Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða

Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður getur krafið þau félög sem virð­ast rekin með arð­sem­is­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi, en hafa samt sem áður sóst eftir lánum frá sjóðnum sem eiga að úti­loka félög sem rekin eru í hagn­að­ar­skyni, um ýmis­konar gögn er varða starf­semi þeirra. 

Verði sjóð­ur­inn var við að lán­takar brjóti gegn skil­yrðum sem gerð eru til lán­tak­end­anna þá getur hann beitt tvenns konar úrræðum gegn þeim sem ger­ast brot­leg­ir. Ann­ars vegar getur hann gjald­fellt lánin og hins vegar boðað breyt­ingar á láns­kjör­um. Þetta kemur fram í svörum Íbúða­lána­sjóðs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Auglýsing
Kjarninn hefur heim­ildir fyrir því að Íbúða­lána­sjóður hafi beitt síð­ara úrræð­inu, að boða breyt­ingar á láns­kjörum, gagn­vart félögum sem sann­ar­lega eru rekin í hagn­að­ar­skyni en hafa samt sem áður tekið umrædd lán. Þekktasta dæmið um slíka starf­semi er leigu­fé­lagið Heima­vell­ir, sem skráðu sig á markað í fyrra með það að mark­miði að end­ur­fjár­magna lánin frá Íbúða­lána­sjóði til að geta losað sig undan þeirri kvöð að mega ekki greiða arð. 

Á meðal ann­arra þekktra aðila sem hafa nýtt sér umrædd lán til að fjár­magna kaup á ýmsum eignum er fjár­festir­inn Matth­ías Ims­land. Félag á hans vegum keypti meðal ann­ars eignir í Vest­manna­eyjum í fyrra fyrir lán sem ætluð eru óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum og í sept­em­ber síð­ast­liðnum keypti hann fjórtán íbúða blokk á Akra­nesi af Heima­völlum með sömu fjár­mögn­un. Matth­ías var aðstoð­ar­maður Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, þáver­andi ráð­herra hús­næð­is­mála og þess ráð­herra sem Íbúða­lána­sjóður heyrði und­ir, þegar reglu­gerð um þessa teg­und lána var sett árið 2013. 

Má ekki vera starf­semi rekin í hagn­að­ar­skyni

Reglu­­gerð 1042/2013 snýst um að Íbúða­lána­­sjóð­­ur, sem er í eigu rík­­is­ins, veiti lán til sveit­­ar­­fé­laga, félaga og félaga­­sam­­taka sem ætl­­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leig­u­í­­búð­­um. Mark­mið reglu­­gerð­­ar­innar var að „stuðla að fram­­boði á leig­u­í­­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­­legum kjöru­m“.  

Reglu­gerðin setur þau skil­yrði að allir sem fái lán undir hatti hennar megi ekki vera reknir í hagn­að­­ar­­skyni „og úr þeim má hvorki greiða arð né arðs­­gild­i“.

Auglýsing
Lánin eru tvenns kon­­ar. Ann­­ars vegar svokölluð leig­u­í­­búð­­ar­lán sem eru ekki félags­­­leg. Hins vegar hafa verið veitt svokölluð félags­­­leg íbúð­ar­lán. Þau eru bundin sömu skil­yrðum og almennu leig­u­í­­búð­­ar­lánin auk þess sem að við­­bót­­ar­skil­yrði eru um að íbúð­­irnar sem lánað er til má ein­­göngu leigja til þeirra ein­stak­l­ingar og fjöl­­skyldna sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­ar­­mörk­­um. Þau lán eru auk þess veitt á nið­­ur­greiddum vöxt­­um. Heim­ild til að veita slík lán féll úr gildi í lok árs 2017. 

Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sumar að Íbúða­lána­sjóður hefði þá lánað alls 25 félögum 18,4 millj­arða króna á grund­velli reglu­gerð­ar­inn­ar. Langstærstur hluti lán­anna fór til Heima­valla, sem skráði sig svo á markað með það yfir­lýsta mark­mið að ætla sér að greiða arð. Auk þess höfðu Heima­vellir orðið upp­vísir að því að greiða umsýslu­fé­lagi tengt þáver­andi stjórn­ar­mönn­um, stjórn­endum og nokkrum hlut­höf­um, alls 480 millj­ónir króna í þóknana­greiðsl­ur, meðal ann­ars fyrir það sem var kallað „grein­ingu og fram­kvæmdir fjár­fest­inga“. 

Eigið fé langt yfir mark­aðsvirði

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið fyrr á þessu ári eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­festa á borð við líf­eyr­is­sjóði til að fjár­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­ur­fjár­magna sig í takti við fyrri áætl­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. 

Marka­virði Heima­valla í dag er rétt tæp­lega 13 millj­­arðar króna. Eigið fé félags­­ins, mun­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 19,4 millj­­arðar króna miðað við síð­asta birta upp­gjör. 

Kjarn­inn greindi frá því í maí síð­ast­liðnum að sam­kvæmt verð­mati sem Arct­ica Fin­ance vann í vor, og hluti hlut­hafa Heima­valla höfðu aðgang að og er kyrf­i­­lega merkt trún­­að­­ar­­mál, hafi komið fram að Arct­ica Fin­ance hafi metið eignir Heima­valla á mun hærra verði en gert var í birtum reikn­ingum þess. Sam­kvæmt því mati átti eigið fé Heima­valla að hafa átt að vera 27 millj­­arðar króna í vor, eða 14 millj­örðum krónum meira en mark­aðsvirði félags­ins er í dag. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar