Mynd: Collage/EPA.

Tvær konur tilnefndar í æðstu stöður Evrópusambandsins

Christine Lagarde og Ursula von der Leyen hafa verið tilnefndar sem seðlabankastjóri Evrópu og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fái þær stöðurnar verða tvær konur í æðstu stöðum Evrópusambandsins í fyrsta skipti..

Hin þýska Ursula von der Leyen hefur verið til­nefnd sem for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og hin franska Christine Lag­arde sem seðla­banka­stjóri Evr­ópu, að því er kemur fram í frétt BBC. Enn á atkvæða­greiðsla um til­nefn­ingu þeirra eftir að fara í gegnum Evr­ópu­þing­ið, en fái þær stöð­urnar verða tvær konur í æðstu stöðum Evr­ópu­sam­bands­ins í fyrsta skipt­i. 

Hljóti van der Leyen stöð­una mun hún taka við af Jean-Claude Juncker sem hefur verið for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB frá 2014. Ursula von der Leyen hefur stuðn­ing bæði Ang­elu Merkel og Emmanuel Macron. Ursula von der Leyen er hag­fræð­ingur frá London School of Economics og lærði enn fremur lækn­is­fræði í Hanover. Hún er einnig í sama stjórn­mála­flokki og Merkel í Þýska­landi.

Verði Lag­­arde skipuð mun hún taka við af Mario Drag­hi en Lag­­arde er núver­andi yfir­­­maður Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins. Hún hefur einnig stuðn­ing Merkel og Macron. Lag­arde er lög­fræð­ingur að mennt og meist­ari í stjórn­mála­fræði frá Stjórn­mála­skóla Aix en Provence. Hún var enn fremur við­skipta­ráð­herra Frakk­lands árið 2005 og fjár­mála­ráð­herra árið 2007.

For­sæt­is­ráð­herra Belg­íu, Charles Michel, er til­nefndur sem for­seti leið­toga­ráðs Evr­ópu og Josep Borrell sem æðsti full­­trúa sam­­bands­ins í utan­­­rík­­is- og örygg­is­­mál­u­m, að því er kemur fram í frétt BBC.

Hvernig fer valið fram?

21 ríki þurfa að sam­­þykkja nýjan for­­seta fram­­kvæmda­­stjórnar ásamt því að mann­­fjöldi þeirra ríkja þarf að vera full­­trúi 65 pró­­sent heild­­ar­­mann­­fjölda Evr­­ópu­­sam­­bands­ins.

Evr­­ópu­­þingið getur haft áhrif á valið með því að til­­­nefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórn­­­mála­hópur innan þings­ins stingur upp á ein­um ein­stak­l­ing til að taka að sér hlut­verk­ið. For­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­­ar­innar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við. 

Áhyggjur eru uppi að til­nefn­ing­arnar verði ekki sam­þykktar í Evr­ópu­þing­inu þar sem eng­inn þeirra ein­stak­linga í nýju stöð­unum eru „Spitzenkandídat­ar.“ Auk þess er tölu­verð gagn­rýni að öll þau sem til­nefnd voru í æðstu stöð­urnar hafi verið Vest­ur­-­Evr­ópu­búar en eng­inn frá Aust­ur-­Evr­ópu.

Ekki er þó um for­m­­legt ferli að ræða þar sem ekki eru regl­­urnar skráðar í neinn sátt­­mála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Evr­­ópu­­þingið gæti mögu­lega komið í veg fyrir að þær hljóti störfin vegna óánægju sinn­­ar.

Hvað gerir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins?

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sam­anstendur af einum nefnd­ar­manni frá hverju með­lima­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, því eru alls 28 nefnd­ar­menn. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ákveður auk þess hvaða nefnd­ar­maður mun bera ábyrgð á hvaða mál­efni innan stjórn­ar­inn­ar.Seðlabanki Evrópu vinnur að öllu sem við kemur Evrunni, miðar að því að halda verðum stöðugum, ásamt því að leiða og framfylgja efnahags- og peningastefnu ESB. Bankinn ákveður einnig vexti innan evrusvæðisins.
Mynd: Flickr

Fram­kvæmda­stjórnin stingur upp á nýjum Evr­ópu­lögum við Evr­ópu­þingið ásamt því sem hún kemur nýrri lög­leið­ingu í fram­kvæmd. Jafn­framt kemur hún ákvörð­unum Ráð­herra­ráðs Evr­ópu í fram­kvæmd og sér fram­kvæmda­stjórnin um fjár­hags­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins.

For­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu er að vissu leiti tals­maður Evr­ópu­sam­bands­ins innan alþjóða­stofn­ana, sér­stak­lega þegar kemur að við­skiptum og mann­úð­ar­störf­um. Enn fremur fer for­set­inn fyrir samn­ings­nefnd um alþjóða­samn­inga ESB. 

Hvað gerir seðla­banki Evr­ópu?

Seðla­banki Evr­ópu vinnur að öllu sem við kemur Evr­unni, miðar að því að halda verðum stöð­ug­um, ásamt því að leiða og fram­fylgja efna­hags- og pen­inga­stefnu ESB. Bank­inn ákveður einnig vexti innan evru­svæð­is­ins. 

Seðla­bank­inn ber einnig ábyrgð á að eft­ir­lit með fjár­mála­mörk­uðum og -stofn­unum sé fram­fylgt af yfir­völdum með­lima­ríkja ESB. Hann vinnur einnig með öllum seðla­bönkum með­lima­ríkja ESB. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar