Eigandi Árvakurs tapaði hundruðum milljóna í fyrra

Hlutdeild eins stærsta eiganda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í tapi þess á síðasta ári var 61,8 milljónir króna. Sá eigandi á 16,45 prósent hlut og heildartap samkvæmt því var yfir 400 milljónir króna.

Morgunblaðið
Auglýsing

Þórsmörk ehf., eignarhaldsfélagið sem á Árvakur, tapaði um 414 milljónum króna á árinu 2018. Árvakur er útgáfulega Morgunblaðsins, mbl.is og K100. Þetta má lesa úr ársreikningi Hlyns A ehf. eins stærsta eiganda Þórsmerkur. Þar kemur fram að hlutdeild Hlyns A í tapi Þórsmerkur í fyrra hafi verið 61,8 milljónir króna. 

Hlynur A er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins, og barna hennar. Eina eign Hlyns A í lok síðasta árs var 16,45 prósent hlutur í Þórsmörk og tapið af rekstri Hlyns A reiknast því 16,45 prósent af heildartapi Þórsmerkur. Þegar tap Hlyns A er uppreiknað út frá hlutdeild félagsins kemur í ljós að heildartap Þórsmerkur var um 414 milljónir króna.

Auglýsing
Hvorki Þórs­mörk né Árvak­ur hafa skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2018, en útgáfu­fé­lagið er eina eign Þórs­merk­ur. Und­an­farin ár hafa upp­lýs­ingar í árs­reikn­ingum félaga sem eiga í Þórs­mörk hins vegar sýnt hvert tap Árvak­urs er. Fyrir árið 2016 og 2017 var t.d. tap Hlyns A vegna hlutar félags­ins í Þórs­mörk í fullu sam­ræmi við það tap sem Árvakur opin­ber­aði þegar árs­reikn­ingur þess félags var birt­ur.

Yfir tveggja milljarða tap á áratug

Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­rekstur á und­an­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2018 tap­aði félagið um 2,2 millj­­­örðum króna miðað við ofangreinda útreikninga á tapi Árvakurs í fyrra. Tapið eykst umtalsvert á milli ára, en Árvakur tapaði 284 milljónum króna árið 2017. 

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar síð­ast­liðnum að hlutafé í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs, hefði verið aukið um 200 millj­ónir króna þann 21. jan­úar 2019. Auk þess var sam­­þykktum félags­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­féð um allt að 400 millj­­ónir króna til við­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins síðla árs 2009. Hann hefur því gegnt þeirri stöðu í tíu ár í haust. Árið 2016 tók hann sér leyfi frá störfum og bauð sig fram til forseta. Hann hlaut 13,7 prósent atkvæða og var ekki kjörinn. MYND: Birgir Þór HarðarsonKaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) og félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja lögðu til 80 pró­sent þeirra 200 millj­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­ónir króna af milljónunum 200. Þær 40 millj­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­aukn­ing­una. 

Alls tóku fimm skráðir hlut­hafar ekki þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og minnk­aði hlut­falls­leg eign þeirra sam­hliða henni. Á meðal þeirra var félagið Ramses II ehf., í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Eign­ar­hlutur Ramses hefur skroppið saman úr 22,87 pró­sentum í 20,05 pró­sent.  Stundin hefur greint frá því að Eyþór hafi keypt hlut sinn í Árvakri með 325 milljón króna kúlu­láni frá félagi í eigu Sam­herja. Þar hefur meðal ann­ars komið fram að Eyþór hafi aldrei viljað upp­lýsa um hvernig hann hafi fjár­magnað kaupin á hlutnum og sagt að við­skiptin væru trún­að­ar­mál.

Flestir minni eig­endur Þórs­merkur eru tengdir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­­um.

Færðu niður hlutaféð um milljarð

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­lega 1,6 millj­arð króna. Þar af nemur fram­lagt hlutafé KS um 324 millj­ónum króna og fram­lagt hlutafé tveggja félaga sem tengj­ast Ísfé­lag­inu um 484 millj­ónum króna. Annað þeirra er áðurnefnt Hlynur A en hitt er Ísfélagið sjálft.

Auglýsing
Í maí síðastliðnum var ákveðið að lækka hlutafé í Þórsmörk  um einn milljarð króna. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var það gert til jöfnunar á tapi. 

Við það lækkaði hlutafé Þórsmerkur úr 1,6 milljarði króna í 606 milljónir króna. Það þýðir að eigendur félagsins hafa afskrifað milljarð af því fjármagni sem þeir settu inn í félagið. 

Virði Þórsmerkur hefur farið hratt lækkandi í bókum Hlyns A síðustu ár. Félagið mat eign­ar­hlut sinn í Þórs­mörk á 177,7 millj­ónir króna í lok árs 2016 á 135 millj­ónir króna ári síðar. Um síðustu áramót var hluturinn metinn á 99,8 milljónir króna sem þýðir að heild­ar­virði Þórs­merk­ur, og þar af leið­andi Árvak­urs, hefur farið úr um 1.080 millj­ónum króna í um 606 millj­ónir króna á einu ári. Það er í samræmi við virði alls hlutafjár Þórsmerkur eftir að það var lækkað um milljarð króna í maí. 

Eign­ar­hald Þórs­merkur er eft­ir­far­andi:

 • Ramses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­dal Arn­alds, 20,05 pró­sent
 • Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf.,  ­forsv.m. Sig­ur­jón Rafns­son, 20,00 ­pró­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­forsv.maður­ Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, 16,45 ­pró­sent
 • Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., ­forsv.maður­ ­Stefán Frið­riks­son, 13,43 ­pró­sent
 • Legalis s­f., ­forsv.maður­ ­Sig­ur­björn Magn­ús­son, 12,37 ­pró­sent
 • Rammi hf., ­forsv.maður­ Ólafur Mart­eins­son, 6,14 ­pró­sent
 • Þingey ehf., ­forsv.maður­ Að­al­steinn Ing­ólfs­son, 3,59 ­pró­sent
 • Stál­skip ehf., ­forsv.maður­ Hall­dór Krist­jáns­son, 3,08 ­pró­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­forsv.maður­ Ás­geir Bolli Krist­ins­son, 2,05 ­pró­sent
 • Fari ehf., ­forsv.maður­ Jón Pálma­son, 1,54 ­pró­sent
 • Hrað­frysti­húsið – Gunn­vör hf., ­forsv.maður­ Einar Valur Krist­jáns­son, 1,30 ­pró­sent

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar