Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna

Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.

Sælgæti Mynd: Matt Schwartz/Unsplash
Auglýsing

Mataræði er einn af veigamestu áhrifaþáttunum þegar kemur heilsu landsmanna ásamt því að vera megin áhættuþáttur fyrir sjúkdómsbyrði hér á landi. Íslendingar neyta mest af sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum af Norðurlandaþjóðunum en rúmlega þriðjungur af viðbættum sykri í fæðu landsmanna kemur úr gosdrykkjum. Því leggur Embætti landlæknis áherslu á að stjórnvöld hækki skatta og vörugjöld á gosdrykkjum sem og sælgæti svo að verð á þessum vörum hækki um að minnsta kosti 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun embættisins um minni sykurneyslu.

Skattlagning ætti að vera ein af forgangsaðgerðum stjórnvalda 

Heilbrigðisráðuneytið faldi Embætti landlæknis að gera aðgerðaáætlun til að draga úr sykurneyslu landsmanna í janúar síðastliðnum en í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar kemur fram að skoða eigi beit­ingu efna­hags­legra hvata til efl­ingar lýð­heilsu. Embættið skilaði ráðherra aðgerðaáætluninni í maí og á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku var ákveðið að  skipa starfshóp sem falið verður að innleiða aðgerðaáætlunina. 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Aðgerðaáætlunin er í 14 liðum og lúta aðgerðirnar meðal annars að heilsueflandi samfélögum, skólum og vinnustöðum og takmörkun á markaðssetningu á óhollum matvörum beint að börnum. Í áætluninni er þó finna forgangsaðgerð sem er skattlagning á sykruð matvæli en samkvæmt embættinu er ljóst að álögur á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu. 

27 prósent Íslendinga of feitir

Á Íslandi er mataræði einn af megin áhættuþáttum fyrir sjúkdómsbyrði, samkvæmt Global Burden of Disease profile um Ísland. Hér á landi er sykurneysla mikil en samkvæmt tölum frá árunum 2010 til 2012 var sykurneysla hjá ungu fólki og sex ára börnum yfir ráðlagðri hámarksneyslu.

Enn fremur kemur fram í niðurstöðum landskönnunar, á árunum 2010 til 2011, að gosdrykkir vega þyngst í sykurneyslu fullorðinna en um þriðjungur, 34 prósent, viðbætts sykurs kom úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Þá neyttu 20 prósent fullorðinna Íslendinga gosdrykkja, sykraða eða sykurlausa, daglega eða oftar, samkvæmt heilbrigðisvöktun árið 2018. 

Auglýsing

Þá var neysla fullorðinna á sykurríkum vörum, sykruðum gosdrykkjum, sælgæti og kökum, mest á Íslandi af Norðurlöndunum, samkvæmt niðurstöðum norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014. Í sömu könnun kom fram að hlutfall of feitra var sömuleiðis hæst hér á landi en hlutfall of feitra hér landi er 26,6 prósent.

Rannsóknir hafa sýnt að neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla sykraðra gos- og svaladrykkja getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Í áætluninni segir að því sé til mikils að vinna að draga úr neyslu á sykurríkum vörum, þar með talið gos- og svaladrykkjum.

20 prósent skattur getur minnkað neyslu um 20 prósent

Í skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni frá 2016 sem og í nýlegri skýrslu frá World Cancer Research Fund frá 2018 kemur fram að skipulagðir skattar á matvæli, ásamt fleiri aðgerðum, geti verið áhrifarík leið til að bæta neysluvenjur. Þá er mestur ávinningur af skatti á sykraða drykki en hann þarf að vera áþreifanlegur og skatturinn þarf að hækka verð um að minnsta kosti 20 prósent, samkvæmt skýrslunni. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur jafnframt fram að 20 prósent skattur geti minnkað neyslu um 20 prósent. 

Mynd: Bára Huld Beck

Sífellt fleiri lönd eða landsvæði hafa bæst í hóp þeirra sem skattleggja sérstaklega drykki og eða aðrar sykraðar vörur. Í Berkeley í Kaliforníu voru lögð á vörugjöld á drykki með viðbættum sykri í mars 2015. Í kjölfarið dróst neysla á sykruðum gosdrykkjum saman um 26 prósent en vatnsdrykkja jókst umtalsvert. Í Mexíkó voru vörugjöld lögð á sykraða drykki í byrjun árs 2014, sem samsvöruðu um 10 prósent hækkun. Þar í landi minnkaði neysla um 12 prósent eftir að vörugjöldin voru lögð á. Á meðal tekjulágra var minnkunin um 17 prósent.

Enn fremur kemur fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar að 10 til 30 prósent lækkun á sköttum á hollum vörum líkt og ávöxtum og grænmeti geti verið áhrifarík leið til að auka neyslu á þessum hollu fæðutegundum. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að slík verðhækkun geti haft áhrif þar sem þörfin er brýnust, þar að segja hjá börnum og ungmennum og öðrum þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. 

Hærri skattar og gjöld á óholl­ustu, lægri skattar á holl­ustu

Í aðgerðaáætlun landlæknis segir að skattlagning ætti því að vera ein af forgangsaðgerðum stjórnvalda til að fyrirbyggja langvinna sjúkdóma og stuðla að betri heilsu og vellíðan. Eftir að hafa farið yfir sögu skattlagningar á matvælum hér á landi og reynslu annarra þjóða í þessum efnum leggur Embætti landlæknis til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gos- og svaladrykkjum og sælgæti um að minnsta kosti 20 prósent. Þar með talið eru orkudrykkir en ekki kolsýrt vatn án sítrónusýru. 

Samkvæmt embættinu er hægt að framkvæma þetta strax með því að færa þessar vöru úr neðri þrepi virðisaukaskatts, 11 prósent, í hærra þrep virðisaukaskatts 24 prósent, auk þess að leggja samhliða því vörugjöld á þessar vörur þannig að verðhækkunin nemi að minnsta kosti 20 prósent í heildina. 

Þá segir að hægt sé að nýta þá fjármuni sem komi inn með skattlagningunni til að lækka verð á grænmeti og ávöxtum, til dæmis með því að afnema virðisaukaskatt af þeim vörum en slíkar undanþágur eru nú þegar til í lögum um virðisaukaskatt fyrir ýmsa starfsemi. Í áætluninni segir að þannig mætti stuðla að auknu aðgengi að þessum hollustuvörum óháð efnahag og auka þannig jöfnuð til heilsu. Auk þess segir að einnig mætti nýta hluta af fjármunum sem koma inn fyrir starf á sviði heilsueflingar og rannsókna.

Í raun aldrei verið sett álög á sykruð matvæli

Í samantekt landlæknis um þróun virðisaukaskatts og vörugjalda á gosdrykkjum, sælgæti og öðrum matvælum á síðustu árum kemur fram að árið 2007 lækkaði virðisaukaskattur á matvöru niður í 7 prósent, þar á meðal virðisaukaskattur á gosdrykki og sælgæti úr 24,5 prósentum í 7 prósent. Sú breyting hélst til ársins 2015 þegar virðisaukaskattur var hækkaður upp í 11 prósent á matvörur, þar á meðal gosdrykki og sælgæti.

Jafnframt voru gosdrykkir og sykraðir svaladrykkir ekki undanskildir niðurfellingu vörugjalds árið 2007, líkt og annað sælgæti. Niðurstaðan var því sú að þessir drykkir voru meðal þeirra matvara sem lækkuðu hlutfallslega mest þegar bæði kom til lækkunar á virðisaukaskatti úr 24,5 prósent í 7 prósent prósent ásamt niðurfellingar á vörugjaldi. Afnám vörugjalda leiddi því í raun til raunlækkunar á gosdrykkjum og sætindum og hækkunar á hollum vörum líkt og ávöxtum og fiski. 

Árið 2013 var síðan gerð tilraun til að leggja á svokallaðn sykurskatt hér á landi og átti sú aðgerð að vera lýðheilsuaðgerð en samkvæmt landlækni var ekki tekið tillit til lýðheilsusjónarmiða við þá framkvæmd. Sykraðir gosdrykkir hækkuðu um einungis um 5 krónur á lítra og súkkulaði lækkaði í verði þar sem vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi.

Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Mynd: HeilbrigðisráðuneytiðÍ aðgerðaáætluninni bendir landlæknir á að þessi aðgerð sé ekki líkleg til árangurs og frekar þurfi áþreifanlega hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis. Hún segir að það hafi því í raun aldrei verið sett álög á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum. 

Sykurskatturinn svokallaður var síðan afnuminn í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks árið 2015. Þá var virðisaukaskattur á matvælum hækkaður úr 7 prósent í 11 prósent og vörugjöld, þar með talin þau sem lögðust á sykruð matvæli, afnumin. Afleiðing þessara aðgerða var að gosdrykkir lækkuðu í verði og ávextir og grænmeti hækkuðu. Við þessar aðgerðir lækkaði verð á tveggja lítra kókflösku um tæplega 14 prósent, samkvæmt vef Hagstofunnar. 

Takmarka markaðssetningu og auka fræðslu

Í áætluninni segir að til draga úr sykurneyslu sé nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd fjölda samstilltra aðgerða með aðkomu margra aðila. Því er einnig lagðar til 13 aðgerðir til viðbótar við álög á sykraða drykki og sælgæti. Þar á meðal er lagt til að fylgst verður með og metið hvaða áhrif skattlagning hefur á neysluvenjur. Embætti landlæknis segir að það verði að framkvæma landskönnun á mataræði reglulega, bæði meðal barna og fullorðna. 

Jafnframt er mælt með aðgerðum sem breyta umhverfi fólks þannig að holla valið verði auðvelda valið þar sem fólk býr, starfar og ver frítíma sínum. Þar á meðal er lagt til að sett verði í lög að mataræði á leikskólum sé í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði líkt og kveðið er á um í lögum um grunnskóla og framhaldsskóla.

Börn spila fótbolta Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Önnur aðgerð er að sveitarfélög fylgist með og stuðli að hollara matarframboði í íþróttamannvirkjum í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis. Þar á meðal að draga úr óhollustu með því að hafa ekki til sölu gosdrykki eða sælgæti í þeim mannvirkjum. 

Auk þess segir í áætluninni að draga þurfi úr markaðssetningu á óhollum matvælum sem beint er að börnum, hvort sem er í sjónvarpi, á netinu, í smáforritum en einnig í tengslum við íþróttaviðburði og kostun á þeim. 

Holla valið verði auðvelda valið

Enn fremur eru verslanir hvattar til að selja ekki sælgæti í svokölluðum nammibörum og að verslanir verði hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, til dæmis afslætti á sælgæti, og bjóða ekki gosdrykki frítt eða á lægra verði með skyndibitatilboðum.

Auk þess telur landlæknir að það þurfi að efla samnorræna matvælamerkið Skráargatið þannig að það verði einfalt að velja hollari matvöru. Embættið segir að setja þurfi fjármagn í að kynna merkið betur fyrir neytendum og framleiðendum þannig að vörum sem bera merkið fjölgi á markaði. Auk þess er lagt til að matvælaframleiðendur verði hvattir til að framleiða vörur sem uppfylla skilyrði fyrir Skráargatið og að merkja þær með því. 

FA gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt

Ekki eru allir sammála um kosti þess að leggja á nýjan sykurskatt en Félag atvinnurekanda gagnrýnir áformin í fréttatilkynningu á vef sínum í dag. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að undanfarin ár hefði náðst verulegur árangur í að einfalda kerfi neysluskatta, afleggja vörugjöld og skattleggja alla matvöru í sama þrepi virðisaukaskatts. Að mati FA ætti að stefna að einu, lágu virðisaukaskattþrepi fyrir allar vörur og þjónustu. Ólafur segir að tillögur landlæknis gangi þvert gegn þessu og myndu flækja skattkerfið á ný með tilheyrandi flækjustigi, óhagræði og umstangi fyrir fyrirtæki og hættu á undanskotum frá skatti. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Jafnframt segir Ólafur að samkvæmt rannsókn á áhrifum sykurskattsins sem lagður var á árin 2014 til 2015 hafi sykurskatturinn ekki haft nein áhrif á neyslu sykraðra vara og skilaði eingöngu auknum tekjum í ríkissjóð. 

Auk þessa segir Ólafur að reynslan af sykurskatti í öðrum ríkjum sé mjög misvísandi. Hann segir að á gosdrykkjamarkaði hafi þróunin undanfarin ár verið sú að hlutfall neyslu sykraðra drykkja hafi minnkað hratt, á sama tíma og hlutfall vatnsdrykkja hækkaði ört. Hann telur að þessi breyting hafi orðið til vegna breyttra neysluhátta neytenda og breytinga fyrirtækja á vöruframboði sínu til að mæta kröfum neytenda, alveg án afskipta ríkisins. 

„Það er bara svo óskaplega erfitt þegar stjórnvöld eru farin að ákveða fyrir okkur hvað er hollt og hvað er óhollt og breyta verðinu á hlutum til að stýra neyslunni. Hvar endar það? Ef við ætlum að leggja á skatta eftir þessu, af hverju eru þá ekki háir skattar á sjónvörpum? Af hverju eru ekki lágir skattar á hlaupaskóm og reiðhjólum, og svo framvegis? Þetta er röksemdafærsla sem endar bara strax úti í skurði,“ segir Ólafur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar