Vilja vindorkuver á mikilvægu fuglasvæði

Verði hugmyndir að þremur vindorkuverum á Vesturlandi að veruleika yrðu þar reistar um 86 vindmyllur með allt að 375 MW aflgetu. Samanlagt afl beggja Búrfellsvirkjana Landsvirkjunar er 370 MW.

Framkvæmdasvæðið er í landi Sólheima, sveitabæjar í Dalabyggð.
Framkvæmdasvæðið er í landi Sólheima, sveitabæjar í Dalabyggð.
Auglýsing

Til­laga að mats­á­ætlun vegna þriðja vind­orku­vers­ins sem áhug­i er að reisa á Vest­ur­landi hefur verið lögð fram og birt á vef ­Skipu­lags­stofn­un­ar. Yrðu vind­orku­verin öll að veru­leika gætu 86 vind­myll­ur risið og upp­sett afl þeirra orðið allt að 375 MW, sam­bæri­legt við afl beggja ­Búr­fells­stöðva Lands­virkj­un­ar. Upp­söfnuð áhrif garð­anna vegna nálægðar hver við annan gætu orðið ýmis kon­ar, m.a. á fugla­líf og ásjónu lands.

Í apríl í fyrra lögðu tvö fyr­ir­tæki fram til­lögu að ­mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­garða í Reyk­hóla­hreppi. Ann­ar­s ­vegar EM-Orka ehf sem ráð­gerir allt að 130 MW vind­orku­garð í Garps­dal við Gils­fjörð og hins vegar Storm Orka sem hyggst reisa og reka 80-130 MW garð í landi Hróð­nýj­ar­staða í Dölum í Dala­sýslu.

Til­laga að þriðja garð­inum var svo lögð fram til­ ­Skipu­lags­stofn­unar í síð­ustu viku. Að þeirri til­lögu stendur fyr­ir­tækið Quadran Iceland Develop­ment ehf. sem fyr­ir­hugar vind­orku­garð í landi Sól­heima í Dala­byggð. Stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins er Tryggvi Þór Her­berts­son, ­fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Í garði EM Orku er miðað við 35 vind­myllur sem hver og ein yrði allt að 150 metra há. End­an­leg stærð fyr­ir­hug­aðs garðs Storm Orku var ekki ­ljós er til­lagan var lögð fram síð­asta vor. Þó kom fram að upp­sett afl í fyrsta á­fanga væri áætlað rúm­lega 83 MW frá 18-24 vind­myll­um.  

EM Orka er íslenskt fyr­ir­tæki í eigu EMP Hold­ings, sem er ­sam­eig­in­lega í eigu EMP IN og Vest­as, eins stærsti vind­myllu­fram­leið­anda heims. Að baki Storm Orku standa bræð­urnir Magnús og Sig­urður Jóhann­essynir og nýt­ur ­fyr­ir­tækið stuðn­ings vind­myllu­fram­leið­and­ans Siem­ens Gamesa Renewa­ble Energy.

Vindorkugarðurinn er fyrirhugaður á Laxárdalsheiði, skammt frá Borðeyri.Mynd: Úr skýrslu Quadran

Vind­orku­fram­kvæmdir eru mats­skyldar sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um. Fram­kvæmda­að­ili gerir til­lögu að mats­á­ætlun og það hafa fyr­ir­tækin þrjú nú öll gert. ­Skipu­lags­stofnun tekur síðan ákvörðun um þá til­lögu, að feng­inni umsögn ýmissa að­ila, og getur bætt við atriðum sem fjalla þarf um í fram­hald­inu. Næsta skref er svo vinna að  frum­mats­skýrslu á um­hverf­is­á­hrif­um.

Hafa áhrif á fugla­líf og ásýnd lands

Umhverf­is­á­hrif af vind­orku­görðum eru að ýmsu leyti önnur en af vatns­afls- og jarð­varma­virkj­unum  sem hingað til hafa verið ráð­andi í orku­fram­leiðslu á Íslandi. Þau geta þó ver­ið margs­kon­ar. Þau eru til dæmis sjón­ræn, þ.e. vind­myll­urnar hafa áhrif á ásýnd um­hverf­is, þær hafa einnig áhrif á hljóð­vist og geta einnig haft áhrif á fugla­líf, svo dæmi séu tek­in. Hins vegar þarf eðli máls­ins sam­kvæmt ekki að ­gera miðl­un­ar­lón og sökkva landi líkt og í til­viki margra vatns­afls­virkj­ana. Þá er hægt að fjar­lægja vind­myllur og skilja við landið í nokkuð sam­bæri­leg­u á­standi og fyrir fram­kvæmdir ef vel er að verki stað­ið.

Í til­lögu að mats­á­ætlun Quadran Iceland Develop­ment ehf. um vind­orku­garð í landi Sól­heima kemur fram að fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði sé á 3.200 hekt­ara landi á eystri mörkum sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggð­ar. Þjóð­vegur 59, sem er mal­bik­aður að hluta til, liggur í gegnum svæðið á u.þ.b. átta kíló­metra kafla og tengir saman Búð­ar­dal og Borð­eyri. Á fram­kvæmda­svæð­inu er bónda­býli, Sól­heimar, á­samt sum­ar­bú­stað. Í skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins segir að leigu­samn­ingur hafi ver­ið und­ir­rit­aður við land­eig­endur í apríl árið 2018.

Stöðugir og sterkir vind­strengir

Jörðin Sól­heimar varð fyrir val­inu hjá Quadran þar sem ­stað­ur­inn býður að mati fyr­ir­tæk­is­ins upp á stórt land­svæði með stöð­ugum og ­sterkum vind­strengjum á afskekktu svæði, fjarri byggð. Þá segir í skýrsl­unni að ­svæðið búi einnig að góðu aðgengi við núver­andi vega­kerfi og stutt sé í teng­ing­u við raf­orku­kerfi.

Á þessu stigi er áætlað að áfangi 1 muni sam­an­standa af 20 vind­myll­um, með hámarks­af­köst upp á 85 MW. Í öðrum áfanga er fyr­ir­hugað að bæta við sjö vind­myllum og þá gert ráð fyrir allt að 115 MW afl­getu.

Fjöl­mörg vötn og ár

Í mats­á­ætl­un­inni kemur fram að fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæð­i ein­kenn­ist af til­tölu­lega sléttu lands­lagi úr fín­gerðum jarð­vegi og basalti með­ aflíð­andi hlíðum og fjöl­mörgum vötn­um, ám og vatns­ból­um. Gróður svæð­is­ins sam­anstend­ur af grasi og frum­stæð­ari teg­und­um, aðal­lega mosa­gróðri. Rask vegna und­ir­bún­ings­ og upp­bygg­ingar vind­orku­vers­ins myndi nema minna en 1% af heild­ar­svæð­inu, að mati fram­kvæmda­að­ila.

Fyrir utan bygg­ingu vind­myll­anna sjálfra, sem hver og ein yrði á stein­steyptri und­ir­stöðu, yrði rask m.a. vegna nýrra mal­ar­vega sem leggja ­þyrfti inn á svæðið og að hverri vind­myllu og  að­veitu­stöðv­um. Sam­hliða því yrðu lagðir jarð­strengir ­sem flytja myndu raf­magn frá vind­myll­un­um.

Svæðið mik­il­vægt fyrir fugla­líf 

Fram­kvæmdin er fyr­ir­huguð á Lax­ár­dals­heiði sem er skil­greind ­sem mik­il­vægt svæði fyrir fugla­líf og líf­fræði­lega fjöl­breytni (Import­ant Bird and Biodi­versity Area) og svæðið afmarkað sem mik­il­vægt varp­svæði á alþjóða­vís­u ­fyrir himbrima (5% af íslenska himbrima­stofn­in­um) og álftir (1,8% af íslenska álft­ar­stofn­in­um).Fyrirhugað framkvæmdasvæði er merkt með rauðu fyrir miðri mynd og mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líffræðilegan fjölbreytileika með gulum. Mynd: Quadran

Við fyrstu úttektir fram­kvæmda­að­ila á fugla­lífi á svæð­inu í maí 2019 voru skráð lóma­pör, álfta­pör, grá­gæsa­pör og svart­bakspör, himbrim­apar og hópur dugg­anda sem sást á stærsta stöðu­vatn­inu. Þá er rjúpa einnig á þessu ­svæði. Í skýrsl­unni segir að búist sé við miklum fjölda varp­fugla af ólík­um ­teg­undum á svæð­inu á meðan varp­tíma­bil­inu stend­ur, þ.m.t. fugla­teg­undum eins og óð­ins­hana og hávellu.

Fuglar geta glatað búsvæðum sínum

Í skýrsl­unni kemur fram að við bygg­ingu vind­orku­garðs sé ­mögu­legt að stað­fuglar og varp­fuglar verði fyrir röskun og glati búsvæðum sín­um. Þegar vind­myllur eru í gangi fel­ast mögu­leg áhrif í því að fuglar glati búsvæð­u­m sínum eða flytji sig um set, þ.e. forð­ist vind­orku­garð­inn og nær­liggj­andi svæð­i, fljúgi á spaða myll­anna eða önnur mann­virki eða að fuglar kom­ist ekki sinna venju­legu leiða við leit að fæðu­stöðvum eða svefn­stað.

Að fuglum und­an­skildum er dýra­líf sagt tak­markað á svæð­in­u, ­fyrir utan ref, sauðfé og mink.

Útsýni yfir svæðið er hind­r­ana­laust frá nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um og það er vel sýni­legt frá vegi 59, sem liggur í gegnum það. „Upp­bygg­ing og ­rekstur vind­myll­anna mun breyta ásjónu svæð­is­ins og útsýni frá nær­liggj­and­i ­byggð­ar­lögum og veg­far­end­um,“ stendur í skýrsl­unni. Svæðið sé þó afskekkt og þar sé lítið um ferða­menn. Næsti sveita­bær er í 2,5 kíló­metra fjar­lægð og næsta þorp í um það bil 10 km fjar­lægð.

Upp­bygg­ing tekur tólf mán­uði

Í skýrsl­unni er bent á að mómýrin sem er víða á þessu svæð­i ­gegni hlut­verki kolefn­is­við­taka. Röskun á henni gæti aukið losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loftið en bent er á að þessi svæði verði kort­lögð í grunn­athug­un­um við frek­ari und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins til þess að sneiða megi hjá þeim.

Upp­bygg­ing vind­orku­vers­ins tæki í heild um tólf mán­uði og yrðu starfs­menn á þeim tíma allt að 150. Vinna yrði lík­lega tak­mörkuð yfir­ há­vet­ur­inn vegna kulda og lít­illar dags­birtu. Fram­kvæmt yrði í áföngum og gæt­i vinnan dreifst yfir tveggja ára tíma­bil.

Vind­orku­verið er hannað til að vera starf­hæft í 25 ár. Um ­leið og það verður starf­hæft mun eft­ir­lit og stýr­ing vind­mylla fara fram í stjórn­her­bergi ann­ars stað­ar. Rekstur vind­orku­vers krefst lág­marks­vinnu­afls. Með­an á rekstri stæði er gert ráð fyrir því að ráðnir yrðu átta til tíu starfs­menn til að sinna eft­ir­liti og fyr­ir­byggj­andi við­haldi. Að auki yrðu tveir til­ fjórir við­gerð­ar­menn ráðnir af fram­leið­anda vind­myll­anna  til að sinna árlegu við­haldi.

Við mat á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­garð­anna þriggja þarf að horfa til sam­legð­ar­á­hrifa þeirra og verður það gert í frum­mats­skýrslum þeg­ar þar að kem­ur.

Eitt vind­orku­ver í til­lögu að ramma­á­ætlun

Aðeins eitt vind­orku­ver, Blöndu­lund­ur, er meðal þeirra ­virkj­ana­hug­mynda sem er að finna í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem til stendur að leggja fram á þingi í næsta mán­uði.

Þó enn liggi ekki fyrir hvaða virkj­un­ar­kostir verði tekn­ir til afgreiðslu í 4. áfanga ramma­á­ætl­unar hafa fag­hópar þegar tekið til starfa við ýmsar rann­sóknir tengdar bæði aðferða­fræði og virkj­un­ar­hug­myndum sem eru í bið­flokki núver­andi ramma­á­ætl­un­ar. Þá fór verk­efna­stjórn áætl­un­ar­innar í sum­ar í vett­vangs­ferð um fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði vind­orku­ver­anna þriggja í Dala­byggð og Reyk­hóla­sveit.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar