Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn

„Hvers vegna er verið að skatt­leggja á mér legið?“ spurði Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, þingmaður Bjartrar framtíðar, Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra í nóvember 2015. Nú rúmum þremur árum seinna hefur Alþingi samþykkt að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr 24 prósentum í 11 prósent.

Alþingi hefur sam­þykkt að lækka virð­is­auka­skatt á tíða­vörum úr efra þrepi niður í það neðra. Virð­is­auka­skatt­ur á tíða­vör­ur á borð við dömu­bindi, túrtappa og álfa­bik­ar, lækka því úr 24 pró­sentum í 11 pró­sent. Skatt­lagn­ing tíða­vara hefur lengi verið til umræðu hér á landi en frum­varp þess efnis hefur verið lagt fram þrisvar á Alþingi frá árinu 2015. 

Umræðan á Alþingi kemur í kjöl­far þess að á und­an­förnum árum hafa konur hér á landi og víða um heim kraf­ist þess að stjórn­völd afnemi svo­kall­aðan túr­skatt. Túr­skattur er skatt­lagn­ing á tíða­vörur á borð við dömu­bindi og túrtappar en víða um heim eru þessar vör­ur skatt­lagð­ar­ ­sem mun­að­ar­vörur í stað nauð­synja­vara. Vakin hefur verið athygli á því að það að fara á blæð­ingar sé ekki val og það skjóti því í skökku við að skatt­leggja þær vörur sem nauð­syn­legar eru flestum konum og öðru fólki sem fer á blæð­ingar sem mun­að.

Barist fyrir afnámi túr­skatts­ins víða um heim

Nokkur lönd hafa nú þegar afnumið eða lækkað skatt á tíða­vör­um. Þar á meðal er Kenía en það var fyrsta landið í heimi til afnema skatt á tíð­ar­vörum árið 2004. Önnur lönd sem fylgt hafa á eftir eru Kana­da, Írland, Ind­land og Ástr­al­ía. Tíu ríki í Banda­ríkj­unum hafa einnig lagt af túr­skatt­inn þar á með­al­ ­New York ­fylki og Flór­ída fylk­i. 

Í Evr­ópu­sam­band­inu eru Bret­land og Kýpur með lægsta skatt­hlut­fallið á tíða­vörum í Evr­ópu­sam­band­inu eða í kringum 5 pró­sent. Að­gerð­ar­sinn­ar í Bret­landi hafa hins vegar barist fyrir því að skatt­ur­inn sé afnumin og skrif­uðu 300.000 manns undir und­ir­skrifta­söfnun þess efn­is. Sam­kvæmt lögum Evr­ópu­sam­bands­ins er hins­vegar bannað að afnema skatt á neyslu­vörur og því hafa bresk stjórn­völd lofað að lækka túr­skatt­inn í kjöl­far útgöngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu. Þangað til rennur skatt­ur­inn af tíða­vörum í sér­stakan sjóð til styrktar heilsu kvenna þar í land­i. 

Mynd: Statista

Í Sviss og á Spáni standa nú yfir umræður um skatta­lækkun á tíða­vörum en Sviss stefnir á að lækka túr­skatt­inn niður í 2,5 pró­sent og Spánn niður í 4 pró­sent. ­Fyrir rúmum þremur árum sam­þykktu frönsk stjórn­völd að lækka skatt­lagn­ingu á tíða­vörum úr 20 pró­sentum í 5,5 pró­sent. 

Enn skatt­leggja þó meiri­hluti ríkja í Evr­ópu tíða­vör­ur. Í Ung­verja­land­i er túr­skatt­ur­inn hæstur í 27 pró­sent­um, Norð­ur­löndin fylgja þar þó fast eftir en þar er hann 25 pró­sent. Þar á eftir kemur Þýska­land með 19 pró­sent túr­skatt. Þá er Írland eina landið sem hefur afnumið álagn­ingu á hrein­læt­is­vörum kvenna.

„Hvers vegna er verið að skatt­leggja á mér leg­ið?“

Túr­skatt­ur­inn svo­kall­aður hefur einnig lengi verið til umræðu hér á landi en frum­varp Þór­hildar Sunnu, sem sam­þykkt var á Alþingi á dög­un­um, var ­þriðja frum­varpið sem lagt er fram um málið á Alþingi. Fyrsta frum­varpið var lagt fram af átta þing­mönn­um, allt karl­ar, í des­em­ber 2015 í kjöl­far ræðu Heiðu Krist­ínar Helga­dótt­ir, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, á Alþingi skömmu áður sem vakti mikla athygl­i. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málm­ála­ráð­herra, hafði í nóv­em­ber 2015 kynnt aðgerðir á Alþingi um breyt­ingar á virð­is­auka­skatt­kerf­inu og af­­nám ýmissa vöru­gjalda. Þar á meðal var að virð­is­auka­skattur á smokka, blei­ur og bleiu­­fóður yrði lækk­aður en skatt­­ur­inn á döm­u­bindi, túr­tappa og aðrar hrein­­læt­is­vör­ur kvenna stóð í stað í 24 pró­sent­u­m. Heiða Kristín beindi því fyr­ir­spurn til­ ­Bjarna í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi og spurði ein­fald­lega hvers vegna væri verið að skatt­leggja á henni leg­ið.



Í svari við fyr­ir­­spurn Heiðu Krist­ín­ar sagði Bjarni að breyt­ing­ar á virð­is­­auka­skatt­­kerf­inu hafi verið ætlað að létta barna­­fjöl­­skyld­um inn­­­kaup. Kerfið yrði aldrei full­­gert og alltaf væri hægt að tína til vör­ur sem hægt væri að færa rök fyr­ir því að ættu að vera í hærra eða lægra skatt­þrepi. Á móti benti Heiða Krist­ín á að ein­mitt þessar vör­ur, dömu­bindi og túrtapp­ar, gætu orðið til þess að hjálpa barna­­fjöl­­skyld­um enda væru þær mikið not­aðar af mæðr­um. 

Frum­varp þing­mann­anna hlaut þó ekki afgreiðslu á Alþingi og var lagt aftur fram af vara­þing­manni Pírata Oktavíu Hrund Jóns­dóttir í mars 2017 en það frum­varp hlaut ekki heldur afgreiðslu.

Ekki lengur skatt­lagt sem mun­að­ar­vara 

Þann 11. júní síð­ast­lið­inn sam­þykkti Alþingi loks frum­varp um að lækka virð­is­auka­skatt á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir úr efra þrepi í það neðra. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins sem lagt var fram af þing­mönnum Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. Við gild­is­töku lag­anna mun virð­is­auka­skattur á tíða­vörur á borð við dömu­bindi, túrtappa og álfa­bik­ar, lækka úr 24 pró­sentum í 11 pró­sent.  

Auk þess munu allar teg­undir getn­að­ar­varna falla í lægra þrep virð­is­auka­skatts. Í ­grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að mark­mið frum­varps­ins sé að stuðla að bættri lýð­heilsu með því að draga úr kostn­aði vegna nauð­syn­legra hrein­læt­is­vara, ásamt því að jafna aðstöðumun not­anda mis­mun­andi forma getn­að­ar­varna. 

„Með þessum leið­rétt­ingum fær­ist Ísland nær þeirri þróun sem hefur orðið í öðrum ríkjum með til­liti til aðgengis að nauð­syn­legum hrein­læt­is­vörum og getn­að­ar­vörnum á und­an­förn­um ár­um. Á móti skilar bætt lýð­heilsa sparn­aði í heil­brigð­is­kerf­in­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Bára Huld Beck

Sjálf­sögð og eðli­leg breyt­ing

Þór­hildur Sunna lagði frum­varpið fram í sept­em­ber í fyrra, frum­varpið gekk síðan til efna­hags- og við­skipta­nefndar í nóv­em­ber og óskaði nefndin eftir umsögnum um mál­ið. Fjórum umsögnum var skilað inn, þar á meðal frá Kven­rétt­inda­fé­lagi Íslands og ­Femínista­fé­lag­i Há­skóla Íslands.

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands lýsti yfir stuðn­ingi við frum­varpið í umsögn sinni og sagði félagið breyt­ing­una vera sjálf­sagða og eðli­lega. „Tíða­vörur og getn­að­ar­varnir eru nauð­synja­vörur ekki lúx­usvörur og virð­is­auka­skatt­lagn­ing ætti að taka til­lit til þess. Tíða­vörur og getn­að­ar­vörur eru vörur sem nauð­syn­legar eru flestum konum og öðru fólki sem fer á blæð­ingar og kostn­aður við þær fellur aðal­lega á kon­ur.“ 

Auk þess benti félagið á að í núgild­andi lögum falla smokkar í lægra þrep virð­is­auka­skatts og að félagið taldi það ­jafn­rétt­is­mál að getn­að­ar­varnir sem nýttar eru af konum séu í sama skatt­þrepi.

Munar um tæp­lega 40 millj­ónir á ári 

Í umsögn Femínista­fé­lag Há­skóla Íslands kom fram að félagið fagni því að frum­varpið væri komið í efn­is­lega umræðu eftir að hafa fylgst með fram­gangi þess í tvö ár. Félagið benti á að frum­varpið væri stórt skref í þá átt að létta efna­hags­lega byrði kvenna.

„Hver mán­uður skiptir íslenskar konur máli þegar kemur að kostn­aði tengdum getn­að­ar­vörnum og tíða­vör­um. Sú ein­falda aðgerð að færa getn­að­ar­varnir og tíða­vörur úr efra virð­is­auka­skatts­þrep­in­u ­niður í það neðra er stórt skref í átt­ina að því að létta þá efna­hags­legu byrgði kvenna sem þær bera umfram karl­menn líf­fræði sinnar vegna,“ segir í umsögn­inni.

Að með­al­tali eyðir kona, og annað fólks sem fer á blæð­ing­ar, 2535 dögum af ævi sinni á á túr. Ef gert er ráð fyrir að kona verji um 2.000 krónum á mán­uði í tíða­vörur þá nemur upp­hæðin um 26.000 krónum á ári. Kostn­aður kvenna vegna vegna tíða­vara nemur því nærri 1,2 millj­ónir króna yfir ævina ef miðað er við kona hafi blæð­ingar í 45 ár af ævi sinn­i. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að eng­inn kostn­aður er áætl­aður vegna þess­ara laga­breyt­inga, en áætlað tekju­tap rík­is­sjóðs er um 37,9 millj­ónir króna á ári vegna lækkun virð­is­auka­skatts á tíða­vörum og um fjórar millj­ónir vegna ­getn­að­ar­varna.

Kom til umræða að fella virð­is­auka­skatt­inn niður með öllu 

Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og atvinnu nefnd­ar­innar segir að við umfjöllun máls­ins í nefnd­inni hafi komið til umræð­u hvort til­efni væri til þess að fella virð­is­auka­skatt af þeim vörum sem frum­varpið varð­aði niður með öllu. Hins vegar taldi nefndin að þar sem ekki hafi tíðkast að und­an­þiggja neyslu­vörur virð­is­auka­skatti með öllu hér á landi þá krefð­ist slík breyt­ing ítar­legri skoð­un­ar. 

Femínista­fé­lag Háskóla Íslands fjall­aði um t­úr­fá­tækt­ (e.per­iod pover­ty) í umsögn sinni um frum­varp­ið. Túr­fá­tækt­ er þegar stúlkur og ­kon­ur verða af þátt­töku í sam­fé­lag­inu vegna þess að þær hafi ekki aðgang að tíða­vörum sökum fátækt­ar. 

Túr­fá­tækt­ hefur með­al­ ann­ar­s verið til umræðu í Bret­landi en sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sóknar á vegum sam­tak­anna Plan Internationa­l U, hefur ein af hverjum tíu stúlkum í Bret­landi, á aldr­in­um 14 til 21 árs, ekki efni á tíða­vör­um. Auk þess sýna rann­sóknir sam­tak­anna að 49 pró­sent stúlkna á þessum aldri hafa misst dag úr skóla vegna blæð­inga. 

Stúlkur á Indlandi mótmæla skömminni sem fylgir því að fara á túr þar í landi.
EPA

Í mars á þessu ári til­kynnti rík­is­stjórn Bret­lands að ríkið muni fjár­magna tíða­vörur í öllum breskum grunn­skólum og mennta­skól­um. Aðgerð­ar­sinn­in A­mika ­Ge­or­ge,­sem barist hefur verið útrým­ingu túr­fá­tæktar í Bret­land, sagði í sam­tali við BBC að ákvörðun stjórn­valda muni hafa gríð­ar­lega jákvæð áhrif á fjölda stúlkna. ­Rík­is­stjórn­ Skotlands til­kynnti jafn­framt í fyrra að ríkið myndi veita 5,2 millj­óna punda til að bjóða upp á tíð­ar­vörur í skól­an­um, mennta­skólum og háskól­um.

Grace ­Meng, þing­kona demókrata, lagði fram tvö frum­vörp um túr­fá­tækt í full­trúa­deild banda­ríska þings­ins í fyrra. Fyrra frum­varpið var lagt fram með það fyrir augum að ­draga úr þeim kostn­aði sem fylgir því að fara á blæð­ing­ar. Þar á meðal lagði hún til að skylda fyr­ir­tæki með meira en 100 ­starfs­menn að bjóða upp á tíða­vörur á sal­ernum sín­um. Hitt frum­varpið sneri að skyldu fram­leið­enda að taka fram inni­halds­efni í slíkum vör­u­m. 

„Áhugi á mál­efn­inu eykst með hverjum degi. Í raun snýst þetta um jafn­ræði og aðgeng­i,“ sagð­i ­Meng í sam­tali við New York Times.

Tak­mörkum ekki þátt­töku helm­ings þjóð­ar­innar með lélegu aðgengi að hrein­læt­is­vörum

Femínista­fé­lag Háskóla Íslands segir í umsögn sinni að hér á landi sé ekki hægt að álykta að vanda­mál túr­fá­tæktar sé öðru­vísi hér farið en í við­mið­un­ar­lönd­um. Félagið lagði því til að Alþingi myndi breyta skil­grein­ing­unni á hug­tak­inu full­búin snyrt­ing í lögum um holl­ustu­hætt­i. Í núver­andi reglu­gerð Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins um holl­ustu­hætti er full­búin snyrt­ing skil­greind á eft­ir­far­andi hátt: ,,Full­búin snyrt­ing er sér­stakt snyrti­her­bergi með vatns­sal­erni og hand­laug með heitu og köldu vatni, spegli, sápu og hand­þurrk­um.” 

Að mati félags­ins eru tíða­vörur nauð­syn­legar hrein­læt­is­vörur sem aðgengi­legar ættu að vera á öllum snyrt­ing­um, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei. „Eðli­leg­ast teljum við vera að sama gjald­frjálsa aðgengi væri að þeim eins og að sal­ern­is­pappír og sápu,“ segir í umsögn­inni

Þá segir félagið að fjöldi skóla og vinnu­staða bjóða þegar upp á einnota tíða­vörur á snyrt­ingum sínum og hafi það gef­ist mjög vel. Félagið lagði því til að hug­takið ,,full­búin snyrt­ing” yrði skil­greint í lögum á eft­ir­far­andi hátt: ,,Full­búin snyrt­ing er sér­stakt snyrti­her­bergi með vatns­sal­erni og hand­laug með heitu og köldu vatni, spegli, sápu, sal­ern­is­papp­ír, einnota tíða­vörum, og hand­þurrk­um.’’ 

Að mati Femínistafélags HÍ eru tíðavörur nauðsynlegar hreinlætisvörur sem aðgengilegar ættu að vera á öllum snyrtingum, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei

Félagið segir að þetta gæti orðið til þess að konur sem fari óvænt á blæð­ing­ar ­geti brugð­ist við þeim í nærum­hverf­i sín­um. „Við teljum að þetta skref myndi gera almenn­ings­rými á Íslandi að rýmum sem gera frekar ráð fyrir konum og lík­ömum þeirra í sam­fé­lag­inu. Þetta myndi verða til þess að stúlkur og konur sem upp­lifa túr­fá­tækt gætu stundað nám, vinnu, og frí­stundir áhyggju­laus­ar. Einnig yrði þetta til þess að konur sem fari óvænt á blæð­ingar geti brugð­ist við þeim í nærum­hverfi sínu án þess að þurfa að fara utan skóla, vinnu­stað­ar, eða þess rýmis þar sem þær eru í leit að tíða­vöru­m,“ segir í umsögn­inni.

Að lokum segir í umsögn­inni að félagið von­ist til þess að með þessum til­lögum geti Ísland tekið ákvörðun um að vera fram­sýnt kven­vin­sam­legt sam­fé­lag á heims­mæli­kvarða. „Sem gerir ráð fyrir því að konur getu verið fullir þátt­tak­endur á öllum sviðum sam­fé­lags­ins og að við tak­mörkum þátt­töku helm­ings þjóð­ar­innar ekki við lélegt aðgengi að hrein­læt­is­vör­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar