Mynd: úr safni

Sjálfstæði Grænlands mun verða

Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.

Nýaf­staðnar kosn­ingar til danska þings­ins þeyttu hinni 22 ára græn­lensku Aki-Ma­tilda Høeg­h-Dam inn á þing. Aki hefur heillað Græn­lend­inga upp úr skónum og hún er alls kostar óhrædd við að láta skoðun sína í ljós. Aki ræddi við blaða­mann Kjarn­ans um kosn­inga­bar­átt­una og helstu kosn­inga­mál sín: sjálf­stæði Græn­lands og að berj­ast gegn barna­mis­notk­un.

Aki er í græn­lenska flokknum Siumut sem fékk 29,4 pró­senta atkvæða í kosn­ing­un­um. Fékk Aki 3.467 atkvæði per­sónu­lega, næst á eftir henni var fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Græn­lands, Aleqa Hamm­ond, með 1.607 atkvæði og komst hún því ekki inn.

Hún segir að í kosn­inga­bar­átt­unni hafi ýmsar til­finn­ingar komið upp, spenna, ham­ingja og stress. „Í kosn­inga­bar­átt­unni var mikil áhersla á félags­leg mál­efni líkt og barna­mis­notk­un. Ég varð mjög til­finn­inga­rík og á einum tíma­punkti byrj­aði rödd mín að titra. Ég gat sem betur fer yfir­stigið það.“

Við verðum að halda áfram

Bar­áttan um þing­sætin á Græn­landi var hörð, en meg­in­um­ræða bar­átt­unnar í Græn­landi í ár var um barna­mis­notk­un. Aki segir umræð­una hafa byrjað eftir að danska heim­ild­ar­mynd­in, Byen hvor børn forsvind­er, kom út.

„Ég er glöð að vissu leyti að heim­ild­ar­myndin hafi verið gefið út því við verðum að halda áfram að tala um mál­efn­ið.“

Aki telur að viss þöggun hafi átt sér stað á danska þing­inu og meðal dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um barna­mis­notk­un. „Ég vona að við höldum áfram að tala um þetta mál. Jafn­vel þó það væri engin heim­ild­ar­mynd verðum við að halda áfram að tala um þetta þangað til engin börn verða fyrir kyn­ferð­is­of­beldi. Við verðum að halda áfram ef við viljum breyt­ing­ar,“ segir hún.

Þing­mað­ur­inn bendir á að ýmsar danskar stofn­anir hafi barist gegn kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum en þær séu að kepp­ast um fjár­magn sín á milli. Hún telur að þetta sé mál­efni sem ekki ætti að þurfa að kepp­ast um. „Í fyrra voru mót­mæli í Nuuk gegn kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum en eng­inn hlust­aði á okkur sem er mjög sárt. Það var meira að segja græn­lensk heim­ild­ar­mynd gerð um málið en hún fékk ekki við­ur­kenn­ingu í Dan­mörku. Ég er ósátt með að það hafi þurft danska mynd til þess, en ég er glöð að fólk hafi byrjað að hlust­a.“

Mynd: úr safni

Aki segir mikla umræðu hafa skap­ast um kyn­ferð­is­of­beldi í Græn­landi. „Gukki Nuka er ein af mínum fyr­ir­myndum sem stóð upp og sagði frá kyn­ferð­is­of­beldi sem hann varð fyr­ir,“ segir hún. Vin­kona hennar hafi einnig búið til mynd­band þar sem hún sagði frá sögu sinni. Vin­kona hennar varð fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og eign­að­ist barn ein­ungis tólf ára göm­ul. Hún þurfti síðar að gefa barnið frá sér.

„Þetta kom mér á óvart því ég hafði ekki hug­mynd um að hún hefði farið í gegnum þetta. Það fær mann til að skilja að jafn­vel þótt maður sé nákom­inn ein­hverjum veit maður aldrei hvað fólk hefur gengið í gegn­um,“ því sé mik­il­vægt að tala um málin ef við viljum stöðva mis­notkun að mati Aki.

Lög gegn kyn­ferð­is­of­beldi of slök

„Danska þingið ber ábyrgð á lögum um saka­mál. Lög um saka­mál eru of slök sem er eitt af því sem við þurfum að berj­ast fyr­ir. Jafn­vel þótt ásetn­ing­ur­inn sé góður þá virka þau ekki í okkar menn­ingu. Græn­lend­ingar til forna voru afar harðir af sér, þeir vildu fá auga fyrir auga. Það passar ekki með núver­andi lögum um saka­mál.“

„Við verðum að breyta lög­unum svo börn þurfi ekki að sjá ger­endur sína mán­uði eða tveimur seinna. Þau höfðu hug­rekkið til að segja frá mis­notk­un­inni, ger­end­urnir voru fundir sekir en eru svo lausir allra mála tveimur mán­uðum seinna,“ segir Aki.

Dönsk yfir­völd bera ábyrgð

Aki segir jafn­rétt­is­mál vera eitt af hennar helstu bar­áttu­mál­um. Hún bendir á að til dæmis fái græn­lenskir lög­reglu­þjónar minna greitt en danskir og að lög­reglu­mál séu á ábyrgð danskra yfir­valda. „Ég legg áherslu á hið dag­lega líf, hvernig við getum bætt það. Dönsk stjórn­völd bera ábyrgð á 36 mál­efnum sem við­koma Græn­landi beint. Mörg þeirra hafa verið van­rækt sem skapar mörg vanda­mál fyrir okkar lífs­við­ur­væri,“ segir hún.

„Ef efna­hagur okkar blómstrar er mik­il­vægt að hafa meiri við­skipta­tengsl við önnur ríki. Jafn­vel þótt við getum átt í við­skiptum við aðrar þjóð­ir, þá verða við­skiptin fyrst að fara í gegnum Dan­mörku. Þetta skapar ýmis vanda­mál, til dæmis fyrir frum­kvöðla.“

Annað vanda­mál sé öryggi á sjó. Að sögn Aki hafa dönsk yfir­völd skipt út ýmsum bátum sem eiga að sjá um sjó­ör­yggi og björgun út fyrir minni báta. Ýmsum Græn­lend­ingum hafi verið sagt upp í kjöl­far­ið. „Rök­semdir danskra stjórn­valda er nútíma­væð­ing [...] við þurfum nútíma­væð­ingu en við þurfum líka stærri báta.“

Verðum að und­ir­búa okkur undir sjálf­stæði

Aki seg­ist munu berj­ast fyrir sjálf­stæði Græn­lands. Hins vegar séu fyrr­nefnd mál­efni nátengd sjálf­stæð­is­bar­átt­unni. „Við viljum opna okkur fyrir heim­in­um. Við viljum berj­ast fyrir okkar eigin utan­rík­is­stefnu“ sem sé nú undir Dan­mörku kom­in.

„Ef við viljum vera sjálf­stæð verðum við að vera til­búin fyrir sjálf­stæði. Við þurfum að tengj­ast rest­inni af heim­inum sem er það sem sjálf­stæði snýst um. Við viljum vera alþjóð­legri sem er það sem fólk mis­skilur varð­andi sjálf­stæði og full­veldi. Það snýst ekki bara um að fjar­lægja okkur frá Dan­mörku heldur að færa okkur nær öðrum þjóð­u­m,“ segir Aki. „Við viljum þróa við­skipta­kerfið okk­ar, þróa utan­rík­is­stefnu okk­ar, því það eykur mögu­leika okkar á örugg­ari leið til sjálf­stæð­is.“

Sjálf­stæði mun verða

„Við þurfum að tala um hvað við meinum með sjálf­stæði, því við eigum í raun ekki í þeim sam­ræð­um. Við þurfum á stjórn­ar­skrá og borg­ara­rétti að halda. Við þurfum að hugsa um svo­leiðis hluti. Ef við byrjum ekki að und­ir­búa okkur getum við ekki gert þetta.“

„Við verðum að opna okkur fyrir rest­inni af heim­in­um. Við verðum að bæta sam­skiptin við Dan­mörku,“ segir hún.

„Sjálf­stæði mun verða. Næstum allir græn­lenskir flokkar vilja full­veldi á ein­hverjum tíma­punkti. Það er mik­il­vægt að danskur almenn­ingur viti af því og móðg­ist ekki. Sam­skipti okkar verða heil­brigð­ari og jafn­ari ef um er að ræða tvö full­valda rík­i.“

Sló út Aleqa Hamm­ond

Í kosn­ing­unum sló Aki út fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Græn­lands, Aleqa Hamm­ond sem kom henni ekki á óvart. „Hún er mjög hæfi­leik­a­rík kona, hún fór í bar­átt­una ein síns liðs en það er flokk­ur­inn sem fær atkvæðin að lok­um. Ég var með þremur öðrum fram­bjóð­endum og við fengum öll mörg atkvæði. Að því leyti kom þetta mér ekki á óvart.“

Aki er mik­ill Íslands­vinur og vonar að hún heim­sæki Ísland bráð­lega. „Von­andi kemst ég á Arctic Circle (Hring­borð norð­ur­slóða). Það er frá­bær vett­vangur til að tengj­ast fólki sem hefur áhuga á norð­ur­slóð­u­m,“ sagði hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal