Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi

Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.

Flosi Þorgeirsson
Devi (bbc).jpg
Auglýsing

Er grein­ar­höf­undur var ungur þá voru orðin „fas­isti“ og „nas­isti“ iðu­lega eitt­hvað sem maður tengdi við for­tíð­ina. Af og til bár­ust fréttir um öfga­hópa hér og þar en á átt­unda og níunda ára­tug bar mun meira á vinstri sinn­uðum hópum sem vildu taf­ar­lausar breyt­ingar og svifust einskis til að fá sínu fram. Tími öfga-hægri­hópa virt­ist lið­inn. Nú er breyt­ing á og upp­gangur svo­kall­aðra „popúl­ískra“ stjórn­mála­flokka í Evr­ópu ber þess glöggt vitni. Mál­far þess­ara hópa minnir á ýmsan máta á tungu­tak fas­ista. 

Lögð er áhersla á verndun þjóð­ernis og varað við ýmsum jað­ar­hóp­um, t.d. sígaunum og inn­flytj­endum sem séu í raun sníkju­dýr í sam­fé­lag­inu. Sam­fara þessu hafa ýmsar per­sónur sem virt­ust í raun gleymd­ar, verið dregnar fram í dags­ljósið að nýju. Í Ung­verja­landi t.d. hafa menn sem börð­ust gegn komm­ún­istum og voru lengi álitnir ill­menni og föð­ur­lands­svik­ar­ar, verið hafnir á nýjan stall sem hetj­ur. Ein ein­kenni­leg­asta per­sóna, sem á sínum tíma var í mik­ils metum hjá nokkrum öfga-hægri hópum er Savitri Devi og hefur nafn hennar tekið að birt­ast hér og þar í þess­ari umræðu, ekki síst í Grikk­landi.

Max­im­i­ani Portas, sem seinna breytti nafni sínu í Savitri Devi, fædd­ist árið 1905 í Frakk­landi. Móðir hennar var ensk en fað­ir­inn grísk-ítalsk­ur. Það varð fljótt ljóst að stúlkan var bráð­greind, hún átti á end­anum eftir að næla sér í tvær master­s-gráð­ur, klára dokt­ors­rit­gerð í heims­speki og ná tökum á fjölda tungu­mála, þar á meðal íslensku. Hún var mjög þrjósk, vilja­sterk og fór strax sínar eigin leið­ir. Umhyggja fyrir dýrum varð fljótt öllu yfir­sterk­ari og hún gerð­ist græn­metisæta aðeins barn að aldri. Hún fann í raun fyrir mun meiri tengslum við dýr en menn. Í þessu minnir hún nokkuð á mann­inn sem hún átti eftir að dýrka meira en nokkurn ann­an: Adolf Hitler. Sem ung­lingur kom hún til Grikk­lands og heill­að­ist fljótt af þjóð­ern­issinnum þar. Evr­ópa var þá í upp­lausn eftir hörm­ungar fyrri heims­styrj­ald­ar. 

Auglýsing

Savitri kenndi Vest­ur­löndum um þann hryll­ing og taldi Grikk­land og Þýska­land frekar fórn­ar­lömb en ger­endur í þeim hild­ar­leik. Hún fyllt­ist einnig óbeit á gyð­ingum sem hún var sann­færð um að væru tengdir við ill öfl og ynnu að því að sundra þjóðum sem þráðu sam­ein­ingu. Hún aðhyllt­ist því nas­isma um leið og sú stefna fór að láta á sér kræla í Evr­ópu. Áhugi hennar var þó frekar heim­speki­legur en póli­tískur og Portas ákvað að heim­sækja Ind­land, enda var það grunn­hug­mynd í nas­ism­anum að „Ar­í­ar“ væru æðri öðrum kyn­þáttum og að þeir kæmu upp­runa­lega frá Ind­landi, eða því svæði. Á Ind­landi komst hún fljótt í kynni við þar­lenda þjóð­ern­is­sinna, hún heill­að­ist af bar­áttu þeirra og tók hindúa­trú. Hún breytti nafni sínu í Savitri Devi sem mætti þýða sem „sól­gyðja“. Hún varð enn sann­færð­ari um að heims­valda­stefna Bret­lands og ann­arra Evr­ópu­ríkja, væri af hinu illa og varð einnig mjög fráhverf krist­in­dómi. Í hennar huga var kristni and-arísk trú.

Er ver­öldin steypt­ist í það ófrið­ar­bál sem við köllum nú seinni heims­styrj­öld, tók Devi auð­vitað ein­arða afstöðu með öxul­veld­un­um. Ásamt eig­in­manni sínum Asit Muk­herji, sem var engu minni nas­isti en hún, heim­sóttu þau oft her­sveitir banda­manna í Ind­landi. Þau þótt­ust ætla að „skemmta“ her­mönnum en voru í raun að reyna að safna upp­lýs­ingum sem þau komu seinna til jap­anska hers­ins. Adolf Hitler gegndi mik­il­vægu hlut­verki í heims­speki Savitri Devi. Hún taldi fyrst að hann væri end­ur­holdgun guðs­ins Vis­hnu en við fall for­ingj­ans breytti hún þeirri skoðun og taldi að hann hefði þó verið mik­ill spá­maður og for­boði þess að Vis­hnu mun brátt end­ur­holdg­ast og binda enda á „Kali Yuga“, eða hina myrku öld nútím­ans sem ein­kenn­ist af illsku, spill­ingu og flá­ræði. Þetta myrkur mun á end­anum gleypa sig sjálft og gullöld mun rísa á ný með end­ur­komu Vis­hnu. 

Savitri Devi með hakakross-eyrnalokka (bbc).JPG

Tap öxul­veld­anna í stríð­inu var skilj­an­lega mikið áfall fyrir Savitri Devi og hún ákvað að heim­sækja fjar­lægan og eyði­legan stað sem hún hafði ekki komið til áður. Þar vildi hún hug­leiða og kom­ast í sam­band við móður jörð til að ná áttum á ný. Hún valdi að fara til Íslands og kom hingað árið 1947. Hún varð sér úti um tjald og ferð­að­ist um land­ið. Eina nótt hrökk hún upp við ægi­legan hávaða og rauk út úr tjald­inu til að að sjá hvað væri á seyði. Við henni blasti sjón sem hafði gíf­ur­leg áhrif á hana: Fal­lega fjallið Hekla, sem hún hafði tjaldað nálægt, var byrjað að gjósa. Þó niða­dimmt væri þá var umhverfið baðað rauð­gulri birtu og jörðin skalf undir fótum henn­ar. Savitri Devi sett­ist niður og hlust­aði á reiði­lestur fjalls­ins. Eftir nokkra stund tók hún eftir því að fjallið virt­ist gefa frá sér hljóð eins og „AUM“ en það er í hindúa­trú talið vera það hljóð sem heyrð­ist er ver­öldin var sköp­uð. Savitri Devi varð þarna fyrir gíf­ur­legri upp­lif­un. Jörðin sjálf hafði talað til henn­ar. 

Eftir þessa hug­hreyst­ingu frá Heklu var Savitri Devi full eld­móðs og fór rak­leiðis til Þýska­lands. Þar hófst hún handa við að blása fólki byr í brjóst og dreifði m.a. bæk­lingum þar sem upp­risa Arí­anna var boðuð og endað með kunn­ug­legri kveðju: „Heil Hitler!“. Vart þarf að koma á óvart að þessar aðgerðir fóru mis­vel í fólk og ekki síst her­náms­yf­ir­völd banda­manna í Þýska­landi. Bretar hand­tóku hana umsvifa­laust og í prís­und­inni kynnt­ist hún fólki sem deildi skoð­unum henn­ar. Þar á meðal var fyrrum flug­hetjan Hans-Ul­rich Rudel en eng­inn her­maður Þjóð­verja í stríð­inu fékk jafn margar orður og hann. Rudel kynnti Devi fyrir ýmsum fyrrum nas­istum sem bjuggu í útlegð víða vegar um heim­inn. Hún ferð­að­ist víða og átti gist­ingu vísa hjá þessu fólki. Meðal ann­ars gisti hún um tíma í Madrid hjá Otto Skorzeny, fyrrum SS-­for­ingja sem frægastur er fyrir að hafa bjargað Mus­sol­ini úr fang­elsi. Eitt áhuga­verð­asta vináttu­sam­band hennar var við Francoise Dior, frænku tísku­mó­gúls­ins Crist­ian Dior en ýmsir telja að sam­band þeirra hafi verið meira en bara vin­átta.

Savitri Devi lést í októ­ber 1982. Hún var jörðuð við hlið amer­íska fas­ista­leið­tog­ans George Lincoln Rockwell. Um tíma leit út fyrir að hún yrði öllum gleymd en nafn hennar hefur birst ítrekað und­an­farin ár á spjall­borðum og miðlum þeirra sem, eins og Savitri Devi, trúa því að nas­ism­inn muni rísa á ný, sterk­ari en nokkru sinni fyrr.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar