Á fjórða hundrað vilja hænur í fóstur eftir Brúneggjamálið

eggs.jpg
Auglýsing

357 manns ósk­uðu eftir því að fá að taka hænu í fóstur hjá Júl­íusi Má Bald­urs­syni, land­náms­hænu­bónda í Þykkva­bæ, eftir umfjöllun fjöl­miðla um Brú­negg í síð­ustu viku. 

Hann hefur hins vegar bara tök á því að taka við um 25 manns til við­bótar við þá 75 sem fyrir voru með hænu í fóstri hjá hon­um. Öðrum, yfir 300 manns, býðst því að fara á biðlista eftir hænu. Með því að taka hænu í fóstur getur fólk vænst þess að fá eitt kíló af eggjum frá hæn­unni í hverjum mán­uð­i. 

Ástæðan er fyrst og fremst Kast­­ljós-þáttur sem sýndur var í síð­ustu viku þar sem fjallað var um for­­dæma­­laus afskipti Mat­væla­­stofn­unar af eggja­­búum Brú­­neggja. Júl­íus segir í bréfi sem hann sendi öllum þeim sem ósk­uðu eftir að taka hænu í fóstur að báðir símar hans hafi hringt við­stöðu­laust eftir þátt­inn og tölvu­póst­arnir hafi verið mörg hund­ruð. „Fólk var hrein­lega bara í losti og áfalli sem svo snérist upp í rétt­láta reiði. Reiði vegna með­ferðar á fugl­unum sem og ekki síst reiði að Mast skildi leyna þessu í allan þennan tíma,“ skrifar hann meðal ann­ars. Hann tekur einnig fram að allt horfi til betri vegar á búunum og þessi með­ferð á dýrum sé ekki til staðar í dag. Það sé létt­ir, þó hann sé ekki að afsaka fyrri með­ferð. 

AuglýsingÍ þætt­inum kom fram að Brú­­negg hefði, að mati stofn­un­­ar­inn­­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­­ast við merk­ingar sem héldu því fram að eggja­fram­­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­­ar. Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. 

Kast­­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­­stofn­unnar af Brú­­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hefur í tæpan ára­tug haft upp­­lýs­ingar um að Brú­­negg upp­­­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­­ur. Atvinn­u­­vega­ráðu­­neytið hafði líka þessar upp­­lýs­ing­­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Fyrir ári síðan hafi staðið til að taka yfir vörslu á hænum Brú­­neggja vegna ítrek­aðra brota á lögum um með­­­ferð dýra, meðal ann­­ars með því að vera með allt of marga fugla í eggja­hús­­um. Til að koma í veg fyrir vörslu­­svipt­ing­una þurftu Brú­­negg að slátra um 14 þús­und fugl­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None