Kanna hvort stóriðjan geti bundið CO2 með CarbFix-aðferðinni

Fulltrúar frá ríkisstjórninni, stóriðjunni og Orkuveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kanna hvort CarbFix-aðferðin geti orðið raunhæfur kostur til þess að draga úr losun koldíoxíðs, CO2, frá stóriðju á Íslandi.

Ríkisstjórn og stóriðja
Auglýsing

Full­trúar frá rík­is­stjórn­inni, stór­iðj­unni og Orku­veitu Reykja­víkur hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um hreinsun og bind­ingu kolefn­is. Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni verður kannað til hlítar hvort aðferð sem kölluð er „Car­bFix“ geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr los­un CO2 frá stór­iðju Ís­lands. Auk þess ætla fyr­ir­tækin hver um sig leita leiða til að verða kolefn­is­hlut­laus árið 2040. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands.

Skref í átt að víð­tæku sam­ráði 

Þann 28. maí síð­ast­lið­inn skrif­uðu full­­trúar atvinn­u­lífs­ins og stjórn­­­valda undir sam­komu­lag um sam­­starfs­vett­vang um lofts­lags­­mál og grænar lausn­­ir. Mark­mið vett­vangs­ins er að bæta árangur Íslands í loft­lags­­málum og miðla fjöl­breyttu fram­lagi lands­ins á því sviði. Þar á meðal er að stjórn­­völd og atvinn­u­lífið vinni í sam­ein­ingu að mark­mið­i ­­stjórn­­­valda um kolefn­is­hlut­­laust Ísland árið 2040.

Í til­kynn­ingu frá­ ­Stjórn­ar­ráð­inu segir að vilja­yf­ir­lýs­ingin í dag sé í sam­ræmi við á­herslu ­sam­starfs­vett­vangs­ins og að hún sé enn eitt skref í átt að víð­tæku sam­starfi stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins í bar­átt­unni gegn loft­lags­vand­an­um. For­sæt­is­ráð­herra, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra,  ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, og for­stjórar Orku­veitu Reykja­vík­ur­, El­kem, Fjarða­áls, Ri­o T­in­to á Íslandi og Norð­ur­áls und­ir­rit­uðu öll undir vilja­yf­ir­lýs­ing­una í dag. Auk þess stendur PCC á Bakka að yfir­lýs­ing­unni en mun und­ir­rita yfir­lýs­ing­una síð­ar.

Auglýsing

Hvati fyrir álverin að nota Car­bFix-að­ferð­ina

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni verður kannað til hlítar hvort að Car­bFix-að­ferðin geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr losun koldí­oxíðs frá stór­iðju á Íslandi. Orku­veita Reykja­víkur hefur þró­að Car­bFix-að­ferð­ina í sam­starfi við Háskóla Íslands og erlenda aðila frá árinu 2007. Aðferðin felst í því að CO2 er fangað úr jarð­hita­gufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500 til 800 metra dýpi í basaltjarð­lög, þar sem CO2 binst var­an­lega í berggrunn­inum í formi steinda. 

Árið 2010 setti Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, reglur um losun á brenni­steins­vetni sem varð til þess að Hell­is­heiða­virkjun þurfti annað hvort að fjár­festa í mjög dýrum hreinsi­bún­aði eða þróa aðrar aðferðir með ein­hverjum hætti. Virkj­unin tók því þátt í Car­bFix-verk­efn­in­u og hefur Orka Nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lag OR, rekið loft­hreinsi­stöð og nið­ur­dæl­ingu við Hell­is­heið­ar­virkjun síð­ustu fimm ár. 

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann í apríl síð­ast­liðnum að árið 2017 los­aði Hell­is­heiða­virkjun við 34 pró­sent af lof­lagsút­blæstr­inum hjá sér niður í jarð­lög með­ Car­bFix-að­ferð­inni. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að það gufi upp – heldur séu efnin bara þar. Kostn­að­ur­inn við þetta hjá þeim er sam­bæri­legur við verðið á los­un­ar­heim­ild­unum sem þessi fyr­ir­tæki, eins og álverin og flug­fé­lög­in, þurfa að kaupa. Fyrir álver­in, sem eru með útblástur út um stromp, þá er í raun­inni kom­inn ákveð­inn hvati fyrir þau að dæla efn­unum ofan í jörð. Vissu­lega þurfa þau bor­holu en þá fer þetta að verða mögu­leiki fyrir þau vegna þess að kerfið er alltaf að herða að þeim og verðið á los­un­ar­heim­ildum hækk­ar,“ sagði Guð­mundur Ing­i. 

Ekki draga úr CO2 heldur binda í miklu magni í bergi

Árn­i Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, bendir á í stöðu­færslu á Face­book að í raun hyggst stór­iðjan ekki draga úr losun CO2 líkt og segir í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins heldur binda það í miklu magni í berg­i. 

„Car­bFix“ geti orðið raun­hæfur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr losun koldí­oxíðs (CO2) frá­...

Posted by Arni Finns­son on Tues­day, June 18, 2019Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent