Lögmenn vildu að lögmenn hefðu eftirlit með lögmönnum

Lögmannafélag Íslands taldi eðlilegt að eftirlit með því hvort að lögmenn væru að fara eftir nýjum lögum sem tengjast peningaþvættisvörnum væri í höndum þess, en ekki Ríkisskattstjóra líkt og frumvarpið gerði ráð fyrir.

Eftirlit með fjölmörgum stéttum sem starfa í aðstæðum þar sem peningaþvætti gæti átt sér stað hefur verið eflt til muna hérlendis síðustu mánuði.
Eftirlit með fjölmörgum stéttum sem starfa í aðstæðum þar sem peningaþvætti gæti átt sér stað hefur verið eflt til muna hérlendis síðustu mánuði.
Auglýsing

Í umsögn laga­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands (LM­FÍ) um frum­varp til laga um fryst­ingu fjár­muna og skrán­ingu aðila á lista yfir þving­un­ar­að­gerðir í tengslum við fjár­mögnun hryðju­verka og útbreiðslu ger­eyð­ing­ar­vopn, sem skilað var til utan­rík­is­mála­nefndar í síð­ustu viku, var tekið undir það sjón­ar­mið að eft­ir­lit með lög­mönnum yrði í höndum félags­ins. Sjón­ar­miðið sjálft var sett fram af stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands í sept­em­ber í fyrra.

Sam­kvæmt frum­varp­inu er gert ráð fyrir að Rík­is­skatt­stjóri hafi eft­ir­lit með því að lög­menn fari eftir ákvæðum lag­anna sem snúa ann­ars vegar að fryst­ingu fjár­muna og efna­hags­legs auðs og hins vegar að ráð­stöf­unum til að meta hvort við­skipta­menn séu á listum yfir pen­inga­þvætt­is­að­gerð­ir.

Auglýsing
Í minn­is­blaði sem utan­rík­is­ráðu­neytið sendi utan­rík­is­mála­nefnd á fimmtu­dag segir að þegar sé gætt að sjálf­stæði lög­manna­stétt­ar­innar í frum­varp­inu í ákvæði þar sem segir að lög­menn séu und­an­skildir upp­lýs­inga­gjöf sem þeir öðlist „við athugun á laga­legri stöðu skjól­stæð­ings í tengslum við dóms­mál, þ.m.t. þegar hann veitir ráð­gjöf um hvort höfða eigi mál eða kom­ast hjá máli, eða upp­lýs­ingar sem hann öðl­ast fyr­ir, á meðan eða eftir lok dóms­máls, ef upp­lýs­ing­arnar hafa bein tengsl við mál­ið.“ Því telur ráðu­neytið ekki ástæðu til þess að bregð­ast frekar við aðfinnslum Lög­manna­fé­lags­ins og ekki er tekið til­lit til þeirra í breyt­inga­til­lögu sem lögð hefur verið fram í þverpóli­tískri sátt vegna frum­varps­ins.

Eðli­legt að eft­ir­lit væri hjá félag­inu

Í umsögn laga­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands er bent á að stjórn félags­ins hafi þegar lýst yfir sér­stökum áhyggjum af því að ekki væri gætt að sjálf­stæði lög­manna­stétt­ar­innar með setn­ingu lag­ana. Það var gert á stjórn­ar­fundi 5. sept­em­ber 2018 þar sem ályktun um að sjálf­stæði lög­manna­stétt­ar­innar yrði gætt í hvít­vetna við vinnu lag­anna. „Stjórn LMFÍ telur eðli­legt að eft­ir­lit með lög­mönnum verði í höndum félags­ins. LMFÍ er til­búið til við­ræðna um nán­ari útfærslu á slíku eft­ir­liti, en nákvæmar til­lögur um til­högun eft­ir­lits liggja ekki fyr­ir.“

Frum­varpið var lagt fram í byrjun apríl síð­ast­liðnum og var afgreitt úr utan­rík­is­mála­nefnd á föstu­dag með breyt­ing­ar­til­lögu.

Til­efni frum­varps­ins er úttekt sem alþjóð­lega fjár­mála­að­gerða­hóp­ur­inn Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) gerði á vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka sem lauk með útgáfu skýrslu í apríl árið 2018. Nið­ur­staða FATF var afger­andi og alvar­leg: Ísland fékk fall­ein­kunn í vörnum sínum gegn pen­inga­þvætti.

Hætta á að vera sett á lista

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um slakar varnir Íslend­inga gegn pen­inga­þvætti und­an­farin mis­­s­eri. Í byrjun jan­úar greindi Kjarn­inn frá því að í fyrra­vor hafi Ísland fengið aðvör­un. Annað hvort myndu stjórn­­­völd þar taka sig til og inn­­­­­leiða almenn­i­­­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista FATF um ósam­vinn­u­þýð ríki.

Auglýsing
Í úttekt sam­tak­anna á stöðu mála Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­­leg­­­ar, og Ísland færi á lista FATF ­yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­­­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­­­­­mála­­­starf­­­semi, stofnun úti­­­­­búa, dótt­­­ur­­­fé­laga og umboðs­­­skrif­­­stofa og jafn­­­vel útgáfu aðvar­ana um að við­­­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Ný heild­ar­lög tóku gildi í byrjun árs

Starfs­hópur á vegum dóms­mála­ráðu­neytis var því settur í að semja frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um ný heild­ar­lög 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­skipta­nefnd 12. des­em­ber og síð­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­arra ræðu­halda en Brynjars Níels­son­ar, sem mælti fyrir nefnd­ar­á­liti um málið sem full­trúar alla flokka skrif­uðu und­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­manna þann sama dag. Þau tóku gildi á þriðju­dag, þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­syn­legt yrði að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­legar úrbætur á lög­unum til að upp­fylla þær lág­marks­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Alþjóða­skuld­bind­ingar

Til við­bótar þurfti að utan­rík­is­ráð­herra að leggja fram frum­varp sem tryggði að reglu­verk og  fram­kvæmd mála­flokks­ins upp­fylli alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart FATF og Sam­ein­uðu þjóð­un­um.

Það frum­varp er nú til umræðu í þing­inu og umsögn Lög­manna­fé­lags Íslands snéri að því. Annarri umræðu um frum­varpið í gær. Hún stóð í tæpar átta mín­útur og í henni fólst fram­saga Bryn­dísar Har­alds­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks sem mælti fyrir áliti utan­rík­is­mála­nefnd­ar, sem lauk rétt fyrir hálf tólf í gær­kvöldi.

Búist er við því að frum­varpið verði að lögum á næstu dög­um. Í yfir­stand­andi júní­mán­uði mun koma í ljós hvort að við­brögð Íslands hafi verið nægj­an­leg til að sleppa við afleið­ingar af hendi FATF.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar