Libra skjálfti hjá seðlabönkum

Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.

h_53588326.jpg Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Mik­ill skjálfti er nú innan seðla­banka heims­ins vegna áforma sam­fé­lags­miðla- og tækniris­ans Face­book að setja raf­mynt­ina Libra í loftið á næsta ári. Sam­kvæmt til­kynn­ingum frá fyr­ir­tæk­inu þá er mark­miðið að setja í loftið gjald­miðil sem yrði gjald­gengur í dag­legum við­skiptum í því rúm­lega 2,3 millj­arða manna sam­fé­lagi sem Face­book tengir sam­an. 

Nýtt gjald­miðla­stríð

Eitt af því sem sér­fræð­ingar seðla­banka heims­ins ótt­ast er að þessi áform Face­book geti ýtt af stað atburða­r­ás, sem eykur á fjár­mála­ó­stöð­ug­leika heims­ins og búið til nýtt gjald­miðla­stríð, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg

Jer­ome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, eyddi drjúgum tíma í að ræða um áform Face­book þegar hann kynnti þá ákvörðun bank­ans að halda vöxtum óbreyttum í tveimur pró­sent­um, í síð­ustu viku. Hann sagði að bank­inn hefði form­lega sett sig í sam­band við Face­book, og sér­fræð­ingar hefðu átt í sam­skiptum um áform­in. 

Auglýsing

Hann ítrek­aði jafn­framt að ekk­ert hefði enn ger­st, sem ógn­aði öryggi fjár­mála­kerf­is­ins eða Banda­ríkja­dals­ins, en mik­il­vægt væri að fylgj­ast grannt með því hvernig fram­vindan yrð­i. 

Ýmsar spurn­ingar vakna, þegar kemur að áformum Face­book. Sam­kvæmt skrifum Yahoo Fin­ance, þá vilja sér­fræð­ingar eft­ir­lits­stofn­anna að stjórn­mála­menn bregð­ist við með hert­ara reglu­verki. Er það mat margra að best sé að stíga var­lega til jarð­ar, en ekki leyfa hlut­unum að ger­ast hratt, þegar svo mikið er undir eins og fjár­mála­kerfi heilu þjóð­ríkj­anna. Ekki opnar dyr

Full­trúar sjö stærstu iðn­ríkja heims­ins hafa ákveðið að skoða áhrifin af áformum Face­bok sam­eig­in­lega, mun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn taka þátt í þeirri vinnu. Mark Car­ney, seðla­banka­stjóri Bret­lands, sagði að eft­ir­lits­stofn­anir myndu nálg­ast áform Face­book með opnum huga, en ekki opnum dyr­um. Meta þyrfti allar hliðar máls­ins, áður en gjald­mið­ill­inn yrði settur í loft­ið. 

En hvaða máli skiptir þetta fyrir fólk? Hvað gæti gerst og hver er hugs­unin að baki?

Í fyrsta lagi, er eng­inn með skýr svör við því hvað muni ger­ast þegar Libra fer í loftið og verður gjald­mið­ill í Face­book sam­fé­lag­inu. Með honum vill Face­book bjóða upp á val­kost sem getur til lengri tíma litið verið val­kostur sem gjald­mið­ill í við­skipt­um. Lík­legt er að hann verði auð­skipt­an­legur yfir í helstu myntir heims­ins, svo sem evru og Banda­ríkja­dal, en ekki er aug­ljóst hvernig útfærsl­urnar verða í upp­hafi. 

Ljóst er þó að tæknirisar eins og Face­book - og eftir atvikum fleiri, t.d. Amazon og Apple - búa yfir djúpum gögnum um not­end­ur, sem geta nýst við að meta áhættu við­skipta, t.d. við að lána. Með því að setja raf­myntir í loftið þá geta mynd­ast mikil hagn­að­ar­tæki­færi, sökum þessa, og mikið sam­keppn­is­for­skot, sem getur ógnað til­veru hefð­bund­inna banka eins og við höfum þekkt hana til þessa.

Áhyggj­urnar eru marg­vís­leg­ar. 

Margir óst­t­ast að með því að setja Libra gjald­mið­il­inn í loft­ið, geti opn­ast flóð­gáttir fyrir pen­inga­þvætti, þar sem eft­ir­lit verður erfitt. Auð­velt verði að koma illa fengnum verð­mætum í verð með raf­mynt­inn­i. Face­book hefur reynt að slá á þessar áhyggjur með opin­berum yfir­lýs­ing­um, en deild fyr­ir­tæk­is­ins sem vinnur að inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir gjald­miðla­kerfið - Calibra - hefur sent frá sér yfir­lýs­ingar um að öll skref verði tekin með yfir­völd­um. Eitt af því sem er erfitt er að skil­greina mark­aðs­svæði og hvernig áhrifin verða innan ákveð­inna svæða. 

Þannig eft­ir­lits­stofn­anir haft ólíka nálgun eftir lönd­um, og bannað til­tekna við­skipta­hegðun - eða jafn­vel alveg alla notkun - á meðan önnur svæði verða opn­ari frá fyrstu dög­um. Þannig geti mynd­ast stórar fjár­magns­hreyf­ingar sem verði erf­iðar fyrir mörg hag­kerfi, ekki síst þau sem eru lítil og óvar­in. 

Þannig geta lönd eins og Ísland þurft að gaum­gæfa vel, hvernig áhrifin af auk­inni raf­mynta­væð­ingu geta komið fram og hver áhrifin verða á fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Miklar sveiflur

Seðla­banki Ástr­alíu hefur sent frá sér skýrar við­var­anir vegna áforma Face­book. Hann segir að það sé ekki hægt að heim­ila starf­semi sem geti ógnað stöð­ug­leika, og það sé heldur ekki hægt að hleypa of miklum sveiflum inn í hag­kerf­in, bara til þess að opna fyrir spenn­andi tækni. Engar auð­veldar leiðir verði í boði fyrir Face­book. Of mikið sé í húfi fyrir almenn­ing. 

Þá er líka spurn­ing hvort það sé hægt að treysta Face­book fyrir því að setja gjald­miðil í loft­ið, eftir allt sem er á undan gengið hjá fyr­ir­tæk­inu. Meðal ann­ars ítrekuð mis­tök fyr­ir­tæk­is­ins, þegar kemur að því að vernda gögn not­enda, og einnig áhrifin á sam­fé­lags­lega umræð­um, sem hafa verið veru­lega umdeild á heims­vísu á und­an­förnum árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar