Ísland í amerískri heimsskipun

Flosi Þorgeirsson fjallar í sögulegu ljósi um stöðu Íslands í hinni amerísku heimsskipun, hvernig hún varð til og þær breytingar sem framundan eru.

Bandaríski fáninn
Auglýsing

Ýmis­legt bendir til þess að sú heims­skipun sem hefur verið við­var­andi frá lokum seinni heims­styrj­aldar sé jafn­vel tekin að riðl­ast. Skil milli aust­urs og vest­urs eru orðin óljós­ari og í Banda­ríkj­unum er nú stjórn sem gagn­rýnir óspart sína hefð­bundnu banda­menn í Vest­ur­-­Evr­ópu en virð­ist til­búin til sam­starfs við alræð­is­öfl ann­arra landa. Þessi þróun er eitt­hvað sem Íslend­ingar þurfa að fylgj­ast grannt með en hver var ann­ars staða Íslands í áður­nefndri heims­skip­an?

Í bók sinni, Liberal Levi­at­h­an. The Orig­ins, Crisis and Trans­formation of the Amer­ican World Order, setur banda­ríski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn G. John Iken­berry fram kenn­ingu um „am­er­íska heims­skip­un“ eða ein­hvers­konar „am­er­ískt kerf­i“. Kenn­ing Iken­berrys snýst um það, að í kjöl­far hins hræði­lega hild­ar­leiks sem heims­styrj­öldin síð­ari var og einnig í ljósi þess að sú hug­mynda­fræði­lega og geopóli­tíska gjá sem var á milli Sov­ét­ríkj­anna og Vest­ur­veld­anna skap­aði alvar­lega tog­streitu, hafi Banda­ríkin og banda­menn þeirra greint nauð­syn þess að koma á ein­hvers konar kerfi. Kerfi þetta átti að vera tví­þætt: Í fyrsta lagi skyldi það vera vörn gegn alræð­is­ríkjum eins og Sov­ét­ríkj­unum og Kína og auk þess skyldi þetta kerfi stuðla að efna­hags­legri upp­bygg­ingu vest­ur­landa en mörg þeirra ríkja, sér­stak­lega í Evr­ópu, voru afar illa stödd eftir heims­styrj­öld­ina.

Að frum­kvæði Banda­ríkj­anna var sett á lagg­irnar alþjóð­legt kerfi. Í stað þess að eitt ríki væri ráð­andi for­ystu­ríki var ein­blínt á sam­vinnu og laga­gerð­ir. Þetta var opið, lýð­ræð­is­legt kerfi. Í raun voru þetta tvö kerfi í einu. Annað þeirra var hern­að­ar­legt og tengd­ist bar­átt­unni gegn Sov­ét­ríkj­un­um. Stofnun NATO er aug­ljós­lega hluti af því kerfi. Það sner­ist ekki um beina atlögu heldur var stefnan meira fyr­ir­byggj­andi og byggð­ist upp á her­stöðvum og banda­lögum sem áttu að halda óvin­inum í skefj­um. Hitt kerfið var eig­in­lega innan í hern­að­ar­kerf­inu, frjáls­lynd­ara, frekar efna­hags­legt og byggð­ist upp á opnum mörk­uðum og við­skipt­um. Hluti af því var stofnun hinna ýmsu banda­laga eins og t.d. GATT og átti þetta að festa banda­lags­ríkin í sam­starf­inu. Þetta kerfi varð ekki til á einni nóttu og var þannig skellt fram til­búið til notk­un­ar. Það þró­að­ist smátt og smátt.

Auglýsing

Gagn­stætt því sem margir kunna að halda þá ætl­uðu Banda­ríkin sér ekk­ert endi­lega að verða alls ráð­andi í þessu sam­starfi. Þau ætl­uð­ust frekar til þess að banda­lags­ríkin fylgdu þess­ari stefnu og byggðu sjálf upp sinn efna­hag og stjórn­kerfi. Sam­eig­in­legir hags­munir myndu þá sjá til þess að þessi lýð­ræð­is­ríki myndu sigla sam­síða inn í fram­tíð­ina. Skip­anir áttu ekki að koma að ofan heldur var um að ræða opið sam­starf lýð­ræð­is­ríkja. Banda­ríkin urðu þó afger­andi for­ystu­afl í þessu sam­starfi og, sam­kvæmt Iken­berry, þá urðu efna­hags­mál, stjórn­ar­hættir og skuld­bind­ingar þar í landi, kjarn­inn í starfi Vest­ur­landa.

Fyrir hvern þann sem eitt­hvað þekkir til sögu sam­skipta Banda­ríkj­anna og Íslands frá lokum heims­styrj­ald­ar­innar liggur það nokkuð í augum uppi að Ísland var hluti af hinu amer­íska heims­kerfi. Að ýmsu leyti má segja að Íslend­ingar hafi verið fyrsta Evr­ópu­þjóðin sem tengd­ist Banda­ríkj­unum á þennan hátt, því banda­rískur her kom hingað mörgum mán­uðum áður en Japan réðst á Perlu­höfn á Hawaii í des­em­ber 1940. 

Loftvarnarbyrgi frá seinni heimstyrjöldinni á Reyðarfirði Mynd: Bára Huld Beck

Banda­rík­in, sem þá var enn hlut­laust ríki, tók við „vernd“ Íslands, af Bret­um. Að vissu leyti má halda því fram að skuld­bind­ing Banda­ríkj­anna um her­vernd Íslands sum­arið 1941 hafi, á óbeinan hátt, verið fyrsta skrefið sem þau tóku sem þátt­tak­endur í heims­styrj­öld­inni. Allt frá árinu 1941 hafa Banda­ríkja­menn því verið Íslend­ingum meira og minna innan hand­ar, bæði efna­hags­lega og hern­að­ar­lega. Ísland var Banda­ríkja­mönnum sér­stak­lega mik­il­vægt. Það er vest­læg­asta ríki Evr­ópu, ein­hvers­konar útvörður í norðri og Churchill á að hafa kallað landið nokk­urs konar „ósökkvandi flug­móð­ur­skip“. 

Það hefði ein­fald­lega verið meiri háttar afleikur af Banda­ríkj­unum að huga ekki að Íslandi og gera það að banda­manni. Ísland varð því fljótt hluti af þessu heims­kerfi, jafn­vel þótt að þorri lands­manna hafi flestir verið fylgj­andi hlut­leysi. Að sós­í­alistum und­an­skildum sáu flestir stjórn­mála­menn sér hag í því að snú­ast á sveif með Banda­ríkj­unum og banda­lags­ríkjum þeirra í Evr­ópu. Það sjón­ar­mið var byggt á raun­sæi varð­andi alþjóð­leg sam­skipti og stjórn­mál á árunum eftir stríð­ið.. Flestir töldu það einnig mikið ábyrgð­ar­leysi að hafa landið varn­ar­laust. 

Stefán Jóhann Stef­áns­son for­sæt­is­ráð­herra var sér­lega and­vígur hlut­leys­is­stefnu og hugn­að­ist illa að Ísland gæti orðið „af­skipta­laus ein­stæð­ing­ur“ í hinum hrollköldu norð­ur­höf­um. Mögu­lega var það heims­styrj­öldin síð­ari sem end­an­lega opn­aði augu Íslend­inga fyrir því að landið þeirra var orðið geysi­lega mik­il­vægt í hern­að­ar­legu til­liti og að augu stór­veld­anna myndu alltaf bein­ast að því. Hlut­leys­is­stefna var, að margra mati, ein­fald­lega óraunsæ í hinu alþjóð­lega umhverfi eftir heims­styrj­öld­ina.

Ísland var eitt af stofn­ríkjum NATO 1949 og gerði árið 1951 varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in. Þar með var Ísland bundið í sam­bönd hins amer­íska heims­kerf­is. Auk þess naut Ísland Mars­hall-að­stoðar eftir stríðið en öfugt við flest Evr­ópu­ríki sem voru þá efna­hags­lega ein rjúk­andi rúst, hafði Ísland frekar hagn­ast á veru breska og banda­ríska her­liðs­ins. Banda­ríkin beittu einnig áhrifa­mætti sínum hjá t.d. Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum og Alþjóða­bank­anum til að Íslend­ingar fengju lán, þó landið upp­fyllti ekki alltaf öll skil­yrði til þess. Jafn­vel þótt vinstri stjórn næði völdum á Íslandi þá breytt­ist lítið hvað þessi sam­skipti varð­ar. 

Rík­is­stjórn Her­manns Jón­as­sonar sem tók við völdum 1956 hafði það sem mark­mið að losna við her­inn en af ýmsum ástæðum reynd­ist það ill­ger­legt. Í fyrsta lagi var erfitt efna­hags­á­stand á Íslandi og aðstoð að vestan því kær­kom­in. Sú staða kann að hafa ráðið mestu um þá stað­reynd að vinstri stjórnin gekk ekki harðar fram í því að reka her­inn af höndum sér. Hafa ber í huga að vald Banda­ríkj­anna var svo mikið að nær von­laust var að fá lán nokk­urs staðar án þeirra sam­þykk­is. Skipti þá engu þó sendi­nefndir Íslands færu um víðan völl, m.a. til V-Þýska­lands, Frakk­lands og Alþjóða­bank­ans. Í öðru lagi var ýmis­legt að ótt­ast í alþjóða­mál­um. Íhlutun Sov­ét­manna í Ung­verja­landi í nóv­em­ber 1956 og Súes-­deilan sama ár, sýndu að brugðið gat til beggja vona hvað heims­frið­inn varð­aði.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur krafist þess að bandalagsríki á vesturlöndum taki meiri þátt í NATO-starfinu. Mynd: Samsett

Eins og áður sagði þá hefur núver­andi Banda­ríkja­for­seti gagn­rýnt banda­lags­ríki á vest­ur­löndum og kraf­ist þess að þau taki meiri þátt í NATO-­starf­inu. Honum virð­ist vaxa í augum hve miklum fjár­munum Banda­ríkin veita í banda­lag­ið, miðað við lönd á borð við t.d. Frakk­land og Þýska­land. Engri gagn­rýni hefur þó verið beint að Íslend­ingum og óvíst að svo verði. Það fer nefni­lega ekki á milli mála að NATO telur Ísland enn vera gíf­ur­lega mik­il­vægan þátt­tak­anda í NATO-­sam­starfi. Í árs­lok 2017 sam­þykkti Banda­ríkja­stjórn til dæmis háa fjár­veit­ingu til upp­bygg­ingar mann­virkja á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í mars sama ár, var hald­inn opinn fundur í Nor­ræna hús­inu, á vegum Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands og norska sendi­ráðs­ins á Íslandi. Þar tóku m.a. til máls John Andr­eas Olsen og Per Orik Solli, for­ingjar í norska flug­hernum og Dr. Alarik Fritz, fræði­maður við Center for Naval Ana­lys­is. Ekki fór á milli mála að NATO, ekki síst Nor­eg­ur, telja Ísland enn vera sér­lega mik­il­vægan aðila og legu lands­ins jafn hern­að­ar­lega mik­il­væga og áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar