Birgir Þór Harðarson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson
Birgir Þór Harðarson

Eldri og tekjulægri kjósendur flýja Sjálfstæðisflokk og fara til Miðflokks

Miðflokkurinn mælist stærsti flokkurinn á Suðurlandi og Austurlandi en er með minnst fylgi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tveir af hverjum þremur kjósendum búa. Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst eftir því sem tekjur eru hærri en fylgi Miðflokks lækkar að sama skapi eftir því sem pyngjan er þyngri.

Eldri og tekju­lægri kjós­endur og kjós­endur á Suð­ur­landi virð­ast vera þeir hópar sem eru að yfir­gefa Sjálf­stæð­is­flokk­inn og lýsa yfir stuðn­ingi við Mið­flokk­inn. Þetta má sjá í ítar­legri grein­ingu á fylgi flokkar úr síð­ustu könn­un MMR sem tekin hefur verið saman fyrir Kjarn­ann. 

Nýjasta könnun fyr­ir­tæk­is­ins sýndi heild­ar­fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í 19,0 pró­sent­um, sem er lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með í könn­unum MMR frá upp­hafi, og Mið­flokk­inn með 14,4 pró­sent fylgi, sem er það mesta sem hann hefur nokkru sinni mælst með hjá fyr­ir­tæk­inu.

Í könn­unum MMR í maí og júní, þar sem sam­an­lagður fjöldi svara var 1.914 og 1.529 tóku afstöðu, sögð­ust sam­an­lagt 26 pró­sent kjós­enda á Suð­ur­landi sem svör­uðu ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Í könnun MMR sem gerð var dag­anna 4. til 17. júlí, þar sem svar­endur voru 2.031 og 1.573 tóku afstöðu, mæld­ist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þeim hluta lands­ins 18,4 pró­sent og hafði dreg­ist veru­lega saman á nokkrum vik­um. Fylgi Mið­flokks­ins í lands­hlut­anum eykst hins vegar gríð­ar­lega og mælist flokk­ur­inn nú langstærstur innan þess. Í maí og júní sögð­ust alls 12,2 pró­sent aðspurðra ætla að kjósa Mið­flokk­inn en í nýj­ustu könn­un­inni sögð­ust 28 pró­sent kjós­enda á Suð­ur­landi ætla að gera það. 

Mið­flokk­ur­inn rýkur upp í vin­sældum hjá eldri kjós­endum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur sögu­lega verið mjög sterkur á meðal eldri kjós­enda og í maí og júní mæld­ist hann með mest fylgi allra flokka hjá kjós­endum 60 ára og eldri, eða 21,1 pró­sent. Stuðn­ingur hans hjá þeim ald­urs­hópi hefur hins vegar dalað mikið og í júlí mæld­ist hann 15,8 pró­sent. 

Nú eru það Mið­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ingin sem njóta mestra vin­sælda hjá Íslend­ingum yfir 60 ára en báðir flokkar mæld­ust með 21,5 pró­sent fylgi í júlí. Það er mjög svipuð nið­ur­staða hjá Sam­fylk­ing­unni og síð­ustu kann­anir á undan sýndu en mik­illar aukn­ingar gætir hjá Mið­flokkn­um. Í maí og júní sögð­ust 12,2 pró­sent kjós­enda í ald­urs­hópnum 60 ára og eldri ætla að kjósa flokk­inn en í júlí var sú tala komin upp í 21,5 pró­sent, líkt og áður seg­ir.

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks hjá tekju­lágum helm­ing­ast

Þeir flokkar sem höfð­uðu mest til tekju­lægstu hópa sam­fé­lags­ins, þeirra sem eru með 400 þús­und krónur eða minna á mán­uði í heim­il­is­tekj­ur, voru í maí og júní Píratar (22,1 pró­sent), Vinstri græn (18,5 pró­sent) og Sjálf­stæð­is­flokkur (15,3 pró­sent). 

Á þessu hefur orðið mikil breyt­ing á. Píratar eru enn sterk­astir í tekju­lægsta hópnum (20,3 pró­sent) en Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn, sem sitja saman í rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokkn­um, hafa tapað miklu fylgi innan hans. Nú mælist stuðn­ingur við Vinstri græn á meðal þeirra sem eru með 400 þús­und krónur á mán­uði eða minna 11,1 pró­sent en stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nán­ast helm­ing­ast og mælist nú 8,5 pró­sent. Af þeim flokkum sem eru á þingi mælist ein­ungis Fram­sókn (3,1 pró­sent) og Við­reisn (7,2 pró­sent) með minna fylgi í þessum tekju­hópi en Sjálf­stæð­is­flokk­ur. Ef ein­ungis hann myndi kjósa myndi Sós­í­alista­flokkur Íslands (9,2 pró­sent) einnig fá meira fylgi en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Mið­flokk­ur­inn, sem mæld­ist með 9,5 pró­sent fylgi í ald­urs­hópnum í maí og júní, mælist hins vegar nú næst stærstur innan hans með 16,6 pró­sent fylgi.

Það er einnig athygl­is­vert að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks eykst með hækk­andi tekj­um, og er mest (26,3 pró­sent) á meðal þeirra kjós­enda þar sem heim­il­is­tekjur eru hærri en 1.200 þús­und krónur á mán­uði. Þró­unin er þver­öfug hjá Mið­flokkn­um. Þar er fylgið mest hjá tekju­lægsta hópn­um, en lækkar síðan jafnt og þétt eftir því sem tekjur aukast og er minnst hjá þeim sem eru með yfir 1.200 þús­und krónur á mán­uði, eða 8,9 pró­sent.

Heild­ar­fylgi allra flokka sam­kvæmt könnun MMR sem gerð var 4. til 17. júlí:

  • Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 19,0 pró­sent
  • Píratar 14,9 pró­sent
  • Mið­flokkur 14,4 pró­sent
  • Sam­fylk­ingin 13,5 pró­sent
  • Vinstri græn 10,3 pró­sent
  • Við­reisn 9,7 pró­sent
  • Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 8,4 pró­sent
  • Flokkur fólks­ins 4,8 pró­sent
  • Sós­í­alista­flokkur Íslands 4,3 pró­sent

Við­reisn sterk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Mið­flokk­ur­inn bætti allra flokka mest við sig í heild­ar­fylgi milli mán­aða, eða 3,7 pró­sentu­stig­um. Hann bætti við sig fylgi í öllum lands­hlutum og er nú stærsti flokkur lands­ins á bæði Suð­ur­landi (28 pró­sent) og Aust­ur­landi (26 pró­sent), sam­kvæmt mæl­ingum MMR. 

Flokk­ur­inn er með minnst fylgi á því svæði þar sem flestir lands­menn búa, höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls eru tveir af hverjum þremur kjós­endum búsettir þar. Á svæð­inu er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sterkastur (19,0 pró­sent) og Pírat­ar, sem mæl­ast næst stærsti flokkur lands­ins með 14,9 pró­sent, sækja þorra síns fylgis þangað (16,8 pró­sent). Mið­flokk­ur­inn mælist sjötti stærsti flokk­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með 10,8 pró­sent fylgi. Bæði Sam­fylk­ingin og Við­reisn mæl­ast með meira fylgi þar en á lands­vísu og í til­felli Við­reisnar munar umtals­verðu. Heild­ar­fylgi þess flokks mælist 9,4 pró­sent en ef kjós­endur höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins væru einir um að kjósa myndi það skila Við­reisn 12,4 pró­sent atkvæða. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar