Mengandi álver vilja rétta úr kútnum

Þriðjungur allrar losunar Íslands kemur frá framleiðslu málma. Álverin setja sér háleit markmið, til að mynda með CarbFix. Náttúruverndarsamtök Íslands telja kostnað mikilvægan lið í að CarbFix verkefnið gangi upp.

Ísland er með mestu losun frá hag­­kerfi á ein­stak­l­ing innan ESB og EFTA svæð­is­ins sam­­kvæmt tölum Hag­­stof­unnar frá 2016. Þar af er um þriðj­ungur af allri losun Íslands frá fram­leiðslu málm­a. 

Í takt við aukna umhverf­is­vit­und og stefn­u­­mótun í umhverf­is­­málum kolefn­is­­jafna sífellt fleiri ein­stak­l­ing­­ar, fyr­ir­tæki og stofn­­anir sig. Engu að síður eru engin lög eða reglu­gerðir sem skil­greina kolefn­is­jöfn­un. Álverin eru ekki und­an­skilin þró­un­inni og virð­ast hafa með háleit mark­mið að minnka los­un. Til að mynda skrif­uðu fyrir stuttu full­­­trúar frá rík­­­is­­­stjórn­­­inni, stór­iðj­unni og Orku­veitu Reykja­víkur undir vilja­yf­­­ir­lýs­ingu um Car­bFix. 

Sam­­­kvæmt yfir­­­lýs­ing­unni verður kannað til hlítar hvort aðferðin geti orðið raun­hæfur kost­­­ur, bæði tækn­i­­­lega og fjár­­­hags­­­lega, til þess að draga úr los­un CO2 frá stór­iðju Ís­lands.  Car­bFix aðferðin felst í því að CO2 er fangað úr jarð­hita­­­gufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500 til 800 metra dýpi í basaltjarð­lög, þar sem CO2 binst var­an­­­lega í berggrunn­inum í formi steinda. Varð­andi hvort Car­bFix sé kolefn­is­­jöfnun segir í svari Umhverf­is­­stofn­unar að Car­bFix sé vissu­­lega kolefn­is­bind­ing en flókn­­ara væri að flokka Car­bFix sem kolefn­is­­jöfn­un. 

„Á meðan við notum ál að þá fram­leiðum við það“

Í við­tali við Kast­ljós sagð­ist Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, finna fyrir miklum vilja til breyt­inga. Í við­tal­inu kom fram að vís­inda­menn á vegum Orku­veitu Reykja­víkur hafi um ára­bil þróað Car­bFix aðferð sem breytir koltví­sýr­ingi í grjót. Rio Tin­to, Elkem, Fjarða­ál, PCC á Bakka og Norð­urál hafa tekið aðferð­ina upp á sína arma og ætla að kanna hvort aðferðin geti orðið raun­hæfur kostur fyrir þau. 

„Þetta kostar auð­vit­að. En þá auð­vitað skiptir máli að líta líka til þess að los­un­ar­heim­ild­irnar kosta líka mikið og verð fyrir þær hafa hækk­að,“ sagði ráð­herra. Í við­tal­inu kemur fram að gagn­rýnendur bendi á að aðferðin sé dýr og krefj­ist mik­ils vatns. Það þurfi 25 tonn af vatni til að binda 1 tonn af koltví­sýr­ingi. „Mér finnst ein­falda sýnin í raun og veru vera sú að á meðan að við notum ál að þá fram­leiðum við það og auð­vitað snýst það um að við séum að við reynum að minnka okkar neyslu almennt og það er það sem við þurfum að gera hvort sem við erum hér í þessu sam­fé­lagi eða ann­ars stað­ar,“ sagði Þór­dís Kol­brún. 

„Þetta kostar auðvitað. En þá auðvitað skiptir máli að líta líka til þess að losunarheimildirnar kosta líka mikið og verð fyrir þær hafa hækkað,“ sagði ráðherra í viðtali við Kastljós.
Mynd: Birgir Þór Þórðarson

„Það er þannig að ál fyr­ir­tækin hafa minnkað losun um 75 pró­sent frá árinu 1990. Það er auð­vitað mjög mik­ill árang­ur. Þetta gerðu fyr­ir­tækin án nokk­urra stjórn­valds­að­gerða, þannig að það að minnka losun er alltaf mark­mið­ið,“ bætti ráð­herra við.

„En við munum í fram­tíð­inni áfram fram­leiða ál. Til dæmis er það þannig að raf­bílar eru í meira mæli búnir til úr áli. Við erum öll að nota vörur sem eru búnar til úr áli og í þeirri fram­leiðslu að þá skiptir orku­vinnslan svo miklu máli og hér er hún hreinni heldur en mjög víða ann­ars staðar og það, ég trúi því að það verði okkar sam­keppn­is­for­skot þegar fram líða stund­ir,“ sagði Þór­dís Kol­brún.

Koltví­sýr­ingslosun eykst

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar var Ísland með mestu losun koltví­sýr­ing frá hag­kerfi á ein­stak­ling innan ESB og EFTA svæð­is­ins árið 2016. 

Mynd: frá Hagstofunni

Los­unin kemur að stærstum hluta frá flugi og fram­leiðslu málma. Þá kemur fram á vef­svæði Hag­stof­unnar að losun frá málm­fram­leiðslu kemur ekki til vegna bruna á elds­neyti, heldur notk­unar kola í raf­skaut­um.

Mynd: frá Hagstofunni

Einnig kemur fram að koltví­sýr­ingslosun frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi farið vax­andi frá árinu 2016.

Umhverf­is­stefnur álver­anna

Öll álver á Íslandi hafa sett sér umhverf­is­stefnu ef miðað er við upp­lýs­ingar á heima­svæðum þeirra. Á vef­síðu Alcoa Fjarða­áls er fyr­ir­tækið sagt starfa í sátt við umhverf­ið. Álverið sé eitt það tækni­lega full­komn­asta og noti „að­eins besta tækni­búnað sem völ er á til að lág­marka umhverf­is­á­hrif vegna starf­sem­inn­ar.“ Sam­kvæmt vef­síð­unni er styrkur los­unar undir við­mið­un­ar­mörk­um. Fjarðaál end­ur­vinnur einnig skaut­leif­ar, álgjall og auka­af­urðir og stefna á engan úrgang, til að mynda er flúor sem hreins­aður er við útblástur álvers­ins end­ur­nýttur í álker­in.

Á vef­svæði Rio Tinto segir að í víðu sam­hengi sé ál umhverf­is­vænn málm­ur, sér­stak­lega þar sem end­ur­nýt­an­legir orku­gjafar séu nýttir til fram­leiðsl­unn­ar. Rio Tinto heldur grænt bók­hald og segir álverið sig vera frum­kvöðla á sviði umhverf­is­stjórn­unar og í birt­ingu umhverf­is­upp­lýs­inga úr rekstr­in­um.

Norð­urál er eitt þeirra íslensku fyr­ir­tækja og stofn­ana sem skrif­uðu undir yfir­lýs­ingu um lofts­lags­mál í tengslum við lofts­lags­ráð­stefn­una í Par­ís, að því er kemur fram á heima­síðu álvers­ins. Jafn­framt segir að þar með hafi fyr­ir­tækið skuld­bundið sig til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Norð­urál end­ur­vinnur 75 pró­sent alls úrgangs og ætlar sér að draga úr hlut­falli óflokk­aðs úrgangs.

Álverið ábyrgur þegn í sam­fé­lag­inu

Á vef­síðu Umhverf­is­stofn­unar má sjá graf um losun Íslands. Þar sést að hlutur iðn­að­ar­ferla hefur hækkað mjög frá árinu 2004 á meðan hlut­fall land­bún­aðar stendur því næst í stað.

Mynd: Umhverfisstofnun

Í sam­tali Kjarn­ans við Stein­unni Dögg Stein­sen, fram­kvæmda­stjóri örygg­is- og umhverf­is­sviðs Norð­ur­áls, segir hún umhverf­is­stefnu Norð­ur­áls skipt­ast í þrjú yfir­mark­mið, losun til lofts, förg­unar á föstum efnum og svo þátt­töku starfs­fólks. „Um­hverf­is­stefnan gengur út á að við erum ábyrgur þegn í þessu sam­fé­lag­i,“ segir hún og segir Norð­urál setja sér mæl­an­leg mark­mið.

Aðspurð hvort hægt sé að tala um umhverf­is­vænt ál gefið að fram­leiðsla málma sé 30 pró­sent af útblæstri Íslands svarar Stein­unn því ját­andi. „Já, ef þú berð saman ál og ál. Þetta er spurn­ing um við hvað þú ert að bera þig saman við,“ segir hún. „Ef við tökum til dæmis sjampó. Eitt sjampó hérna og annað við hlið­ina og ekk­ert sjampó er kannski umhverf­is­vænt en þú ert að velja þér umhverf­is­vænna sjampó­ið.“

Umhverf­is­vænt ál miðað við önnur ál

„Ef maður skoðar sög­una frá 1967, þegar við komumst að því að við höfum aðgengi að þess­ari orku, þá er raf­grein­ing orku­frekasta fram­leiðslu­ferl­ið. Ef við tökum okkur út fyrir Íslands þá er los­unin að búa til orku aðal­málið hvað svo sem þú notar ork­una í,“ bætti hún við.

Þegar maður talar um umhverfisvænt ál þá er það miðað við önnur ál

„Þegar maður talar um umhverf­is­vænt ál þá er það miðað við önnur ál,“ sagði Stein­unn. Aðspurð hvort Norð­urál ætli að draga úr losun á næstu árum svar­aði Stein­unn því ját­andi, ann­að­hvort að draga úr losun eða binda, það væru þær tvær leiðir sem væri verið að skoða. „Annað væri að finna leið, sem væri væn­legri kostur að vera með skaut sem losa ekki CO2. Verk­efnið sem við erum að vinna með orku­veit­unni, Elkem og Rio Tinto gengur út á að dæla CO2 ofan í jörð­ina“ og að verk­efnið gangi út á að kanna hvort það sé fýsi­legt til nið­ur­dæl­ingu. Stein­unn bætir við að styrk­ur­inn af koltví­sýr­ing á hvert rúm­mál sé afar lágur hjá álver­um.

Stein­unn segir Norð­urál ekki kolefn­is­jafna sig þar sem það væru engar aðferðir að gera það í dag en þau ætli sér að vera búin að því fyrir 2040. „Það sem við stefnum að er þessi nið­ur­dæl­ing. Þá tek­urðu CO2 og setur það til baka. Þetta er eins og soda str­eam tæki, þú dælir því eins og sóda­vatni niður í jörð­ina aft­ur. Orku­veitan hefur gert þetta á Hell­is­heið­i.“

Stein­unn segir að Car­bFix sé þó ekki að minnka losun heldur að binda los­un. „Hitt verkið gengur út á að minnka losun varðar skautin að gera þau hlut­laus. Norð­urál er ekki hluti af því heldur er það unnið í Kanada.“

Engar reglu­gerðir eða lög um skil­grein­ingu á kolefn­is­jöfnun

Engar reglu­­gerðir eða lög eru til um skil­­grein­ingu á kolefn­is­­jöfn­un. Því eru engin lög eða reglu­­gerðir um hvað flokk­ist sem kolefn­is­­jöfn­un, að því er kemur fram í svari Umhverf­is­­stofn­unar við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans. 

Tvö fyr­ir­tæki og sjóðir bjóða upp á kolefn­is­­jöfnun á Íslandi, það eru Vot­­lend­is­­sjóður og Kol­við­­ur. Í svari frá Umhverf­is­­stofnun við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans er ekki vitað um fleiri fyr­ir­tæki eða sjóði sem bjóði upp á kolefn­is­­jöfnun önnur en hin fyrr­­greindu. 300 ein­stak­l­ingar hafa kolefn­is­­jafnað sig það sem af er ári hjá Kol­viði og 96 ein­stak­l­ingar hjá Vot­­lend­is­­sjóði.

Sam­kvæmt ábend­ingu frá Söndru Ósk Snæ­björns­dóttur hjá Orku­veitu Reykja­víkur er Car­bFix þó ekki kolefn­is­jöfnun heldur kolefn­is­bind­ing. Jafn­framt er Car­bFix aðferðin við­ur­kennd sem bind­ing­ar­að­ferð af Milli­ríkja­nefnd um lofts­lags­mál (IPCC).

Hvati ef Car­bFix kostar minna en los­un­ar­heim­ildir

Árni Finn­son frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að sam­tökin hafi ekki gefið út neina form­lega yfir­lýs­ingu varð­andi Car­bFix en „hvað Orku­veit­una varðar lítur þetta vel út. Koltví­sýr­ing­ur­inn fer aldrei út úr fram­leiðslu­ferl­inu heldur er bund­inn í bergi. Þá verður engin losun og ekki þarf að fanga kolefnið úr and­rúms­loft­inu líkt og sums staðar er gert eða reynt að gera til að koma CO2 fyrir í t.d. gömlum olíu­bor­holum í Norð­ur­sjón­um,“ segir Árni og bætir við að norsk stjórn­völd hafi lagt mikla fjár­muni í rann­sóknir á þeim mögu­leika.

Langsamlega best þó væri ef áliðnaðurinn gæti framleitt ál án þess að valda losun á gróðurhúsalofttegundum

Árni leggur áherslu á að for­sendur þess að Car­bFix verk­efnið gangi upp sé að verð fyrir hvert losað tonn sé um 25 Evrur eða meira. Í dag sé verðið 27 Evrur á hvert tonn á mark­aði. Í dag sé verðið 27 evrur á tonnið hjá Los­un­ar­mark­aði Evr­ópu, eða ETS (EU Emissions Tra­d­ing System) sem stór­iðjan heyrir und­ir. „Hvati stór­iðju­fyr­ir­tækj­anna væri þá að Car­bFix kost­aði minna en að kaupa los­un­ar­heim­ildir innan ETS. Hvort unnt er að yfir­stíga tækni­legar hindr­anir er önnur saga,“ segir hann.

„Miðað við að kostn­aður vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fari vax­andi innan ESB gæti verið mik­ill sparn­aður fyrir Alcoa að nýta aðferð Car­bFix,“ segir Árni. „Lang­sam­lega best þó væri ef áliðn­að­ur­inn gæti fram­leitt ál án þess að valda losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um“ og telur Árni það vel hægt.

„Þrátt fyrir að áliðn­að­ur­inn hafi reynt að draga úr losun eins og kostur er með núver­andi tækni er vanda­málið enn að not­ast er við kol­araf­skaut við bræðslu á áli. Við það losnar mikið mikið af CO2 og öðrum gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Vita­skuld er hægt að nota öðru vísi raf­skaut en sú fram­leiðslu­að­ferð er enn of dýr, segja álfyr­ir­tæk­in,“ bætir hann við að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar