Erlendir aðilar áttu 1.063 milljarða á Íslandi um síðustu áramót

Eigið fé erlendra aðila á Íslandi hefur ekki verið meira frá árinu 2007. Einstaklingar eða félög í Lúxemborg og Hollandi eiga mest.

Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Auglýsing

Erlendir aðilar áttu sam­tals eignir sem metnar voru á 1.063 millj­arða á Íslandi um síð­ustu ára­mót. Eigið fé erlendra aðila á Íslandi var metið á 592,5 millj­arða króna og jókst um tæp 25 pró­sent milli ára. Það er nú meira en það hefur nokkru sinni verið frá hruni. Raunar hefur eigið fé erlendra aðila á Íslandi ein­ungis einu sinni verið meira frá því að farið var að halda utan um það, árið 2007 þegar það var 660,5 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­fest­ingu. Þar segir einnig að lána­staða milli erlendra og inn­lendra aðila (e. inter-company loans) hafi verið 470,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Hún hefur lækkað hratt á und­an­förnum árum eftir að hafa náð hámarki 2011 í 1.343 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Ástæða þess er að meðal ann­ars upp­gjör þrota­búa föllnu bank­anna og styrk­ing á gengi krón­unnar sem lækkar upp­hæð­ina í krónum talið.

Kunnu­legar slóðir

Mestar eignir hér­lendis eiga aðilar með heim­il­is­festi í Lúx­em­borg, 275 millj­arða króna, og í Hollandi, 202 millj­arðar króna. Þar á eftir koma erlendir ein­stak­lingar eða félög sem skráð eru í Sviss, en slíkir eiga 202 millj­arða króna á Íslandi.

Vel þekkt hefur verið árum saman að fjöl­margir íslenskir ein­stak­lingar eiga félög í ofan­greindum löndum og að þau félög haldi á eignum hér­lendis fyrir hönd þeirra. Því eru allar líkur á því að hluti þeirra eigna sem skráðar eru í eigu erlendra aðila á Íslandi séu í raun í eigu íslenskra ein­stak­linga án þess að það eign­ar­hald birt­ist með skýrum hætti í gögnum íslenskra stjórn­valda. 

Rúm­lega helm­ingur eigna erlendra aðila á Íslandi, alls 604 millj­arðar króna, er í fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi. Innan þeirrar skil­grein­ingar rúm­ast meðal ann­ars eignir þeirra fjár­fest­inga­sjóða sem eiga stóran hlut í Arion banka og skráðum trygg­inga­fé­lög­um. 

Raun­veru­legir eig­endur

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að allir þeir sem eiga félag á Íslandi hafa þurft, frá og með 30. ágúst 2019, að veita fyr­ir­tækja­­skrá upp­­lýs­ingar um nafn, lög­­heim­ili, kenn­i­­tölu, rík­­is­­fang og  eign­­ar­hlut/­teg­und eign­­ar­halds. Þá þurfa allir að fram­vísa gögnum sem stað­­festa veittar upp­­lýs­ingar og sýna fram á að við­kom­andi sé raun­veru­­legur eig­andi þess félags sem um ræð­­ir. 

Auglýsing
Þeir sem eru að stofa félag eða til­­kynna um breyt­ingar á því þurfa að veita umræddar upp­­lýs­ingar sam­hliða því. Aðrir hafa þangað til 1. júní 2020 til að veita upp­­lýs­ing­­arn­­ar. Upp­­haf­­lega átti að gefa þeim frest fram til 1. des­em­ber 2019 til að gera það, en efna­hags- og við­­skipta­­nefnd ákvað að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu um að lengja frest­inn þegar málið var í með­­­förum henn­­ar. 

Laga­breyt­ingin er meðal ann­ars til þess gerð að loka þeirri algengu felu­leið að láta félög, t.d. eign­­ar­halds­­­fé­lög eða rekstr­­ar­­fé­lög sem héldu á eignum á Íslandi, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­legur eig­andi (e. benef­icial owner) félaga er. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar