Mynd: Wikicommons

Isavia stefnir íslenska ríkinu vegna saknæmrar háttsemi dómara og vill yfir tvo milljarða

Isavia, sem er ríkisfyrirtæki hefur sent ríkislögmanni kröfubréf og fer fram á að íslenska ríkið, eigandi sinn, greiði það tjón sem fyrirtækið varð fyrir þegar kyrrsettri flugvél frá WOW air var leyft að fara frá landinu. Fyrirtækið segir héraðsdómara hafa sýnt af sér „saknæma og ólögmæta háttsemi“ sem hafi bakað sér tjón. Alls vill Isavia fá yfir tvo milljarða króna frá ríkinu í bætur.

Isa­via ohf., fyr­ir­tæki sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, mun á næstu dögum stefna eig­anda sínum til greiðslu á um 2,2 millj­örðum króna í skaða­bætur auk vaxta sem eiga að reikn­ast frá 18. júlí 2019. Isa­via, sem rekur með ann­ars Kefla­vík­ur­flug­völl, sendi kröfu­bréf til íslenska rík­is­ins vegna þessa 18. októ­ber síð­ast­lið­inn. Kjarn­inn hefur fengið það bréf afhent á grund­velli upp­lýs­inga­laga.

Ástæðan fyrir stefn­unni er óréttur sem Isa­via telur sig hafa verið beitt þegar hér­aðs­dóm­ar­inn Ástríður Gríms­dóttir féllst á aðfara­beiðni Air Lease Cor­poration (ALC), eig­anda flug­vélar sem Isa­via hafði kyrr­sett vegna skulda WOW air við sig, um að fá vél­ina afhenta með úrskurði sínum í júlí 2019. Fyr­ir­tækið telur að dóm­ar­inn hafi sýnt af sér „sak­næma og ólög­mæta hátt­semi við úrlausn máls­ins.“

Í kröfu­bréfi Isa­via segir að fyr­ir­tækið telji að það væru „stór­kost­legir efn­is­legir og rétt­ar­fars­legir ann­markar á úrskurði hér­aðs­dóms“ um aðfara­beiðn­ina og að veil­urnar í rök­stuðn­ingi dóm­ar­ans í mál­inu „séu bæði svo alvar­legar og veru­leg­ar“ að varla sé hægt að draga aðra ályktun en það hafi verið ásetn­ingur dóm­ar­ans að aðfara­að­gerðin næði fram að ganga áður en að Lands­rétti gæf­ist ráð­rúm til að end­ur­skoða og snúa við nið­ur­stöð­unni. Þá efast lög­maður Isa­via um að dóm­ari máls­ins hafi fylli­lega skilið sak­ar­efni máls­ins.

Far­þega­þotan sem Isa­via hafði kyrr­sett, sem var að Air­bus-­gerð og hefur skrán­ing­ar­núm­erið TF-G­PA, flaug af landi brott 19. júlí. Isa­via ætlar einnig að stefna ALC vegna máls­ins.

Mikið upp­safnað tap WOW air

Isa­via og WOW air gerðu sam­komu­lag um það í lok sept­em­ber 2018, skömmu eftir að frægu skulda­bréfa­út­boði í WOW air hafði verið lok­ið, hvernig félagið átti að greiða upp skuld sína við Kefla­vík­ur­flug­völl. Skuld WOW air við Isa­via hafði vaxið hratt mán­uð­ina á und­an, og stóð í rúm­lega millj­arði króna í lok júlí 2018. Þá hafði hún tvö­fald­ast á rúmum mán­uði.

Nokkrum vikum áður en greint var frá því að skulda­bréfa­út­boði WOW air var gefin heim­ild fyrir rekstr­ar­lána­línu og/eða yfir­drátt­ar­láni á stjórn­ar­fundi Isa­via upp á tvo millj­arða króna.

Isa­via taldi sig geta tryggt að skuldin feng­ist greidd með vegna þess að ákvæði loft­ferða­laga ættu að heim­ila fyr­ir­tæk­inu að kyrr­setja vél WOW air til að tryggja greiðslu gjalda sem væru gjald­fall­inn. 

Þegar WOW air fór svo loks í þrot í lok mars var skuld félags­ins við Isa­via um tveir millj­arðar króna. Vélin sem var kyrr­sett fyrir greiðslu þeirrar skuld­ar, og WOW air hafði haft til umráða, var hins vegar ekki í eigu WOW air heldur hafði félagið leigt hana. Eig­and­inn var ALC og hann hafði engan áhuga á því að borga skuld WOW air til að losa vél­ina sína.

Deilur vegna þessa fóru víða um dóms­kerf­ið, og röt­uðu loks fyrir Hér­aðs­dóm Reykja­nes sem komst á end­anum að þeirri nið­ur­stöðu að ALC þyrfti ekki að greiða allar þær skuldir WOW air gagn­vart Isa­via sem safn­ast höfðu upp heldur ein­ungis þær skuldir sem tengd­ust beint þot­unni sem kyrr­sett var. Í úrskurði dóm­ar­ans, Ástríðar Gríms­dótt­ur, kom einnig fram að ALC væri heim­ilt að sækja vél­ina sem hafði verið kyrr­sett. Henni var því flogið úr landi þann 19. júlí án þess að mála­rekstr­inum væri lokið fyrir íslenskum dóm­stól­um, þar sem Isa­via áfrýj­aði nið­ur­stöð­unni.

Fyr­ir­greiðslan við WOW air, og hin mislukk­aða til­raun til að end­ur­heimta hana frá ALC, skil­aði því að Isa­via þurfti að færa niður kröfur sínar á hið gjald­þrota flug­fé­lag um 2,1 millj­arð króna. Það var stærsta ástæðan fyrir því að Isa­via tap­aði rúm­lega 2,5 millj­örðum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019.

Ætluð sak­næm og ólög­mæt hátt­semi

Lög­maður Isa­via, Hlynur Hall­dórs­son frá Lands­lög­um, bendir á í kröfu­bréfi sem Isa­via sendi til rík­is­lög­manns 18. októ­ber, og Kjarn­inn hefur fengið afhent á grund­velli upp­lýs­inga­laga, að þegar Lands­réttur kvað upp úrskurð um aðfara­beiðni Isa­via, eftir að mál­inu var áfrýjað þangað og eftir að flug­vélin kyrr­setta var farin frá Íslandi, hafi kröf­unum verið vísað frá. Ástæðan væri sú að hin marg­um­þrætta aðfar­ar­gerð væri um garð gengin og Isa­via ætti því ekki lögvarða hags­muni af úrlausn um lög­mæti aðgerð­ar­inn­ar. Í nið­ur­stöðu Lands­réttar hefði hins vegar þeirri lög­skýr­ingu sem beitt var til að frelsa flug­vél­ina hefði verið hafnað í fyrri nið­ur­stöðu hans. Auk þess felldi hann niður máls­kostn­að.  

Hæsti­réttur stað­festi síðan dóm Lands­réttar 23. sept­em­ber. 

Þess vegna vill Isa­via fá bætur frá íslenska rík­inu og byggir þá kröfu fyrst og fremst á bóta­reglu aðfar­ar­laga og dóm­stóla­lög­um.

Kröfubréf lögmanns Isavia sem sent var til ríkislögmanns og dómsmálaráðuneytisins í síðustu viku.
Mynd: skjáskot

Isa­vi­a telur að með úrskurði sínum þann 17. júlí 2019 hafi áður­nefndur dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­ness, sem heim­il­aði inn­setn­ing­una, sýnt af sér sak­næma og ólög­mæta hátt­semi við úrlausn máls­ins. Því beri sá dóm­ari skaða­bóta­á­byrgð á því fjár­hags­lega tjóni sem ákvörðun hans hafi vald­ið. Dóms­mál vegna skaða­bóta­á­byrgðar verði þó ekki höfðað gegn dóm­ar­anum per­sónu­lega, heldur aðeins gagn­vart íslenska rík­in­u. 

Efast um að dóm­ar­inn hafi fylli­lega skilið málið

Í yfir­lýs­ingu sem fyr­ir­tækið sendi Kjarn­anum segir að það hafi dóm­ar­inn meðal ann­ars gert með því að hunsa efn­is­lega nið­ur­stöðu Lands­réttar varð­andi kyrr­setn­ing­ar­á­kvæði loft­ferða­laga og með því að hafna kröf­u Isa­vi­a um frestun rétt­ar­á­hrifa úrskurð­ar­ins þannig að Lands­rétt­ur, og eftir atvikum Hæsti­rétt­ur, gætu tekið úrlausn hér­aðs­dóms til end­ur­skoð­un­ar. „Isa­vi­a telur blasa við í ljósi und­ir­liggj­andi hags­muna að hér­aðs­dómur hafi átt að taka þá kröf­u Isa­vi­a til greina.“

Í kröfu­bréfi lög­manns Isa­via segir að veil­urnar í rök­stuðn­ingi dóm­ar­ans í mál­inu „séu bæði svo alvar­legar og veru­legar að varla er hægt að draga aðra ályktun en það hafi verið ásetn­ingur dóm­ar­ans að aðfara­að­gerðin næði fram að ganga áður en að Lands­rétti gæf­ist ráð­rúm til að end­ur­skoða og snúa við nið­ur­stöð­unni. Þá efast lög­mað­ur­inn um að dóm­ari máls­ins hafi fylli­lega skilið sak­ar­efni máls­ins í ljósi þess að hún segi í for­sendum úrskurðar síns að fjár­hags­legir hags­munir ALC í mál­inu væru meiri en Isa­via. Það sé rangt, að mati lög­manns Isa­via, enda hefði frestun rétt­ar­á­hrif í 6-8 vikur í við­bót ein­ungis bakað ALC tjón upp á að 85-114 millj­ónir króna sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá félag­inu sjálfu. Það sé um 1/20 af því tjóni sem Isa­via hafi orðið fyr­ir. „Um­bjóð­andi minn skilur ekki þann órétt sem hann var beittur með fram­an­greindum úrskurði hér­aðs­dóms.“

Telja málið hafa for­dæm­is­gildi

Guð­jón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, segir málið ekki ein­ungis snú­ast um hags­muni vegna tap­aðra fjár­muna. „Málið í heild sinni hefur for­dæm­is­gildi um hvernig við hjá Isa­via högum rekstri okkar til fram­tíð­ar. Við þurfum að vita hvort við getum beitt kyrr­setn­ing­ar­heim­ild loft­ferða­laga áfram með þeim hætti sem við höfum gert, þ.e. kyrr­sett eina flug­vél fyrir heild­ar­skuld, eða hvort nauð­syn­legt verði til fram­tíðar að kyrr­setja allan flota flug­fé­laga í einu ef grípa þarf til aðgerða.“

Það breytir því þó ekki að krafa Isa­via á hendur eig­anda sín­um, rík­inu, er upp á tölu­verða fjár­muni, eða 1.372 millj­ónir króna í íslenskum krónum auk vaxta. Auk þess er farið fram á greiðslu um sex milljón evra, um 830 milljón króna. Sam­an­lagt er því farið fram á um 2,2 millj­arða króna. Um er að ræða þá upp­hæð sem Isa­via taldi sig geta end­ur­heimt frá ALC vegna skulda sem WOW air hafði safnað upp við sig, með því að kyrr­setja vél­ina og heim­ila ekki brott­för hennar fyrr en að skuldin væri greidd. 

Fyrir liggur að krafa Isa­via í þrotabú WOW air yrði almenn, en ekk­ert mun fást greitt upp í slíkar kröfur að óbreytt­u. 

Frétta­skýr­ingin hefur verið upp­færð með við­bót­ar­upp­lýs­ingum um að krafa Isa­via er hærri, um 2,2 millj­arðar króna, en upp­haf­lega kom fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar