Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings

Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.

jakkaföt nafnspjald
Auglýsing

Eins og staðan er í í dag er ómögu­legt að fá heild­stæða mynd af gjald­eyr­is­kaupum til­tek­ins erlends ein­stak­lings sem er án kenni­tölu ef hann kemur oft í sömu fjár­mála­stofn­un. Því er ávallt verið að meta við­skipti þess­ara aðila eins og þau séu ein­stök við­skipti.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtri aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti. Gjald­eyr­is­kaupin og vand­kvæðin sem þeim tengj­ast telj­ast til aðgerða vegna aflétt­ingu hafta sem áhættu­mat rík­is­lög­reglu­stjóra, sem birt var í apr­íl, sýndi að mikil hætta á pen­inga­þvætti stafi af.

Í áætl­un­inni segir að skrán­ingum vegna kaupa á erlendum gjald­eyri af af hálfu erlendra ein­stak­linga án kenni­tölu sé ábóta­vant hjá fjár­mála­stofn­un­um. Þessir aðilar séu ein­fald­lega allir skráðir á sömu kenni­töl­una, sem til­heyrir skrán­ing­unni „ótil­greindur útlend­ing­ur“, í kerfum fjár­mála­stofn­ana og því er ekki unnt að fylgj­ast með því hvort að sami aðili sé ítrekað að kaupa gjald­eyri. Þar af leið­andi er ómögu­legt að fá heild­stæða mydn af gjald­eyr­is­kaupum erlends aðila. 

Sami ein­stak­lingur getur því átt í umtals­verðum við­skiptum án þess að slíkt flagg­ist, sam­kvæmt því sem fram kemur í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni. „Fjár­mála­stofn­unum hefur verið bent á þennan veik­leika og rætt hefur verið við þær um leiðir til að bæta úr þessu. Hefur verið mælst til þess að fjár­mála­stofn­anir leiti leiða til að skrá við­skiptin með þeim hætti að hægt verði að sjá hvaða ein­stak­lingur á í við­skipt­unum (t.d. í athuga­semd­areit) án til­lits til þess hvort allir séu skráðir á sömu kenni­tölu vegna við­skipt­anna.“

Auglýsing
Einnig getur reynst erfitt fyrir fjár­mála­stofn­anir að leita eftir útlend­ingum vegna gjald­eyr­is­við­skipta þegar skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu, sem áður hét pen­inga­þvætt­is­skrif­stof­a,  leit­ast eftir því vegna þess hvernig skrán­ingu sé hátt­að.

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er það lagt til að fjár­mála­stofn­anir bæti skrán­ingar sínar þegar erlendur gjald­eyrir er keyptur af aðila án kenni­tölu og að Fjár­mála­eft­ir­litið kanni hvort laga­breyt­ing sé nauð­syn­leg. Ef svo reyn­ist er eft­ir­litið hvatt til þess að leggja fram slíka breyt­ing­ar­til­lögu til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er búist við að und­ir­bún­ingur að þeim aðgerðum hefj­ist í nóv­em­ber 2019 og ljúki í febr­úar næst­kom­and­i. 

Óljóst um fjölda til­kynn­inga

Óljóst er hversu margar til­kynn­ingar ber­ast til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu sem varða gjald­eyr­is­við­skipti þar sem kerfi fjár­mála­stofn­ana og skrif­stof­unnar geta ekki kallað fram til­kynn­ingar eftir efni þeirra. 

Fjár­munir hafa verið settir í að kaupa upp­lýs­inga­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­kynn­ingar um mögu­legt pen­inga­þvætti. Það kerfi heitir goAML og vinna við inn­leið­ingu þess er þegar haf­in. Henni á að ljúka í apríl 2020 og þá á skrif­stofan að geta tekið út töl­fræði eftir efni til­kynn­inga.

Auglýsing
Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni segir að til­kynn­ingum til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu hafi fjölgað mikið síðan að fjár­magns­höftum var aflétt, en þeirri aflétt­ingu var að mestu lokið í mars 2017. Raunar hafi fjöldi til­kynn­inga marg­fald­ast. 

Í áætl­un­inni er lagt til að skrif­stofan fram­kvæmi stefnu­mið­aða grein­ingu í tengslum við erlendan gjald­eyri og upp­lýsi við­eig­andi aðila um hættu­merki og aðferð­ir. Skrif­stofan kynni svo nið­ur­stöður sínar í stýri­hópi um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og komi með til­lögur um að draga úr áhættu sem stýri­hóp­ur­inn komi til fram­kvæmda.

Und­ir­bún­ingur þess­ara aðgerða hefur þegar haf­ist og er áætlað að þær verði komnar til fram­kvæmda í nóv­em­ber 2019.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar