Libra skjálfti hjá seðlabönkum

Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.

h_53588326.jpg Mark Zuckerberg Facebook
Auglýsing

Mik­ill skjálfti er nú innan seðla­banka heims­ins vegna áforma sam­fé­lags­miðla- og tækniris­ans Face­book að setja raf­mynt­ina Libra í loftið á næsta ári. Sam­kvæmt til­kynn­ingum frá fyr­ir­tæk­inu þá er mark­miðið að setja í loftið gjald­miðil sem yrði gjald­gengur í dag­legum við­skiptum í því rúm­lega 2,3 millj­arða manna sam­fé­lagi sem Face­book tengir sam­an. 

Nýtt gjald­miðla­stríð

Eitt af því sem sér­fræð­ingar seðla­banka heims­ins ótt­ast er að þessi áform Face­book geti ýtt af stað atburða­r­ás, sem eykur á fjár­mála­ó­stöð­ug­leika heims­ins og búið til nýtt gjald­miðla­stríð, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg

Jer­ome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, eyddi drjúgum tíma í að ræða um áform Face­book þegar hann kynnti þá ákvörðun bank­ans að halda vöxtum óbreyttum í tveimur pró­sent­um, í síð­ustu viku. Hann sagði að bank­inn hefði form­lega sett sig í sam­band við Face­book, og sér­fræð­ingar hefðu átt í sam­skiptum um áform­in. 

Auglýsing

Hann ítrek­aði jafn­framt að ekk­ert hefði enn ger­st, sem ógn­aði öryggi fjár­mála­kerf­is­ins eða Banda­ríkja­dals­ins, en mik­il­vægt væri að fylgj­ast grannt með því hvernig fram­vindan yrð­i. 

Ýmsar spurn­ingar vakna, þegar kemur að áformum Face­book. Sam­kvæmt skrifum Yahoo Fin­ance, þá vilja sér­fræð­ingar eft­ir­lits­stofn­anna að stjórn­mála­menn bregð­ist við með hert­ara reglu­verki. Er það mat margra að best sé að stíga var­lega til jarð­ar, en ekki leyfa hlut­unum að ger­ast hratt, þegar svo mikið er undir eins og fjár­mála­kerfi heilu þjóð­ríkj­anna. 



Ekki opnar dyr

Full­trúar sjö stærstu iðn­ríkja heims­ins hafa ákveðið að skoða áhrifin af áformum Face­bok sam­eig­in­lega, mun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn taka þátt í þeirri vinnu. Mark Car­ney, seðla­banka­stjóri Bret­lands, sagði að eft­ir­lits­stofn­anir myndu nálg­ast áform Face­book með opnum huga, en ekki opnum dyr­um. Meta þyrfti allar hliðar máls­ins, áður en gjald­mið­ill­inn yrði settur í loft­ið. 

En hvaða máli skiptir þetta fyrir fólk? Hvað gæti gerst og hver er hugs­unin að baki?

Í fyrsta lagi, er eng­inn með skýr svör við því hvað muni ger­ast þegar Libra fer í loftið og verður gjald­mið­ill í Face­book sam­fé­lag­inu. Með honum vill Face­book bjóða upp á val­kost sem getur til lengri tíma litið verið val­kostur sem gjald­mið­ill í við­skipt­um. Lík­legt er að hann verði auð­skipt­an­legur yfir í helstu myntir heims­ins, svo sem evru og Banda­ríkja­dal, en ekki er aug­ljóst hvernig útfærsl­urnar verða í upp­hafi. 

Ljóst er þó að tæknirisar eins og Face­book - og eftir atvikum fleiri, t.d. Amazon og Apple - búa yfir djúpum gögnum um not­end­ur, sem geta nýst við að meta áhættu við­skipta, t.d. við að lána. Með því að setja raf­myntir í loftið þá geta mynd­ast mikil hagn­að­ar­tæki­færi, sökum þessa, og mikið sam­keppn­is­for­skot, sem getur ógnað til­veru hefð­bund­inna banka eins og við höfum þekkt hana til þessa.

Áhyggj­urnar eru marg­vís­leg­ar. 

Margir óst­t­ast að með því að setja Libra gjald­mið­il­inn í loft­ið, geti opn­ast flóð­gáttir fyrir pen­inga­þvætti, þar sem eft­ir­lit verður erfitt. Auð­velt verði að koma illa fengnum verð­mætum í verð með raf­mynt­inn­i. 



Face­book hefur reynt að slá á þessar áhyggjur með opin­berum yfir­lýs­ing­um, en deild fyr­ir­tæk­is­ins sem vinnur að inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir gjald­miðla­kerfið - Calibra - hefur sent frá sér yfir­lýs­ingar um að öll skref verði tekin með yfir­völd­um. Eitt af því sem er erfitt er að skil­greina mark­aðs­svæði og hvernig áhrifin verða innan ákveð­inna svæða. 

Þannig eft­ir­lits­stofn­anir haft ólíka nálgun eftir lönd­um, og bannað til­tekna við­skipta­hegðun - eða jafn­vel alveg alla notkun - á meðan önnur svæði verða opn­ari frá fyrstu dög­um. Þannig geti mynd­ast stórar fjár­magns­hreyf­ingar sem verði erf­iðar fyrir mörg hag­kerfi, ekki síst þau sem eru lítil og óvar­in. 

Þannig geta lönd eins og Ísland þurft að gaum­gæfa vel, hvernig áhrifin af auk­inni raf­mynta­væð­ingu geta komið fram og hver áhrifin verða á fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Miklar sveiflur

Seðla­banki Ástr­alíu hefur sent frá sér skýrar við­var­anir vegna áforma Face­book. Hann segir að það sé ekki hægt að heim­ila starf­semi sem geti ógnað stöð­ug­leika, og það sé heldur ekki hægt að hleypa of miklum sveiflum inn í hag­kerf­in, bara til þess að opna fyrir spenn­andi tækni. Engar auð­veldar leiðir verði í boði fyrir Face­book. Of mikið sé í húfi fyrir almenn­ing. 

Þá er líka spurn­ing hvort það sé hægt að treysta Face­book fyrir því að setja gjald­miðil í loft­ið, eftir allt sem er á undan gengið hjá fyr­ir­tæk­inu. Meðal ann­ars ítrekuð mis­tök fyr­ir­tæk­is­ins, þegar kemur að því að vernda gögn not­enda, og einnig áhrifin á sam­fé­lags­lega umræð­um, sem hafa verið veru­lega umdeild á heims­vísu á und­an­förnum árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar