Jennifer Lopez, Jenny úr blokkinni, fimmtug

Hún fæddist ekki með silfurskeið í munni og þegar foreldrarnir sendu hana, fimm ára gamla, í dansskóla grunaði þá ekki að dóttirin yrði moldrík, og fyrirmynd milljóna innflytjenda í Bandaríkjunum.

jennifer lopez
jennifer lopez
Auglýsing

Jenni­fer Lynn Lopez fædd­ist í Bronx í New York þann 24. júlí 1969. For­eldrar hennar höfðu, líkt og hund­ruð þús­unda íbúa Púertó Ríkó flutt til Banda­ríkj­anna í von um betra líf. For­eldr­arn­ir, Guadalupe Rodriguez og David Lopez vissu að í Banda­ríkj­unum yxu pen­ing­arnir ekki á trjánum en voru stað­ráðin í að skapa sér fram­tíð í nýja land­inu. Hjónin eign­uð­ust þrjár dætur og fyrstu árin í Banda­ríkj­unum vann David sem næt­ur­vörður en Guadalupe sá um heim­il­ið. Hún varð síðar leik­skóla­kenn­ari en David fékk starf í tölvu­deild­inni hjá fyr­ir­tæk­inu sem hann hafði unnið hjá sem næt­ur­vörð­ur.

Þegar fjöl­skyldan hafði búið í New York í nokkur ár flutti hún úr litlu blokkar­í­búð­inni í tveggja hæða hús, sem mikil vinna og ráð­deild gerði hjón­unum kleift að eign­ast. Dóttirin Jenni­fer sagði síðar að for­eldr­arnir hefðu verið sín fyr­ir­mynd. Þeir hefðu inn­prentað dætr­unum að leggja sig fram við það sem þær tækju sér fyrir hendur „því hef ég aldrei gleymt.“

Auglýsing

Fimm ára í dans- og söng­skóla

Ung Jennifer LopezÞegar Jenni­fer var fimm ára ákváðu for­eldr­arnir að senda hana í dans- og söng­skóla. Þar kom í ljós að sú stutta hafði mjög gaman af því að syngja og dansa fyrir áhorf­end­ur. Sjö ára gömul var hún valin í söng-og dans­hóp skól­ans sem skemmti í öðrum skólum borg­ar­inn­ar.

Jenni­fer sagði síðar frá því að syst­urnar hefðu sett upp sýn­ingar „heima í stofu“ þar sem þær sungu og döns­uðu hver fyrir aðra og þrjár sam­an. For­eldr­arnir lögðu mikla áherslu á að dæt­urnar gætu talað lýta­lausa ensku, þær gengu allar í kaþ­ólska skóla. Jenni­fer gekk ágæt­lega í skól­anum og lauk mennta­skóla­prófi (High School) en hafði þó meiri áhuga fyrir íþrótt­um, söng og dansi en bók­nám­inu.

Fyrsta kvik­mynda­hlut­verkið 17 ára

Á loka­ári Jenni­fer í mennta­skól­anum frétti hún að kvik­mynda­fyr­ir­tæki væri að leita að nokkrum stúlkum í auka­hlut­verk í kvik­mynd. Jenni­fer skráði sig og fékk hlut­verk í mynd­inni. Þessi kvik­mynd „My Little Girl“ var frum­sýnd í árs­byrjun 1987 og fékk ágæta dóma. Jenni­fer var, eftir þessa reynslu, ákveðin í að verða leik­kona en það þótti for­eldr­unum ekki góð hug­mynd „fólk eins og við fer ekki þessa leið“.

Jenni­fer skráði sig, vegna þrýst­ings frá for­eldr­un­um, í háskóla­nám en hætti eftir eina önn. For­eldr­arnir voru ósáttir við þá ákvörð­un, en Jenni­fer sat við sinn keip og flutti að heiman, niður á Man­hatt­an. Næstu árin fékk hún nokkur tíma­bundin smá­hlut­verk í söng­leikj­um, t.d. Jesus Christ Superstar og Okla­homa. Enn­fremur tók Jenni­fer þátt í fimm mán­aða ferða­lagi banda­rísks leik­flokks um Evr­ópu, flokk­ur­inn sýndi brot úr þekktum Broa­d­way söng­leikj­um. Þegar því lauk var henni boð­inn samn­ingur í Jap­an, í söng­leiknum Syncron­icity. Þar söng hún og dans­aði og samdi jafn­framt dansana í sýn­ing­unni.

New Kids On The Block og In Liv­ing Color

Nú fóru hjólin fyrir alvöru að snú­ast. Árið 1991 tók Jenni­fer þátt í flutn­ingi hljóm­sveit­ar­innar New Kids On The Block á lag­inu Games við afhend­ingu Banda­rísku tón­list­ar­verð­laun­anna og sama ár var hún, úr hópi tvö þús­und umsækj­enda, ráðin sem dans­ari í sjón­varps­þátt­unum „In Liv­ing Color“. Þætt­irn­ir, sem voru sýndir á Fox sjón­varps­stöð­inni, nutu mik­illa vin­sælda. Árið 1993 sagði Jenni­fer upp sem dans­ari í „In Liv­ing Color“ og flutti til Los Ang­el­es.

Um líkt leyti tók hún þátt, sem dans­ari, í nokkrum tón­leikum Janet Jackson en afþakk­aði boð hennar um samn­ing í þátt­töku í tæp­lega tveggja ára söng­ferða­lagi. „Það var komið að mér að standa á eigin fótum og gera það sem ég vild­i,“ sagði Jenni­fer síð­ar. Hún hafði á sínum tíma sagt for­eldrum sínum að hún vildi verða leik­kona og það var næsta skref hennar á frægð­ar­braut­inni.

Sama árið og Jenni­fer flutti til Los Ang­eles fékk hún fyrsta hlut­verk sitt sem leik­kona, það var í sjón­varps­kvik­mynd­inni „Lost in the Wild“.

Í kjöl­farið fylgdu hlut­verk í fleiri sjón­varps­kvik­myndum og þátta­röðum og nú fóru til­boð um stærri kvik­mynda­hlut­verk að ber­ast. Leik­stjórar og fram­leið­end­ur, sem sífellt leita að nýju hæfi­leika­fólki voru farnir að veita Jenni­fer Lopez athygli.

Auglýsing

Sel­ena

Á árunum 1995 og 1996 lék Jenni­fer í þremur kvik­mynd­um. Þar var hún í hópi þekktra leik­ara, þar á meðal Jack Nichol­son og Robin Willams. Þessar þrjár myndir fengu mis­jafna dóma en gagn­rýnendur sögðu að komin væri fram á sjón­ar­sviðið leik­kona sem vænta mætti mik­ils af. Sú héti Jenni­fer Lopez. Þegar henni byð­ist hlut­verk sem nýtti hæfi­leika hennar yrði hún stór­stjarna.

Þetta tæki­færi kom árið 1997. Þá var Jenni­fer valin til að leika tit­il­hlut­verkið í kvik­mynd­inni Sel­ena. Myndin byggir á ævi­sögu söng­kon­unnar Sel­enu Quin­tanilla-Pérez sem skotin var til bana aðeins 23 ára að aldri. Myndin fékk góða dóma og gagn­rýnendur sögðu að þar færi saman áhuga­verð, en jafn­framt sorg­leg, saga efni­legrar söng­konu. Jenni­fer Lopez fékk mikið lof fyrir frammi­stöðu sína og gagn­rý­endur sögðu að komin væri fram á sjón­ar­sviðið ný stór­stjarna, sem væri jafn­víg á söng, dans og leik. Þetta reynd­ust orð að sönn­u. 

Jennifer Lopez lék Selenu Quintanilla-Pérez

Síðan 1997 hefur Jenni­fer Lopez leikið í á fjórða tug kvik­mynda og fram­leitt sex þeirra sjálf. Hún hefur sagt að Sel­ena hafi rutt kvik­mynda­braut­ina, sú mynd hafi komið henni „á kort­ið“. Auk kvik­mynd­anna hefur Jenni­fer leikið í mörgum sjón­varps­þáttum og þátta­röð­um.

Jenni­fer sagði fyrir nokkru frá því í blaða­við­tali að þekktur kvik­mynda­fram­leið­andi hefði sagt við sig í „at­vinnu­við­tali“ að hann þyrfti að sjá á henni brjóstin til að vita hvort hún pass­aði í hlut­verk­ið. Jenni­fer neit­aði og svar­aði því til að brjóstin væru tvö og ósköp venju­leg.

Hljóm­plötur í tug­millj­ón­a­tali

Eins og minnst var á fyrr í þessum pistli sagði Jenni­fer, ung að árum, for­eldrum sínum að sig lang­aði til að verða leik­kona. For­eldr­unum leist ekki vel á það en faðir hennar nefndi að „kannski ætti hún að reyna fyrir sér sem söng­kona.“ Þessum orðum gleymdi Jenni­fer ekki og árið 1999 ákvað hún að nú væri rétt að slá til og gefa út plöt­u. 

„Ég vissi að ástæða þess að ég fékk útgáfu­samn­ing væri sú að ég væri orðin þekkt leik­kona. Mér var líka ljóst að ég væri að taka ákveðna áhættu með að gefa út plötu, þess vegna vand­aði ég vel til verka,“ sagði hún. Platan „On the 6“ kom út 1. júní 1999 og hafi Jenni­fer ótt­ast að valda von­brigðum reynd­ist sá ótti ástæðu­laus. Platan fékk góða dóma og til að gera langa sögu stutta hefur Jenni­fer nú sent frá sér átta plötur og 63 smá­skíf­ur, sem sam­tals hafa selst í um 80 millj­ónum ein­taka.

World of Dance

Árið 2017 hóf sjón­varps­stöðin NBC sýn­ingar á þátta­röð­inni World of Dance. Eins og nafnið gefur til kynna snú­ast þætt­irnir um dans, þar sem þátt­tak­endur frá fjöl­mörgum löndum sýna færni sína á dans­gólf­inu, og keppa um verð­laun. Sam­tals hafa verið sýndir 37 þættir og ný syrpa er nú í und­ir­bún­ingi, hún kemur á skjá­inn á næsta ári. Hug­mynd, og upp­bygg­ing þess­ara þátta er komin frá Jenni­fer Lopez sem er jafn­framt fram­leið­andi og einn þriggja dóm­ara. Þætt­irnir hafa verið sýndir víða um lönd og áhorf­endur sam­tals á annan millj­arð.

Fjögur hjóna­bönd og tví­burar

Jenni­fer Lopez hefur reglu­lega verið umfjöll­un­ar­efni banda­rískra fjöl­miðla, þeirra sem fjalla um ríka fólk­ið. Jenni­fer er fjór­gift og á tvö börn, tví­bura fædda 2008. Faðir þeirra er leik­ar­inn Marc Ant­ony en þau Jenni­fer voru gift frá 2004 til 2011.

Hefur rutt braut­ina

Í til­efni fimm­tugs­af­mælis Jenni­fer Lopez hafa margir fjöl­miðlar fjallað ítar­lega um ævi hennar og störf. Allir virð­ast sam­mála um fjöl­hæfni hennar og dugn­að. Þetta getur átt við marga fleiri. En það sem aðskilur Jenni­fer Lopez frá öllum öðrum er að hún ruddi braut­ina fyrir konur frá rómönsku Amer­íku.

Það hefur lengst af verið hlut­verk rómansk amer­ískra kvenna að gæta barna hvítra Amer­ík­ana, vinna við hrein­gern­ingar og fleira í þeim dúr. Leik­ar­ar, einkum kon­ur, frá rómönsku Amer­íku sáust vart í sjón­varpi og kvik­myndum þangað til Jenni­fer Lopez kom fram á sjón­ar­svið­ið. Henni hefur tek­ist það sem svo marga frá rómönsku Amer­íku hefur dreymt um. Og hún hefur aldrei gleymt upp­runan­um.

Auglýsing

Blaða­maður The Guar­dian í Bret­landi skrif­aði í umfjöllun sinni um Jenni­fer að fólk í okkar heims­hluta eigi kannski erfitt með að átta sig á hve mik­il­vægt braut­ryðj­enda­starf hennar í þágu kvenna frá rómönsku Amer­íku hafi ver­ið. Danskur sér­fræð­ingur í mál­efnum rómönsku Amer­íku tók í sama streng.

Í hópi þeirra ríku

Jenni­fer Loopez hefur sann­ar­lega kunnað að ávaxta sitt pund. Auk þess sem að framan er talið hefur hún hagn­ast vel á „tísku­brans­an­um“. Fatn­að­ur, snyrti­vör­ur, gler­augu og margt fleira sem ber nafn hennar hefur fært henni miklar tekj­ur. Tug­millj­arða. Jenni­fer hefur þó ekki varð­veitt það allt á banka­bók­inni því hún hefur varið hund­ruðum millj­óna til margs konar mál­efna, meðal ann­ars rann­sókna á HIV veirunn­i. Gald­ur­inn á bak við vel­gengn­ina segir Jenni­fer Lopez í raun engan gald­ur. „Ég hef alltaf unnið mikið og aldrei hallað mér aftur á bak í sóf­an­um. Vinna og aftur vinna, ásamt heppni, hefur skilað mér þangað sem ég er.“

Þess má að lokum geta að Jenni­fer Lopez er nú á tón­leika­ferða­lagi, að hennar eigin sögn, í til­efni fimm­tugs­af­mæl­is­ins. Tón­leik­arn­ir, sem nefn­ast „It´s My Par­ty“ verða sam­tals 38, þeir fyrstu voru í Ing­lewod í Kali­forníu 7. júní og þeir síð­ustu verða í Sankti Pét­urs­borg í Rúss­landi 11. ágúst.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar