Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings

Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.

jakkaföt nafnspjald
Auglýsing

Eins og staðan er í í dag er ómögu­legt að fá heild­stæða mynd af gjald­eyr­is­kaupum til­tek­ins erlends ein­stak­lings sem er án kenni­tölu ef hann kemur oft í sömu fjár­mála­stofn­un. Því er ávallt verið að meta við­skipti þess­ara aðila eins og þau séu ein­stök við­skipti.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtri aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti. Gjald­eyr­is­kaupin og vand­kvæðin sem þeim tengj­ast telj­ast til aðgerða vegna aflétt­ingu hafta sem áhættu­mat rík­is­lög­reglu­stjóra, sem birt var í apr­íl, sýndi að mikil hætta á pen­inga­þvætti stafi af.

Í áætl­un­inni segir að skrán­ingum vegna kaupa á erlendum gjald­eyri af af hálfu erlendra ein­stak­linga án kenni­tölu sé ábóta­vant hjá fjár­mála­stofn­un­um. Þessir aðilar séu ein­fald­lega allir skráðir á sömu kenni­töl­una, sem til­heyrir skrán­ing­unni „ótil­greindur útlend­ing­ur“, í kerfum fjár­mála­stofn­ana og því er ekki unnt að fylgj­ast með því hvort að sami aðili sé ítrekað að kaupa gjald­eyri. Þar af leið­andi er ómögu­legt að fá heild­stæða mydn af gjald­eyr­is­kaupum erlends aðila. 

Sami ein­stak­lingur getur því átt í umtals­verðum við­skiptum án þess að slíkt flagg­ist, sam­kvæmt því sem fram kemur í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni. „Fjár­mála­stofn­unum hefur verið bent á þennan veik­leika og rætt hefur verið við þær um leiðir til að bæta úr þessu. Hefur verið mælst til þess að fjár­mála­stofn­anir leiti leiða til að skrá við­skiptin með þeim hætti að hægt verði að sjá hvaða ein­stak­lingur á í við­skipt­unum (t.d. í athuga­semd­areit) án til­lits til þess hvort allir séu skráðir á sömu kenni­tölu vegna við­skipt­anna.“

Auglýsing
Einnig getur reynst erfitt fyrir fjár­mála­stofn­anir að leita eftir útlend­ingum vegna gjald­eyr­is­við­skipta þegar skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu, sem áður hét pen­inga­þvætt­is­skrif­stof­a,  leit­ast eftir því vegna þess hvernig skrán­ingu sé hátt­að.

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er það lagt til að fjár­mála­stofn­anir bæti skrán­ingar sínar þegar erlendur gjald­eyrir er keyptur af aðila án kenni­tölu og að Fjár­mála­eft­ir­litið kanni hvort laga­breyt­ing sé nauð­syn­leg. Ef svo reyn­ist er eft­ir­litið hvatt til þess að leggja fram slíka breyt­ing­ar­til­lögu til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni er búist við að und­ir­bún­ingur að þeim aðgerðum hefj­ist í nóv­em­ber 2019 og ljúki í febr­úar næst­kom­and­i. 

Óljóst um fjölda til­kynn­inga

Óljóst er hversu margar til­kynn­ingar ber­ast til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu sem varða gjald­eyr­is­við­skipti þar sem kerfi fjár­mála­stofn­ana og skrif­stof­unnar geta ekki kallað fram til­kynn­ingar eftir efni þeirra. 

Fjár­munir hafa verið settir í að kaupa upp­lýs­inga­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­kynn­ingar um mögu­legt pen­inga­þvætti. Það kerfi heitir goAML og vinna við inn­leið­ingu þess er þegar haf­in. Henni á að ljúka í apríl 2020 og þá á skrif­stofan að geta tekið út töl­fræði eftir efni til­kynn­inga.

Auglýsing
Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni segir að til­kynn­ingum til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu hafi fjölgað mikið síðan að fjár­magns­höftum var aflétt, en þeirri aflétt­ingu var að mestu lokið í mars 2017. Raunar hafi fjöldi til­kynn­inga marg­fald­ast. 

Í áætl­un­inni er lagt til að skrif­stofan fram­kvæmi stefnu­mið­aða grein­ingu í tengslum við erlendan gjald­eyri og upp­lýsi við­eig­andi aðila um hættu­merki og aðferð­ir. Skrif­stofan kynni svo nið­ur­stöður sínar í stýri­hópi um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og komi með til­lögur um að draga úr áhættu sem stýri­hóp­ur­inn komi til fram­kvæmda.

Und­ir­bún­ingur þess­ara aðgerða hefur þegar haf­ist og er áætlað að þær verði komnar til fram­kvæmda í nóv­em­ber 2019.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar