Kanna hvort stóriðjan geti bundið CO2 með CarbFix-aðferðinni

Fulltrúar frá ríkisstjórninni, stóriðjunni og Orkuveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kanna hvort CarbFix-aðferðin geti orðið raunhæfur kostur til þess að draga úr losun koldíoxíðs, CO2, frá stóriðju á Íslandi.

Ríkisstjórn og stóriðja
Auglýsing

Full­trúar frá rík­is­stjórn­inni, stór­iðj­unni og Orku­veitu Reykja­víkur hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um hreinsun og bind­ingu kolefn­is. Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni verður kannað til hlítar hvort aðferð sem kölluð er „Car­bFix“ geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr los­un CO2 frá stór­iðju Ís­lands. Auk þess ætla fyr­ir­tækin hver um sig leita leiða til að verða kolefn­is­hlut­laus árið 2040. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands.

Skref í átt að víð­tæku sam­ráði 

Þann 28. maí síð­ast­lið­inn skrif­uðu full­­trúar atvinn­u­lífs­ins og stjórn­­­valda undir sam­komu­lag um sam­­starfs­vett­vang um lofts­lags­­mál og grænar lausn­­ir. Mark­mið vett­vangs­ins er að bæta árangur Íslands í loft­lags­­málum og miðla fjöl­breyttu fram­lagi lands­ins á því sviði. Þar á meðal er að stjórn­­völd og atvinn­u­lífið vinni í sam­ein­ingu að mark­mið­i ­­stjórn­­­valda um kolefn­is­hlut­­laust Ísland árið 2040.

Í til­kynn­ingu frá­ ­Stjórn­ar­ráð­inu segir að vilja­yf­ir­lýs­ingin í dag sé í sam­ræmi við á­herslu ­sam­starfs­vett­vangs­ins og að hún sé enn eitt skref í átt að víð­tæku sam­starfi stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins í bar­átt­unni gegn loft­lags­vand­an­um. For­sæt­is­ráð­herra, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra,  ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, og for­stjórar Orku­veitu Reykja­vík­ur­, El­kem, Fjarða­áls, Ri­o T­in­to á Íslandi og Norð­ur­áls und­ir­rit­uðu öll undir vilja­yf­ir­lýs­ing­una í dag. Auk þess stendur PCC á Bakka að yfir­lýs­ing­unni en mun und­ir­rita yfir­lýs­ing­una síð­ar.

Auglýsing

Hvati fyrir álverin að nota Car­bFix-að­ferð­ina

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni verður kannað til hlítar hvort að Car­bFix-að­ferðin geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr losun koldí­oxíðs frá stór­iðju á Íslandi. Orku­veita Reykja­víkur hefur þró­að Car­bFix-að­ferð­ina í sam­starfi við Háskóla Íslands og erlenda aðila frá árinu 2007. Aðferðin felst í því að CO2 er fangað úr jarð­hita­gufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500 til 800 metra dýpi í basaltjarð­lög, þar sem CO2 binst var­an­lega í berggrunn­inum í formi steinda. 

Árið 2010 setti Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, reglur um losun á brenni­steins­vetni sem varð til þess að Hell­is­heiða­virkjun þurfti annað hvort að fjár­festa í mjög dýrum hreinsi­bún­aði eða þróa aðrar aðferðir með ein­hverjum hætti. Virkj­unin tók því þátt í Car­bFix-verk­efn­in­u og hefur Orka Nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lag OR, rekið loft­hreinsi­stöð og nið­ur­dæl­ingu við Hell­is­heið­ar­virkjun síð­ustu fimm ár. 

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann í apríl síð­ast­liðnum að árið 2017 los­aði Hell­is­heiða­virkjun við 34 pró­sent af lof­lagsút­blæstr­inum hjá sér niður í jarð­lög með­ Car­bFix-að­ferð­inni. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að það gufi upp – heldur séu efnin bara þar. Kostn­að­ur­inn við þetta hjá þeim er sam­bæri­legur við verðið á los­un­ar­heim­ild­unum sem þessi fyr­ir­tæki, eins og álverin og flug­fé­lög­in, þurfa að kaupa. Fyrir álver­in, sem eru með útblástur út um stromp, þá er í raun­inni kom­inn ákveð­inn hvati fyrir þau að dæla efn­unum ofan í jörð. Vissu­lega þurfa þau bor­holu en þá fer þetta að verða mögu­leiki fyrir þau vegna þess að kerfið er alltaf að herða að þeim og verðið á los­un­ar­heim­ildum hækk­ar,“ sagði Guð­mundur Ing­i. 

Ekki draga úr CO2 heldur binda í miklu magni í bergi

Árn­i Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, bendir á í stöðu­færslu á Face­book að í raun hyggst stór­iðjan ekki draga úr losun CO2 líkt og segir í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins heldur binda það í miklu magni í berg­i. 

„Car­bFix“ geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr losun koldí­oxíðs (CO2) frá­...

Posted by Arni Finns­son on Tues­day, June 18, 2019Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent