Fimm gallar í Max vélunum - Verða kyrrsettar lengur en talið var

737 Max vélarnar frá Boeing verða kyrrsettar lengur en talið var að þörf væri á. Nýir gallar hafa fundist í vélunum.

boeingin.png
Auglýsing

Fimm gallar hafa fund­ist í 737 Max vél­unum frá Boeing, við nákvæma skoðun flug­mála­yf­ir­valda í Evr­ópu, og standa nú líkur til þess að vél­arnar verði kyrr­settar lengur en áður var talið.

Frá þessu greindi Bloomberg í gær, og vitn­aði til heim­ild­ar­manna sem ekki vildu koma fram undir nafni, en ekki hefur verið greint frá þessum nið­ur­stöðum opin­ber­lega enn­þá. 

Meðal galla sem fund­ist hafa tengj­ast sjálf­stýr­ing­ar­bún­aði og hinu svo­nefnda MCAS kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi. 

Auglýsing

Ljóst þykir að við­gerð­irnar verða kostn­að­ar­sam­ar, bæði fyrir Boeing og ekki síður flug­fé­lög­in, sem hafa reitt sig á Max vél­arnar í leiða­kerfum sín­um. Á meðal þeirra flug­fé­laga er Icelanda­ir, en félagið hefur gefið það út að það sé nú með flota sinn til end­ur­skoð­un­ar, ekki síst vegna kyrr­setn­ingar á Max vél­un­um. 

Opin­berar yfir­lýs­ingar félags­ins gera ráð fyrir kyrr­setn­ingu í það minnsta fram til 15. sept­em­ber, en nú er gert ráð fyrir að mun lengri tíma muni taka að laga Max vél­arnar þannig að vél­arnar séu örugg­ar. Nú þegar hefur kyrr­setn­ingin leitt til sam­dráttar í sæta­fram­boði, og kostn­að­arukn­ingu, en ekki liggur fyrir enn hvort Boeing bæti skað­ann af kyrr­setn­ing­unni.

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing tók gildi eftir að Max vél Ethi­opian Air­lines hrap­aði 13. mars, með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Áður hafði Max vél hrapað 29. októ­ber í Indónesíu, með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Sam­tals lét­ust 346 í þessum tveimur slys­um. „Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent