Mynd: Collage/EPA.

Tvær konur tilnefndar í æðstu stöður Evrópusambandsins

Christine Lagarde og Ursula von der Leyen hafa verið tilnefndar sem seðlabankastjóri Evrópu og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fái þær stöðurnar verða tvær konur í æðstu stöðum Evrópusambandsins í fyrsta skipti..

Hin þýska Ursula von der Leyen hefur verið til­nefnd sem for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og hin franska Christine Lag­arde sem seðla­banka­stjóri Evr­ópu, að því er kemur fram í frétt BBC. Enn á atkvæða­greiðsla um til­nefn­ingu þeirra eftir að fara í gegnum Evr­ópu­þing­ið, en fái þær stöð­urnar verða tvær konur í æðstu stöðum Evr­ópu­sam­bands­ins í fyrsta skipt­i. 

Hljóti van der Leyen stöð­una mun hún taka við af Jean-Claude Juncker sem hefur verið for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB frá 2014. Ursula von der Leyen hefur stuðn­ing bæði Ang­elu Merkel og Emmanuel Macron. Ursula von der Leyen er hag­fræð­ingur frá London School of Economics og lærði enn fremur lækn­is­fræði í Hanover. Hún er einnig í sama stjórn­mála­flokki og Merkel í Þýska­landi.

Verði Lag­­arde skipuð mun hún taka við af Mario Drag­hi en Lag­­arde er núver­andi yfir­­­maður Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins. Hún hefur einnig stuðn­ing Merkel og Macron. Lag­arde er lög­fræð­ingur að mennt og meist­ari í stjórn­mála­fræði frá Stjórn­mála­skóla Aix en Provence. Hún var enn fremur við­skipta­ráð­herra Frakk­lands árið 2005 og fjár­mála­ráð­herra árið 2007.

For­sæt­is­ráð­herra Belg­íu, Charles Michel, er til­nefndur sem for­seti leið­toga­ráðs Evr­ópu og Josep Borrell sem æðsti full­­trúa sam­­bands­ins í utan­­­rík­­is- og örygg­is­­mál­u­m, að því er kemur fram í frétt BBC.

Hvernig fer valið fram?

21 ríki þurfa að sam­­þykkja nýjan for­­seta fram­­kvæmda­­stjórnar ásamt því að mann­­fjöldi þeirra ríkja þarf að vera full­­trúi 65 pró­­sent heild­­ar­­mann­­fjölda Evr­­ópu­­sam­­bands­ins.

Evr­­ópu­­þingið getur haft áhrif á valið með því að til­­­nefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórn­­­mála­hópur innan þings­ins stingur upp á ein­um ein­stak­l­ing til að taka að sér hlut­verk­ið. For­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­­ar­innar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við. 

Áhyggjur eru uppi að til­nefn­ing­arnar verði ekki sam­þykktar í Evr­ópu­þing­inu þar sem eng­inn þeirra ein­stak­linga í nýju stöð­unum eru „Spitzenkandídat­ar.“ Auk þess er tölu­verð gagn­rýni að öll þau sem til­nefnd voru í æðstu stöð­urnar hafi verið Vest­ur­-­Evr­ópu­búar en eng­inn frá Aust­ur-­Evr­ópu.

Ekki er þó um for­m­­legt ferli að ræða þar sem ekki eru regl­­urnar skráðar í neinn sátt­­mála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Evr­­ópu­­þingið gæti mögu­lega komið í veg fyrir að þær hljóti störfin vegna óánægju sinn­­ar.

Hvað gerir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins?

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sam­anstendur af einum nefnd­ar­manni frá hverju með­lima­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, því eru alls 28 nefnd­ar­menn. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ákveður auk þess hvaða nefnd­ar­maður mun bera ábyrgð á hvaða mál­efni innan stjórn­ar­inn­ar.Seðlabanki Evrópu vinnur að öllu sem við kemur Evrunni, miðar að því að halda verðum stöðugum, ásamt því að leiða og framfylgja efnahags- og peningastefnu ESB. Bankinn ákveður einnig vexti innan evrusvæðisins.
Mynd: Flickr

Fram­kvæmda­stjórnin stingur upp á nýjum Evr­ópu­lögum við Evr­ópu­þingið ásamt því sem hún kemur nýrri lög­leið­ingu í fram­kvæmd. Jafn­framt kemur hún ákvörð­unum Ráð­herra­ráðs Evr­ópu í fram­kvæmd og sér fram­kvæmda­stjórnin um fjár­hags­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins.

For­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu er að vissu leiti tals­maður Evr­ópu­sam­bands­ins innan alþjóða­stofn­ana, sér­stak­lega þegar kemur að við­skiptum og mann­úð­ar­störf­um. Enn fremur fer for­set­inn fyrir samn­ings­nefnd um alþjóða­samn­inga ESB. 

Hvað gerir seðla­banki Evr­ópu?

Seðla­banki Evr­ópu vinnur að öllu sem við kemur Evr­unni, miðar að því að halda verðum stöð­ug­um, ásamt því að leiða og fram­fylgja efna­hags- og pen­inga­stefnu ESB. Bank­inn ákveður einnig vexti innan evru­svæð­is­ins. 

Seðla­bank­inn ber einnig ábyrgð á að eft­ir­lit með fjár­mála­mörk­uðum og -stofn­unum sé fram­fylgt af yfir­völdum með­lima­ríkja ESB. Hann vinnur einnig með öllum seðla­bönkum með­lima­ríkja ESB. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar