Mynd: Pexels.com

Rannsóknir sýna stórfelld skattsvik í 64 Panamamálum

Búið er að vísa 64 málum sem tengjast Panamaskjölunum til héraðssaksóknara til refsimeðferðar. Alls er rannsókn lokið í 96 málum sem tengjast skjölunum og sjö mál er enn í ferli. Undandregnir skattstofnar í þeim málum sem búið er að rannsaka eru 16,4 milljarðar króna. Þorri fjármunanna var falin í skattaskjólum.

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefur lokið rann­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­runa sinn í svo­nefndum Panama­skjöl­um. Af þeim hefur alls 64 málum verið vísað til refsi­með­ferðar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara, farið var fram á sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd í 17 mál­um, refsi­með­ferð í tveimur málum er lokið með sekt­ar­gerð hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og ekki var hlut­ast til um refsi­með­ferð í 13 mál­u­m. 

Rann­sókn tveggja ann­arra mála á loka­stigi og áætlað er að rann­sókn fimm mála til við­bótar verði lokið fyrir ára­mót. Alls eru Pana­ma­málin hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra, þau sem rann­sókn er lokið í og þau sem rann­sókn stendur yfir á, alls 103 tals­ins. 

Þetta kemur fram í svarið Bryn­dísar Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þar segir enn fremur að í þeim 96 málum sem að lokið er með þeirri nið­ur­stöðu að fjár­munum hafi verið skotið undan skatti eru und­an­dregnir skatt­stofnar um 16,4 millj­arðar króna. Áætl­aðir und­an­dregnir skatt­stofnar í þeim sjö málum sem er ólokið eru um 2,2 millj­arðar króna. 

Keyptu gögn af huldu­manni

Árið 2015 keypti íslenska ríkið skatta­skjóls­gögn um 500 félög í eigu um 400 Íslend­inga af huldu­manni. Gögnin komu frá lög­manns­stofu í Pana­ma, Mossack Fon­seca & Co, sem hafði unnið umtals­vert fyrir íslensku bank­anna á árunum fyrir hrun. Alls voru greiddar 37 millj­ónir króna fyrir gögn­in, en upp­haf­lega vildi selj­and­inn fá 150 millj­ónir króna. 

Ári síð­ar, í apríl 2016, greindu fjöl­miðlar víða um heim frá afrakstri vinnu sinnar úr gagna­leka sem þekktur varð sem Panama­skjölin. Um var að ræða skjöl úr sama ranni og þau sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafði keypt. Þ.e. frá Mossack Fon­seca. 

Þar kom meðal ann­ars fram að skatta­skjóla­eign Íslend­inga var enn umfangs­meiri en áður hafði verið ýjað að. Alls er þar að finna upp­lýs­ingar um 600 Íslend­inga sem tengj­ast um 800 aflands­fé­lög­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­skipta­vini Lands­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­göngu­liði Kaup­þing og Glitnir not­uðu hel­st, en sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því eru mörg þeirra enn óupp­götv­uð. 

Allt að 810 millj­arðar króna á aflands­svæðum

Það kom til að mynda í ljós í byrjun jan­úar 2017 þegar gerð var opin­ber skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga, sem unnin var sem við­bragð við birt­ingu Panama­skjal­ana, og áætl­­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti.

Þar sagði að stökk­breyt­ing hefði orðið á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga hefði fer­tug­fald­ast frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nam ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna þessa nam lík­lega um 56 millj­örðum króna, sam­kvæmt skýrsl­unn­i. 

Tugir mála felld niður

Kjarn­inn greindi frá því í í lok árs 2017 að alls 66 skattsvika­mál sem hér­aðs­sak­sókn­ari hafði haft til með­ferðar hefðu verið felld nið­ur. Und­an­dregin skatt­stofn í þeim var sam­an­lagt 9,7 millj­arðar króna. Hluti þeirra mála voru svokölluð Pana­ma­mál sem ratað höfðu til emb­ætt­is­ins frá skatta­rann­sókn­ar­stjóra, en ekki öll. 

Ástæðan fyrir þess­­ari stöðu var rof í máls­­með­­­ferð sem varð vegna þess að ákæru­­valdið og íslenskir dóm­stólar voru að bíða eftir nið­­ur­­stöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og Tryggva Jóns­­sonar fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu, og síðan bið eftir því hvernig Hæst­i­­réttur túlk­aði þá nið­­ur­­stöðu.

Málin voru felld niður vegna þess að máls­­með­­­ferð þeirra hjá ann­­ars vegar skatt­yf­­ir­völdum og hins vegar hér­­aðs­sak­­sókn­­ara var ekki næg­i­­lega sam­t­vinnuð í efni og tíma, aðal­­­lega vegna þess að þeim var slegið á frest vegna þess að beðið var nið­­ur­­stöðu máls sem var til með­­­ferðar hjá Mann­rétt­inda­­dóm­stóli Evr­­ópu.

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru mál íslenskra sjó­­manna sem störf­uðu hjá íslenskum útgerðum erlend­is, meðal ann­ars Sjóla­skip­um, á meðal þeirra mála sem felld voru nið­­ur. Hin meintu brot mann­anna fólust í því að þeir greiddu ekki skatt af launum sínum á Íslandi á meðan að þeir unnu hjá íslenskum útgerðum í Afr­íku, þótt þeir hafi átt heim­il­is­­­festi hér. Alls voru 33 þeirra mála sem hafa verið látin niður falla vegna tekna sem urðu til vegna starfa erlend­­is. Um tugi millj­­óna króna var um að ræða í van­fram­­töldum tekjum í hverju til­­­felli fyrir sig.

En stóru töl­­urnar í mál­unum sem voru látin niður falla voru í málum af öðrum toga. Um­fangs­­mesta málið sner­ist um van­fram­taldar tekjur og fjár­­­magnstekjur vegna greiðslna frá erlendu félagi, vaxta­greiðslna og hluta­bréfa­við­­skipta upp á sam­tals um 2,2 millj­arða króna. Annað stórt mál sner­ist um van­fram­taldar tekjur upp á 876 millj­­ónir króna vegna kaupa á hluta­bréfum á lægra verði en gang­verði, óheim­ilar úthlut­unar úr lög­­að­ila og van­fram­tal­inna stjórn­­­ar­­launa.

Þá voru felld niður stór mál sem snér­ust um tekjur vegna óheim­ilar úthlut­unar úr félögum og vegna fram­­virkra samn­inga. Þar voru van­fram­taldar tekjur og fjár­­­magnstekjur upp á mörg hund­ruð millj­­ónir króna í ein­­stökum mál­­um.

Sjóla­skipa­systk­inin ákærð

Það mál úr Panama­skjöl­unum sem ákært hefur verið í., og hefur vakið mesta athygli, er gegn systkin­unum sem áttu áður­nefnda útgerð, Sjóla­skip. Systk­in­in, tveir bræður og tvær syst­ur, voru ákærð fyrir umfangs­mikil skatt­svik fyrr á þessu ári. Þau seldu fyr­ir­tæk­ið, sem stund­aði veiðar við strendur Afr­íku, til Sam­herja árið 2007 á 12 millj­arða króna og málið snýst meðal ann­ars um skatta­lega með­ferð þeirrar upp­hæð­ar. 

Nöfn syst­k­in­anna fjög­­urra, þeirra Guð­­mundar Stein­­ars Jóns­­son­­ar, Har­aldar Reynis Jóns­­son­­ar, Ragn­heiðar Jónu Jóns­dóttur og Berg­lindar Bjarkar Jóns­dótt­­ur, var að finna í Pana­ma­skjöl­un­um.

Frétta­­tím­inn greindi frá því í nóv­­em­ber árið 2016 að skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri hefði kært við­­skipti syst­k­in­anna í skatta­­skjól­inu Tortólu, sem til­heyrir Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara. Í frétt blaðs­ins kom meðal ann­­ars fram að aflands­­fé­lögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kredit­korta­­reikn­inga fjöl­­skyld­u­­með­­lima.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar