Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Þing­menn fjög­urra flokka, þriggja úr stjórn­ar­and­stöðu og eins sem situr í rík­is­stjórn, hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að fela for­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra að leggja fram frum­vörp um ann­ars vegar full­an, laga­legan og fjár­hags­legan aðskilnað ríkis og kirkju og hins vegar um jafn­ræði allra trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga í sam­skiptum og skil­greindum verk­efnum þeirra við og fyrir ríki, sveit­ar­fé­lög og aðra opin­bera aðila. 

­Sam­kvæmt til­lög­unni á að leggja frum­vörpin fram í síð­asta lagi á vor­þingi 2021, því síð­asta áður en að næstu þing­kosn­ingar verða haldnar miðað við áætl­un. Þau eiga að kveða á um að fullur aðskiln­aður verði milli ríkis og kirkju í síð­asta lagi í árs­lok 2034. 

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar. Aðrir sem eru skrif­aðir fyrir því eru Hanna Katrín Frið­riks­son, Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, Þor­steinn Víglunds­son, Andrés Ingi Jóns­son, Björn Leví Gunn­ars­son, Helga Vala Helga­dótt­ir, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Guð­mundur Andri Thors­son og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir.

Auglýsing

Því eru flutn­ings­menn­irnir úr Sam­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn en einnig eru tveir flutn­ings­manna, þau Andrés Ingi og Stein­unn Þóra, úr flokki for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri græn­um.

Trú­frelsi en eitt félag nýtur algerrar sér­stöðu

Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu segir að á síð­ustu ára­tugum hafi orðið miklar  breyt­ingar á við­horfi til trúar og hlut­verki hennar í nútíma­sam­fé­lagi, ekki síst gagn­vart tengslum við rík­is­valdið og vegna jafn­ræði milli trú­fé­laga, lífs­skoð­un­ar­fé­laga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. „Á Íslandi er trú­frelsi. Hitt blasir við að eitt trú­fé­lag nýtur algerrar sér­stöðu. Hin evang­el­íska lút­erska kirkja skal vera þjóð­kirkja á Íslandi og skal rík­is­valdið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lög­um.“ 

Bent er á að aðild að þjóð­kirkj­unni hafi tekið miklum breyt­ingum á síð­ustu öld og enn meiri það sem af er þess­ari öld. Fátt bendi til að sú þróun muni breyt­ast á kom­andi ára­tug­um. „Ná­lægt 100% lands­manna voru skráðir í þjóð­kirkj­una á sínum tíma sú staða er nú en gjör­breytt. Sam­kvæmt gögnum Hag­stof­unnar voru um 90% lands­manna í þjóð­kirkj­unni árið 1998 en 65% um næst­liðin ára­mót. Þá hefur fólki innan þjóð­kirkj­unnar bein­línis fækkað allar götur frá árinu 2010. Árið 1998 voru 244.893 skráðir í þjóð­kirkj­una en 232.591 um síð­ustu ára­mót. Utan þjóð­kirkj­unnar voru á sama tíma 124.400 manns.“

Þjóð­kirkjan best í stakk búin til að standa ein

Þjóð­kirkjan er samt sem áður stærsta ein­staka trú­fé­lag lands­ins og í grein­ar­gerð­inni segir að hún ætti að vera best í stakk búin allra þeirra til þess að standa á eigin fótum af öllum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um. „Má ætla að þjóð­kirkj­an, ekki síður en rík­ið, hefði hag af laga­legum og fjár­hags­legum aðskiln­aði þess­ara stofn­ana.“

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan kallar á að lagt verði fram laga­frum­varp sem feli í sér fullan aðskilnað ríkis og kirkju að lögum bæði að formi, efni og fjár­hag. „Í því felst að búa þarf þannig um hnúta að slitin verði öll tengsl sem byggj­ast á gild­andi lögum og sér­stökum samn­ing­um, þ.m.t. sér­á­kvæði stjórn­skip­un­ar­laga um þjóð­kirkj­una sem tryggir henni sér­stöðu umfram önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Skal samið um end­an­legt upp­gjör allra samn­inga þannig að því upp­gjöri ljúki eigi síðar en árið 2034.“

Þá er kallað eftir því að lagt verði fram frum­varp að heild­stæðri lög­gjöf um öll trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög þar sem settar verði almennar reglur um starf­semi þeirra og eftir atvikum hvort ríkið eigi að hafa milli­göngu um inn­heimtu gjalda eins og nú tíðkast eða hvort að slík inn­heimta verði alfarið í höndum félag­anna sjálfra án aðkomu rík­is­ins. „Í frum­varp­inu verði einnig ákvæði um hvernig skuli staðið að samn­ingum við félögin sé talin þörf á að fela þeim til­tekin sam­fé­lags­leg verk­efni. Um þau verði þá gerðir sér­stakir tíma­bundnir þjón­ustu­samn­ingar og gætt fulls jafn­ræðis milli þeirra félaga sem vilja taka að sér slík verk­efni og upp­fylla almenn skil­yrði um fag­lega getu til þess að sinna þeim. Frum­varp af þessu tagi verði afgreitt á kjör­tíma­bil­inu. Í vilja­yf­ir­lýs­ingu sem fylgdi við­bót­ar­samn­ingi íslenska rík­is­ins og þjóð­kirkj­unnar um end­ur­skoðun á sam­komu­lagi um kirkju­jarðir er m.a. gert ráð fyrir end­ur­skoðun og brott­falli ýmissa laga sem varða þessi mál­efni og getur það einmitt nýst vel við að setja heild­stæða lög­gjöf um öll trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar