Erlendir aðilar áttu 1.063 milljarða á Íslandi um síðustu áramót

Eigið fé erlendra aðila á Íslandi hefur ekki verið meira frá árinu 2007. Einstaklingar eða félög í Lúxemborg og Hollandi eiga mest.

Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Auglýsing

Erlendir aðilar áttu sam­tals eignir sem metnar voru á 1.063 millj­arða á Íslandi um síð­ustu ára­mót. Eigið fé erlendra aðila á Íslandi var metið á 592,5 millj­arða króna og jókst um tæp 25 pró­sent milli ára. Það er nú meira en það hefur nokkru sinni verið frá hruni. Raunar hefur eigið fé erlendra aðila á Íslandi ein­ungis einu sinni verið meira frá því að farið var að halda utan um það, árið 2007 þegar það var 660,5 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­fest­ingu. Þar segir einnig að lána­staða milli erlendra og inn­lendra aðila (e. inter-company loans) hafi verið 470,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Hún hefur lækkað hratt á und­an­förnum árum eftir að hafa náð hámarki 2011 í 1.343 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Ástæða þess er að meðal ann­ars upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna og styrk­ing á gengi krón­unnar sem lækkar upp­hæð­ina í krónum talið.

Kunnu­legar slóðir

Mestar eignir hér­lendis eiga aðilar með heim­il­is­festi í Lúx­em­borg, 275 millj­arða króna, og í Hollandi, 202 millj­arðar króna. Þar á eftir koma erlendir ein­stak­lingar eða félög sem skráð eru í Sviss, en slíkir eiga 202 millj­arða króna á Íslandi.

Vel þekkt hefur verið árum saman að fjöl­margir íslenskir ein­stak­lingar eiga félög í ofan­greindum löndum og að þau félög haldi á eignum hér­lendis fyrir hönd þeirra. Því eru allar líkur á því að hluti þeirra eigna sem skráðar eru í eigu erlendra aðila á Íslandi séu í raun í eigu íslenskra ein­stak­linga án þess að það eign­ar­hald birt­ist með skýrum hætti í gögnum íslenskra stjórn­valda. 

Rúm­lega helm­ingur eigna erlendra aðila á Íslandi, alls 604 millj­arðar króna, er í fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi. Innan þeirrar skil­grein­ingar rúm­ast meðal ann­ars eignir þeirra fjár­fest­inga­sjóða sem eiga stóran hlut í Arion banka og skráðum trygg­inga­fé­lög­um. 

Raun­veru­legir eig­endur

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að allir þeir sem eiga félag á Íslandi hafa þurft, frá og með 30. ágúst 2019, að veita fyr­ir­tækja­­skrá upp­­lýs­ingar um nafn, lög­­heim­ili, kenn­i­­tölu, rík­­is­­fang og  eign­­ar­hlut/­teg­und eign­­ar­halds. Þá þurfa allir að fram­vísa gögnum sem stað­­festa veittar upp­­lýs­ingar og sýna fram á að við­kom­andi sé raun­veru­­legur eig­andi þess félags sem um ræð­­ir. 

Auglýsing
Þeir sem eru að stofa félag eða til­­kynna um breyt­ingar á því þurfa að veita umræddar upp­­lýs­ingar sam­hliða því. Aðrir hafa þangað til 1. júní 2020 til að veita upp­­lýs­ing­­arn­­ar. Upp­­haf­­lega átti að gefa þeim frest fram til 1. des­em­ber 2019 til að gera það, en efna­hags- og við­­skipta­­nefnd ákvað að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu um að lengja frest­inn þegar málið var í með­­­förum henn­­ar. 

Laga­breyt­ingin er meðal ann­ars til þess gerð að loka þeirri algengu felu­leið að láta félög, t.d. eign­­ar­halds­­­fé­lög eða rekstr­­ar­­fé­lög sem héldu á eignum á Íslandi, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­legur eig­andi (e. benef­icial owner) félaga er. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar