Tæplega 15 milljarðar af aflandskrónum flæddu út

Þorri þeirra aflandskróna sem urðu frjálsar til ráðstöfunar með lagabreytingu í byrjun mars fóru ekki út úr íslensku efnahagskerfi. Eigendur 83 prósent þeirra króna sem leystar voru úr höftum völdu að halda þeim í fjárfestingum á Íslandi.

Þingmenn Miðflokksins beittu málþófi gegn frumvarpi um að losa aflandskrónurnar úr höftum í febrúar.
Þingmenn Miðflokksins beittu málþófi gegn frumvarpi um að losa aflandskrónurnar úr höftum í febrúar.
Auglýsing

Alls lækk­aði heild­ar­um­fang aflandskrónu­eigna úr 83,2 millj­örðum króna hinn 4. mars 2019 í 68,5 millj­arða króna í lok dags 23. maí síð­ast­lið­ins. Umfangið lækk­aði því um 14,7 millj­arða króna á tæpum þremur mán­uð­um. Því voru tæp­lega 17 pró­sent aflandskróna færðar út úr íslensku hag­kerfi eftir að lög voru sam­þykkt sem gerðu það að verkum að þær væru laus­ar. Eig­endur meg­in­þorra krón­anna völdu að fjár­festa áfram á Íslandi. Þær fjár­fest­ingar eru í inn­lánum og inn­stæðu­bréfum Seðla­banka Íslands, rík­is­skulda­bréf­um, öðrum verð­bréfum eða hlut­deild­ar­skír­teinum í fjár­fest­ing­ar­sjóð­um.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um mál­ið. Svarið byggir á upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands.

Seðla­bank­inn lagði áherslu á að frum­varp yrði sam­þykkt

Í lok febr­úar stóð til að afgreiða frum­varp sem átti að heim­ila Seðla­banka Íslands að beita þrenns konar heim­ildum við losun aflandskrónu­eigna og fól auk þess í sér breyt­ingar á bráða­birgða­á­kvæði laga um gjald­eyr­is­mál sem varð­aði reglur um bind­inu reiðu­fjár vegna nýs inn­streymis erlends gjald­eyr­is.

Auglýsing
Seðlabanki Íslands skil­aði efna­hags- og við­skipta­nefnd umsögn um málið seint í þeim mán­uði þar sem meðal ann­ars kom fram að mik­il­vægt yrði að frum­varpið yrði að lögum fyrir 26. febr­ú­ar.

Ástæðan væri sú að þá væri gjald­dagi til­tek­ins flokks rík­is­bréfa. Ef frum­varpið yrði ekki afgreitt fyrir þann tíma myndi umfang aflandskrónu­eigna í lausu fé aukast um næstum 70 pró­sent eða um 25 millj­arða króna.

Í umsögn Seðla­banka Íslands sagði enn frem­ur: „Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónu­eig­end­ur, sem átt hafa sín bréf í sam­felldu eign­ar­haldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið lík­legir til að end­ur­fjár­festa í íslenskum skulda­bréfum þegar þeirra bréf koma á gjald­daga þann 26. febr­úar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikn­ing­um. Það mun hafa tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi mun Seðla­bank­inn þurfa að eyða mun meiri forða til að koma í veg fyrir geng­is­fall í tengslum við losun aflandskróna. Í öðru lagi mun draga meira úr fram­boði erlends fjár á inn­lendum skulda­bréfa­mark­aði en reiknað var með þegar frum­varpið var samið. Mark­aðs­að­ilar hafa kvartað undan skorti á slíku fram­boði í tengslum við bind­ingu fjár­magns­streymis inn á skulda­bréfa­mark­að.“

Mál­þóf í febr­úar

Mið­­flokk­­ur­inn lagð­ist í mál­þóf á Alþingi gegn því að frum­varpið yrði sam­­þykkt og tafði með því afgreiðslu þess. Þing­menn flokks­ins héldu því fram að með frum­varp­inu væri ríkið að gefa eftir tugi millj­arða króna  og að skapa hættu­legt for­dæmi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins, sagði að sú upp­hæð sem hægt væri að sækja til eig­enda þess­ara eigna gæti hæg­lega numið tugum millj­arða króna.

Mál­þófið varð til þess að frum­varpið var ekki sam­þykkt fyrr en 28. febr­úar og lögin tóku ekki gildi fyrr en 5. mars.

Auglýsing
Þorsteinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði í atkvæða­greiðslu um frum­varpið að Mið­flokk­inn hefði staðið fyrir inni­halds­lausu þvaðri og sögu­föls­un. Ekk­ert sann­leiks­korn væri að finna í full­yrð­ingum þeirra.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, tók einnig til máls og sagði að hann undrað­ist að ekki væri bros á öllum and­litum til að fagna fyr­ir­hug­aðri sam­þykkt. Það væri stór­kost­legt að Ísland væri komið í slíka stöðu og allar rík­is­stjórnir frá árinu 2008, frá tíma neyð­ar­lag­anna, gætu unað vel við sinn hlut.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði í við­tali við sjón­varps­þátt­inn 21 á Hring­braut í byrjun mars síð­ast­lið­ins að útflæð­is­á­hyggj­urnar hefðu ekki raun­gerst. „Okkar von er sú að þetta hafi verið nægj­an­­lega tím­an­­lega til að hún muni ekki raun­­ger­­ast. Auð­vitað var þarna einn stór aðili, sem vill bara gjarnan vera hér áfram og er ekki vog­un­­ar­­sjóður á neinn hátt, meira svona gam­al­­dags fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóður og frekar hæg­fara í öllu og veltir öllu nákvæm­­lega fyrir sér. Hann er núna ennþá að skoða þessa stöðu og það er vel opið að hann fari ekki út.“



Sam­kvæmt svörum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­sonar hafa eig­endur meg­in­þorra aflandskrón­anna sem gefnar voru frjálsar í mars ákveðið að halda þeim á Íslandi. Rúm­lega 82 pró­sent þeirra eru hér enn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar