Jón Steinar segir blasa við að Markús hafi verið vanhæfur í hrunmálum

jon-steinar.png
Auglýsing

Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, segir það blasa við að Markús Sig­ur­björns­son, for­seti Hæsta­rétt­ar, hafi verið van­hæfur til að dæma í málum þeirra manna sem stýrðu íslensku banka­kerfi fyrir hrun. Ástæðan sé sú að hann hafi átt hlut í Glitni og hafi tapað á falli bank­ans. Jón Steinar segir það ekki vera trú­verð­ugt að maður sem sé hlut­hafi í banka sem sé til umfjöll­unar í máli dæmi í slíku máli. Þetta kom fram í Kast­ljósi í kvöld.

Jón Steinar hefur lengi gagn­rýnt Hæsta­rétt, og sér­stak­lega Mark­ús. Hann skrif­aði m.a. bók þar sem hann sagði til að mynda frá því meiri­hluti Hæsta­réttar hafi beitt sér gegn því að Jón Steinar kæmi inn í rétt­inn, en hann var skip­aður dóm­­ari í Hæsta­rétt í lok sept­­em­ber 2004. Hann sagði í Kast­ljósi í kvöld að það væri alveg rétt að hann hefði gagn­rýnt íslenska dóms­kerf­ið, en að hann ýtti þeim skoð­unum sínum til hliðar þegar hann kemst að þeirri ástæðu að aug­ljóst sé að Markús sé van­hæf­ur.

Skúli Magn­ús­son, for­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands, hefur sagt að ekk­ert bendi til van­hæfis Mark­ús­ar. Sig­urður Tómas Magn­ús­son, pró­fessor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík, sagði í fréttum RÚV í gær að hann teldi Markús ekki vera van­hæf­an.

Auglýsing

Stöð 2 og Kast­ljós fjöll­uðu um hluta­fjár­eign og mögu­legt van­hæfi dóm­ara í Hæsta­rétti á mánu­dag. Markús Sig­­ur­­björns­­son sendi frá sér yfir­­lýs­ingu vegna umfjöll­un­ar­innar í gær, þriðju­dag. Í yfir­­lýs­ing­unni kom fram að hann hafi fengið arf eftir móður sína árið 2002, sem hafi meðal ann­­ars falist í hlut­­deild í hluta­bréfum í Eim­­skip, Flug­­­leiðum og Íslands­­­banka. Hann hafi fengið leyfi nefndar um dóm­­ara­­störf til að eign­­ast hluta­bréf­in. „Ég til­­kynnti síðan nefnd­inni með bréfi 11. des­em­ber 2003 að ég hefði selt hluta­bréfin í Hf. Eim­­skipa­­fé­lagi Íslands og Flug­­­leiðum hf. og með bréfi 28. febr­­úar 2007 að ég hefði selt hluta­bréfin í Glitni banka hf.“

Eftir sölu hluta­bréf­anna hafi hann sett and­virði þeirra að stærstum hluta í eigna­­stýr­ingu hjá Glitni, „þar sem því var á grund­velli samn­ings um þá þjón­­ustu meðal ann­­ars ráð­stafað til að kaupa hlut­­deild­­ar­­skír­teini í ýmsum verð­bréfa­­sjóð­um, sem bank­inn bauð almenn­ingi. Hvorki átti ég sam­­kvæmt lögum nr. 15/1998 né reglum nr. 463/2000 að til­­kynna nefnd um dóm­­ara­­störf um kaup á slíkum hlut­­deild­­ar­­skír­tein­um, enda varð ég ekki með þeim eig­andi að hlut í félag­i.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None