Erlendir aðilar áttu 1.063 milljarða á Íslandi um síðustu áramót

Eigið fé erlendra aðila á Íslandi hefur ekki verið meira frá árinu 2007. Einstaklingar eða félög í Lúxemborg og Hollandi eiga mest.

Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Auglýsing

Erlendir aðilar áttu sam­tals eignir sem metnar voru á 1.063 millj­arða á Íslandi um síð­ustu ára­mót. Eigið fé erlendra aðila á Íslandi var metið á 592,5 millj­arða króna og jókst um tæp 25 pró­sent milli ára. Það er nú meira en það hefur nokkru sinni verið frá hruni. Raunar hefur eigið fé erlendra aðila á Íslandi ein­ungis einu sinni verið meira frá því að farið var að halda utan um það, árið 2007 þegar það var 660,5 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­fest­ingu. Þar segir einnig að lána­staða milli erlendra og inn­lendra aðila (e. inter-company loans) hafi verið 470,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Hún hefur lækkað hratt á und­an­förnum árum eftir að hafa náð hámarki 2011 í 1.343 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Ástæða þess er að meðal ann­ars upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna og styrk­ing á gengi krón­unnar sem lækkar upp­hæð­ina í krónum talið.

Kunnu­legar slóðir

Mestar eignir hér­lendis eiga aðilar með heim­il­is­festi í Lúx­em­borg, 275 millj­arða króna, og í Hollandi, 202 millj­arðar króna. Þar á eftir koma erlendir ein­stak­lingar eða félög sem skráð eru í Sviss, en slíkir eiga 202 millj­arða króna á Íslandi.

Vel þekkt hefur verið árum saman að fjöl­margir íslenskir ein­stak­lingar eiga félög í ofan­greindum löndum og að þau félög haldi á eignum hér­lendis fyrir hönd þeirra. Því eru allar líkur á því að hluti þeirra eigna sem skráðar eru í eigu erlendra aðila á Íslandi séu í raun í eigu íslenskra ein­stak­linga án þess að það eign­ar­hald birt­ist með skýrum hætti í gögnum íslenskra stjórn­valda. 

Rúm­lega helm­ingur eigna erlendra aðila á Íslandi, alls 604 millj­arðar króna, er í fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi. Innan þeirrar skil­grein­ingar rúm­ast meðal ann­ars eignir þeirra fjár­fest­inga­sjóða sem eiga stóran hlut í Arion banka og skráðum trygg­inga­fé­lög­um. 

Raun­veru­legir eig­endur

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að allir þeir sem eiga félag á Íslandi hafa þurft, frá og með 30. ágúst 2019, að veita fyr­ir­tækja­­skrá upp­­lýs­ingar um nafn, lög­­heim­ili, kenn­i­­tölu, rík­­is­­fang og  eign­­ar­hlut/­teg­und eign­­ar­halds. Þá þurfa allir að fram­vísa gögnum sem stað­­festa veittar upp­­lýs­ingar og sýna fram á að við­kom­andi sé raun­veru­­legur eig­andi þess félags sem um ræð­­ir. 

Auglýsing
Þeir sem eru að stofa félag eða til­­kynna um breyt­ingar á því þurfa að veita umræddar upp­­lýs­ingar sam­hliða því. Aðrir hafa þangað til 1. júní 2020 til að veita upp­­lýs­ing­­arn­­ar. Upp­­haf­­lega átti að gefa þeim frest fram til 1. des­em­ber 2019 til að gera það, en efna­hags- og við­­skipta­­nefnd ákvað að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu um að lengja frest­inn þegar málið var í með­­­förum henn­­ar. 

Laga­breyt­ingin er meðal ann­ars til þess gerð að loka þeirri algengu felu­leið að láta félög, t.d. eign­­ar­halds­­­fé­lög eða rekstr­­ar­­fé­lög sem héldu á eignum á Íslandi, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­legur eig­andi (e. benef­icial owner) félaga er. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar 14. ágúst
Hjúkrunarheimili þurfa að setja reglur um heimsóknir utanaðkomandi en nálægartakmörkun í framhalds- og háskólum og íþróttum verður rýmkuð á föstudag. Krafist verður notkunar grímum við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Reynslan af heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili: „Fólki hrakaði“
Við verðum að finna leiðir svo að fólk fái að hittast, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um heimsóknartakmarkanir til eldra fólks í vetur. „Einmanaleiki er vágestur.“
Kjarninn 12. ágúst 2020
Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Hjaltalín getur ekki fengið millifærslur frá bresku fyrirtæki vegna gráa listans
Breskt fyrirtæki sagði umboðsmanni hljómsveitarinnar Hjaltalín að Ísland væri eitt þeirra landa sem fyrirtækið ætti ekki að millifæra til, vegna aðgerða til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar