Það kraumar í Venstre pottinum

Það ríkir ekki sátt og samlyndi innan þingflokks Venstre í Danmörku. Áhrifamaður í þingflokknum krefst afsagnar varaformanns flokksins og flokksformaðurinn Lars Løkke Rasmussen mætir andbyr. Á formanninum er hinsvegar ekkert fararsnið.

Lars Løkke Rasmussen
Auglýsing

Mörgum sem fylgj­ast með dönskum stjórn­málum er í fersku minni „bylt­ing­ar­til­raun­in“ á flokks­þingi Ven­stre árið 2014. Aðal­per­sónur þeirrar orustu voru þeir Lars Løkke Rasmus­sen og Krist­ian Jen­sen, sem þá eins og nú gegna for­mennsku og vara­for­mennsku í flokkn­um.

Ven­stre var á þessum tíma í stjórn­ar­and­stöðu, stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt for­manns flokks Jafn­að­ar­manna tók við stjórn­ar­taumunum eftir kosn­ingar árið 2011. Ven­stre hafði þá setið óslitið í stjórn frá árinu 2001, síð­ustu tvö árin undir stjórn Lars Løkke Rasmus­sen.

Auglýsing
„Byltingartilraunin“ átti sér langan aðdrag­anda. Haustið 2013 var Lars Løkke dögum saman helsta umfjöll­un­ar­efni danskra fjöl­miðla. Ástæðan var að sam­tök sem styðja við efna­hags­upp­bygg­ingu í fátækum lönd­um, og Lars Løkke var í for­mennsku fyr­ir, höfðu borgað flug­miða og hót­elgist­ingu fyrir dóttur hans sem hafði ferð­ast með föður sín­um. Í tengslum við þetta mál hélt Lars Løkke lengsta frétta­manna­fund í sögu Dan­merk­ur. Fund­ur­inn, sem var sendur beint í sjón­varpi og útvarpi, stóð í þrjár og hálfa klukku­stund en frétta­menn og aðrir sem fylgd­ust með voru litlu nær.

Nær­buxna­mál­ið 

Skömmu eftir áður­nefndan frétta­manna­fund kom upp mál sem mikið var fjallað um í dönskum fjöl­miðlum og  sumir köll­uðu „nær­buxna­mál­ið“. Þá varð upp­víst að Ven­stre (sem þrátt fyrir nafnið er hægri miðju­flokk­ur) hefði borgað „allt frá hatti oní skó“, þar á meðal nær­buxur fyrir for­mann­inn. Dag­blöðin gerðu stólpa­grín að þessu máli og sögðu að oft liti Lars Løkke frekar út fyrir að hafa fengið lánuð jakka­föt af afa sínum en vera í splunku­nýju jakka­setti úr dýr­ustu verslun lands­ins.  Í kjöl­far þess­ara mála dvín­uðu vin­sældir Lars Løkke og hann, sem hafði verið vin­sæl­asti stjórn­mála­maður Dan­merk­ur, var skyndi­lega orð­inn sá óvin­sælasti, og það stytt­ist í kosn­ing­ar.

Bylt­ing­ar­til­raunin í Óðins­véum 

3. júní 2014 hélt mið­stjórn Ven­stre fund í Ráð­stefnu­höll­inni í Óðins­vé­um. And­stæð­ingar Lars Løkke hugð­ust nota þetta tæki­færi og velta honum úr sessi og gera vara­for­mann­inn Krist­ian Jen­sen að for­manni. Lars Løkke sagði síðar frá því að hann hafi verið þess full­viss að for­mann­s­tíð sinni lyki á þessum fundi. Litlir kær­leikar voru með honum og Krist­ian Jen­sen vara­for­manni og Lars Løkke mátti ekki til þess hugsa að sjá hann í for­manns­stóln­um. Ef til kæmi ætl­aði Lars Løkke að tefla fram Søren Gade fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra, hann hafði látið af þing­mennsku árið 2010. 

Auglýsing
Áður en að for­manns­kosn­ingu kom var gert hlé og þeir Krist­ian Jen­sen og Lars Løkke, ásamt Lars Krar­up, áhrifa­manni í flokknum rædd­ust við drjúga stund í kjall­ara­her­bergi í Ráð­stefnu­höll­inni. Eng­inn, utan þeirra þriggja veit hvað þar fór fram, en að loknum kjall­ara­fund­inum lýsti Krist­ian Jen­sen yfir stuðn­ingi við Lars Løkke til áfram­hald­andi for­mennsku. Þetta kom mörgum á óvart og Ekstra Blaðið sagði að Krist­ian Jen­sen hefði verið með lyga­merki á putt­un­um. Þannig lauk bylt­ing­ar­til­raun­inni, Krist­ian Jen­sen var áfram vara­for­mað­ur.

Løkk­es­stjórnin 2015 - 2019

Eftir þing­kosn­ing­arnar 2015 tók minni­hluta­stjórn Ven­stre við völdum og sat út kjör­tíma­bil­ið. Lars Løkke varð for­sæt­is­ráð­herra og Krist­ian Jen­sen fyrst utan­rík­is­ráð­herra og síðar fjár­mála­ráð­herra. Í upp­hafi var Ven­stre einn í stjórn­inni, en síðar gengu tveir minni flokkar til liðs við stjórn­ina, sem þó var áfram minni­hluta­stjórn. Á þessum árum var mik­ill upp­gangur í dönsku efna­hags­lífi en stjórnin var með „aft­ur­sæt­is­bíl­stjóra“ sem miklu réð­i. 

Þetta var Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem eftir kosn­ing­arnar 2015 varð næst fjöl­menn­astur á þingi, stærri en Ven­stre, en vildi ekki eiga aðild að rík­is­stjórn. Í kosn­ing­unum 2019 galt Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn afhroð og þótt Ven­stre héldi fylgi sínu, og bætti raunar lít­il­lega við sig, féll rík­is­stjórn­in. Í aðdrag­anda kosn­ing­anna sagði Lars Løkke eitt­hvað á þá leið að kannski væri kom­inn tími til að hugsa dönsk stjórn­mál uppá nýtt. Til dæmis hvort hægt væri að mynda stjórn yfir miðj­una, eins og hann komst að orði. Hann gæti vel hugsað sér að kanna þann mögu­leika hvort Ven­stre og Jafn­að­ar­menn gætu staðið saman að rík­is­stjórn. Þetta vakti tak­mark­aða hrifn­ingu margra flokks­manna Ven­stre og Mette Frederik­sen leið­togi Jafn­að­ar­manna og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra vís­aði slíkum hug­myndum á bug. 

Ólgan innan Ven­stre

Eftir kosn­ing­arnar sl. vor (2019) fannst ýmsum innan Ven­stre nauð­syn­legt að líta í eigin barm, meta stöðu og fram­tíð­ar­stefnu flokks­ins. Þegar upp­víst varð að flokks­for­mað­ur­inn Lars Løkke hefði gefið í skyn að hann gæti ef til vill hugsað sér starf hjá Evr­ópu­sam­band­inu mátu sumir flokks­menn það svo að kannski væri hans for­manns­tími brátt lið­inn. Þótt ekk­ert yrði úr þessum Evr­ópu­draumi Lars Løkke, eins og sumir danskir fjöl­miðlar komust að orði, varð þetta til þess að raddir um breyt­ingar urðu nú hávær­ari.

Síð­ast­lið­inn mánu­dag (5. ágúst) fór fram þing­flokks­fundur hjá Ven­stre. Fund­ar­efnið var kosn­ing í stjórn þing­flokks­ins. Lars Løkke lagði mikla áherslu á að Inger Støjberg fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála fengi sæti í stjórn­inni, en henni var hafnað í kosn­ingu sem fram fór á fund­in­um. Þessi nið­ur­staða og ýmis­legt fleira varð til þess að opin­bera þann klofn­ing sem upp er kom­inn í flokkn­um. Ekki varð við­tal dag­blaðs­ins Berl­ingske við vara­for­mann­inn Krist­ian Jen­sen, tveim dögum eftir þing­flokks­fund­inn, til að bæta úr skák. Þar vís­aði hann hug­myndum flokks­for­manns­ins um hugs­an­lega stjórn með Jafn­að­ar­mönnum á bug og sagði þessa yfir­lýs­ingu hafa komið sér á óvart. Í við­tal­inu, sem vakti mikla athygli, sagði Krist­ian Jen­sen margt um flokk­starf­ið, mis­tök sem gerð hefðu verið og hvert bæri að stefna.

Auglýsing
Stjórnmálaskýrendur segja við­talið lítt dul­búna gagn­rýni á flokks­for­mann­inn Lars Løkke.

Fyrir tveim dögum var hald­inn annar þing­flokks­fundur hjá Ven­stre, svo­kallað sommermøde. Löng hefð er fyrir slíkum fundum þar sem línur flokks­ins varð­andi þing­störfin á kom­andi þingi eru lagð­ar. Af fregnum að dæma ríkti ekki sátt og sam­lyndi á þessum fundi. Claus Hjort Frederiksen, fyrr­ver­andi ráð­herra og einn helsti áhrifa­maður flokks­ins, sagði þar berum orðum að Krist­ian Jen­sen ætti að segja af sér sem vara­for­mað­ur. Það gengi ekki að vara­for­maður flokks­ins tal­aði með þessum hætti gegn for­mann­in­um. Krist­ian Jen­sen dró ekki yfir­lýs­ingar sínar til baka en sagði að kannski hefði hann átt að ræða þetta á flokks­fundum en ekki í blaða­við­tali. Og lýsti yfir stuðn­ingi við Lars Løkke sem flokks­for­mann. 

Stjórn­mála­skýrendur dönsku fjöl­miðl­anna segja Krist­ian Jen­sen hafa verið nið­ur­lægðan á fund­in­um. Hann eigi hins­vegar marga stuðn­ings­menn og margir innan Ven­stre telji að sá klofn­ingur sem greini­lega sé uppi innan flokks­ins eigi ein­ungis eftir að aukast. 

Ven­stre flokk­ur­inn sé nú í miklum vanda, klof­inn í herðar niður (orða­lag Berl­ingske) og lík­legt megi telja að nú fari í hönd upp­gjörs­tíma­bil í flokkn­um. Hluti af lausinni hljóti að fel­ast í að skipta um „karl­inn í brúnn­i“. Lars Løkke hefur hins­vegar ekki sýnt á sér neitt far­ar­snið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar