Erlendir aðilar áttu 1.063 milljarða á Íslandi um síðustu áramót

Eigið fé erlendra aðila á Íslandi hefur ekki verið meira frá árinu 2007. Einstaklingar eða félög í Lúxemborg og Hollandi eiga mest.

Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Auglýsing

Erlendir aðilar áttu sam­tals eignir sem metnar voru á 1.063 millj­arða á Íslandi um síð­ustu ára­mót. Eigið fé erlendra aðila á Íslandi var metið á 592,5 millj­arða króna og jókst um tæp 25 pró­sent milli ára. Það er nú meira en það hefur nokkru sinni verið frá hruni. Raunar hefur eigið fé erlendra aðila á Íslandi ein­ungis einu sinni verið meira frá því að farið var að halda utan um það, árið 2007 þegar það var 660,5 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­fest­ingu. Þar segir einnig að lána­staða milli erlendra og inn­lendra aðila (e. inter-company loans) hafi verið 470,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Hún hefur lækkað hratt á und­an­förnum árum eftir að hafa náð hámarki 2011 í 1.343 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Ástæða þess er að meðal ann­ars upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna og styrk­ing á gengi krón­unnar sem lækkar upp­hæð­ina í krónum talið.

Kunnu­legar slóðir

Mestar eignir hér­lendis eiga aðilar með heim­il­is­festi í Lúx­em­borg, 275 millj­arða króna, og í Hollandi, 202 millj­arðar króna. Þar á eftir koma erlendir ein­stak­lingar eða félög sem skráð eru í Sviss, en slíkir eiga 202 millj­arða króna á Íslandi.

Vel þekkt hefur verið árum saman að fjöl­margir íslenskir ein­stak­lingar eiga félög í ofan­greindum löndum og að þau félög haldi á eignum hér­lendis fyrir hönd þeirra. Því eru allar líkur á því að hluti þeirra eigna sem skráðar eru í eigu erlendra aðila á Íslandi séu í raun í eigu íslenskra ein­stak­linga án þess að það eign­ar­hald birt­ist með skýrum hætti í gögnum íslenskra stjórn­valda. 

Rúm­lega helm­ingur eigna erlendra aðila á Íslandi, alls 604 millj­arðar króna, er í fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi. Innan þeirrar skil­grein­ingar rúm­ast meðal ann­ars eignir þeirra fjár­fest­inga­sjóða sem eiga stóran hlut í Arion banka og skráðum trygg­inga­fé­lög­um. 

Raun­veru­legir eig­endur

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að allir þeir sem eiga félag á Íslandi hafa þurft, frá og með 30. ágúst 2019, að veita fyr­ir­tækja­­skrá upp­­lýs­ingar um nafn, lög­­heim­ili, kenn­i­­tölu, rík­­is­­fang og  eign­­ar­hlut/­teg­und eign­­ar­halds. Þá þurfa allir að fram­vísa gögnum sem stað­­festa veittar upp­­lýs­ingar og sýna fram á að við­kom­andi sé raun­veru­­legur eig­andi þess félags sem um ræð­­ir. 

Auglýsing
Þeir sem eru að stofa félag eða til­­kynna um breyt­ingar á því þurfa að veita umræddar upp­­lýs­ingar sam­hliða því. Aðrir hafa þangað til 1. júní 2020 til að veita upp­­lýs­ing­­arn­­ar. Upp­­haf­­lega átti að gefa þeim frest fram til 1. des­em­ber 2019 til að gera það, en efna­hags- og við­­skipta­­nefnd ákvað að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu um að lengja frest­inn þegar málið var í með­­­förum henn­­ar. 

Laga­breyt­ingin er meðal ann­ars til þess gerð að loka þeirri algengu felu­leið að láta félög, t.d. eign­­ar­halds­­­fé­lög eða rekstr­­ar­­fé­lög sem héldu á eignum á Íslandi, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­legur eig­andi (e. benef­icial owner) félaga er. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar