Auglýsing
Í til­viki við­skipta­vina, þar sem fram kom í áreið­an­leika­könnun að eng­inn aðili ætti yfir 25 pró­sent hlut í lög­að­ila, var gerð athuga­semd við að ekki hefði verið gripið til rétt­mætra ráð­staf­ana til að afla full­nægj­andi upp­lýs­inga um ein­stak­linga sem í raun stjórn­uðu starf­semi við­skipta­vin­ar. „Þá gerði Fjár­mála­eft­ir­litið athuga­semd við að í til­viki erlends við­skipta­vinar hefði bank­inn ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni á grund­velli 1. mgr. 17. gr. þágild­andi laga nr. 64/2006, í ljósi upp­lýs­inga sem fram komu við lok við­skipta­sam­bands.“

Þá var gerð athuga­semd við að reglu­bundið eft­ir­lit Arion banka með við­skipta­vinum hefði ekki full­nægt kröfum laga, en þess er þó getið að bank­inn hafði hafið inn­leið­ingu á nýju kerfi vegna reglu­bund­ins eft­ir­lits þegar athug­unin fór fram. „Einnig var gerð athuga­semd við að verk­lag í tengslum við upp­færslu á upp­lýs­ingum um við­skipta­vini hefði ekki full­nægt 6. gr. þágild­andi laga nr. 64/2006. Loks var gerð athuga­semd við að skýrslur bank­ans um grun­sam­legar og óvenju­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi, sbr. 3. mgr. 23. gr. og 1. mgr. 17. gr. þágild­andi laga nr. 64/2006.“

Í kjöl­far þess að nið­ur­staðan lá fyrir óskaði FME eftir því við Arion banka að hann fæli innri end­ur­skoð­anda sínum að meta úrbætur sem bank­inn gerði í kjöl­far athug­an­ar­innar og að hann myndi skila skýrslu til eft­ir­lits­ins um hvernig þær yrðu fram­kvæmd­ar.

Í nið­ur­stöðu­skjali FME seg­ir: „ Í skýrsl­unni kemur fram að bank­inn hafi brugð­ist við öllum útbóta­kröfum og telj­ist úrbótum við athuga­semd­unum lokið í öllum til­fellum nema einu, en bank­inn vinnur að því að ljúka úrbótum í tengslum við reglu­bundið eft­ir­lit. Bank­inn hefur sent Fjár­mála­eft­ir­lit­inu áætlun um úrbætur og mun Fjár­mála­eft­ir­litið fylgja þeim eft­ir. Rétt er að taka fram að með hlið­sjón af eðli athug­unar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og þeirra athuga­semda sem gerðar voru féllst stofn­unin á beiðni Arion banka hf. um að til­kynn­ing um nið­ur­stöðu athug­un­ar­innar yrði ekki birt fyrr en innri end­ur­skoðun bank­ans hefði skilað skýrslu um úrbæt­urn­ar.“

Ísland fékk fall­ein­kunn

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um slakar varnir Íslend­inga gegn pen­inga­þvætti und­an­farin miss­eri. Í byrjun jan­úar greindi Kjarn­inn frá því að í fyrra­vor hafi Ísland fengið aðvör­un. Annað hvort myndu stjórn­völd þar taka sig til og inn­leiða almenni­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista alþjóð­legu sam­tak­anna F­in­anci­al Act­ion Ta­sk ­Force (FATF) um ósam­vinnu­þýð ríki.

Ólafur Þór Hauks­son, hér­aðs­sak­sókn­ari, var spurður af því  í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber síð­ast­lið­inn hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­ur, „nei það er það ekki.“



Í úttekt sam­tak­anna á stöðu mála Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­leg­ar, og Ísland færi á lista FAT­F ­yfir ósam­vinnu­þýð ríki myndi það, að mati inn­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­mála­starf­semi, stofnun úti­búa, dótt­ur­fé­laga og umboðs­skrif­stofa og jafn­vel útgáfu aðvar­ana um að við­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Ný lög tóku gildi

Skýrsla FAT­F ýtti veru­lega við málum hér­lend­is. Það þurfti að bregð­ast við þessum athuga­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða ­pen­inga­þvætt­is­til­skip­un ­Evr­ópu­sam­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Auglýsing
Starfshópur á vegum dóms­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um ný heild­ar­lög 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­skipta­nefnd 12. des­em­ber og síð­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­arra ræðu­halda en Brynjars Níels­son­ar, sem mælti fyrir nefnd­ar­á­liti um málið sem full­trúar alla flokka skrif­uðu und­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­manna þann sama dag. Þau tóku gildi þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­syn­legt yrði að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­legar úrbætur á lög­unum til að upp­fylla þær lág­marks­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Enn á eftir að koma í ljós hvort að hertar aðgerðir Íslend­inga muni duga FAT­F. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar