Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá

Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, í sam­ráði við full­trúa allra ann­arra flokka sem sæti eiga á Alþingi, hefur ákveðið að fela Félags­vís­inda­stofnun HÍ að kanna við­horf Íslend­inga til stjórn­ar­skrár­innar og end­ur­skoð­unar henn­ar.

Í frétt á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands vegna þessa segir að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar hafi komið fram að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs og á könn­unin að vera liður í því. „Meg­in­mark­miðið með við­horfskönn­un­inni er að draga fram sam­eig­in­leg grunn­gildi íslensku þjóð­ar­inn­ar, að kanna við­horf til til­lagna sem komið hafa fram á und­an­förnum árum að breyt­ingum á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og kort­leggja sýn almenn­ings á þau við­fangs­efni stjórn­ar­skrárend­ur­skoð­unar sem tekin eru fyrir á þessu kjör­tíma­bil­i.“

Auglýsing
Gögn úr könn­un­inni eiga einnig að nýt­ast í tengslum við rök­ræðukönnun sem haldin verður 9. og 10. nóv­em­ber 2019 um afmörkuð atriði stjórn­ar­skrárend­ur­skoð­un­ar­inn­ar.

Þjóð­ar­at­kvæði árið 2012

Þann 20. októ­ber 2012 var kosið um til­­lögur stjórn­­laga­ráðs um nýja stjórn­­­ar­­skrá. Um var að ræða alls sex spurn­ingar en sú fyrsta var hvort við­kom­andi vildi að til­­lögur stjórn­­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­­­ar­­skrá.

Alls sögðu 64,2 pró­­sent þeirra sem greiddu atkvæði já við þeirri spurn­ingu. Kjör­­sókn var 49 pró­­sent. Þrátt fyrir þetta hefur ný stjórn­ar­skrá ekki tekið gildi, tæp­lega sjö árum síð­ar.Þögul mótmæli áttu sér stað við þingsetningu í fyrra vegna þess að ný stjórnarskrá, sem kosið var um 2012, hefur ekki verið innleidd. Mynd: Bára Huld Beck.

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­­em­ber 2017 segir að rík­­is­­stjórnin vilji halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar og að nefnd um málið muni hefja störf í upp­­hafi nýs þings. „Rík­­is­­stjórnin vill halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar í þverpóli­­tísku sam­­starfi með aðkomu þjóð­­ar­innar og nýta meðal ann­­ars til þess aðferðir almenn­ings­­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­­hafi nýs þings og leggur rík­­is­­stjórnin áherslu á að sam­­staða náist um feril vinn­unn­­ar.“

Í febr­­­úar 2018 skip­aði for­­­sæt­is­ráð­herra nefnd um stjórn­­­­­ar­­­skrár­­­mál sem skipuð er öllum for­­­mönnum þing­­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­­ar­innar er að leggj­­­ast í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun á stjórn­­­­­ar­­­skránni.

Auglýsing
Þann 23. febr­­­úar hitt­ust allir for­­­menn þing­­­flokk­ana á fyrsta for­m­­­lega fund­inum um stjórn­­­­­ar­­­skrár­­­mál. Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra fyrir hönd Vinstri Grænna, Inga Sæland fyrir Flokk fólks­ins, Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son fyrir Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­inn, Berg­þór Óla­­­son fyrir hönd Mið­­­flokk­inn vegna for­­­falla Sig­­­mundar Dav­­­íðs Gunn­laugs­­­son­­­ar, Helgi Hrafn Gunn­­­ar­s­­­son fyrir Pírata en hann tók setu á þessum fundum fyrir hönd Pírata en engin for­­­maður hjá þeim. Logi Ein­­­ar­s­­­son fyrir Sam­­­fylk­ing­una, Bjarni Bene­dikts­­­son fyrir Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­inn og Þor­­­gerður Katrín Gunn­­­ar­s­dóttir fyrir Við­reisn.

Bjarni telur ekki þörf á heild­ar­end­ur­skoðun

Á sjö­unda fundi nefnd­­­ar­inn­­ar, þann 8. októ­ber 2018 til­­kynnti Bjarni Bene­dikts­son nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­­ur­­­skoða stjórn­­­­­ar­­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­­ar­at­­kvæði og fram­sals­á­­kvæði. I fund­ar­gerð fund­ar­ins er haft eftir Bjarna að hann beri „samt virð­ingu fyrir að menn sjái þetta með mis­­mun­andi hætti en hann telji að hóp­­ur­inn sé kom­inn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða.“Bjarni Benediktsson telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrá Íslands. Mynd: Bára Huld Beck.

Vinna nefnd­ar­innar hefur þó haldið áfram og Katrín sagði það síð­ast í Kast­ljósi í gær að hún bindi vonir við að það muni takast að end­ur­skoða hluta stjórn­ar­skrár­innar á þessu kjör­tíma­bili svo að hægt verði að sam­þykkja þær breyt­ingar í byrjun þess næsta. Hún bindi einnig vonir við að heild­ar­end­ur­skoðun nái að eiga sér stað á næstu tveimur kjör­tíma­bil­um.

Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin í maí síð­ast­liðnum þegar tvö frum­vörp voru sett inn sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem varða breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skránni. Ann­­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. Frum­vörpin verða til umsagnar til 30. júní, og getur fólk skilað athuga­­semdum fyrir þann tíma.

Í frum­varp­inu þar sem fjallað er um auð­lindir í nátt­úru Íslands, er lögð til breyt­ing sem er orðuð svo: „Auð­lindir nátt­úru Íslands til­­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­­ast á sjálf­­bærri þró­un.  Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­­eign­­ar­rétti eru þjóð­­ar­­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­­legra afnota. Hand­hafar lög­­gjaf­­ar­­valds og fram­­kvæmd­­ar­­valds fara með for­ræði og ráð­­stöf­un­­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­­ar­inn­­ar. Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­­ar­­eign eða eigu íslenska rík­­is­ins skal grund­vall­­ast á lögum og gæta skal jafn­­ræðis og gagn­­sæ­­is. Með lögum skal kveða á um gjald­­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­­skyn­i.“

Meiri­hluti fylgj­andi nýrri stjórn­ar­skrá

Kann­anir sýna að meiri­hluti lands­manna er fylgj­andi því að Íslend­ingar fá nýja stjórn­­­ar­­skrá á yfir­­stand­andi kjör­­tíma­bili. Í könn­un MMR sem fram­­kvæmd var dag­ana 18. til 22. októ­ber 2018 kom fram að 34 pró­­sent aðspurðra töldu það vera mjög mik­il­vægt að lands­­menn fái nýja stjórn­­­ar­­skrá, 18 pró­­sent kváðu það frekar mik­il­vægt, 19 pró­­sent hvorki mik­il­vægt né lít­il­vægt, 11 pró­­sent frekar lít­il­vægt og 18 pró­­sent mjög lít­il­vægt. Því töldu 52 pró­sent lands­manna það mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en 29 pró­sent að það væri lít­il­vægt.

Auglýsing
Konur reynd­ust lík­­­legri til að segja end­­ur­nýjun stjórn­­­ar­­skrár mik­il­væga, eða 56 pró­­sent, heldur en karl­­ar, 49 pró­­sent.

Hlut­­fall þeirra sem kváðu breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skrá mjög mik­il­vægar fór vax­andi með auknum aldri en 41 pró­­sent þeirra 68 ára og eldri sagði mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­­­ar­­skrá, sam­an­­borið við 28 pró­­sent þeirra 18 til 29 ára.

Íbúar höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins, eða 54 pró­­sent, voru lík­­­legri en þeir búsettir á lands­­byggð­inni, 48 pró­­sent, til að telja stjórn­­­ar­­skrár­breyt­ingar mik­il­væg­­ar.

Stuðn­­ings­­fólk Pírata (90 pró­­sent), Flokks fólks­ins (85 pró­­sent) og Sam­­fylk­ingar (83 pró­­sent) reynd­ist lík­­­leg­­ast til að segja það mik­il­vægt að lands­­menn fái nýja stjórn­­­ar­­skrá á yfir­­stand­andi kjör­­tíma­bili en stuðn­­ings­­fólk Sjálf­­stæð­is­­flokks (66 pró­­sent), Mið­­flokks (60 pró­­sent) og Fram­­sókn­­ar­­flokks (41 pró­­sent) reynd­ist lík­­­leg­­ast til að segja það lít­il­vægt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar