Tvö ár frá kosningum: Vinstri græn tapað miklu fylgi en Viðreisn og Samfylking græða

Í dag eru nákvæmlega tvö ár frá því að kosið var síðast til Alþingis. Á þeim tíma sem liðin er hafa fjórir flokkar á þingi tapað fylgi, en fjórir bætt við sig.

Úr kappræðum í sjónvarpssal RÚV fyrir síðustu þingskosningar.
Úr kappræðum í sjónvarpssal RÚV fyrir síðustu þingskosningar.
Auglýsing

Í dag eru liðin nákvæm­lega tvö ár frá því að síð­ustu kosn­ingar til Alþingis fóru fram, en þær voru 28. októ­ber 2017. 

Kosn­ing­arnar voru aðrar kosn­ing­arnar sem haldnar voru á einu ári, en til þeirra beggja var boðað í kjöl­far hneyksl­is­mála. Fyrst vegna Panama­skjal­anna 2016 og síðan vegna Upp­reist-æru máls­ins og meintrar leynd­ar­hyggju þáver­andi dóms­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra vegna þess.

Í kjöl­far þeirra var mynduð mjög óvenju­leg rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem varð um leið önnur konan í Íslands­sög­unni til að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. 

Rík­is­stjórnin er óvenju­leg vegna þess að hún er mynduð frá vinstri, yfir miðju og til hægri og sam­anstendur af flokk­um, sér­stak­lega Vinstri grænum og Sjálf­stæð­is­flokki, sem ekki er sýni­legt á stefnu­skrám að eigi mikið sam­eig­in­legt. Aðstæður þóttu hins vegar kalla á stöð­ug­leika í stjórn­mála­á­stand­inu, að mati þeirra sem komu rík­is­stjórn­inni á kopp­inn, í ljósi þess að rík­is­stjórn hefur ekki klárað kjör­tíma­bil með meiri­hluta á þingi frá því að rík­is­stjórn undir for­sæti Geirs H. Haarde gerði það vorið 2007. Það kjör­tíma­bil voru for­sæt­is­ráð­herr­arnir samt sem áður þrír, því auk Geirs leiddu Davíð Odds­son og Hall­dór Ásgríms­son rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks um tíma. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina minnkað um rúman þriðj­ung

Í verki hefur rík­is­stjórnin verið nokkuð íhalds­söm, sér­stak­lega þegar kemur að kerf­is­breyt­ing­um, sem hafa ekki verið mikl­ar. Efna­hags­að­stæður hafa hins vegar verið góðar sem hafa gerð það að verkum að rík­is­stjórnin hefur getað aukið fram­lög til helstu mála­flokka umtals­vert án þess að ráð­ast í neinar grund­vall­ar­breyt­ingar á kerfum stjórn­kerf­is­ins. 

Auglýsing
Til að byrja með mæld­ist mik­ill með­byr með rík­is­stjórn­inni. Í könnun MMR í des­em­ber 2017 sögð­ust 66,7 lands­manna styðja nýju rík­is­stjórn­ina. Það var umtals­vert meiri stuðn­ingur en nokkur rík­is­stjórn hefur mælst með eftir hrun. 

Fljótt tók þó að fjara undan þeim stuðn­ingi og hann hefur ekki mælst yfir 50 pró­sent frá því um miðjan júní 2018. Í síð­ustu könnun MMR, sem sýndi stuðn­ing­inn seinni hluta októ­ber og var birt síð­ast­lið­inn föstu­dag, kom fram að 42,2 pró­sent lands­manna styddi rík­is­stjórn­ina. Um 37 pró­sent af stuðn­ingi henn­ar, rúmur þriðj­ung­ur, er horf­inn.

Hún hefur þurft að takast á við nokkur flókin mál­efni. Vandi flug­fé­lags­ins WOW air, sem end­aði í gjald­þroti í lok mars, og loðnu­brestur höfðu þau áhrif að búist er við sam­drætti í hag­kerf­inu á árinu 2019. Það breytir því þó ekki að fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp fyrir næsta ár er mesta eyðslu­frum­varp sög­unnar og búist er við því að útgjöld rík­is­ins fari yfir eitt þús­und millj­arða króna. Á meðal þess sem þar verður fjár­magnað eru miklar fjár­fest­ingar í inn­viða­upp­bygg­ingu, meðal ann­ars sam­göngu­úr­bót­u­m. 

Rík­is­stjórnin þurfti einnig að takast á við krefj­andi kjara­deilur þar sem ný, hér­ská og rót­tæk verka­lýðs­for­ysta lét mikið til sín taka. Það tókst að landa kjara­samn­ingum við stærstan hluta vinnu­mark­að­ar­ins í byrjun apr­íl, í skugga gjald­þrots WOW air, með mik­illi aðkomu rík­is­valds­ins sem lof­aði marg­hátt­uðum aðgerðum til að liðka fyrir kjara­samn­ings­gerð­inni. Sá aðgerð­ar­pakki fékk nafnið lífs­kjara­samn­ing­arn­ir. 

Rík­is­stjórnin stóð líka frammi fyrir því að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri nið­ur­stöðu að dóms­mála­ráð­herra henn­ar, Sig­ríður Á. And­er­sen, hefði skipað fjóra dóm­­­­ara af þeim 15 sem voru upp­­­haf­­­lega skip­aðir í Lands­rétt með ólög­­­­mætum hætti. Sig­ríður þurfti að segja af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Þá hafa verið vær­ingar vegna akst­urs­greiðslna þing­manna, Klaust­ur­máls­ins svo­kall­aða og svo auð­vitað hinar lang­dregnu umræður um þriðja orku­pakk­ann, urðu mál­þófi Mið­flokks­ins að bráð. 

Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur tapað mestu

En hvaða áhrif hefur þróun stjórn­mál­anna haft á fylgi flokk­anna á þingi? Eins og er mæl­ast fjórir flokkar með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um, sem fóru fram fyrir nákvæm­lega tveimur árum í dag, sam­kvæmt síð­ustu könnun MMR.Bjarni Benediktsson kýs í október 2017 ásamt Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu sinni. Hann var forsætisráðherra um nokkurra mánaða skeið í aðdraganda þeirra. Mynd: Birgir Þór HarðarsonAllir stjórn­ar­flokk­arnir þrír hafa tapað fylgi frá haust­kosn­ing­unum 2017. Mest hafa Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, tap­að. Flokk­ur­inn fékk 16,9 pró­sent í síð­ustu kosn­ingum og var þá næst stærsti flokkur lands­ins en mælist nú með 9,7 pró­sent fylgi. Það er ein­ungis í annað sinn á kjör­tíma­bil­inu sem fylgi flokks­ins hefur farið fyrir neðan tveggja stafa tölu. Alls hefur um 43 pró­sent af fylgi Vinstri grænna horfið á þessum tveimur árum sem liðin frá síð­ustu kosn­ing­um. Flokk­ur­inn myndi fara frá því, ef kosið yrði í dag, að vera næst stærsti flokkur lands­ins í að vera sá sjötti stærsti.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur líka tapað umtals­verðu fylgi. Hann fékk 25,2 pró­sent haustið 2017 en mælist nú með 21,1 pró­sent fylgi, sem er þó meira en und­an­farna mán­uði þegar fylgið hefur verið undir 20 pró­sentu­stig­um. Alls hafa því 4,1 pró­sentu­stig yfir­gefið Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Ef kosið yrði í dag, og nið­ur­staða nýj­ustu könn­unar MMR yrði það sem kæmi upp úr kjör­köss­un­um, þá myndi vera um að ræða verstu kosn­inga­nið­ur­stöður flokks­ins í sögu hans. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi samt sem áður vera stærsti flokkur lands­ins.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sá stjórn­ar­flokkur sem heldur helst sínu. Flokk­ur­inn fékk 10,7 pró­sent í kosn­ing­unum 2017 en mælist nú með slétt tíu pró­sent. 

Auglýsing
Eini stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn sem mælist með minna fylgi en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­unum eru Pírat­ar, þótt ekki muni miklu og breyt­ingin sé langt innan skekkju­marka. Fylgi flokks­ins mælist nú 8,9 pró­sent en Píratar fengu 9,2 pró­sent síð­ast þegar kosið var. 

Fjórir flokkar bætt við sig

Sá flokkur sem hefur bætt við sig mestu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili er Við­reisn. Flokk­ur­inn fékk 6,7 pró­sent atkvæða í októ­ber 2017 en mælist nú með slétt tíu pró­sent stuðn­ing. Fylgið hefur því auk­ist um 3,3 pró­sentu­stig, eða 49 pró­sent. 

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hefur lika auk­ist umtals­vert, eða úr 12,1 í 15,3 pró­sent. Fylg­is­aukn­ingin er því upp á 3,2 pró­sentu­stig, eða 26,4 pró­sent. Sá flokkur mælist nú sá næst stærsti á land­inu og hefur haldið þeirri stöðu þorra kjör­tíma­bils­ins sam­kvæmt könn­un­um. 

Mið­flokk­ur­inn hefur líka náð að auka fylgi sitt ágæt­lega og mælist nú með 13,5 pró­senta stuðn­ing, en fékk 10,9 pró­sent atkvæða 2017. Það er aukn­ing upp á 2,6 pró­sentu­stig eða tæp 24 pró­sent. Þá rauk Flokkur fólks­ins upp í síð­ustu könnun MMR og mæld­ist með átta pró­sent fylgi. Það er 1,1 pró­sentu­stigi meira en flokkur Ingu Sæland fékk árið 2017, sem þýðir aukn­ingu upp á 16 pró­sent.

Þá er kom­inn fram á sjón­ar­sviðið Sós­í­alista­flokkur Íslands. Eins og staðan er í dag segj­ast 2,9 pró­sent kjós­enda styðja hann, sem myndi þó ekki duga inn á þing. Auk þess segja 0,9 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa annað en ofan­greinda níu flokka, og því myndu 3,5 pró­sent atkvæða falla niður dauð. Fyrir tveimur árum síðan var hlut­fall þeirra sem kusu aðra flokka en þá sem náðu inn 1,5 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar