Verðtryggð útlán lífeyrissjóðanna taka aftur afgerandi forskot

Sjóðsfélagar lífeyrissjóða virðast haga lántöku sinni mjög eftir ytri aðstæðum. Þegar verðbólga hækkaði seint á síðasta ári flykktust þeir í óverðtryggð lán. Nú þegar hún hefur lækkað á ný halla þeir sér aftur að verðtryggðum.

Íbúðarkaup eru stærsta fjárfesting sem flestir ráðast í lífsleiðinni. Það skiptir því miklu máli að taka rétta tegund lána til að lágmarka kostnað vegna þeirra kaupa.
Íbúðarkaup eru stærsta fjárfesting sem flestir ráðast í lífsleiðinni. Það skiptir því miklu máli að taka rétta tegund lána til að lágmarka kostnað vegna þeirra kaupa.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu alls 7,7 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna í júní­mán­uði. Þar af voru rúm­lega 5,2 millj­arðar króna verð­tryggð útlán en tæp­lega 2,5 millj­arðar króna óver­tryggð. Það þýðir að tvær af hverjum þremur nýjum krónum sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu til sjóðs­fé­laga í mán­uð­inum voru verð­tryggðar krón­ur. Þetta má lesa úr nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið.

Frá því að líf­eyr­is­sjóð­irnir fóru að bjóða upp á óverð­tryggð hús­næð­is­lán haustið 2015 þá hafa verð­tryggðu lánin nær alltaf verið vin­sælli hjá sjóðs­fé­lögum þeirra. Breyt­ing varð á því síðla árs í fyrra, nánar til­tekið í nóv­em­ber 2018, þegar tekin óverð­tryggð lán voru nán­ast sama upp­hæð og þau sem voru verð­tryggð. Í des­em­ber sama ár gerð­ist það svo í fyrsta sinn að sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­sjóða tóku hærri upp­hæð óverð­tryggða að láni innan mán­aðar en verð­tryggða. Í þeim mán­uði voru rúm­lega 60 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða óverð­tryggð. Þá hafði verð­bólga hækkað nokkuð skarpt á skömmum tíma eftir að hafa verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans árum sam­an. Í júlí 2018 fór hún yfir það mark­mið í fyrsta sinn í meira en fjögur ár og í des­em­ber mæld­ist hún 3,7 pró­sent. 

Auglýsing
Ljóst er að þessar svipt­ingar höfðu áhrif á lán­tökur sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­sjóða, þótt að lækk­andi láns­hlut­fall nokk­urra af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins hafi líka getað spilað þar inn í. Heild­ar­út­lán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna fóru lækk­andi mán­uði til mán­aðar frá júlí­mán­uði 2018 og fram í jan­úar árið eft­ir, á meðan að verð­bólgan var að að aukast. Í des­em­ber 2018 námu heild­ar­út­lán, bæði verð­tryggð og óverð­tryggð, ein­ungis um 56 pró­sent af því sem sjóð­irnir höfðu lánað í sama mán­uði árið áður. 

Færa sig með verð­bólgu­þróun

Í jan­úar 2019 var verð­bólgan enn há, mæld­ist 3,4 pró­sent, og sjóðs­fé­lagar héldu því áfram að taka frekar óverð­tryggð lán en verð­tryggð, enda hefur verð­bólga bein áhrif á þróun höf­uð­stóls verð­tryggðra lána. Það var þó aug­ljós­lega að fær­ast meira öryggi í hús­næð­is­mark­að­inn vegna þess að heild­ar­lán­taka fór úr tæp­lega 9,1 millj­arði króna í jan­úar úr tæp­lega 5,1 millj­arði króna í mán­uð­inum á und­an, og var umtals­vert hærri en í jan­úar 2018. 

Í febr­úar 2019 var hærri heild­ar­upp­hæð tekin að láni hjá líf­eyr­is­sjóðum til hús­næð­is­kaupa en í saman mán­uði árið áður en áhug­inn á verð­tryggðum lánum jókst og fleiri lán­tak­endur tóku slík lán en óverð­tryggð. Sú staða hefur hald­ist síð­ustu mán­uði og við­snún­ing­ur­inn náði hámarki í júní þegar um 67 pró­sent allra nýrra útlána líf­eyr­is­sjóða voru verð­tryggð. 

Heild­ar­upp­hæð lán­töku sjóðs­fé­laga hefur þó verið lægri frá byrjun mars og út júní en hún var á sama tíma­bili í fyrra. Það vekur athygli þar sem fjöldi nýrra útlána hefur auk­ist milli ára. Á fyrri hluta árs­ins 2018 veittu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins alls 3.577 ný útlán en á sama tíma­bili í ár voru þau 3.756 alls. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir bjóða best

Líf­eyr­is­sjóðir hafa boðið upp á bestu kjör á hús­næð­is­lánum sem hægt er að fá hér­lendis á und­an­förnum árum, fyrir þá sem upp­fylla skil­yrði þeirra. Þau eru fyrst og fremst að lán­taki hafi greitt í við­kom­andi líf­eyr­is­sjóð og eigi umtals­vert eigið fé, en flestir sjóð­irnir tak­marka lán­veit­ingar sínar við 65 til 70 pró­sent af kaup­verð­i. 

Auglýsing
Tveir líf­eyr­is­­sjóð­ir, Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn og Birta, bjóða nú upp á verð­­tryggða breyt­i­­lega vexti sem eru undir tveimur pró­­sent­­um. Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn býður upp á bestu slíku vext­ina, eða 1,84 pró­­sent, og lánar sjóðs­fé­lögum sínum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­­­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 70 pró­­sent af kaup­verði. Birta, sem er fjórði stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, lánar hins vegar þeim sjóðs­fé­lögum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­­­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 65 pró­­sent af kaup­verði á 1,97 pró­­sent verð­­tryggðum breyt­i­­legum vöxt­u­m. 

Óverð­tryggðir vextir hafa líka lækkað mjög skarpt. Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna lækk­aði til að mynda  fasta óverð­­tryggða vexti sína um miðjan síð­­asta mánuð og fóru þeir þá úr 6,12 pró­­sentum í 5,14 pró­­sent, sem þýðir um 16 pró­­sent lækk­­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­­stæð­­ustu föstu óverð­­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­­ar­­kaup­endum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breyt­i­­lega óverð­­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­­­fylla skil­yrði til lán­­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­­sent af kaup­verði á 4,85 pró­­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí.

Bestu verð­tryggðu vextir sem við­skipta­banki býður eru hjá Lands­bank­an­um, sem lánar grunn­lán á 3,25 pró­sent vöxt­um. Hann býður líka best allra við­skipta­bank­anna þegar kemur að óverð­tryggðum vöxt­um, eða 5,58 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar