Mynd: Bára Huld Beck

Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks

Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst eftir því sem fólk verður eldra og tekjur þeirra hækka. Einungis rúmlega 30 prósent tekjulægstu landsmanna styðja hana.

Fleiri vænt­an­legir kjós­endur Vinstri grænna styðja rík­is­stjórn­ina en þeir sem segj­ast ætla að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Stuðn­ingur við hana á meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur auk­ist síð­ustu vik­ur. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst eftir því sem fólk verður eldra og tekjur þeirra hækka. Ein­ungis rúm­lega 30 pró­sent tekju­lægstu lands­manna styðja hana. 

Alls segj­ast 94,4 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins styðja sitj­andi rík­is­stjórn undir for­sætis Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Stuðn­ingur kjós­enda hans hefur auk­ist síð­ustu vik­ur, á sama tíma og átök vegna þriðja orku­pakk­ans á meðal flokks­manna Sjálf­stæð­is­flokks hafa orðið harka­legri.

Þetta kemur fram í gögnum sem Kjarn­inn hefur fengið hjá MMR um hvernig stuðn­ingur við rík­is­stjórn skipt­ist á milli flokka og hópa. Gögnin ná yfir tvær síð­ustu fylgiskann­anir sem MMR hefur gert, sem birtar voru 14. júní og 29. maí.

Í gær birti MMR könnun sem sýndi að 48 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru and­vígir því að þriðji orku­pakki Evr­ópu­sam­bands­ins taki gildi á Íslandi. Þing­flokkur og for­ysta flokks­ins styður hins vegar inn­leið­ing­una, líkt og hinir stjórn­ar­flokk­arnir og mik­ill meiri­hluti stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, og til stendur að afgreiða hana í lög í byrjun sept­em­ber. And­staða kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins við orku­pakka­málið virð­ist hvorki minnka stuðn­ing þeirra við rík­is­stjórn­ina né hafa nein áhrif á fylgi flokks­ins. Það hefur vart hagg­ast frá því í apr­íl.

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist þó umtals­vert minna en það sem hann fékk upp úr kjör­köss­unum í októ­ber 2017. Þá kusu 25,2 pró­sent kjós­enda flokk­inn en fylgi hans í síð­ustu tveimur fylgiskönn­unum MMR mælist 21,8 pró­sent.

Minni stuðn­ingur hjá kjós­endum VG og Fram­sóknar

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist minni hjá kjós­endum hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar, en hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Á meðal stuðn­ings­manna Vinstri grænna mælist stuðn­ingur við rík­is­stjórn undir for­sæti for­manns flokks­ins 85,2 pró­sent. Þess má þó geta að fylgi Vinstri grænna heilt yfir hefur dalað umtals­vert frá síð­ustu kosn­ing­um, þegar flokk­ur­inn fékk 16,9 pró­sent atkvæða. Fylgi flokks­ins sam­kvæmt sam­an­lögðum nið­ur­stöðum síð­ustu tveggja kann­ana MMR mælist 12,6 pró­sent. Því hefur flokk­ur­inn tapað um fjórð­ungi kjós­enda sinna frá því í októ­ber 2017, miðað við nið­ur­stöðu kann­ana.

Kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins eru ólík­leg­astir allra kjós­enda stjórn­ar­flokka til að styðja rík­is­stjórn­ina. Alls segj­ast 80,2 pró­sent þeirra gera slíkt sem þýðir að fimmt­ungur kjós­enda flokks­ins eru henni mót­falln­ir. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur einnig glatað umtals­verðum fjölda kjós­enda frá síð­ustu kosn­ing­un­um, þegar flokk­ur­inn fékk 10,7 pró­sent atkvæða. Sam­kvæmt gögnum úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR er fylgi flokks­ins nú 8,6 pró­sent, eða um fimmt­ungi minna en í kosn­ing­unum 2017.

Vart þarf að koma á óvart að meg­in­þorri kjós­enda stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fimm styðja ekki rík­is­stjórn­ina. Það eru helst kjós­endur Við­reisnar sem virð­ast sumir hverjir ánægðir með hana, en 30 pró­sent þeirra segj­ast styðja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Rík­is­stjórn eldra fólks­ins

Alls mælist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 42,7 pró­sent sam­kvæmt könn­un­unum tveimur og hann kem­ur, líkt og áður sagði, að lang­mestu leyti frá vænt­an­legum kjós­endum stjórn­ar­flokk­anna þriggja.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er hins vegar mjög breyti­legur eftir aldri, búsetu, tekjum og mennt­un.  

Hjá lands­mönnum yngri en þrí­tugum nýtur rík­is­stjórnin ein­ungis stuðn­ings 29,3 pró­sent kjós­enda. Stuðn­ing­ur­inn eykst síðan jafnt og þétt eftir því sem að kjós­endur verða eldri og mælist mestur hjá 68 ára og eldri. Alls segj­ast 51,6 pró­sent lands­manna í þeim ald­urs­hópi styðja rík­is­stjórn­ina.

Hún nýtur líka yfir­burð­ar­stuðn­ings á Aust­ur­landi, þar sem 56 pró­sent aðspurðra segj­ast styðja hana. Minnstur er stuðn­ing­ur­inn hins vegar á Norð­ur­landi þar sem hann mælist 37,2 pró­sent.

Þeir sem eru með háskóla­menntun eru lík­leg­astir til að vera ánægðir með rík­is­stjórn­ina. Alls segj­ast 52,3 pró­sent þeirra styðja hana. Stuðn­ing­ur­inn eykst eftir því sem menntun er meiri.

Þá eru rík­is­stjórnin mun vin­sælli hjá tekju­hærri hópum lands­ins en þeim sem minna hafa á milli hand­anna. Þegar tekju­lægsti hóp­ur­inn er skoð­að­ur, sá sem hefur undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­tekjur á mán­uði, kemur í ljós að ein­ungis 30,9 pró­sent þeirra sem til­heyra þeim hópi styðja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Stuðn­ing­ur­inn hækkar svo eftir því sem tekjur aukast og nær hámarki hjá þeim sem eru með yfir 1,2 millj­ónir króna í heim­il­is­tekjur á mán­uði. Alls segj­ast 55,2 pró­sent þess hóps styðja rík­is­stjórn­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar