Verðtryggð útlán lífeyrissjóðanna taka aftur afgerandi forskot

Sjóðsfélagar lífeyrissjóða virðast haga lántöku sinni mjög eftir ytri aðstæðum. Þegar verðbólga hækkaði seint á síðasta ári flykktust þeir í óverðtryggð lán. Nú þegar hún hefur lækkað á ný halla þeir sér aftur að verðtryggðum.

Íbúðarkaup eru stærsta fjárfesting sem flestir ráðast í lífsleiðinni. Það skiptir því miklu máli að taka rétta tegund lána til að lágmarka kostnað vegna þeirra kaupa.
Íbúðarkaup eru stærsta fjárfesting sem flestir ráðast í lífsleiðinni. Það skiptir því miklu máli að taka rétta tegund lána til að lágmarka kostnað vegna þeirra kaupa.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu alls 7,7 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna í júní­mán­uði. Þar af voru rúm­lega 5,2 millj­arðar króna verð­tryggð útlán en tæp­lega 2,5 millj­arðar króna óver­tryggð. Það þýðir að tvær af hverjum þremur nýjum krónum sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu til sjóðs­fé­laga í mán­uð­inum voru verð­tryggðar krón­ur. Þetta má lesa úr nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið.

Frá því að líf­eyr­is­sjóð­irnir fóru að bjóða upp á óverð­tryggð hús­næð­is­lán haustið 2015 þá hafa verð­tryggðu lánin nær alltaf verið vin­sælli hjá sjóðs­fé­lögum þeirra. Breyt­ing varð á því síðla árs í fyrra, nánar til­tekið í nóv­em­ber 2018, þegar tekin óverð­tryggð lán voru nán­ast sama upp­hæð og þau sem voru verð­tryggð. Í des­em­ber sama ár gerð­ist það svo í fyrsta sinn að sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­sjóða tóku hærri upp­hæð óverð­tryggða að láni innan mán­aðar en verð­tryggða. Í þeim mán­uði voru rúm­lega 60 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða óverð­tryggð. Þá hafði verð­bólga hækkað nokkuð skarpt á skömmum tíma eftir að hafa verið undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans árum sam­an. Í júlí 2018 fór hún yfir það mark­mið í fyrsta sinn í meira en fjögur ár og í des­em­ber mæld­ist hún 3,7 pró­sent. 

Auglýsing
Ljóst er að þessar svipt­ingar höfðu áhrif á lán­tökur sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­sjóða, þótt að lækk­andi láns­hlut­fall nokk­urra af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins hafi líka getað spilað þar inn í. Heild­ar­út­lán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna fóru lækk­andi mán­uði til mán­aðar frá júlí­mán­uði 2018 og fram í jan­úar árið eft­ir, á meðan að verð­bólgan var að að aukast. Í des­em­ber 2018 námu heild­ar­út­lán, bæði verð­tryggð og óverð­tryggð, ein­ungis um 56 pró­sent af því sem sjóð­irnir höfðu lánað í sama mán­uði árið áður. 

Færa sig með verð­bólgu­þróun

Í jan­úar 2019 var verð­bólgan enn há, mæld­ist 3,4 pró­sent, og sjóðs­fé­lagar héldu því áfram að taka frekar óverð­tryggð lán en verð­tryggð, enda hefur verð­bólga bein áhrif á þróun höf­uð­stóls verð­tryggðra lána. Það var þó aug­ljós­lega að fær­ast meira öryggi í hús­næð­is­mark­að­inn vegna þess að heild­ar­lán­taka fór úr tæp­lega 9,1 millj­arði króna í jan­úar úr tæp­lega 5,1 millj­arði króna í mán­uð­inum á und­an, og var umtals­vert hærri en í jan­úar 2018. 

Í febr­úar 2019 var hærri heild­ar­upp­hæð tekin að láni hjá líf­eyr­is­sjóðum til hús­næð­is­kaupa en í saman mán­uði árið áður en áhug­inn á verð­tryggðum lánum jókst og fleiri lán­tak­endur tóku slík lán en óverð­tryggð. Sú staða hefur hald­ist síð­ustu mán­uði og við­snún­ing­ur­inn náði hámarki í júní þegar um 67 pró­sent allra nýrra útlána líf­eyr­is­sjóða voru verð­tryggð. 

Heild­ar­upp­hæð lán­töku sjóðs­fé­laga hefur þó verið lægri frá byrjun mars og út júní en hún var á sama tíma­bili í fyrra. Það vekur athygli þar sem fjöldi nýrra útlána hefur auk­ist milli ára. Á fyrri hluta árs­ins 2018 veittu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins alls 3.577 ný útlán en á sama tíma­bili í ár voru þau 3.756 alls. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir bjóða best

Líf­eyr­is­sjóðir hafa boðið upp á bestu kjör á hús­næð­is­lánum sem hægt er að fá hér­lendis á und­an­förnum árum, fyrir þá sem upp­fylla skil­yrði þeirra. Þau eru fyrst og fremst að lán­taki hafi greitt í við­kom­andi líf­eyr­is­sjóð og eigi umtals­vert eigið fé, en flestir sjóð­irnir tak­marka lán­veit­ingar sínar við 65 til 70 pró­sent af kaup­verð­i. 

Auglýsing
Tveir líf­eyr­is­­sjóð­ir, Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn og Birta, bjóða nú upp á verð­­tryggða breyt­i­­lega vexti sem eru undir tveimur pró­­sent­­um. Almenni líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn býður upp á bestu slíku vext­ina, eða 1,84 pró­­sent, og lánar sjóðs­fé­lögum sínum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­­­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 70 pró­­sent af kaup­verði. Birta, sem er fjórði stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins, lánar hins vegar þeim sjóðs­fé­lögum sem greitt hafa í sjóð­inn síð­­­ustu þrjá mán­uði fyrir allt að 65 pró­­sent af kaup­verði á 1,97 pró­­sent verð­­tryggðum breyt­i­­legum vöxt­u­m. 

Óverð­tryggðir vextir hafa líka lækkað mjög skarpt. Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna lækk­aði til að mynda  fasta óverð­­tryggða vexti sína um miðjan síð­­asta mánuð og fóru þeir þá úr 6,12 pró­­sentum í 5,14 pró­­sent, sem þýðir um 16 pró­­sent lækk­­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­­stæð­­ustu föstu óverð­­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­­ar­­kaup­endum til boða. Birta býður hins vegar upp á betri breyt­i­­lega óverð­­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­­­fylla skil­yrði til lán­­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­­sent af kaup­verði á 4,85 pró­­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí.

Bestu verð­tryggðu vextir sem við­skipta­banki býður eru hjá Lands­bank­an­um, sem lánar grunn­lán á 3,25 pró­sent vöxt­um. Hann býður líka best allra við­skipta­bank­anna þegar kemur að óverð­tryggðum vöxt­um, eða 5,58 pró­sent.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar