Mannréttindadómstóllinn spyr spurninga vegna Al Thani-málsins

MDE hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar vegna fjárfestinga hæstaréttardómara til skoðunar. Hann hefur sent spurningar til málsaðila og m.a. farið fram á upplýsingar um umfang fjárfestinga. Auk þess hafa þeir verið hvattir til að leita sátta.

Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem hlutu dóm í Al Thani-málinu.
Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem hlutu dóm í Al Thani-málinu.
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (MDE) hefur tekið kæru Ólafs Ólafs­sonar vegna fjár­fest­inga­um­svifa tveggja hæsta­rétt­ar­dóm­ara í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða til skoð­un­ar. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Þar segir að dóm­stóll­inn hafi sent máls­að­ilum bréf fyrr í þessum mán­uði þar sem þess var farið á leit við íslenska ríkið að kanna hvort að hægt yrði að ná sátt við Ólaf, sem myndi grund­vall­ast á t.d. skaða- eða miska­bót­um. Auk þess var þremur spurn­ingum beint til máls­að­ila, meðal ann­ars um hver fjár­fest­inga­um­svif dóm­ar­anna tveggja, Mark­úsar Sig­ur­björns­sonar og Árna Kol­beins­son­ar, voru. Ef sátt næst ekki fyrir 2. des­em­ber mun dóm­stóll­inn taka málið til frek­ari efn­is­með­ferð­ar.

Í Al Than­i-­­­mál­inu voru þrír af æðstu stjórn­­­endum Kaup­­­þings, þeir Hreiðar Már Sig­­­urðs­­­son, Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son og Magnús Guð­­­munds­­­son ákærðir ásamt Ólafi Ólafs­­­syni, einum stærsta eig­anda bank­ans fyrir hrun, fyrir umboðs­svik, mark­aðs­mis­­­­­notkun og hlut­­­deild í umboðs­svik­­­um.

Auglýsing
Mál­inu lauk með dómi Hæsta­réttar þann 12. febr­­­úar 2015 þar sem allir ákærðu voru sak­­­felld­­­ir. Hreiðar Már var sak­­­felldur í öllum ákæru­liðum og dæmdur til 5 og hálfs árs fang­els­is, Sig­­­urður var sak­­­felldur sam­­­kvæmt ákæru hvað varðar mark­aðs­mis­­­­­notkun en fyrir hlut­­­deild í umboðs­svikum og dæmdur til 4 ára fang­els­­­is. Ólafur var sak­­­felldur vegna mark­aðs­mis­­­­not­k­unar en sýkn­aður í ákæru­liðum varð­andi umboðs­­­svik og dæmdur til 4 og hálfs árs fang­elsis og Magnús var sak­­­felldur í öllum ákæru­liðum og dæmdur til 4 og hálfs árs fang­els­­­is.

Fréttir frá lokum árs 2016

Kæran til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins byggir á frétta­flutn­ingi sem átti sér stað í lok árs 2016. Þann 5. des­em­ber það ár var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 og síðan Kast­­ljósi að Markús Sig­­ur­­björns­­son, þá for­­seti Hæsta­rétt­­ar, hefði átt hluta­bréf í Glitni fyrir hrun og síðar fjár­­­­­fest um 60 millj­­­ónum króna í verð­bréfa­­­sjóði í rekstri Glitn­­­is. Í Kast­­­ljósi var enn fremur greint frá því að Ólafur Börkur Þor­­­­valds­­­­son, sem gegnt hefur emb­ætti hæsta­rétt­­­­ar­­­­dóm­­­­ara frá árinu 2003, hafi einnig átt hluta­bréf í Glitni um tíma á árinu 2007. Hann seldi bréf sín í lok þess árs og fjár­­­­­­­festi í verð­bréfa­­­­sjóði innan Glitn­­­­is. Í Frétta­­­blað­inu dag­inn eftir var svo sagt frá því að hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ar­­­arnir Eiríkur Tóm­a­s­­­son, Ing­veldur Ein­­­ar­s­dóttir og Árni Kol­beins­­­son, sem nú er hættur störf­um, hafi einnig öll átt hluta­bréf í Glitni á árunum 2007 og 2008. Allir dóm­­­ar­­­arnir fimm hafa dæmt í málum sem tengj­­­ast Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Þar á meðal eru saka­­­­mál gegn starfs­­­­mönnum eigna­­­­stýr­ingar Glitn­­­­is. Dóm­­­­ar­­­­arnir lýstu ekki yfir van­hæfi í neinu þeirra mála.

Gögnin sem birt voru í umræddum fréttum sýndu sam­­­skipti Mark­úsar við eigna­­­stýr­ingu Glitn­­­is. Á meðal þeirra voru tölvu­póstar og skjöl sem hann und­ir­­­rit­aði til að veita heim­ild til fjár­­­­­fest­ing­­­ar. Gögnin eru bundin banka­­­leynd og alls ekki aðgeng­i­­­leg mörg­­­um. Starfs­­­menn slita­stjórnar Glitnis eftir hrun hafa þó mög­u­­­lega getað flett þeim upp í kerfum bank­ans auk þess sem starfs­­­menn eigna­­­stýr­ingar Glitnis fyrir hrun gátu nálg­­­ast þau.

Opin­ber­an­­irnar vöktu mikla athygli og sköp­uðu mikla umræðu um hæfi hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ara til að dæma í málum sem tengd­ust þeim bönkum sem þeir hefðu átt hluta­bréf í.

Markús sendi frá sér yfir­­­­­lýs­ingu dag­inn eft­ir umfjöll­un­ina þar sem hann sagð­ist hafa til­­­­­­kynnt nefnd um dóm­­­­­­ara­­­­­­störf um sölu á hluta­bréfum í sinni eigu þegar við­­­­­­skiptin áttu sér stað, og hann hafi fengið leyfi nefnd­­­­­­ar­innar þegar honum áskotn­að­ist þau. Hann hafi hins vegar ekki þurft að til­­­­­­kynna um hvernig hann ráð­staf­aði pen­ing­unum eftir söl­una. Skúli Magn­ús­­­son, for­­­maður Dóm­­­ara­­­fé­lags Íslands, sagði sagði saman dag að ljóst væri að upp­­­lýs­ingum um hluta­bréfa­­­eign dóm­­­ara hafi verið komið á fram­­­færi við fjöl­miðla í þeim til­­­­­gangi að hafa áhrif á störf dóm­stóla og hugs­an­­­lega auka mög­u­­­leika á því að mál verði end­­­ur­­­upp­­­­­tek­in. Jón Steinar Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, sagði blasa við að Markús hefði verið van­hæfur til að dæma í hrun­­mál­­um.

Þann 9. des­em­ber greindi DV síðan frá því að hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­arnir Viðar Már Matt­h­í­a­s­­son og Eiríkur Tóm­a­s­­son hefðu átt hlut í Lands­­bank­­anum við fall bank­ans. Þeir hefðu báðir verið í fimm manna dómi Hæsta­réttar sem dæmdi ýmsa fyrr­ver­andi stjórn­­endur Lands­­banka Íslands seka um mark­aðs­mis­­­notkun og umboðs­­svik í Hæsta­rétti í októ­ber 2015 og í febr­­úar 2016.

Auglýsing
Endurupptökunefnd féllst í maí á end­ur­upp­töku tveggja hæsta­rétt­ar­mála þar sem Sig­ur­jón Þor­valdur Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var dæmdur til fang­els­is­refs­ingar fyrir brot í starfi sínu. Ein þeirra ástæðna sem gefin var fyrir þeirri nið­ur­stöðu var að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arnir Viðar Már Matth­í­as­son og Eiríkur Tóm­as­son sem dæmdu í málum þeirra, hefði átt hluti í Lands­bank­anum fyrir hrun og orðið fyrir veru­legu tjóni við fall bank­ans. 

Umfjöll­unin leiddi til þess að dóm­­arar við Hæsta­rétt voru látnir birta hags­muna­­skrán­ingu sína opin­ber­­lega, og hefur það þegar verið gert á heima­­síðu rétt­­ar­ins síðan þá.

Ekki í fyrsta sinn hjá MDE

End­ur­upp­töku­nefnd hefur áður hafnað kröfum sak­born­inga í Al Than­i-­mál­inu um end­ur­upp­töku þess fyrir íslenskum dóm­stól­um, sem byggðu meðal ann­ars á upp­lýs­ingum um fjár­fest­ingar dóm­ara. 

Í apríl á þessu ári komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hins vegar að því að efast mætti um hvort Árni Kol­beins­son, einn þeirra fimm dóm­ara sem kváðu upp sak­fell­ing­ar­dóm í Hæsta­rétti í Al Than­i-­mál­inu og annar þeirra sem nú er undir í mál­inu sem verið er að skoða, hafi verið nægi­lega óhlut­drægur til að dæma í mál­inu. Ástæðan fyrir því er sú að Kol­beinn Árna­son, sonur hans, starf­aði sem fram­­kvæmda­­stjóri lög­­fræð­is­viðs slita­bús Kaup­­þings á árunum 2008 til 2013. Hann starf­aði einnig hjá Kaup­­þingi áður en skila­­nefnd var skipuð yfir bank­ann. 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafn­aði hins vegar öðrum atriðum sem fjór­menn­ing­arnir sem hlutu dóm í Al Than­i-­mál­inu kærðu til hans með afger­andi hætti. Þau atriði snéru að því að þeir töldu að brotið hefðu verið á rétti þeirra til rétt­látrar máls­með­ferðar með til­liti til aðgangs þeirra að gögn­um, hvort þeir hefðu fengið nægan tíma til að und­ir­búa málsvörn sína og að þeir hafi verið hindr­aðir í að leiða fram vitni í mál­inu. Þar var sér­stak­lega átt við Al Thani sjálfan og aðstoð­ar­mann hans, Sheik Sultan Al Thani. Þá töldu fjór­menn­ing­arnir að brotið hefði verið á þeim þegar sím­töl þeirra við lög­menn hefðu verið hlust­uð. Í því til­felli taldi Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn að menn­irnir hefðu átt að fara í skaða­bóta­mál fyrir íslenskum dóm­stól­um.

Því var nið­ur­staða dóm­stóls­ins að öðru leyti sú að máls­með­ferð íslenskra dóm­stóla í Al Than­i-­mál­inu hafi að öðru leyti verið eðli­leg.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar