Stefnir í að frelsi fjölmiðla til að segja fréttir úr dómsal verði skert

Fagfélög blaða- og fréttamanna mótmæltu bæði harðlega ákvæði í frumvarpi sem dregur úr heimild fjölmiðla til að greina frá því sem fram fer í dómsal. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar taldi gagnrýnina ekki eiga rétt á sér og styður breytinguna.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 101
Auglýsing

Frelsi fjöl­miðla til þess að greina frá því sem fram fer í dóm­sal verður að óbreyttu skert verði frum­varp um ný lög um með­ferð einka­mála sam­þykkt. Breyt­ing­ar­til­laga sem þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um: Sam­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn, lögðu fram í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þess efnis að heim­ilt yrði að hljóð­rita, taka mynd­ir, streyma mynd og hljóði og greina frá því sem sak­born­ingur og vitni skýra frá við skýrslu­töku á meðan á henni stend­ur, með til­teknum frá­vik­um, var felld af meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Bæði Blaða­manna­fé­lag Íslands og Félag frétta­manna höfðu lagst ein­dregið gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt óbreytt. Það höfðu báðar sjón­varps­frétta­stofur lands­ins, einnig gert.

Auglýsing
Sam­kvæmt frum­varp­inu verður sam­­tíma­end­­ur­­sögn af dóms­­málum óheimil og ein­ungis dóm­stólum yrði heim­ilt að taka upp hljóð- eða myndefni af þing­hald­i. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kom fram að banni við sam­tíma­end­ur­sögn af skýrslu­tökum væri ætlað að treysta réttar­ör­yggi og tryggja þannig að fram­burður vitnis lit­ist ekki af fram­burði þeirra sem þegar hafa gefið skýrslu. Það væri lyk­il­at­riði að skýrslu­gjafi í dóms­máli viti ekki hvað aðrir sem á undan honum komu sögðu.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta nefnd­ar­innar, sem þing­menn stjórn­ar­flokka mynda ásamt nefnd­ar­manni úr Mið­flokkn­um, segir að meiri­hlut­inn sé þeirrar skoð­unar að ofan­greint mark­mið verð að engu ef vitni getur fylgst með skýrslu­gjöf ann­arra utan dóm­salar í beinni útsend­ingu. „Meiri­hlut­inn telur að þeir hags­munir sem eru í húfi í þessum efnum séu mun veiga­meiri en þeir sem fel­ast í því að unnt verði að greina frá því sem sagt er í skýrslu­tökum í sam­tíma[...]­Meiri­hlut­inn telur fram­an­greint ekki brjóta í bága við regl­una um að þing­höld skuli háð í heyranda hljóði, enda er ekki verið að tak­marka mögu­leika fjöl­miðla eða ann­arra til að sækja þing­hald og fylgj­ast með því sem þar fer fram.“

Taldi að læra hefði átt af hrun­inu

Í umsögn Blaða­manna­fé­lags Íslands um málið kom fram að það legð­ist alfarið gegn  ákvæðum „í frum­varp­inu sem varða frek­ari hömlur á fjöl­miðla til að greina frá því sem fram fer í rétt­ar­sölum lands­ins og getur ekki látið hjá líða að lýsa furðu sinni á þessum til­raunum stjórn­valda til að leggja stein í götu þess að þing­hald sé fyrir opnum tjöld­um.“

Þar sagði enn frem­ur: „Dóms­mál rata ekki í fréttir nema þau séu frétt­næm og þau eru frétt­næm vegna þess að þau varða mik­il­væga hags­muni í sam­fé­lag­inu í víð­asta sam­hengi. Hags­munum hverra hefði það þjónað ef umfjöllun um svo­nefnd hrun­mál í fjöl­miðlum hefði verið bundin þeim tak­mörk­unum sem greinir í frum­varp­inu? Klár­lega ekki hags­munum íslensks almenn­ings sem bar her­kostn­að­inn af van­helgu klíku­sam­bandi við­skipta og stjórn­mála í íslensku sam­fé­lagi! Þegar horft er í bak­sýn­is­speg­il­inn til þessa tíma er það kannski einmitt yfir­gengi­legt sið­leysið sem sker í aug­un. Ekk­ert er betur til þess fallið að vinna bug á sið­leysi og klíku­mynd­unum en gagn­sæi og við höfum ekki gagn­sæið ef við leggjum stein í götu um ræð­unnar um fram það sem brýna nauð­syn ber til.“

Auglýsing
Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar sagði að stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands treysti því og tryði í ljósi þeirrar „hörmu­legu reynslu sem við höfum nýlega af hrun­inu að alþing­is­menn, reynsl­unni rík­ari, láti ekki þessa ósvinnu ná fram að ganga.“

Gegn hags­munum almenn­ings

Í umsögn Félags frétta­manna, sem margir starfs­menn frétta­stofu RÚV til­heyra, sagði að meg­in­reglan á Íslandi sé sú að rétt­ar­höld, ekki síst í saka­mál­um, skulu háð í heyranda hljóði og fyrir opnum tjöld­um. „Ein grunn­for­senda lýð­ræð­is­legrar umræðu er að almenn­ingur hafi aðgang að réttum upp­lýs­ingum til að geta mótað sér upp­lýstar skoð­anir á mál­efnum líð­andi stund­ar. Félagið telur það varða hags­muni almenn­ings að koma á fram­færi upp­lýs­ingum um sak­born­inga og afbrot þeirra. Hags­munir almenn­ings eru sér­stak­lega ríkir hvað þetta varðar ef um er að ræða stjórn­mála­menn sem brotið hafa af sér.“

Þá taldi félagið að rökin fyrir áður­nefndum breyt­ingum stæð­ust ekki skoð­un. „Ef þeim er ætlað að koma í veg fyrir rétt­ar­spjöll nægir ekki að hindra frétta­flutn­ing af mál­inu. Vitni, sak­born­ingar eða aðrir aðilar máls geta fengið upp­lýs­ingar um það sem fer fram í dóm­sal frá öðrum en fjöl­miðl­um. Félag frétta­manna telur að frum­varpið dragi úr getu frétta­stofu RÚV til þess að sinna þeirri lög­bundnu eft­ir­lits­skyldu sinni að veita dóms­kerf­inu aðhald. Dóms­valdið verður að vera sjálf­stætt og varið frá öllum póli­tískum áhrif­um. Þar af leið­andi er aðhald fjöl­miðla og almenn­ings lyk­il­at­riði. Öll tak­mörkun á frétta­flutn­ingi af dóms­mál­um, umfram það sem er nauð­syn krefur þarf því að byggja á sterkum og veiga­miklum rök­um.“

Frétta­stofa RÚV skil­aði einnig sér­stakri umsögn, sem Rakel Þor­bergs­dóttir frétta­stjóri skrif­aði und­ir. Þar sagði m.a. að það skjóti „ skökku við að á sama tíma og stjórn­völd vilja efla tján­ing­ar­frelsið og frelsi fjöl­miðla standi til að hefta mögu­leika fjöl­miðla til að fjalla um dóms­mál og mál­efni dóm­stóla.“ Frétta­stofan lagð­ist ein­dregið gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt með ofan­greindum tak­mörk­un­um.

Auglýsing
Í umsögn frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar var einnig lagst gegn tak­mörk­un­unum og sagt að  nær­tækara væri að skoða leiðir til að opna dóm­stól­ana miklu meira fyrir almenn­ingi. „Sam­kvæmt núgild­andi lögum er bannað að hljóð­rita eða taka myndir í þing­haldi en dóm­ara veitt leyfi til að gera und­an­þágu frá því. Betur færi á því, við breyt­ingar á lög­un­um, að leyfa mynda­tök­ur, og þess vegna hljóð­upp­tök­ur, nema dóm­ari banni þær sér­stak­lega. Frétta­stofa varar við þeirri við­leitni, sem birt­ist í frum­varp­inu, til þess að loka dóm­stólum frekar fyrir almenn­ingi með því að tefja eða hindra frétta­flutn­ing. Það er ekki almenn­ingi til hags­bóta, grefur undan meg­in­regl­unni um opið rétt­ar­hald og ýtir undir van­traust á rétt­ar­kerf­in­u.“

Breyt­ing­ar­til­lögu hafnað

Minni­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar tók upp afstöðu fjöl­miðl­anna og fag­fé­laga þeirra. Í áliti hans sagði að umræðan um hvort að tak­marka ætti hljóð­upp­tök­ur, mynda­tökur og sam­tíma­end­ur­sagnir í dóm­sal væri mjög mik­il­væg. „Þar veg­ast á sjón­ar­mið um réttar­ör­yggi og frið­helgi sak­born­inga, aðstand­enda og vitna ann­ars vegar og mik­il­vægi opin­berrar og gegn­særrar dóm­sýslu og frjálsrar fjöl­miðl­unar í almanna­þágu hins veg­ar. Á Íslandi er meg­in­reglan sú að upp­tökur í dóm­sal eru bann­aðar en dóm­ara er heim­ilt að veita und­an­þágu frá því banni ef sér­stak­lega stendur á. Með 2. og 18. gr. frum­varps­ins er þessum reglum breytt þannig að óheim­ilt verði að streyma hljóði eða mynd úr þing­haldi eða greina frá því sem sak­born­ingur eða vitni skýrir frá við skýrslu­töku á meðan á henni stend­ur.“

Þessu lagð­ist minni­hlut­inn gegn og lagði til að frum­varp­inu yrði breytt þannig að sam­tíma­frá­sögn fjöl­miðla úr dóms­sal yrði áfram háð þeim tak­mörk­unum að dóm­ari gæti sér­stak­lega bannað hana ef sér­stak­lega stæði á eða hætta þætti á rétt­ar­spjöll­um, í stað þess að bannið yrði almennt.

Þess­ari breyt­ing­ar­til­lögu var hafn­að.

Frum­varpið hefur enn ekki verið afgreitt sem lög en það á eftir að fara til þriðju umræðu áður en af því verð­ur.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar