Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings

Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.

jakkaföt nafnspjald
Auglýsing

Eins og staðan er í í dag er ómögu­legt að fá heild­stæða mynd af gjald­eyr­is­kaupum til­tek­ins erlends ein­stak­lings sem er án kenni­tölu ef hann kemur oft í sömu fjár­mála­stofn­un. Því er ávallt verið að meta við­skipti þess­ara aðila eins og þau séu ein­stök við­skipti.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtri aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti. Gjald­eyr­is­kaupin og vand­kvæðin sem þeim tengj­ast telj­ast til aðgerða vegna aflétt­ingu hafta sem áhættu­mat rík­is­lög­reglu­stjóra, sem birt var í apr­íl, sýndi að mikil hætta á pen­inga­þvætti stafi af.

Í áætl­un­inni segir að skrán­ingum vegna kaupa á erlendum gjald­eyri af af hálfu erlendra ein­stak­linga án kenni­tölu sé ábóta­vant hjá fjár­mála­stofn­un­um. Þessir aðilar séu ein­fald­lega allir skráðir á sömu kenni­töl­una, sem til­heyrir skrán­ing­unni „ótil­greindur útlend­ing­ur“, í kerfum fjár­mála­stofn­ana og því er ekki unnt að fylgj­ast með því hvort að sami aðili sé ítrekað að kaupa gjald­eyri. Þar af leið­andi er ómögu­legt að fá heild­stæða mydn af gjald­eyr­is­kaupum erlends aðila. 

Sami ein­stak­lingur getur því átt í umtals­verðum við­skiptum án þess að slíkt flagg­ist, sam­kvæmt því sem fram kemur í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni. „Fjár­mála­stofn­unum hefur verið bent á þennan veik­leika og rætt hefur verið við þær um leiðir til að bæta úr þessu. Hefur verið mælst til þess að fjár­mála­stofn­anir leiti leiða til að skrá við­skiptin með þeim hætti að hægt verði að sjá hvaða ein­stak­lingur á í við­skipt­unum (t.d. í athuga­semd­areit) án til­lits til þess hvort allir séu skráðir á sömu kenni­tölu vegna við­skipt­anna.“

Auglýsing
Einnig getur reynst erfitt fyrir fjár­mála­stofn­anir að leita eftir útlend­ingum vegna gjald­eyr­is­við­skipta þegar skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu, sem áður hét pen­inga­þvætt­is­skrif­stof­a,  leit­ast eftir því vegna þess hvernig skrán­ingu sé hátt­að.

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er það lagt til að fjár­mála­stofn­anir bæti skrán­ingar sínar þegar erlendur gjald­eyrir er keyptur af aðila án kenni­tölu og að Fjár­mála­eft­ir­litið kanni hvort laga­breyt­ing sé nauð­syn­leg. Ef svo reyn­ist er eft­ir­litið hvatt til þess að leggja fram slíka breyt­ing­ar­til­lögu til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er búist við að und­ir­bún­ingur að þeim aðgerðum hefj­ist í nóv­em­ber 2019 og ljúki í febr­úar næst­kom­and­i. 

Óljóst um fjölda til­kynn­inga

Óljóst er hversu margar til­kynn­ingar ber­ast til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu sem varða gjald­eyr­is­við­skipti þar sem kerfi fjár­mála­stofn­ana og skrif­stof­unnar geta ekki kallað fram til­kynn­ingar eftir efni þeirra. 

Fjár­munir hafa verið settir í að kaupa upp­lýs­inga­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­kynn­ingar um mögu­legt pen­inga­þvætti. Það kerfi heitir goAML og vinna við inn­leið­ingu þess er þegar haf­in. Henni á að ljúka í apríl 2020 og þá á skrif­stofan að geta tekið út töl­fræði eftir efni til­kynn­inga.

Auglýsing
Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni segir að til­kynn­ingum til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu hafi fjölgað mikið síðan að fjár­magns­höftum var aflétt, en þeirri aflétt­ingu var að mestu lokið í mars 2017. Raunar hafi fjöldi til­kynn­inga marg­fald­ast. 

Í áætl­un­inni er lagt til að skrif­stofan fram­kvæmi stefnu­mið­aða grein­ingu í tengslum við erlendan gjald­eyri og upp­lýsi við­eig­andi aðila um hættu­merki og aðferð­ir. Skrif­stofan kynni svo nið­ur­stöður sínar í stýri­hópi um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og komi með til­lögur um að draga úr áhættu sem stýri­hóp­ur­inn komi til fram­kvæmda.

Und­ir­bún­ingur þess­ara aðgerða hefur þegar haf­ist og er áætlað að þær verði komnar til fram­kvæmda í nóv­em­ber 2019.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar