Skin og skúrir í dönskum stjórnmálum

Danska stjórnin féll í þingkosningunum 5. júní þrátt fyrir að fylgi Venstre, flokks Lars Løkke Rasmussen fráfarandi forsætisráðherra ykist verulega. Stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar, en þær gætu reynst snúnar.

Mette Frederiksen faðmar stuðningsmann á kosninganótt. Hún verður nær örugglega næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen faðmar stuðningsmann á kosninganótt. Hún verður nær örugglega næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Stundum er sagt að það sé skrýtin tík, póli­tík­in. Undir það gæti Lars Løkke Rasmus­sen frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra Dana, og for­maður Ven­stre, tek­ið. Í þing­kosn­ing­unum 2015 fékk Ven­stre 34 þing­menn, missti 13. Eigi að síður tókst Lars Løkke Rasmus­sen, með stuðn­ingi Íhalds­flokks­ins, Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins og Danska þjóð­ar­flokks­ins, að mynda stjórn. Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­ræð­is­banda­lagið fengu síðar aðild að stjórn­inni, sem sat út kjör­tíma­bil­ið. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, með 37 þing­menn, vildi ekki setj­ast í rík­is­stjórn, vildi frekar stjórna úr aft­ur­sæt­inu, eins og danskir fjöl­miðlar orða það. Þessir flokkar til­heyra bláu blokk­inni svo­nefndu.

Auglýsing
Í nýaf­stöðnum kosn­ingum bætti Ven­stre við sig 9 þing­mönn­um, hefur nú 43 þing­menn, en eigi að síður féll stjórn­in. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken sagði Lars Løkke Rasmus­sen að svona væri hún nú „den her politik“, og bætti við að hann væri ekki á förum úr stjórn­mál­um.

Skoð­ana­kann­anir  

Í kjöl­far kosn­ing­anna hefur tals­vert verið rætt um skoð­ana­kann­an­ir, og spár, sem fram fóru í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Þær reynd­ust í mörgum til­vikum all fjarri lagi og stjórn­mála­skýrendur kenna það mis­mun­andi aðferð­um. Allar kann­anir höfðu sýnt að Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn og Frjáls­ræð­is­banda­lagið myndu tapa umtals­verðu fylgi, það gekk eft­ir. Kann­an­irnar sýndu fylgi Sós­í­alde­mókrata mjög líkt því sem raunin varð en Ven­stre var spáð tals­verðu tapi og sömu­leiðis Íhalds­flokkn­um. Spárn­ar, og kann­an­irn­ar, varð­andi þessa tvo síð­ast­nefndu flokka reynd­ust í nær öllum til­vikum víðs fjarri því sem nið­ur­staða kosn­ing­anna leiddi í ljós. Rétt er að nefna að fram á síð­ustu stundu voru margir óákveðn­ir.

Sig­ur­veg­arar

„Konan sigr­aði“ sagði við­mæl­andi danska sjón­varps­ins, DR, þegar hann var spurður álits á úrslitum kosn­ing­anna. Átti þar vænt­an­lega við Mette Frederik­sen leið­toga Sós­í­alde­mókrata, stærsta flokks rauðu blokk­ar­innar svo­nefndu í dönskum stjórn­mál­um. Þetta svar er kannski rétt, svo langt sem það nær, en sig­ur­inn var ekki til­kom­inn vegna þess að flokkur Mette Frederik­sen hefði aukið svo fylgi sitt. Flokk­ur­inn tap­aði reyndar svolitlu fylgi, en bætti  eigi að síður við sig, vegna reglna um skipt­ingu þing­sæta, einum þing­manni. Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn og Radikale ven­stre, sem báðir til­heyra rauðu blokk­inni svo­nefndu í dönskum stjórn­málum bættu sam­tals við sig 15 þing­mönnum en Ein­ing­ar­list­inn, sem líka til­heyrir rauðu blokk­inni tap­aði einum þing­manni. Rauða blokkin hefur sam­tals 91 þing­mann af þeim 179 sem sæti eiga á þingi, Fol­ket­in­get, og þar með meiri­hluta.

„Bláa blokk­in“ missir völdin

„Völdin fær­ast til“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen í ávarpi sínu á kosn­inga­vöku Ven­stre að kvöldi kjör­dags, þegar ljóst var hvert stefndi. Eins og áður var nefnt mátti Ven­stre flokk­ur­inn vera sáttur við sinn hlut, með 43 þing­menn. Íhalds­flokk­ur­inn tvö­fald­aði þing­manna­fjöld­ann og hefur nú 12 þing­menn.  Tveir flokkar úr „bláu blokk­inni“ fengu hins­vegar herfi­lega útreið. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn tap­aði 21 manni og hefur nú 16 þing­menn. Frjáls­ræð­is­banda­lagið tap­aði 9 mönnum og á nú aðeins 4 full­trúa á þingi.Lars Løkke Rasmussen bætti við sig fylgi en tapaði forsætisráðherrastólnum. MYND: EPA

„Völdin fær­ast til“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen í ávarpi sínu á kosn­inga­vöku Ven­stre að kvöldi kjör­dags, þegar ljóst var hvert stefndi. Eins og áður var nefnt mátti Ven­stre flokk­ur­inn vera sáttur við sinn hlut, með 43 þing­menn. Íhalds­flokk­ur­inn tvö­fald­aði þing­manna­fjöld­ann og hefur nú 12 þing­menn.  Tveir flokkar úr „bláu blokk­inni“ fengu hins­vegar herfi­lega útreið. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn tap­aði 21 manni og hefur nú 16 þing­menn. Frjáls­ræð­is­banda­lagið tap­aði 9 mönnum og á nú aðeins 4 full­trúa á þingi.

Hvað skýrir tap þess­ara tveggja flokka?

Danskir stjórn­mála­skýrendur nefna nokkrar ástæður fyrir fylg­is­hruni Danska þjóð­ar­flokks­ins. Í fyrsta lagi er sú harða og stranga stefna í mál­efnum flótta­fólks og hæl­is­leit­enda, sem hefur verið eitt helsta bar­áttu­mál flokks­ins, að nokkru leyti gufuð upp og mun minna áber­andi í fréttum en áður. Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, mætir á kjörstað í bifreið með mynd af sjálfum sér. MYND: EPA

Stjórn­mála­skýrendur nefna líka að hluti þeirra sem áður kusu Danska þjóð­ar­flokk­inn hafi hugs­an­lega kosið Nýja borg­ara­lega flokk­inn sem er nýr á þingi og fékk 4 þing­menn (83.201 atkvæði, 2.4% ) Annar  nýr flokk­ur, Ströng stefna, (Stram kur­s), náði ekki yfir 2% lág­markið og fékk því engan þing­mann en eigi að síður 63.114 atkvæði (1.8%).

Ummæli Piu Kjærs­gaard, for­seta þings­ins og þing­manns Danska þjóð­ar­flokks­ins, þegar hún kenndi umhverf­issinnum um tap flokks­ins í kosn­ingum til Evr­ópu­þings­ins fyrir skömmu, þar sem flokk­ur­inn missti 3 full­trúa af 4. Klimatoss­er, (lofts­lags­flón) var orðið sem hún not­aði. Þessi ummæli túlk­uðu margir sem við­horf Danska þjóð­ar­flokks­ins til lofts­lags­vand­ans og að tala niðr­andi um þau mál er ekki í takt við tíð­ar­and­ann. Þrátt fyrir útreið­ina virð­ist flokks­for­mað­ur­inn Krist­ian Thulesen Dahl traustur í sessi.

Stjórn­mála­skýrendur nefna einnig að mörgum Dönum hafi þótt nóg um stjórn­semi  „aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­ans“ í ýmsum málum og nefna þar sér­stak­lega boð­aðan fimmt­ungs nið­ur­skurð á starf­semi danska útvarps­ins, DR, sem sam­þykktur var á þing­inu, að kröfu Danska þjóð­ar­flokks­ins.

Flokkar innan „rauðu blokk­ar­inn­ar“ hafa reyndar talað um að snúa þeirri ákvörðun við.

Varð­andi tap Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins nefna stjórn­mála­skýrendur einkum eina ástæðu. Fyrir síð­ustu kosn­ingar var helsta (sumir segja eina) bar­áttu­mál flokks­ins að fá lækk­aðan svo­nefndan hátekju­skatt, sem einkum myndi gagn­ast hinum efna­meiri. And­ers Samu­el­sen for­maður Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins sagði margoft, bæði fyrir og eftir kosn­ing­arnar 2015 að lækkun þessa skatts væri ófrá­víkj­an­legt skil­yrði fyrir stuðn­ingi flokks­ins við stjórn Ven­stre.

Auglýsing
Þegar Lars Løkke Rsmus­sen bauð Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu aðild að rík­is­stjórn­inni árið 2016 lagði flokk­ur­inn kröf­una um lækkun hátekju­skatts á hill­una. „Þau eru mjúk sætin í ráð­herra­bílnum og flug­vél­un­um“ sagði Ekstra blaðið en flokks­for­mað­ur­inn And­ers Samu­el­sen varð utan­rík­is­ráð­herra í stjórn Lars Løkke. Margir kjós­endur litu á þetta sem svik, sem miðað við úrslit kosn­ing­anna nú, féllu ekki í gleymsk­unnar dá.

Stjórn­mála­skýrendur nefna einnig að vina- og frænd­hygli hafi verið áber­andi innan valda­hóps­ins í Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu.

For­ingjakreppa

Sl. fimmtu­dag, dag­inn eftir kosn­ingar sagði And­ers Samu­el­sen af sér for­mennsku í Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu og kvaðst hættur í póli­tík. Ekki er ljóst, þegar þetta er skrif­að, hver tekur við en það er ekki um auð­ugan garð að gresja, þing­menn flokks­ins eru aðeins fjór­ir.  Simon Emil Ammitz­bøll-Bil­le, sem var nán­asti sam­starfs­maður And­ers Samu­el­sen hefur lýst yfir að hann gefi ekki kost á sér, tveir þing­menn eru ekki taldir hæfir til for­mennsku, margra hluta vegna, og þá er eftir einn. Sá heitir Alex Vanopslagh, 27 ára Jóti. Hann hefur ekki áður setið á þingi en hefur um nokk­urra ára skeið starfað innan flokks­ins. Hvenær nýr for­maður tekur við, og hver það verð­ur, er ekki vit­að. Sam­kvæmt reglum flokks­ins ákveður þing­flokk­ur­inn hver skuli vera and­lit flokks­ins út á við, eins og það er kall­að.

Sumir dönsku fjöl­miðl­anna hafa ekki getað setið á sér varð­andi ástandið í Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu, væng­stýða flokkn­um, eins og þeir nefna hann. „það ríkir ringul­reið í skemmti­báta­klúbbnum í Rung­sted“ sagði Politi­ken.

Stjórn­ar­myndun gæti orðið snúin

Eins og vænta mátti, í ljósi kosn­inga­úr­slit­anna, fól Mar­grét Þór­hildur drottn­ing Mette Frederik­sen leið­toga Sós­í­alde­mókrata umboð til mynd­unar stjórn­ar. Fyrir kosn­ingar hafði Mette Frederik­sen sagt að hún myndi vilja stefna að minni­hluta­stjórn Sós­í­alde­mókrata, með stuðn­ingi ann­arra flokka í „rauðu blokk­inn­i“, Sós­íal­íska þjóð­ar­flokkn­um, Radikale Ven­stre og Ein­ing­ar­list­an­um. Mette Frederik­sen ræddi við full­trúa ann­arra flokka, sem sæti eiga á þingi, í fyrra­dag (föstu­dag). Þeim við­ræðum lýsti Mette Frederik­sen sem fyrsta skrefi í göngu sem gæti orðið löng. Full­trúar áður­nefndra þriggja flokka lögðu fram sín áherslu­at­riði, til kynn­ingar eins og einn full­trú­inn komst að orði. Mette Frederik­sen sagði að framundan væru stíf funda­höld „en við flýtum okkur þó hægt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar