Ekkert nema stjórnarkreppa í kortunum

Kannanir á fylgi stjórnmálaflokka sýna samfélagsmynd af þjóð sem virðist mjög ósammála um í hvaða átt Ísland eigi að fara. Afleiðingin er að stjórnarmyndum, ef kosið yrði í dag, yrði afar flókin, ef ekki ómöguleg.

Ef kosið yrði í dag myndu sömu átta flokkar og náðu inn á þing í kosningunum 2017 komast þangað aftur.
Ef kosið yrði í dag myndu sömu átta flokkar og náðu inn á þing í kosningunum 2017 komast þangað aftur.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tapað meira fylgi en nokkur annar flokkur á kjör­tíma­bil­inu og það fylgi virð­ist að uppi­stöðu hafa færst yfir til Mið­flokks­ins. Rík­is­stjórnin virð­ist ekki eiga nokkra raun­hæfa mögu­leika á því að fá end­ur­nýjað umboð en helstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir eru líka ansi langt frá því að vera í stöðu til að mynda nýja rík­is­stjórn. Við blasir að flokkar á þingi verði áfram að minnsta kosti átta og að það muni þurfa fjóra flokka að lág­marki til að mynda rík­is­stjórn sem hefði meiri­hluta kjós­enda á bak­við ­sig. 

Það virð­ist vera að ef kosið yrði í dag kæmi ein flókn­asta stjórn­ar­kreppa sem nokkru sinni hefur opin­ber­ast upp úr kjör­köss­un­um, miðað við kosn­inga­ætlan lands­manna í síð­ustu könn­un MM­R. 

Sig­ur­veg­ar­arnir og tap­ar­arnir

Sá flokkur sem hefur bætt við sig lang­mestu fylgi frá síð­ustu kosn­ingum er Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Hann hefur nú 5,9 pró­sentu­stigum meira fylgi en hann fékk síð­ast þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. Fylgið hefur því auk­ist um 54 pró­sent á kjör­tíma­bil­in­u.

Við­reisn hefur líka bætt við sig fylgi á síð­ustu tveimur árum og mælist nú með 9,7 pró­sent stuðn­ing, sem er þremur pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2017. Það er 45 pró­sent fylg­is­aukn­ing. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur alls tapað 7,1 pró­sentu­stigi af fylgi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá síð­ustu þing­kosn­ing­um. Eng­inn einn flokkur hefur tapað meiru fylgi á þeim tíma. 

Vinstri græn fylgja þó fast á hæla sam­starfs­flokks síns með 6,3 pró­sentu­stiga fylgis­tap frá því í októ­ber 2017. 

Miðju­moðið

Sam­fylk­ingin hefur bætt aðeins við sig á kjör­tíma­bil­inu þótt sú fylg­is­aukn­ing sveiflist veru­lega í könn­unum MMR. Nú mælist fylgi hennar 13,2 pró­sent sem er 1,1 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn fékk 2017. 

Píratar hafa sömu­leiðis bætt lít­il­lega við sig, eða 1,6 pró­sentu­stigi, frá síð­ustu kosn­ingum en virð­ast frekar staðn­aðir í kringum tíu pró­sent mark­ið. Fylgi flokks­ins mælist nú 10,8 pró­sent.

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn er líka í ákveðnum hjól­förum og hefur tapað alls 1,3 pró­sentu­stigum af fylgi á síð­ustu rúmu tveimur árum. Alls segj­ast 9,4 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Fram­sókn líður þó stjórn­ar­flokka minnst fyrir þátt­töku sína í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. 

Flokkur fólks­ins mælist svo með 6,3 pró­sent fylgi sem er mjög svipað og flokk­ur­inn hennar Ingu Sæland fékk 2017 þegar 6,9 pró­sent atkvæða féllu honum í skaut. 

Hin áhuga­verðu mynstur

Það virð­ist blasa við að beint sam­hengi er á milli auk­ins fylgis Mið­flokks­ins og fylg­is­hraps Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þ.e. Mið­flokk­ur­inn virð­ist hafa tekið til sín þorra þeirra 7,1 pró­sentu­stiga sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tap­að, eða 83 pró­sent þess fylg­is. 

Því virð­ist nokkuð ljóst að flokk­arnir tveir höfði, að minnsta kosti að hluta, til sam­bæri­lega hópa sem aðhyll­ast íhalds­sama og þjóð­ern­is­lega stefnu. Athygli vekur þó að sam­eig­in­legt fylgi Mið­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins nú, 34,9 pró­sent, er minna en sam­eig­in­legt fylgi þeirra var í kosn­ing­unum 2017, þegar þeir fengu sam­tals 36,1 pró­sent.

Sam­eig­in­legt fylgi þeirra tveggja er þó meira en sam­eig­in­legt fylgi þeirra flokka stjórn­ar­and­stöð­unnar sem skil­greina sig sem frjáls­lynda umbóta­flokka: Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar. Þeir þrír flokkar myndu ná til 33,7 pró­sent kjós­enda ef kosið yrði í dag. Það er meira en þeir fengu í síð­ustu kosn­ingum en minna en þeir hafa oft áður mælst með á þessu kjör­tíma­bil­i. 

Erfitt að sjá rík­is­stjórn í kort­unum

Ljóst er að sitj­andi rík­is­stjórn mun eiga afar erfitt með að fá end­ur­nýjað umboð að óbreyttu. Sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna þriggja sem hana mynda er í lægstu lægðum um þessar mund­ir. Þeir njóta ein­ungis stuðn­ings 38,1 pró­sent kjós­enda. Það þýðir að rúm­lega fjórði hver kjós­andi hefur yfir­gefið þá. 

Auglýsing
Í ljósi þess að allir aðrir stjórn­mála­flokkar hafa lýst því yfir, annað hvort í einka­sam­tölum eða opin­ber­lega, að þeir muni ekki starfa með Mið­flokknum í rík­is­stjórn þá er ljóst að það verður væg­ast sagt flókið að óbreyttu að mynda ein­hvers­konar meiri­hluta­stjórn, ef þær yfir­lýs­ingar eiga að halda. Frjáls­lynda miðju­blokk­inn, sem virð­ist telja þörf á rík­is­stjórn án bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks,  þyrfti til að mynda á bæði Vinstri grænum og Fram­sókn að halda til að mynda fimm flokka meiri­hluta­stjórn. 

Ef litið er fram­hjá öllum póli­tískum ómögu­leika, og tekið til­lit til þeirra atkvæða sem myndu falla niður dauð, væri lík­ast til hægt að mynda eina þriggja flokka rík­is­stjórn með mjög tæpan meiri­hluta þing­manna úr stöð­unni eins og hún er í dag. Sú rík­is­stjórn myndi njóta stuðn­ings minni­hluta lands­manna, 48,1 pró­sent þeirra, og inni­halda þrjá stærstu flokk­anna: Sjálf­stæð­is­flokk, Mið­flokk og Sam­fylk­ingu.

Ef rík­is­stjórn ætl­aði að byggja á því að meiri­hluti kjós­enda væri á bak­við hana þyrfti hún alltaf að inni­halda að minnsta kosti fjóra flokka. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar