RÚV

Dvínandi vinsældir fisksins sem leiddi af sér blómstrandi atvinnulíf á 20. öldinni

Saltfiskurinn á sér langa sögu á Íslandi en samkvæmt nýrri könnun Matís kæra ungir Íslendingar sig síður um þann sælkeramat. Kjarninn kannaði sögu saltfisksins.

Hér áður fyrr var not­ast við salt til að lengja geymslu­þol fisks en í dag þykir salt­fiskur sæl­kera­vara sem nýtur mik­illa vin­sælda víða um heim, ekki síst í Suð­ur­-­Evr­ópu. 

Matís kann­aði nýverið hug Íslend­inga gagn­vart salt­fiski, almenna þekk­ingu á honum og sögu, sem og upp­lifun á hon­um. Könn­unin var fram­kvæmd í maí síð­ast­liðnum og luku alls 505 manns könn­un­inni.

Yngra fólkið ekki eins ánægt með salt­fisk­inn eins og það eldra

Sam­kvæmt Matís var mik­ill munur á svörum þátt­tak­enda eftir aldri. Nið­ur­stöð­urnar sýna að neysla á bæði fiski og salt­fiski fer minnk­andi með lækk­andi aldri. Ein­ungis um 29 pró­sent þátt­tak­enda á aldr­inum 18 til 29 ára borða salt­fisk einu sinni á ári eða oftar en sam­svar­andi hlut­fall fyrir elsta hóp­inn, 60 til 70 ára, er um 94 pró­sent.

Þá kemur fram hjá Matís að helstu ástæður þess að þátt­tak­endur borða ekki salt­fisk sé að þeim finn­ist hann ekki góð­ur, of salt­ur, skortur á fram­boði og að það sé lítil hefð fyrir salt­fiski en almennt sé upp­lifun þeirra sem keypt hafa salt­fisk á veit­inga­stað, fisk­búð og mat­vöru­verslun góð.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna, sam­kvæmt Mat­ís, minnk­andi þekk­ingu, áhuga og neyslu á salt­fiski í yngri ald­urs­hópum miðað við þá sem eldri eru. Lík­legt sé að ímynd salt­fisks sem gæða­vöru eigi undir högg að sækja. Til að ýta undir neyslu á salt­fiski þurfi að kynna hann betur og gera sýni­legri, ekki síst meðal yngri ald­urs­hópa, hvort heldur sem sé í mötu­neyt­um, mat­vöru­versl­un­um, fisk­búðum eða veit­inga­stöð­um.

Hvað er salt­fisk­ur?

Salt­fiskur er venju­lega unn­inn úr þorski en einnig hafa aðrar bol­fisk­teg­undir verið nýttar í salt­fisk­verk­un, svo sem ufsi, keila, langa, blá­langa og ýsa. Fisk­ur­inn er flak­aður eða flattur og síðan salt­aður og verk­að­ur.

Salt­fiskur sem hefur verið full­salt­að­ur, stað­inn og útvatn­aður hefur ein­kenn­andi verk­un­ar­lykt og verk­un­ar­bragð, sem hvort tveggja þykir minna til dæmis á smjör, popp, sveppi, blautan við eða harð­fisk. Salt­bragð ætti hins vegar ekki að vera eitt af aðal­ein­kennum salt­fisks þó svo heitið „salt­fisk­ur“ gefi annað til kynna, og oft valdið mis­skiln­ingi, eins og nið­ur­stöður úr könnun Matís gefa til kynna.

Söltun er ævaforn aðferð til að geyma matvæli en Íslendingar gátu lengi vel ekki nýtt sér hana vegna skorts á salti.
RÚV

Meg­in­geymslu­að­ferðir mat­væla á Íslandi lengi vel þurrkun og súr­sun

Söltun er ævaforn aðferð til að geyma mat­væli en Íslend­ingar gátu lengi vel ekki nýtt sér hana vegna skorts á salti. Meg­in­geymslu­að­ferðir mat­væla á Íslandi voru því lengst af þurrkun og súr­sun. Það var ekki fyrr en langt var liðið á átj­ándu öld­ina að Íslend­ingar áttu auð­veldar með að fá salt, að söltun fisks hófst að ein­hverju ráði.

Á 18. öld hófst sem sagt fyrir alvöru salt­fisk­vinnsla á nokkrum stöðum á land­inu. Sam­kvæmt kon­ungs­bréfi 1760 voru kaup­menn skyld­aðir til að sjá svo um að í hverri fiski­höfn dveld­ist einn útlendur maður í eitt til tvö ár til að kenna verkun salt­fisks á þann hátt, sem versl­un­inni hent­aði best.

Þegar leið á 18. öld­ina var aðferð sem kölluð var „Terra­neu­f-að­ferð­in“ eða sú nýfund­lenska mest not­uð. Í rit­verki Lúð­víks Krist­jáns­son­ar, Íslenskir sjáv­ar­hætt­ir, frá árinu 1985 segir að jafn­skjótt og fiskur hafði verið inn­byrtur hafi borið að blóðga hann vel, ekki síst ef átti að salta hann. „Helst varð að fletja fisk­inn öng­ul­varman, eins og það var kall­að, ekki síðar en sam­dæg­urs. Strax að flatn­ingu lok­inni var fisk­ur­inn ræki­lega þveg­inn bæði lík og roð – ýmist úr vatni eða sjó, sem þótti betra og þunnildi himnu­dregin – himnu­tekin – en himnan hét óminn­is­himna. Eftir þvott­inn þótti heppi­legt að láta fisk­inn liggja nokkrar stundir í kös áður en saltað var, svo að vætan gæti runnið úr. Ef ekki var hægt að salta í svip­inn, átti að leggja fisk­inn á sárið í for­sælu.“

Salt­fisk­ur­inn flýtti fyrir þróun og upp­bygg­ingu sjáv­ar­þorpa

Salt­fisk­verkun og salt­fisks­sala er sú atvinnu­grein sem hvað mesta þýð­ingu hefur haft fyrir þjóð­arbú og atvinnu­líf Íslend­inga á nítj­ándu og tutt­ug­ustu öld. Það má segja að salt­fisk­ur­inn hafi einnig búið til þétt­býlið og flýtt fyrir þróun og upp­bygg­ingu sjáv­ar­þorpa. Lengi vel var enga aðra vinnu að fá fyrir fólk við sjáv­ar­síð­una, smátt og smátt sköp­uð­ust þó önnur atvinnu­tæki­færi, en salt­fisk­ur­inn var samt grunn­ur­inn og sú atvinnu­grein sem var ankeri hverrar byggð­ar.

Salftfiskkonur í Keflavík í byrjun 20. aldar.
Háskóli Íslands

Á þessum tíma var fiskur salt­aður í stæður og var beitt ýmsum aðferðum við að raða fisk­inum og oftar en ekki var umsaltað áður en haf­ist var handa við vöskun og þurrk­un. Þessi aðferð við að fram­leiða þurrk­aðan salt­fisk tók ekki miklum breyt­ingum fyrr en bera fór á vinnu­afls­skorti eftir síð­ari heim­styrj­öld­ina. Vegna mik­illa breyt­inga á atvinnu­mögu­leik­um, auk þess sem vinnu­aflið var orðið dýr­ara, þótti ekki lengur borga sig að þurrka fisk­inn, en það gat tekið fjórar til sex vik­ur. Breiða þurfti fisk­inn út að morgni ef veður leyfði og taka hann síðan saman um kvöld­ið. Íslend­ingar hófu á þeim tíma að flytja út blaut­verk­aðan fisk og var hann oft þurrk­aður síðar af kaup­end­unum á Spáni og í Portú­gal þar sem vinnu­aflið var mun ódýr­ara.

Með­höndlun verður að vera rétt frá upp­hafi

Snemma var lögð áhersla á vönduð vinnu­brögð og góða með­ferð það er að blóðga fisk­inn strax eftir veiði, kæla vel og salta sem fyrst eftir að í land var kom­ið. Þessar áherslur hafa ekk­ert breyst og snemma varð öllum ljóst að salt­fiskur verður ekki góður nema með­höndlun sé rétt frá upp­hafi.

Íslenskur salt­fiskur þótti snemma afbragðs vara og var því til­tölu­lega auð­velt að selja hann í sam­keppni við aðrar þjóð­ir, jafn­vel á umtals­vert hærra verði. Stöðug aukn­ing var í fram­leiðslu salt­fisks seinni hluta 19. ald­ar­innar og framundir 1930, mest mun útflutn­ing­ur­inn hafa kom­ist í 80 þús­und tonn á einu ári, en var oft­ast á bil­inu 30 til 50 þús­und tonn.

Héldu að dagar salt­fisks­ins væru liðnir

Salt­fisk­fram­leiðslan hafði mikil áhrif á myndun byggða­kjarna hér á landi, enda krafð­ist fram­leiðslan mik­ils vinnu­afls sér­stak­lega þegar þurrk­aður fiskur var meg­in­uppi­staða útflutn­ings­ins. Útflutn­ings­tekjur þjóð­ar­innar uxu hratt og tæki­færi gafst til að flytja inn ýmsan varn­ing og mun­að­ar­vör­ur.

Þegar líða tók á tutt­ug­ustu öld­ina jókst sam­keppnin um hrá­efn­ið, útflutn­ingur á ísfiski jókst með bættum flutn­ingum og öfl­ugri skip­um, fryst­ingin tók sinn skerf af afl­anum og sumir álitu sem svo að dagar salt­fisk­fram­leiðsl­unnar væru taldir enda gam­al­dags vinnslu­að­ferð. En það fór ekki svo og salt­fisk­fram­leiðslan hefur verið aðlöguð að breyttum aðstæðum og kröfum mark­aða og skiptir þjóð­ar­búið enn gríð­ar­lega miklu máli.

Vilja minna á þessa helstu útflutn­ings­vöru Íslend­inga

Rétt er að benda á að nú stendur yfir Salt­fis­kvika til 15. sept­em­ber næst­kom­andi. Blásið hefur verið til sér­stakrar Salt­fis­kviku á veit­inga­stöðum hring­inn í kringum land­ið. Mark­miðið með Salt­fis­kvik­unni er að gera þess­ari einni verð­mæt­ustu útflutn­ings­af­urð Íslands hærra undir höfði og auka veg hennar heima fyr­ir.

Alls taka þrettán veit­inga­staðir þátt, allir með að minnsta kosti einn salt­fisk­rétt á mat­seðl­in­um. Gesta­kokkar frá Ítal­íu, Spáni og Portú­gal eru jafn­framt vænt­an­legir sem munu elda á völdum stöð­um.

Heim­ild­ir: Salt­fisk­hand­bókin sem kom út árið 2012 á vegum Matís

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar