Mynd: Icelandair

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?

Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi á undanförnum tveimur árum.

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, kom fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis í gær­morgun ásamt Ásgeiri Jóns­syni, nýráðnum seðla­banka­stjóra til að fara yfir heil­brigði efna­hags­lífs­ins. 

Myndin sem þeir drógu upp var frekar nei­kvæð, hið minnsta var­kár. Mesta athygli vöktu orð Gylfa um að stjórn­völd ættu að fylgj­ast með stöðu Icelandair og hvenær eigið fé flug­fé­lags­ins væri komið á hættu­legt stig. „Það má ekki veðja þjóð­ar­bú­inu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma eða hvað þær verða mikl­ar.“ 

Gylfi hélt áfram og benti á að staða ferða­þjón­ust­unnar sem atvinnu­greinar væri erfið sem stend­ur. Launa­kostn­aður væri ein­fald­lega of hár. „Hlut­fall launa í heild­ar­tekjum fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu er of hátt. Þetta á við um flug­fé­lög­in. Tvö hafa farið á haus­inn nú þegar og það þarf að fylgj­ast með því þriðja. Þetta á við um veit­inga­stað­ina og svo fram­veg­is.“

Þau tvö sem farin eru á haus­inn eru Pri­mera Air og WOW air. Opin­bert dauða­stríð þeirra hófst fyrir rétt rúm­lega ári síð­an. Og fór fram fyrir opnum tjöldum næstu mán­uð­ina.

Tap vegna MAX véla og elds­neytis

En hver er staða Icelanda­ir? Félagið tap­aði alls 89,4 millj­­­ónum dala, um ell­efu millj­­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálf­­s­ár­s­­­upp­­­­­gjöri félags­­­ins sem birt var í í síð­asta mán­uð­i. 

Þar sagði þó að heild­­­ar­­­tekjur þess hefðu auk­ist og launa­­­kostn­aður lækkað en elds­­­neyt­is­­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­­­véla­­­leigu hækk­­­að.

Stærsta áskorun Icelandair er sú að félagið getur ekki notað Boeing 737 MAX vélar sín­­ar, sem hafa verið kyrr­­settar frá því 12. mars, í rekstri sín­um. Þær áttu til að mynda að flytja 27 pró­sent allra far­þegar félags­ins í sumar en í stað þeirra þurfti að leigja vélar og láta aðrar og eldri vél­ar, sem hent­uðu verr til þess, fljúga ferðir sem þær áttu ekki að fara. Eldri vél­arnar nota til að mynda mun meira elds­neyti en MAX vél­arnar og eru því kostn­að­ar­sam­ari í notk­un.

Framan af ári var alltaf gert ráð fyrir því að MAX vél­arnar yrðu teknar í notkun á þessu ári. Fyrst í sum­ar, en síðan í októ­ber. Í síð­asta mán­uði var svo greint frá því að Icelandair reikn­aði ekki lengur með MAX vél­unum á þessu ári. 

Ýmis­legt annað hefur unnið á móti Icelandair líka. Í byrjun þess­arar viku lækk­uðu bréf í félag­inu til að mynda skarpt eftir að árás var gerð á olíu­mann­virki í Saudí-­Ar­abíu sem leiddu af sér hækkun á heims­mark­aðs­verð á elds­neyti. Eftir þá lækkun höfðu bréf í félag­inu lækkað um 31 pró­sent frá ára­mót­u­m. 

Mark­aðsvirði Icelandair hefur hrunið á und­an­förnum árum. Það fór yfir 180 millj­­arða króna í apríl 2016 en er nú rétt rúm­lega 35 millj­arðar króna, að með­taldri hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna sem ráð­ist var í fyrr á þessu ári.

Gengið á eigið fé

Gylfi Zoega sagði stjórn­mála­mönn­unum að fylgj­ast sér­stak­lega með eigin fé Icelanda­ir, en það er það fé sem stendur eftir þegar búið er að draga skuldir frá eignum félags­ins. 

Eig­in­fjár­­­hlut­­­fall Icelandair var 42 pró­sent í byrjun árs 2018, sem sýndi að félagið var vel til þess fallið að takast á við þreng­ingar á þeim tíma. Það lækk­aði hins vegar skarpt á árinu 2018 og var 28 pró­sent í lok þess. . Hand­­­bært fé félags­­­ins lækk­­­aði um 15,3 millj­­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­­­örðum króna í um 21,5 millj­­­arð króna.

Um mitt þetta ár var eig­in­fjár­hlut­fallið komið niður í 25 pró­sent, þrátt fyrir áður­nefnda hluta­fjár­­­aukn­ingu upp á 5,6 millj­­­arða króna á tíma­bil­inu, þegar PAR Capi­tal Mana­gement keypti 11,5 pró­sent nýja hluti í félag­in­u. 

Áhætta hins opin­bera vegna Icelandair er margs­kon­ar. Í fyrsta lagi er það auð­vitað eina eft­ir­stand­andi flug­fé­lag lands­ins sem flýgur ferða­mönnum í stórum stíl til og frá land­inu. Í ljósi þess að ferða­þjón­usta er orðin stærsta stoðin undir íslenska efna­hags­kerf­inu þá er Icelandair lík­lega kerf­is­lega mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki lands­ins sem stend­ur.

Ríkið á marg­þætta hags­muni

En það eru fleiri fletir á áhættu rík­is­ins. Léleg rekstr­ar­nið­ur­staða Icelandair í fyrra gerði það að verkum að skil­málar skulda­bréfa félags­ins voru brotn­ir. Mán­uðum saman stóðu yfir við­ræður við skulda­bréfa­eig­end­urna um að end­ur­semja um flokk­anna vegna þessa. Þær við­ræður skil­uðu ekki árangri og 11. mars síð­ast­lið­inn var greint frá því að Icelandair hefði fengið lánað 80 millj­ónir dala, um tíu millj­arða króna, hjá inn­lendri lána­stofnun gegn veði í tíu Boeing 757 flug­vélum félags­ins. Láns­fjár­hæðin var nýtt sem hluta­greiðsla inn á útgefin skulda­bréf félags­ins.

Lán­veit­and­inn reynd­ist vera rík­is­bank­inn Lands­bank­inn. Verið var að flytja hluta af fjár­mögnun Icelandair frá skulda­bréfa­eig­endum og yfir á banka í eigu íslenska rík­is­ins vegna þess að ekki tókst að semja við þá. Hinn rík­is­bank­inn, Íslands­banki, hefur líka lánað Icelandair fé, en bein rík­is­á­byrgð er á starf­semi beggja bank­anna í gegnum eign á hluta­fé. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, var ekki ánægður með ummæli Gylfa og sagði við RÚV í gær að hann undrað­ist þau. „Mér finnst frekar ógæti­legt að aðili í þess­ari stöðu tali með þessum hætti um ein­stakt félag á opin­berum vett­vang­i.[...]Við birtum síð­ast upp­gjör í lok júni þar sem fram kom við erum með tæp­lega 30 millj­arða króna í lausa­fé, að með­töldum óádregnum lána­línum og yfir 50 millj­arða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefj­andi aðstæð­ur­.“ 

Hverjar verða bæt­urn­ar?

Þreng­ingar Icelandair eru að stærstum hluta til­komnar vegna þess að MAX vél­arnar eru kyrr­sett­ar. Félagið hafði enda þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­­­bót­­­ar. Aug­ljóst er hvaða áhrif það hefur á rekst­ur­inn.

Þegar Gylfi sagði í gær að ekki væri hægt að veðja þjóð­ar­bú­inu á að Icelanda­ir ­fái háar bætur frá­ ­Boeing, fram­leið­anda vél­anna, er sú að opin­ber­lega hef­ur Icelanda­ir ­gefið það út að félagið ætli að krefj­ast 17 millj­arða króna vegna kyrr­­­setn­ingar á MAX-­­­vél­un­­­um.

Ljóst er að ­Boein­g mun greiða skaða­bæt­ur, en það liggur ekki fyrir hversu háar þær verða eða hvort við­skipta­vinir þeirra, eins og Icelanda­ir, þurfi að ráð­ast í lang­dregnar mál­sóknir til að sækja það fé sem þeir telja sig eiga inni hjá fram­leið­and­an­um. 

Stóra spurn­ingin er svo auð­vitað þessi: Hvenær kom­ast MAX vél­arnar aftur í gagn­ið? Og munu far­þegar vilja fljúga með þeim? 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar