Mynd: úr safni

Sjálfstæði Grænlands mun verða

Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.

Nýaf­staðnar kosn­ingar til danska þings­ins þeyttu hinni 22 ára græn­lensku Aki-Ma­tilda Høeg­h-Dam inn á þing. Aki hefur heillað Græn­lend­inga upp úr skónum og hún er alls kostar óhrædd við að láta skoðun sína í ljós. Aki ræddi við blaða­mann Kjarn­ans um kosn­inga­bar­átt­una og helstu kosn­inga­mál sín: sjálf­stæði Græn­lands og að berj­ast gegn barna­mis­notk­un.

Aki er í græn­lenska flokknum Siumut sem fékk 29,4 pró­senta atkvæða í kosn­ing­un­um. Fékk Aki 3.467 atkvæði per­sónu­lega, næst á eftir henni var fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Græn­lands, Aleqa Hamm­ond, með 1.607 atkvæði og komst hún því ekki inn.

Hún segir að í kosn­inga­bar­átt­unni hafi ýmsar til­finn­ingar komið upp, spenna, ham­ingja og stress. „Í kosn­inga­bar­átt­unni var mikil áhersla á félags­leg mál­efni líkt og barna­mis­notk­un. Ég varð mjög til­finn­inga­rík og á einum tíma­punkti byrj­aði rödd mín að titra. Ég gat sem betur fer yfir­stigið það.“

Við verðum að halda áfram

Bar­áttan um þing­sætin á Græn­landi var hörð, en meg­in­um­ræða bar­átt­unnar í Græn­landi í ár var um barna­mis­notk­un. Aki segir umræð­una hafa byrjað eftir að danska heim­ild­ar­mynd­in, Byen hvor børn forsvind­er, kom út.

„Ég er glöð að vissu leyti að heim­ild­ar­myndin hafi verið gefið út því við verðum að halda áfram að tala um mál­efn­ið.“

Aki telur að viss þöggun hafi átt sér stað á danska þing­inu og meðal dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um barna­mis­notk­un. „Ég vona að við höldum áfram að tala um þetta mál. Jafn­vel þó það væri engin heim­ild­ar­mynd verðum við að halda áfram að tala um þetta þangað til engin börn verða fyrir kyn­ferð­is­of­beldi. Við verðum að halda áfram ef við viljum breyt­ing­ar,“ segir hún.

Þing­mað­ur­inn bendir á að ýmsar danskar stofn­anir hafi barist gegn kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum en þær séu að kepp­ast um fjár­magn sín á milli. Hún telur að þetta sé mál­efni sem ekki ætti að þurfa að kepp­ast um. „Í fyrra voru mót­mæli í Nuuk gegn kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum en eng­inn hlust­aði á okkur sem er mjög sárt. Það var meira að segja græn­lensk heim­ild­ar­mynd gerð um málið en hún fékk ekki við­ur­kenn­ingu í Dan­mörku. Ég er ósátt með að það hafi þurft danska mynd til þess, en ég er glöð að fólk hafi byrjað að hlust­a.“

Mynd: úr safni

Aki segir mikla umræðu hafa skap­ast um kyn­ferð­is­of­beldi í Græn­landi. „Gukki Nuka er ein af mínum fyr­ir­myndum sem stóð upp og sagði frá kyn­ferð­is­of­beldi sem hann varð fyr­ir,“ segir hún. Vin­kona hennar hafi einnig búið til mynd­band þar sem hún sagði frá sögu sinni. Vin­kona hennar varð fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og eign­að­ist barn ein­ungis tólf ára göm­ul. Hún þurfti síðar að gefa barnið frá sér.

„Þetta kom mér á óvart því ég hafði ekki hug­mynd um að hún hefði farið í gegnum þetta. Það fær mann til að skilja að jafn­vel þótt maður sé nákom­inn ein­hverjum veit maður aldrei hvað fólk hefur gengið í gegn­um,“ því sé mik­il­vægt að tala um málin ef við viljum stöðva mis­notkun að mati Aki.

Lög gegn kyn­ferð­is­of­beldi of slök

„Danska þingið ber ábyrgð á lögum um saka­mál. Lög um saka­mál eru of slök sem er eitt af því sem við þurfum að berj­ast fyr­ir. Jafn­vel þótt ásetn­ing­ur­inn sé góður þá virka þau ekki í okkar menn­ingu. Græn­lend­ingar til forna voru afar harðir af sér, þeir vildu fá auga fyrir auga. Það passar ekki með núver­andi lögum um saka­mál.“

„Við verðum að breyta lög­unum svo börn þurfi ekki að sjá ger­endur sína mán­uði eða tveimur seinna. Þau höfðu hug­rekkið til að segja frá mis­notk­un­inni, ger­end­urnir voru fundir sekir en eru svo lausir allra mála tveimur mán­uðum seinna,“ segir Aki.

Dönsk yfir­völd bera ábyrgð

Aki segir jafn­rétt­is­mál vera eitt af hennar helstu bar­áttu­mál­um. Hún bendir á að til dæmis fái græn­lenskir lög­reglu­þjónar minna greitt en danskir og að lög­reglu­mál séu á ábyrgð danskra yfir­valda. „Ég legg áherslu á hið dag­lega líf, hvernig við getum bætt það. Dönsk stjórn­völd bera ábyrgð á 36 mál­efnum sem við­koma Græn­landi beint. Mörg þeirra hafa verið van­rækt sem skapar mörg vanda­mál fyrir okkar lífs­við­ur­væri,“ segir hún.

„Ef efna­hagur okkar blómstrar er mik­il­vægt að hafa meiri við­skipta­tengsl við önnur ríki. Jafn­vel þótt við getum átt í við­skiptum við aðrar þjóð­ir, þá verða við­skiptin fyrst að fara í gegnum Dan­mörku. Þetta skapar ýmis vanda­mál, til dæmis fyrir frum­kvöðla.“

Annað vanda­mál sé öryggi á sjó. Að sögn Aki hafa dönsk yfir­völd skipt út ýmsum bátum sem eiga að sjá um sjó­ör­yggi og björgun út fyrir minni báta. Ýmsum Græn­lend­ingum hafi verið sagt upp í kjöl­far­ið. „Rök­semdir danskra stjórn­valda er nútíma­væð­ing [...] við þurfum nútíma­væð­ingu en við þurfum líka stærri báta.“

Verðum að und­ir­búa okkur undir sjálf­stæði

Aki seg­ist munu berj­ast fyrir sjálf­stæði Græn­lands. Hins vegar séu fyrr­nefnd mál­efni nátengd sjálf­stæð­is­bar­átt­unni. „Við viljum opna okkur fyrir heim­in­um. Við viljum berj­ast fyrir okkar eigin utan­rík­is­stefnu“ sem sé nú undir Dan­mörku kom­in.

„Ef við viljum vera sjálf­stæð verðum við að vera til­búin fyrir sjálf­stæði. Við þurfum að tengj­ast rest­inni af heim­inum sem er það sem sjálf­stæði snýst um. Við viljum vera alþjóð­legri sem er það sem fólk mis­skilur varð­andi sjálf­stæði og full­veldi. Það snýst ekki bara um að fjar­lægja okkur frá Dan­mörku heldur að færa okkur nær öðrum þjóð­u­m,“ segir Aki. „Við viljum þróa við­skipta­kerfið okk­ar, þróa utan­rík­is­stefnu okk­ar, því það eykur mögu­leika okkar á örugg­ari leið til sjálf­stæð­is.“

Sjálf­stæði mun verða

„Við þurfum að tala um hvað við meinum með sjálf­stæði, því við eigum í raun ekki í þeim sam­ræð­um. Við þurfum á stjórn­ar­skrá og borg­ara­rétti að halda. Við þurfum að hugsa um svo­leiðis hluti. Ef við byrjum ekki að und­ir­búa okkur getum við ekki gert þetta.“

„Við verðum að opna okkur fyrir rest­inni af heim­in­um. Við verðum að bæta sam­skiptin við Dan­mörku,“ segir hún.

„Sjálf­stæði mun verða. Næstum allir græn­lenskir flokkar vilja full­veldi á ein­hverjum tíma­punkti. Það er mik­il­vægt að danskur almenn­ingur viti af því og móðg­ist ekki. Sam­skipti okkar verða heil­brigð­ari og jafn­ari ef um er að ræða tvö full­valda rík­i.“

Sló út Aleqa Hamm­ond

Í kosn­ing­unum sló Aki út fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Græn­lands, Aleqa Hamm­ond sem kom henni ekki á óvart. „Hún er mjög hæfi­leik­a­rík kona, hún fór í bar­átt­una ein síns liðs en það er flokk­ur­inn sem fær atkvæðin að lok­um. Ég var með þremur öðrum fram­bjóð­endum og við fengum öll mörg atkvæði. Að því leyti kom þetta mér ekki á óvart.“

Aki er mik­ill Íslands­vinur og vonar að hún heim­sæki Ísland bráð­lega. „Von­andi kemst ég á Arctic Circle (Hring­borð norð­ur­slóða). Það er frá­bær vett­vangur til að tengj­ast fólki sem hefur áhuga á norð­ur­slóð­u­m,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal