Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna

Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.

Sælgæti Mynd: Matt Schwartz/Unsplash
Auglýsing

Matar­æði er einn af veiga­mestu áhrifa­þátt­unum þegar kemur heilsu lands­manna ásamt því að vera megin áhættu­þáttur fyrir sjúk­dóms­byrði hér á landi. Íslend­ingar neyta mest af sykruðum gos­drykkjum og syk­ur­ríkum vörum af Norð­ur­landa­þjóð­unum en rúm­lega þriðj­ungur af við­bættum sykri í fæðu lands­manna kemur úr gos­drykkj­um. Því leggur Emb­ætt­i land­lækn­is­ á­herslu á að stjórn­völd hækki skatta og vöru­gjöld á gos­drykkjum sem og sæl­gæti svo að verð á þessum vörum hækki um að minnsta kosti 20 pró­sent í nýrri aðgerða­á­ætlun emb­ætt­is­ins um minni syk­ur­neyslu.

Skatt­lagn­ing ætti að vera ein af for­gangs­að­gerðum stjórn­valda 

Heil­brigð­is­ráðu­neytið faldi Emb­ætti land­læknis að gera aðgerða­á­ætlun til að draga úr syk­ur­neyslu lands­manna í jan­úar síð­ast­liðn­um en í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar kemur fram að skoða eigi beit­ingu efna­hags­­legra hvata til efl­ingar lýð­heilsu. Emb­ættið skil­aði ráð­herra að­gerða­á­ætl­un­inni í maí og á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku var ákveðið að  skipa starfs­hóp sem falið verður að inn­leiða aðgerða­á­ætl­un­ina. 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Aðgerða­á­ætl­unin er í 14 liðum og lút­a að­gerð­irnar meðal ann­ars að heilsu­efl­andi sam­fé­lög­um, skólum og vinnu­stöðum og tak­mörkun á mark­aðs­setn­ingu á óhollum mat­vörum beint að börn­um. Í áætl­un­inni er þó finna for­gangs­að­gerð sem er skatt­lagn­ing á sykruð mat­væli en sam­kvæmt emb­ætt­inu er ljóst að álögur á sykruð mat­væli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr syk­ur­neyslu. 

27 pró­sent Íslend­inga of feitir

Á Íslandi er matar­æði einn af megin áhættu­þáttum fyrir sjúk­dóms­byrði, sam­kvæmt Global Burden of D­ise­a­se profi­le um Ísland. Hér á landi er syk­ur­neysla mikil en sam­kvæmt tölum frá árunum 2010 til 2012 var syk­ur­neysla hjá ungu fólki og sex ára börnum yfir ráð­lagðri hámarks­neyslu.

Enn fremur kemur fram í nið­ur­stöðum landskönn­un­ar, á árunum 2010 til 2011, að gos­drykkir vega þyngst í syk­ur­neyslu full­orð­inna en um þriðj­ung­ur, 34 pró­sent, við­bætts syk­urs kom úr sykruðum gos- og svala­drykkj­um. Þá neyttu 20 pró­sent full­orð­inna Íslend­inga ­gos­drykkja, sykraða eða ­syk­ur­lausa, dag­lega eða oft­ar, sam­kvæmt heil­brigð­is­vöktun árið 2018. 

Auglýsing

Þá var neysla full­orð­inna á syk­ur­ríkum vörum, sykruðum gos­drykkj­um, sæl­gæti og kök­um, mest á Íslandi af Norð­ur­lönd­un­um, sam­kvæmt nið­ur­stöðum nor­rænnar vökt­unar á matar­æð­i frá árinu 2014. Í sömu könnun kom fram að hlut­fall of feitra var sömu­leiðis hæst hér á landi en hlut­fall of feitra hér landi er 26,6 pró­sent.

Rann­sóknir hafa sýnt að neysla á syk­ur­ríkum vörum eykur líkur á offitu og tann­skemmdum og mikil neysla sykraðra gos- og svala­drykkja getur auk þess aukið líkur á syk­ur­sýki af teg­und tvö. Í áætl­un­inni segir að því sé til mik­ils að vinna að draga úr neyslu á syk­ur­ríkum vörum, þar með talið gos- og svala­drykkj­um.

20 pró­sent skattur getur minnkað neyslu um 20 pró­sent

Í skýrslu frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni frá 2016 sem og í nýlegri skýrslu frá­ World Cancer Res­e­arch Fund frá 2018 kemur fram að skipu­lagðir skattar á mat­væli, ásamt fleiri aðgerð­um, geti verið áhrifa­rík leið til að bæta neyslu­venj­ur. Þá er mestur ávinn­ingur af skatti á sykraða drykki en hann þarf að vera áþreif­an­legur og skatt­ur­inn þarf að hækka verð um að minnsta kosti 20 pró­sent, sam­kvæmt skýrsl­unni. Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur jafn­framt fram að 20 pró­sent skattur geti minnkað neyslu um 20 pró­sent. 

Mynd: Bára Huld Beck

Sífellt fleiri lönd eða land­svæði hafa bæst í hóp þeirra sem skatt­leggja sér­stak­lega drykki og eða aðrar sykraðar vör­ur. Í Berkeley í Kali­forníu voru lögð á vöru­gjöld á drykki með við­bættum sykri í mars 2015. Í kjöl­farið dróst neysla á sykruðum gos­drykkjum saman um 26 pró­sent en vatns­drykkja jókst umtals­vert. Í Mexíkó voru vöru­gjöld lögð á sykraða drykki í byrjun árs 2014, sem sam­svör­uðu um 10 pró­sent hækk­un. Þar í landi minnk­aði neysla um 12 pró­sent eftir að vöru­gjöldin voru lögð á. Á meðal tekju­lágra var minnkunin um 17 pró­sent.

Enn fremur kemur fram í skýrslu Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unar að 10 til 30 pró­sent lækkun á sköttum á hollum vörum líkt og ávöxtum og græn­meti geti verið áhrifa­rík leið til að auka neyslu á þessum hollu fæðu­teg­und­um. Nið­ur­stöður rann­sókna hafa sýnt að slík verð­hækkun geti haft áhrif þar sem þörfin er brýnust, þar að segja hjá börnum og ung­mennum og öðrum þeim sem drekka mest af gos­drykkj­u­m. 

Hærri skattar og gjöld á óholl­ustu, lægri skattar á holl­­ustu

Í aðgerða­á­ætlun land­læknis segir að skatt­lagn­ing ætti því að vera ein af for­gangs­að­gerðum stjórn­valda til að fyr­ir­byggja lang­vinna sjúk­dóma og stuðla að betri heilsu og vellíð­an. Eftir að hafa farið yfir sög­u skatt­lagn­ing­ar á mat­vælum hér á landi og reynslu ann­arra þjóða í þessum efnum leggur Emb­ætti land­læknis til að hækka verð á sykruðum og syk­ur­lausum gos- og svala­drykkj­u­m og sæl­gæti um að minnsta kosti 20 pró­sent. Þar með talið eru orku­drykkir en ekki kol­sýrt vatn án sítrónu­sýru. 

Sam­kvæmt emb­ætt­in­u er hægt að fram­kvæma þetta strax með því að færa þessar vöru úr neðri þrepi virð­is­auka­skatts, 11 pró­sent, í hærra þrep virð­is­auka­skatts 24 pró­sent, auk þess að leggja sam­hliða því vöru­gjöld á þessar vörur þannig að verð­hækk­unin nemi að minnsta kosti 20 pró­sent í heild­ina. 

Þá seg­ir að hægt sé að nýta þá fjár­muni sem komi inn með skatt­lagn­ing­unni til að lækka verð á græn­meti og ávöxt­um, til dæmis með því að afnema virð­is­auka­skatt af þeim vörum en slíkar und­an­þágur eru nú þegar til í lögum um virð­is­auka­skatt fyrir ýmsa starf­sem­i. Í ­á­ætl­un­inn­i ­segir að þannig mætt­i ­stuðla að auknu aðgengi að þessum holl­ustu­vörum óháð efna­hag og auka þannig jöfnuð til heilsu. Auk þess segir að einnig mætti nýta hluta af fjár­munum sem koma inn fyrir starf á sviði heilsu­efl­ingar og rann­sókna.

Í raun aldrei verið sett álög á sykruð mat­væli

Í sam­an­tekt land­læknis um þróun virð­is­auka­skatts og vöru­gjalda á gos­drykkj­um, sæl­gæti og öðrum mat­vælum á síðust­u árum kemur fram að árið 2007 lækk­aði virð­is­auka­skattur á mat­vöru niður í 7 pró­sent, þar á meðal virð­is­auka­skattur á gos­drykki og sæl­gæti úr 24,5 pró­sentum í 7 pró­sent. Sú breyt­ing hélst til árs­ins 2015 þegar virð­is­auka­skattur var hækk­aður upp í 11 pró­sent á mat­vör­ur, þar á meðal gos­drykki og sæl­gæti.

Jafn­framt voru gos­drykkir og sykrað­ir svala­drykkir ekki und­an­skild­ir ­nið­ur­fell­ing­u vöru­gjalds árið 2007, líkt og annað sæl­gæt­i. ­Nið­ur­staðan var því sú að þessir drykkir voru meðal þeirra mat­vara sem lækk­uðu hlut­falls­lega mest þegar bæði kom til lækk­unar á virð­is­auka­skatti úr 24,5 pró­sent í 7 pró­sent pró­sent ásamt nið­ur­fell­ingar á vöru­gjaldi. Afnám vöru­gjalda leiddi því í raun til raun­lækk­unar á gos­drykkjum og sæt­indum og hækk­unar á hollum vörum líkt og ávöxtum og fiski. 

Árið 2013 var síðan gerð til­raun til að leggja á svo­kall­aðn syk­ur­skatt hér á landi og átti sú aðgerð að vera lýð­heilsu­að­gerð en sam­kvæmt land­lækni var ekki tekið til­lit til lýð­heilsu­sjón­ar­miða við þá fram­kvæmd. Sykraðir gos­drykkir hækk­uðu um ein­ungis um 5 krónur á lítra og súkkulaði lækk­aði í verði þar sem vöru­gjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vöru­gjöld sem lögð voru á eftir syk­ur­inni­haldi.

Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Mynd: HeilbrigðisráðuneytiðÍ aðgerða­á­ætl­un­inni bendir land­læknir á að þessi aðgerð sé ekki lík­leg til árang­urs og frekar þurfi áþreif­an­lega hækkun á verði gos­drykkja og sæl­gæt­is. Hún segir að það hafi því í raun aldrei verið sett álög á sykruð mat­væli á Íslandi út frá lýð­heilsu­sjón­ar­mið­u­m. 

Syk­ur­skatt­ur­inn svo­kall­aður var síðan afnum­inn í stjórn­ar­tíð Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks árið 2015. Þá var virð­is­auka­skattur á mat­vælum hækk­aður úr 7 pró­sent í 11 pró­sent og vöru­gjöld, þar með talin þau sem lögð­ust á sykruð mat­væli, afnum­in. Afleið­ing þess­ara aðgerða var að gos­drykkir lækk­uðu í verði og ávextir og græn­meti hækk­uðu. Við þessar aðgerðir lækk­aði verð á tveggja lítra kók­flösku um tæp­lega 14 pró­sent, sam­kvæmt vef Hag­stof­unn­ar. 

Tak­marka mark­aðs­setn­ingu og auka fræðslu

Í áætl­un­inni segir að til draga úr ­syk­ur­neyslu sé nauð­syn­legt að hrinda í fram­kvæmd fjölda sam­stilltra aðgerða með aðkomu margra að­ila. Því er einnig lagðar til 13 aðgerðir til við­bótar við álög á sykraða drykki og sæl­gæti. Þar á meðal er lagt til að fylgst verður með og metið hvaða áhrif skatt­lagn­ing hefur á neyslu­venj­ur. Emb­ætt­i land­lækn­is­ ­segir að það verði að fram­kvæma landskönn­un á matar­æð­i ­reglu­lega, bæði meðal barna og full­orðn­a. 

Jafn­framt er mælt með aðgerðum sem breyta umhverfi fólks þannig að holla valið verði auð­velda valið þar sem fólk býr, starfar og ver frí­tíma sín­um. Þar á meðal er lagt til að sett verði í lög að matar­æði á leik­skólum sé í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Emb­ættis land­læknis um matar­æði líkt og kveðið er á um í lögum um grunn­skóla og fram­halds­skóla.

Börn spila fótbolta Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Önnur aðgerð er að sveit­ar­fé­lög fylgist með og stuðli að holl­ara mat­ar­fram­boði í íþrótta­mann­virkjum í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Emb­ættis land­lækn­is. Þar á meðal að draga úr óholl­ustu með því að hafa ekki til sölu gos­drykki eða sæl­gæti í þeim mann­virkj­u­m. 

Auk þess segir í áætl­un­inni að draga þurfi úr mark­aðs­setn­ingu á óhollum mat­vælum sem beint er að börn­um, hvort sem er í sjón­varpi, á net­inu, í smá­forritum en einnig í tengslum við íþrótta­við­burði og kostun á þeim. 

Holla valið verði auð­velda valið

Enn fremur eru versl­anir hvattar til að selja ekki sæl­gæti í svoköll­uðum nammi­börum og að versl­an­ir verði hvattar til að hætta með til­boð á óholl­ustu, til dæmis afslætti á sæl­gæti, og bjóða ekki gos­drykki frítt eða á lægra verði með skyndi­bita­til­boð­um.

Auk þess telur land­læknir að það þurfi að efla sam­nor­ræna mat­væla­merkið Skrá­argatið þannig að það verði ein­falt að velja holl­ari mat­vöru. Emb­ættið segir að setja þurfi fjár­magn í að kynna merkið betur fyrir neyt­endum og fram­leið­endum þannig að vörum sem bera merkið fjölgi á mark­aði. Auk þess er lagt til að mat­væla­fram­leið­endur verði hvattir til að fram­leiða vörur sem upp­fylla skil­yrði fyrir Skrá­argatið og að merkja þær með því. 

FA ­gagn­rýnir áform um nýjan syk­ur­skatt

Ekki eru allir sam­mála um kosti þess að leggja á nýjan syk­ur­skatt en Félag atvinnu­rek­anda gagn­rýnir áformin í frétta­til­kynn­ingu á vef sínum í dag. Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir að und­an­farin ár hefði náðst veru­legur árangur í að ein­falda kerfi neyslu­skatta, afleggja vöru­gjöld og skatt­leggja alla mat­vöru í sama þrepi virð­is­auka­skatts. Að mat­i FA ætti að stefna að einu, lágu virð­is­auka­skatt­þrepi fyrir allar vörur og þjón­ustu. Ólafur segir að til­lögur land­lækn­is­ ­gangi þvert gegn þessu og myndu flækja skatt­kerfið á ný með til­heyr­andi flækju­stigi, óhag­ræði og umstangi fyrir fyr­ir­tæki og hættu á und­an­skotum frá skatt­i. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Jafn­framt segir Ólafur að sam­kvæmt rann­sókn á áhrifum syk­ur­skatts­ins sem lagður var á árin 2014 til 2015 hafi syk­ur­skatt­ur­inn ekki haft nein áhrif á neyslu sykraðra vara og skil­aði ein­göngu auknum tekjum í rík­is­sjóð. 

Auk þessa segir Ólafur að reynslan af syk­ur­skatti í öðrum ríkjum sé mjög mis­vísandi. Hann ­segir að á gos­drykkja­mark­að­i hafi þró­unin und­an­farin ár verið sú að hlut­fall neyslu sykraðra drykkja hafi minnkað hratt, á sama tíma og hlut­fall vatns­drykkja hækk­aði ört. Hann telur að þessi breyt­ing hafi orðið til vegna breyttra neyslu­hátta neyt­enda og breyt­inga fyr­ir­tækja á vöru­fram­boði sínu til að mæta kröfum neyt­enda, alveg án afskipta rík­is­ins. 

„Það er bara svo óskap­lega erfitt þegar stjórn­völd eru farin að ákveða fyrir okkur hvað er hollt og hvað er óhollt og breyta verð­inu á hlutum til að stýra neysl­unni. Hvar endar það? Ef við ætlum að leggja á skatta eftir þessu, af hverju eru þá ekki háir skattar á sjón­vörp­um? Af hverju eru ekki lágir skattar á hlaupa­skóm og reið­hjól­um, og svo fram­veg­is? Þetta er rök­semda­færsla sem endar bara strax úti í skurð­i,“ segir Ólaf­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar