Mynd: Pexels.com

Rannsóknir sýna stórfelld skattsvik í 64 Panamamálum

Búið er að vísa 64 málum sem tengjast Panamaskjölunum til héraðssaksóknara til refsimeðferðar. Alls er rannsókn lokið í 96 málum sem tengjast skjölunum og sjö mál er enn í ferli. Undandregnir skattstofnar í þeim málum sem búið er að rannsaka eru 16,4 milljarðar króna. Þorri fjármunanna var falin í skattaskjólum.

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra hefur lokið rann­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­runa sinn í svo­nefndum Panama­skjöl­um. Af þeim hefur alls 64 málum verið vísað til refsi­með­ferðar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara, farið var fram á sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd í 17 mál­um, refsi­með­ferð í tveimur málum er lokið með sekt­ar­gerð hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og ekki var hlut­ast til um refsi­með­ferð í 13 mál­u­m. 

Rann­sókn tveggja ann­arra mála á loka­stigi og áætlað er að rann­sókn fimm mála til við­bótar verði lokið fyrir ára­mót. Alls eru Pana­ma­málin hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra, þau sem rann­sókn er lokið í og þau sem rann­sókn stendur yfir á, alls 103 tals­ins. 

Þetta kemur fram í svarið Bryn­dísar Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þar segir enn fremur að í þeim 96 málum sem að lokið er með þeirri nið­ur­stöðu að fjár­munum hafi verið skotið undan skatti eru und­an­dregnir skatt­stofnar um 16,4 millj­arðar króna. Áætl­aðir und­an­dregnir skatt­stofnar í þeim sjö málum sem er ólokið eru um 2,2 millj­arðar króna. 

Keyptu gögn af huldu­manni

Árið 2015 keypti íslenska ríkið skatta­skjóls­gögn um 500 félög í eigu um 400 Íslend­inga af huldu­manni. Gögnin komu frá lög­manns­stofu í Pana­ma, Mossack Fon­seca & Co, sem hafði unnið umtals­vert fyrir íslensku bank­anna á árunum fyrir hrun. Alls voru greiddar 37 millj­ónir króna fyrir gögn­in, en upp­haf­lega vildi selj­and­inn fá 150 millj­ónir króna. 

Ári síð­ar, í apríl 2016, greindu fjöl­miðlar víða um heim frá afrakstri vinnu sinnar úr gagna­leka sem þekktur varð sem Panama­skjölin. Um var að ræða skjöl úr sama ranni og þau sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafði keypt. Þ.e. frá Mossack Fon­seca. 

Þar kom meðal ann­ars fram að skatta­skjóla­eign Íslend­inga var enn umfangs­meiri en áður hafði verið ýjað að. Alls er þar að finna upp­lýs­ingar um 600 Íslend­inga sem tengj­ast um 800 aflands­fé­lög­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­skipta­vini Lands­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­göngu­liði Kaup­þing og Glitnir not­uðu hel­st, en sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því eru mörg þeirra enn óupp­götv­uð. 

Allt að 810 millj­arðar króna á aflands­svæðum

Það kom til að mynda í ljós í byrjun jan­úar 2017 þegar gerð var opin­ber skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga, sem unnin var sem við­bragð við birt­ingu Panama­skjal­ana, og áætl­­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti.

Þar sagði að stökk­breyt­ing hefði orðið á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga hefði fer­tug­fald­ast frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nam ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna þessa nam lík­lega um 56 millj­örðum króna, sam­kvæmt skýrsl­unn­i. 

Tugir mála felld niður

Kjarn­inn greindi frá því í í lok árs 2017 að alls 66 skattsvika­mál sem hér­aðs­sak­sókn­ari hafði haft til með­ferðar hefðu verið felld nið­ur. Und­an­dregin skatt­stofn í þeim var sam­an­lagt 9,7 millj­arðar króna. Hluti þeirra mála voru svokölluð Pana­ma­mál sem ratað höfðu til emb­ætt­is­ins frá skatta­rann­sókn­ar­stjóra, en ekki öll. 

Ástæðan fyrir þess­­ari stöðu var rof í máls­­með­­­ferð sem varð vegna þess að ákæru­­valdið og íslenskir dóm­stólar voru að bíða eftir nið­­ur­­stöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar og Tryggva Jóns­­sonar fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu, og síðan bið eftir því hvernig Hæst­i­­réttur túlk­aði þá nið­­ur­­stöðu.

Málin voru felld niður vegna þess að máls­­með­­­ferð þeirra hjá ann­­ars vegar skatt­yf­­ir­völdum og hins vegar hér­­aðs­sak­­sókn­­ara var ekki næg­i­­lega sam­t­vinnuð í efni og tíma, aðal­­­lega vegna þess að þeim var slegið á frest vegna þess að beðið var nið­­ur­­stöðu máls sem var til með­­­ferðar hjá Mann­rétt­inda­­dóm­stóli Evr­­ópu.

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru mál íslenskra sjó­­manna sem störf­uðu hjá íslenskum útgerðum erlend­is, meðal ann­ars Sjóla­skip­um, á meðal þeirra mála sem felld voru nið­­ur. Hin meintu brot mann­anna fólust í því að þeir greiddu ekki skatt af launum sínum á Íslandi á meðan að þeir unnu hjá íslenskum útgerðum í Afr­íku, þótt þeir hafi átt heim­il­is­­­festi hér. Alls voru 33 þeirra mála sem hafa verið látin niður falla vegna tekna sem urðu til vegna starfa erlend­­is. Um tugi millj­­óna króna var um að ræða í van­fram­­töldum tekjum í hverju til­­­felli fyrir sig.

En stóru töl­­urnar í mál­unum sem voru látin niður falla voru í málum af öðrum toga. Um­fangs­­mesta málið sner­ist um van­fram­taldar tekjur og fjár­­­magnstekjur vegna greiðslna frá erlendu félagi, vaxta­greiðslna og hluta­bréfa­við­­skipta upp á sam­tals um 2,2 millj­arða króna. Annað stórt mál sner­ist um van­fram­taldar tekjur upp á 876 millj­­ónir króna vegna kaupa á hluta­bréfum á lægra verði en gang­verði, óheim­ilar úthlut­unar úr lög­­að­ila og van­fram­tal­inna stjórn­­­ar­­launa.

Þá voru felld niður stór mál sem snér­ust um tekjur vegna óheim­ilar úthlut­unar úr félögum og vegna fram­­virkra samn­inga. Þar voru van­fram­taldar tekjur og fjár­­­magnstekjur upp á mörg hund­ruð millj­­ónir króna í ein­­stökum mál­­um.

Sjóla­skipa­systk­inin ákærð

Það mál úr Panama­skjöl­unum sem ákært hefur verið í., og hefur vakið mesta athygli, er gegn systkin­unum sem áttu áður­nefnda útgerð, Sjóla­skip. Systk­in­in, tveir bræður og tvær syst­ur, voru ákærð fyrir umfangs­mikil skatt­svik fyrr á þessu ári. Þau seldu fyr­ir­tæk­ið, sem stund­aði veiðar við strendur Afr­íku, til Sam­herja árið 2007 á 12 millj­arða króna og málið snýst meðal ann­ars um skatta­lega með­ferð þeirrar upp­hæð­ar. 

Nöfn syst­k­in­anna fjög­­urra, þeirra Guð­­mundar Stein­­ars Jóns­­son­­ar, Har­aldar Reynis Jóns­­son­­ar, Ragn­heiðar Jónu Jóns­dóttur og Berg­lindar Bjarkar Jóns­dótt­­ur, var að finna í Pana­ma­skjöl­un­um.

Frétta­­tím­inn greindi frá því í nóv­­em­ber árið 2016 að skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri hefði kært við­­skipti syst­k­in­anna í skatta­­skjól­inu Tortólu, sem til­heyrir Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara. Í frétt blaðs­ins kom meðal ann­­ars fram að aflands­­fé­lögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kredit­korta­­reikn­inga fjöl­­skyld­u­­með­­lima.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar