Skin og skúrir í dönskum stjórnmálum

Danska stjórnin féll í þingkosningunum 5. júní þrátt fyrir að fylgi Venstre, flokks Lars Løkke Rasmussen fráfarandi forsætisráðherra ykist verulega. Stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar, en þær gætu reynst snúnar.

Mette Frederiksen faðmar stuðningsmann á kosninganótt. Hún verður nær örugglega næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen faðmar stuðningsmann á kosninganótt. Hún verður nær örugglega næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Stundum er sagt að það sé skrýtin tík, pólitíkin. Undir það gæti Lars Løkke Rasmussen fráfarandi forsætisráðherra Dana, og formaður Venstre, tekið. Í þingkosningunum 2015 fékk Venstre 34 þingmenn, missti 13. Eigi að síður tókst Lars Løkke Rasmussen, með stuðningi Íhaldsflokksins, Frjálsræðisbandalagsins og Danska þjóðarflokksins, að mynda stjórn. Íhaldsflokkurinn og Frjálsræðisbandalagið fengu síðar aðild að stjórninni, sem sat út kjörtímabilið. Danski þjóðarflokkurinn, með 37 þingmenn, vildi ekki setjast í ríkisstjórn, vildi frekar stjórna úr aftursætinu, eins og danskir fjölmiðlar orða það. Þessir flokkar tilheyra bláu blokkinni svonefndu.

Auglýsing
Í nýafstöðnum kosningum bætti Venstre við sig 9 þingmönnum, hefur nú 43 þingmenn, en eigi að síður féll stjórnin. Í viðtali við dagblaðið Politiken sagði Lars Løkke Rasmussen að svona væri hún nú „den her politik“, og bætti við að hann væri ekki á förum úr stjórnmálum.

Skoðanakannanir  

Í kjölfar kosninganna hefur talsvert verið rætt um skoðanakannanir, og spár, sem fram fóru í aðdraganda kosninganna. Þær reyndust í mörgum tilvikum all fjarri lagi og stjórnmálaskýrendur kenna það mismunandi aðferðum. Allar kannanir höfðu sýnt að Danski þjóðarflokkurinn og Frjálsræðisbandalagið myndu tapa umtalsverðu fylgi, það gekk eftir. Kannanirnar sýndu fylgi Sósíaldemókrata mjög líkt því sem raunin varð en Venstre var spáð talsverðu tapi og sömuleiðis Íhaldsflokknum. Spárnar, og kannanirnar, varðandi þessa tvo síðastnefndu flokka reyndust í nær öllum tilvikum víðs fjarri því sem niðurstaða kosninganna leiddi í ljós. Rétt er að nefna að fram á síðustu stundu voru margir óákveðnir.

Sigurvegarar

„Konan sigraði“ sagði viðmælandi danska sjónvarpsins, DR, þegar hann var spurður álits á úrslitum kosninganna. Átti þar væntanlega við Mette Frederiksen leiðtoga Sósíaldemókrata, stærsta flokks rauðu blokkarinnar svonefndu í dönskum stjórnmálum. Þetta svar er kannski rétt, svo langt sem það nær, en sigurinn var ekki tilkominn vegna þess að flokkur Mette Frederiksen hefði aukið svo fylgi sitt. Flokkurinn tapaði reyndar svolitlu fylgi, en bætti  eigi að síður við sig, vegna reglna um skiptingu þingsæta, einum þingmanni. Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre, sem báðir tilheyra rauðu blokkinni svonefndu í dönskum stjórnmálum bættu samtals við sig 15 þingmönnum en Einingarlistinn, sem líka tilheyrir rauðu blokkinni tapaði einum þingmanni. Rauða blokkin hefur samtals 91 þingmann af þeim 179 sem sæti eiga á þingi, Folketinget, og þar með meirihluta.

„Bláa blokkin“ missir völdin

„Völdin færast til“ sagði Lars Løkke Rasmussen í ávarpi sínu á kosningavöku Venstre að kvöldi kjördags, þegar ljóst var hvert stefndi. Eins og áður var nefnt mátti Venstre flokkurinn vera sáttur við sinn hlut, með 43 þingmenn. Íhaldsflokkurinn tvöfaldaði þingmannafjöldann og hefur nú 12 þingmenn.  Tveir flokkar úr „bláu blokkinni“ fengu hinsvegar herfilega útreið. Danski þjóðarflokkurinn tapaði 21 manni og hefur nú 16 þingmenn. Frjálsræðisbandalagið tapaði 9 mönnum og á nú aðeins 4 fulltrúa á þingi.Lars Løkke Rasmussen bætti við sig fylgi en tapaði forsætisráðherrastólnum. MYND: EPA

„Völdin færast til“ sagði Lars Løkke Rasmussen í ávarpi sínu á kosningavöku Venstre að kvöldi kjördags, þegar ljóst var hvert stefndi. Eins og áður var nefnt mátti Venstre flokkurinn vera sáttur við sinn hlut, með 43 þingmenn. Íhaldsflokkurinn tvöfaldaði þingmannafjöldann og hefur nú 12 þingmenn.  Tveir flokkar úr „bláu blokkinni“ fengu hinsvegar herfilega útreið. Danski þjóðarflokkurinn tapaði 21 manni og hefur nú 16 þingmenn. Frjálsræðisbandalagið tapaði 9 mönnum og á nú aðeins 4 fulltrúa á þingi.

Hvað skýrir tap þessara tveggja flokka?

Danskir stjórnmálaskýrendur nefna nokkrar ástæður fyrir fylgishruni Danska þjóðarflokksins. Í fyrsta lagi er sú harða og stranga stefna í málefnum flóttafólks og hælisleitenda, sem hefur verið eitt helsta baráttumál flokksins, að nokkru leyti gufuð upp og mun minna áberandi í fréttum en áður. Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, mætir á kjörstað í bifreið með mynd af sjálfum sér. MYND: EPA

Stjórnmálaskýrendur nefna líka að hluti þeirra sem áður kusu Danska þjóðarflokkinn hafi hugsanlega kosið Nýja borgaralega flokkinn sem er nýr á þingi og fékk 4 þingmenn (83.201 atkvæði, 2.4% ) Annar  nýr flokkur, Ströng stefna, (Stram kurs), náði ekki yfir 2% lágmarkið og fékk því engan þingmann en eigi að síður 63.114 atkvæði (1.8%).

Ummæli Piu Kjærsgaard, forseta þingsins og þingmanns Danska þjóðarflokksins, þegar hún kenndi umhverfissinnum um tap flokksins í kosningum til Evrópuþingsins fyrir skömmu, þar sem flokkurinn missti 3 fulltrúa af 4. Klimatosser, (loftslagsflón) var orðið sem hún notaði. Þessi ummæli túlkuðu margir sem viðhorf Danska þjóðarflokksins til loftslagsvandans og að tala niðrandi um þau mál er ekki í takt við tíðarandann. Þrátt fyrir útreiðina virðist flokksformaðurinn Kristian Thulesen Dahl traustur í sessi.

Stjórnmálaskýrendur nefna einnig að mörgum Dönum hafi þótt nóg um stjórnsemi  „aftursætisbílstjórans“ í ýmsum málum og nefna þar sérstaklega boðaðan fimmtungs niðurskurð á starfsemi danska útvarpsins, DR, sem samþykktur var á þinginu, að kröfu Danska þjóðarflokksins.

Flokkar innan „rauðu blokkarinnar“ hafa reyndar talað um að snúa þeirri ákvörðun við.

Varðandi tap Frjálsræðisbandalagsins nefna stjórnmálaskýrendur einkum eina ástæðu. Fyrir síðustu kosningar var helsta (sumir segja eina) baráttumál flokksins að fá lækkaðan svonefndan hátekjuskatt, sem einkum myndi gagnast hinum efnameiri. Anders Samuelsen formaður Frjálsræðisbandalagsins sagði margoft, bæði fyrir og eftir kosningarnar 2015 að lækkun þessa skatts væri ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir stuðningi flokksins við stjórn Venstre.

Auglýsing
Þegar Lars Løkke Rsmussen bauð Frjálsræðisbandalaginu aðild að ríkisstjórninni árið 2016 lagði flokkurinn kröfuna um lækkun hátekjuskatts á hilluna. „Þau eru mjúk sætin í ráðherrabílnum og flugvélunum“ sagði Ekstra blaðið en flokksformaðurinn Anders Samuelsen varð utanríkisráðherra í stjórn Lars Løkke. Margir kjósendur litu á þetta sem svik, sem miðað við úrslit kosninganna nú, féllu ekki í gleymskunnar dá.

Stjórnmálaskýrendur nefna einnig að vina- og frændhygli hafi verið áberandi innan valdahópsins í Frjálsræðisbandalaginu.

Foringjakreppa

Sl. fimmtudag, daginn eftir kosningar sagði Anders Samuelsen af sér formennsku í Frjálsræðisbandalaginu og kvaðst hættur í pólitík. Ekki er ljóst, þegar þetta er skrifað, hver tekur við en það er ekki um auðugan garð að gresja, þingmenn flokksins eru aðeins fjórir.  Simon Emil Ammitzbøll-Bille, sem var nánasti samstarfsmaður Anders Samuelsen hefur lýst yfir að hann gefi ekki kost á sér, tveir þingmenn eru ekki taldir hæfir til formennsku, margra hluta vegna, og þá er eftir einn. Sá heitir Alex Vanopslagh, 27 ára Jóti. Hann hefur ekki áður setið á þingi en hefur um nokkurra ára skeið starfað innan flokksins. Hvenær nýr formaður tekur við, og hver það verður, er ekki vitað. Samkvæmt reglum flokksins ákveður þingflokkurinn hver skuli vera andlit flokksins út á við, eins og það er kallað.

Sumir dönsku fjölmiðlanna hafa ekki getað setið á sér varðandi ástandið í Frjálsræðisbandalaginu, vængstýða flokknum, eins og þeir nefna hann. „það ríkir ringulreið í skemmtibátaklúbbnum í Rungsted“ sagði Politiken.

Stjórnarmyndun gæti orðið snúin

Eins og vænta mátti, í ljósi kosningaúrslitanna, fól Margrét Þórhildur drottning Mette Frederiksen leiðtoga Sósíaldemókrata umboð til myndunar stjórnar. Fyrir kosningar hafði Mette Frederiksen sagt að hún myndi vilja stefna að minnihlutastjórn Sósíaldemókrata, með stuðningi annarra flokka í „rauðu blokkinni“, Sósíalíska þjóðarflokknum, Radikale Venstre og Einingarlistanum. Mette Frederiksen ræddi við fulltrúa annarra flokka, sem sæti eiga á þingi, í fyrradag (föstudag). Þeim viðræðum lýsti Mette Frederiksen sem fyrsta skrefi í göngu sem gæti orðið löng. Fulltrúar áðurnefndra þriggja flokka lögðu fram sín áhersluatriði, til kynningar eins og einn fulltrúinn komst að orði. Mette Frederiksen sagði að framundan væru stíf fundahöld „en við flýtum okkur þó hægt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar