Fimm gallar í Max vélunum - Verða kyrrsettar lengur en talið var

737 Max vélarnar frá Boeing verða kyrrsettar lengur en talið var að þörf væri á. Nýir gallar hafa fundist í vélunum.

boeingin.png
Auglýsing

Fimm gallar hafa fund­ist í 737 Max vél­unum frá Boeing, við nákvæma skoðun flug­mála­yf­ir­valda í Evr­ópu, og standa nú líkur til þess að vél­arnar verði kyrr­settar lengur en áður var talið.

Frá þessu greindi Bloomberg í gær, og vitn­aði til heim­ild­ar­manna sem ekki vildu koma fram undir nafni, en ekki hefur verið greint frá þessum nið­ur­stöðum opin­ber­lega enn­þá. 

Meðal galla sem fund­ist hafa tengj­ast sjálf­stýr­ing­ar­bún­aði og hinu svo­nefnda MCAS kerfi, sem á að sporna gegn ofrisi. 

Auglýsing

Ljóst þykir að við­gerð­irnar verða kostn­að­ar­sam­ar, bæði fyrir Boeing og ekki síður flug­fé­lög­in, sem hafa reitt sig á Max vél­arnar í leiða­kerfum sín­um. Á meðal þeirra flug­fé­laga er Icelanda­ir, en félagið hefur gefið það út að það sé nú með flota sinn til end­ur­skoð­un­ar, ekki síst vegna kyrr­setn­ingar á Max vél­un­um. 

Opin­berar yfir­lýs­ingar félags­ins gera ráð fyrir kyrr­setn­ingu í það minnsta fram til 15. sept­em­ber, en nú er gert ráð fyrir að mun lengri tíma muni taka að laga Max vél­arnar þannig að vél­arnar séu örugg­ar. Nú þegar hefur kyrr­setn­ingin leitt til sam­dráttar í sæta­fram­boði, og kostn­að­arukn­ingu, en ekki liggur fyrir enn hvort Boeing bæti skað­ann af kyrr­setn­ing­unni.

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing tók gildi eftir að Max vél Ethi­opian Air­lines hrap­aði 13. mars, með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Áður hafði Max vél hrapað 29. októ­ber í Indónesíu, með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Sam­tals lét­ust 346 í þessum tveimur slys­um. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent