Jón Steinar segir blasa við að Markús hafi verið vanhæfur í hrunmálum

jon-steinar.png
Auglýsing

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það blasa við að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málum þeirra manna sem stýrðu íslensku bankakerfi fyrir hrun. Ástæðan sé sú að hann hafi átt hlut í Glitni og hafi tapað á falli bankans. Jón Steinar segir það ekki vera trúverðugt að maður sem sé hluthafi í banka sem sé til umfjöllunar í máli dæmi í slíku máli. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Jón Steinar hefur lengi gagnrýnt Hæstarétt, og sérstaklega Markús. Hann skrifaði m.a. bók þar sem hann sagði til að mynda frá því meirihluti Hæstaréttar hafi beitt sér gegn því að Jón Steinar kæmi inn í rétt­inn, en hann var skip­aður dóm­ari í Hæsta­rétt í lok sept­em­ber 2004. Hann sagði í Kastljósi í kvöld að það væri alveg rétt að hann hefði gagnrýnt íslenska dómskerfið, en að hann ýtti þeim skoðunum sínum til hliðar þegar hann kemst að þeirri ástæðu að augljóst sé að Markús sé vanhæfur.

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, hefur sagt að ekkert bendi til vanhæfis Markúsar. Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði í fréttum RÚV í gær að hann teldi Markús ekki vera vanhæfan.

Auglýsing

Stöð 2 og Kastljós fjölluðu um hlutafjáreign og mögulegt vanhæfi dómara í Hæstarétti á mánudag. Markús Sig­ur­björns­son sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna umfjöll­unarinnar í gær, þriðjudag. Í yfir­lýs­ing­unni kom fram að hann hafi fengið arf eftir móður sína árið 2002, sem hafi meðal ann­ars falist í hlut­deild í hluta­bréfum í Eim­skip, Flug­leiðum og Íslands­banka. Hann hafi fengið leyfi nefndar um dóm­ara­störf til að eign­ast hluta­bréf­in. „Ég til­kynnti síðan nefnd­inni með bréfi 11. des­em­ber 2003 að ég hefði selt hluta­bréfin í Hf. Eim­skipa­fé­lagi Íslands og Flug­leiðum hf. og með bréfi 28. febr­úar 2007 að ég hefði selt hluta­bréfin í Glitni banka hf.“

Eftir sölu hluta­bréf­anna hafi hann sett and­virði þeirra að stærstum hluta í eigna­stýr­ingu hjá Glitni, „þar sem því var á grund­velli samn­ings um þá þjón­ustu meðal ann­ars ráð­stafað til að kaupa hlut­deild­ar­skír­teini í ýmsum verð­bréfa­sjóð­um, sem bank­inn bauð almenn­ingi. Hvorki átti ég sam­kvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að til­kynna nefnd um dóm­ara­störf um kaup á slíkum hlut­deild­ar­skír­tein­um, enda varð ég ekki með þeim eig­andi að hlut í félag­i.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None