Á fjórða hundrað vilja hænur í fóstur eftir Brúneggjamálið

eggs.jpg
Auglýsing

357 manns óskuðu eftir því að fá að taka hænu í fóstur hjá Júlíusi Má Baldurssyni, landnámshænubónda í Þykkvabæ, eftir umfjöllun fjölmiðla um Brúnegg í síðustu viku. 

Hann hefur hins vegar bara tök á því að taka við um 25 manns til viðbótar við þá 75 sem fyrir voru með hænu í fóstri hjá honum. Öðrum, yfir 300 manns, býðst því að fara á biðlista eftir hænu. Með því að taka hænu í fóstur getur fólk vænst þess að fá eitt kíló af eggjum frá hænunni í hverjum mánuði. 

Ástæðan er fyrst og fremst Kast­ljós-þáttur sem sýndur var í síðustu viku þar sem fjallað var um for­dæma­laus afskipti Mat­væla­stofn­unar af eggja­búum Brú­neggja. Júlíus segir í bréfi sem hann sendi öllum þeim sem óskuðu eftir að taka hænu í fóstur að báðir símar hans hafi hringt viðstöðulaust eftir þáttinn og tölvupóstarnir hafi verið mörg hundruð. „Fólk var hreinlega bara í losti og áfalli sem svo snérist upp í réttláta reiði. Reiði vegna meðferðar á fuglunum sem og ekki síst reiði að Mast skildi leyna þessu í allan þennan tíma,“ skrifar hann meðal annars. Hann tekur einnig fram að allt horfi til betri vegar á búunum og þessi meðferð á dýrum sé ekki til staðar í dag. Það sé léttir, þó hann sé ekki að afsaka fyrri meðferð. 

Auglýsing


Í þætt­inum kom fram að Brú­negg hefði, að mati stofn­un­ar­inn­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­ast við merk­ingar sem héldu því fram að eggja­fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­ar. Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. 

Kast­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­stofn­unnar af Brú­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hefur í tæpan ára­tug haft upp­lýs­ingar um að Brú­negg upp­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­ur. Atvinnu­vega­ráðu­neytið hafði líka þessar upp­lýs­ing­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Fyrir ári síðan hafi staðið til að taka yfir vörslu á hænum Brú­neggja vegna ítrek­aðra brota á lögum um með­ferð dýra, meðal ann­ars með því að vera með allt of marga fugla í eggja­hús­um. Til að koma í veg fyrir vörslu­svipt­ing­una þurftu Brú­negg að slátra um 14 þús­und fugl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None